Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 29 ALMAR Guðmunds- son, hagfræðingur og forstöðumaður grein- ingar hjá Íslands- banka-FBA, ritar grein í Morgunblaðið þann 30. desember undir heitinu „Spámennskan er ekkert grín“. Þar gerir hann athuga- semdir við ákveðin at- riði í skrifum undirrit- aðs í sama dagblaði vikuna áður um efna- hagsspár greiningar- deilda sem bar heitið „Af íslenskum spá- mönnum“. Sá sem hér ritar er ánægður með að fá viðbrögð við grein sinni. Nokkurra mistúlkana gætir í þessu svarbréfi sem nauðsyn er að leiðrétta. Óviss framtíð Undirritaður aðhyllist ekki þá skoðun að hagfræðingar á vegum hins opinbera séu þeir einu sem er treystandi til þess að fjalla um efnahagsmál og þarf nokkra lagni til þess að lesa þann boðskap út úr nefndri grein um ís- lenska spámenn. Sú þróun er jákvæð að bankar og verðbréfa- fyrirtæki stofni grein- ingardeildir sem láta að sér kveða. En gagnrýn- isvert er þó að flestar greiningardeildirnar hafa valið þá leið að markaðsetja greining- ar sínar sem naglfasta spádóma fremur en fjölhliða efnahagsumræðu. Í þeirri viðleitni hafa margar fullyrðingar og ágiskanir flogið sem hafa unnið frem- ur lítið gagn fyrir fjármálamarkað og viðskiptavini viðkomandi peninga- stofnana. Staðreyndin er sú að efna- hagsspár eru gífurlega erfiðar eins og staðan er nú, m.a. vegna þess hversu stutt kynni Íslendingar hafa haft af frjálsum fjármagnsviðskipt- um. Það er einnig af þessum sökum að mörgum opinberum aðilum hefur heldur ekki reynst auðvelt að spá fyr- ir um framvinduna eins og Almar bendir réttilega á. En þeim mun meiri ástæða er til þess að sýna var- úð. Upplýsingar og ábyrgð Almar nefnir einnig í athugasemd- um sínum að einkaaðilar séu fullfærir um að meta trúverðugleika upplýs- inga og skilja kjarna frá hismi í efna- hagsumræðu. Þannig hafi rangar eða misvísandi spár lítil áhrif. Þetta er aðeins rétt að ákveðnu marki. Það er nú einu sinni svo að spádóma er að- eins hægt að sanna eða afsanna í fyll- ingu tímans og hér ber aftur að und- irstrika bernsku íslensks fjármagns- markaðar. Mjög fáir einkaaðilar hafa langa sögu í efnahagsspám og því erfitt að meta trúverðugleika þeirra upplýsinga sem mönnum er miðlað úr þeirri átt á grundvelli fenginnar reynslu. Í flestum tilvikum fá því greiningardeildirnar trúverðugleika í forgjöf með því að vera innanbúðar í peningastofnun sem hefur áunnið sér traust. En þær peningastofnanir sem standa að greiningardeildunum hafa flestar tryggar rætur á fjármagns- markaði og gegna þýðingarmiklu hlutverki. Í raun má segja sem svo að markaðurinn treysti dómgreind þeirra sem greiða spámönnunum laun, fremur dómgreind greiningar- deildanna sjálfra eins og staðan er nú. En þetta verður þó líklega ger- breytt eftir 5 ár eða svo. Þá er peningamarkaður það lítill hérlendis að inngrip einstakra banka eða verðbréfafyrirtækja geta skipt sköpum. Þess vegna er hætt við því að spár ákveðinna greiningardeilda séu taldar vera vísbendingar um gerðir þeirrar peningastofnunar þar sem viðkomandi spámenn starfa. Ef greiningardeild í stórum banka spáir gengisfalli freistast menn til þess að álykta að fjárvörslumenn bankans hans muni veðja gegn krónunni á gjaldeyrismarkaði og hafa því hvatn- ingu til þess að gera áhlaup á gengið. Af þessum sökum geta efnahagsspá- dómar þessara aðila mótað vænting- ar markaðarins og ræst af sjálfu sér. Þetta getur gerst jafnvel þótt skoð- annir séu skiptar um ágæti þeirrar efnahagsgreiningar sem liggur að baki þeirra. Fram á veginn Það er ánægjulegt að sjá að fyr- irtæki í einkageira sjá nú ástæðu til þess að ráða kraftmikla hagfræðinga til þess að huga að efnahagsmálum og þjóðhagsspám. Hér gætir enn nokkurrar bernsku þar sem svo stutt er síðan fjármagnsviðskipti urðu frjáls og hjólin fór verulega að snúast í fjármálaheiminum. En þegar fram í sækir má fastlega gera ráð fyrir því nefndar greiningardeildir gegni mjög mikilvægu hlutverki fyrir landsins gagn og nauðsynjar. Spámanni svarað Ásgeir Jónsson Efnahagur Flestar greiningar- deildirnar hafa valið þá leið, segir Ásgeir Jónsson, að markað- setja greiningar sínar sem naglfasta spádóma fremur en fjölhliða efnahagsumræðu Höfundur er hagfræðingur og starf- ar á Hagfræðistofnun Háskólans herra GARÐURINN KRINGLUNNI UTSALAN er hafin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.