Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í
upphafi nýs árs, hvað þá
nýrrar aldar, sýnist við
hæfi að auglýsa eftir
glöggum, réttsýnum og
nútímalega þenkjandi
stjórnmálamanni til að taka að sér
að gerast málsvari fyrir stóran
hóp Íslendinga.
Um er að ræða hlutverk tals-
manns skattgreiðenda á Íslandi,
sem enga eiga sér fulltrúa og taka
nú afleiðingum þess ráðslags.
Beiðnin er fram borin á grundvelli
þeirrar vissu að óraunhæft og til-
gangslaust sé í senn að óska eftir
því að heil stjórnmálasamtök
gangist undir það hlutverk að ger-
ast málsvari þeirra, sem greiða
skatta og fylgjast í þögulli for-
undran og orðlausri spurn með því
hvernig fjár-
munum þeirra
er varið.
Gefi fleiri en
einn stjórn-
málamaður sig fram í þessu við-
fangi verður þeim hinum sömu
tekið fagnandi. Vörnum fyrir
skattborgarana verður enda ekki
haldið uppi nema að frumstæð
flokkshyggja og hagsmunavarsla
fyrir slík fyrirtæki víki fyrir hags-
munum almennings og rétt-
mætum kröfum hans á grundvelli
þeirra fjármuna, sem af honum
eru teknir til almenningsþarfa.
Og það eru raunar hinar sam-
eiginlegu þarfir þjóðarinnar, sem
eiga að vera mælistika þess stjórn-
málamanns, sem tekur að sér hlut-
verk formælanda skattgreiðenda á
Íslandi. Þeim hinum sama er ætlað
að bregðast við þegar stjórnmála-
menn ákveða fjárútlát, sem með
engu móti tengjast þörfum þeirra,
er leggja peningana fram.
Á árinu, sem var að líða, urðu
skattborgarar þessa lands vitni að
fjárútlátum, sem nægja ættu til að
sannfæra þá um nauðsyn þess að
þeir eignist talsmann á opinberum
vettvangi. Þúsundum milljóna
króna var varið til hátíðarhalda,
menningarkynninga og skraut-
sýninga, sem á engan hátt tengd-
ust almannaþörfum, afkomu, heill
eða hamingju þjóðarinnar.
Flestir áttu viðburðir þessir
sameiginlegt að tengjast grátbros-
legri þjóðrembu á einn veg eða
annan. Margir þeirra einkenndust
af fíflalátum í útlöndum, sem kurt-
eist fólk hló þó ekki að opinber-
lega. Bjálfaleg sjálfsupphafning
setti yfirleitt svip sinn á sam-
kundur þessar og tók þá flest
sæmilega upp alið fólk þann kost
að líta undan í þeirri von að þess-
um ósköpum tæki brátt að linna.
Átti það ekki síst við um þá, sem
einhver kynni höfðu haft af menn-
ingu og höfðu fram að þessu ekki
talið það fyrirbrigði til ofnæmis-
vaka.
Litla skemmtan er af því að hafa
að rifja „viðburði“ þessa upp enda
má þegar greina vísi að „þjóðar-
sátt“ um að heppilegast sé að
gleyma þeim sem fyrst. Það sjón-
armið má að sönnu teljast skiljan-
legt en hitt er mikilvægt að þegar
verði unnið að því tryggja að við-
líka hörmungar ríði ekki yfir á ný.
Einhverjum gæti þótt hag-
kvæmt að geta gert greinarmun á
stjórnmálaflokkum og -mönnum í
þessu viðfangi. Við, sem tilheyrum
því ágæta Reykjavíkur-íhaldi, tók-
um út stjórnmálaþroska okkar í
þeirri vissu að vinstrimönnum
væri ekki treystandi á vettvangi
efnahags- og fjármála. Hamslaus
útþensla ríkisútgjalda, oft í nafni
„menningar“ og skattahækkanir
forsjárhyggjunnar væru þau úr-
ræði ein, sem þessum flokki
manna væru töm. Undir þeirra
stjórn soguðu bæði ríki og sveit-
arfélög til sín stöðugt meiri fjár-
muni til þess eins að fara illa með
þá.
Þessi vísindi verða almennt ekki
dregin í efa.
En þegar horft er yfir sviðið,
eins og skáldin segja, og forgangs-
röðun núverandi valdhafa er íhug-
uð, stöndum við, sem meðtekið
höfum þessi fræði, frammi fyrir
eftirfarandi spurningu:
Leyfir samviskan andmæli við
þeirri staðhæfingu að sífellt erf-
iðara verði að greina mun á flokk-
um og fyrirmönnum í þessu tilliti?
Er óviðurkvæmilegt að skatt-
borgarar þessa lands hafi skoðanir
á því hvernig fjármunum þeirra er
varið? Verður jafnað við dónaskap,
virðingarleysi eða mannhatur að
almenningur í þessu landi leyfi sér
að andmæla því að peningum al-
þýðu sé varið til fráleitra verkefna,
sem á engan hátt tengjast afkomu,
heill og hamingju þjóðarinnar;
verkefna, sem aðeins með orð-
hengilshætti og hugvitssamlegum
útúrsnúningum verða tengd við al-
mannahagsmuni?
Er ekki rétt munað, að fyrir
skemmstu fóru um miklir fulltrúar
mannsandans og spurðu hvert
vera ætti hlutverk ríkisvaldsins?
Hvernig má það teljast verkefni
ríkisvaldsins og þar með skatt-
borgaranna að efna til svonefndra
„menningar – og landkynninga“ á
meðal útlendra manna? Blasir
ekki við að slíkar æfingar, hafi þær
yfir höfuð nokkurt gildi, eiga frem-
ur heima hjá einkaframtakinu?
Felur það fyrirkomulag, sem náði
áður óþekktum hæðum á nýliðnu
ári, ekki í sér „ríkisvæðingu“
menningar, lands og þjóðar?
Og með leyfi; er það birtingar-
form hroka og mannfyrirlitningar
að þeir, sem peningana greiða, hafi
um það eitthvað að segja að hafður
sé í frammi fíflagangur í útlönd-
um, ekki einvörðungu á þeirra
kostnað heldur og í þeirra nafni og
þjóðarinnar allrar?
Ættu skattborgarar þessa lands
sér talsmann/talsmenn má ætla að
skipti skoðana hefðu skapast um
þau fjárútlát, sem fram fóru á síð-
asta ári og gengu fram af flestu
sæmilega hugsandi fólki. Ein-
hverjir hefðu að öllu óbreyttu
hugsanlega horft til stjórnarnand-
stöðunnar en kátlegt framlag
hennar til nefndrar umræðu fólst
einkum í því að þrýsta á ríkis-
stjórn um kaup á eftirlíkingu af
tréskipi einu fyrir 90 milljónir
króna.
Ef til vill er von þeirra, sem telja
umbætur nauðsynlegar, fólgin í að
gæsla hagsmuna skattborgara
verði hafin yfir hið pólitíska svið.
Kemur þá tvennt til álita; að
mynduð verði samtök skattgreið-
enda og/eða að komið verði á fót
embætti umboðsmanns skattborg-
ara.
Að því verður hugað næsta
föstudag.
Talsmað-
ur óskast
Talsmanni skattgreiðenda er ætlað að
bregðast við þegar stjórnmálamenn
taka ákvarðanir um fjárútlát sem með
engu móti tengjast þörfum þeirra er
leggja peningana fram.
VIÐHORF
Eftir Ásgeir
Sverrisson
✝ Erlendur Eyj-ólfsson fæddist á
Búastöðum í Vest-
mannaeyjum 23.
nóvember 1919.
Hann andaðist á
gjörgæsludeild
hjartadeildar Lands-
spítalans í Fossvogi
aðfaranótt 28. des-
ember síðastliðinn.
Erlendur var sonur
hjónanna Margrétar
Runólfsdóttur, f. 6.6.
1896, d. 24.7. 1981,
og Eyjólfs Gísla-
sonar, skipstjóra frá
Búastöðum, síðar Bessastöðum í
Vestmannaeyjum, f. 22.5. 1897, d.
7.6. 1995. Þau skildu. Sex mánaða
gamall fór Erlendur í fóstur til
hjónanna Þórarins Guðmundsson-
ar skipstjóra og konu hans Jónas-
ínu Runólfsdóttur sem var móður-
systir hans. Þau bjuggu á Jaðri við
Vestmannabraut og dvaldi Erlend-
ur þar til fullorðinsára og var allt-
af kenndur við húsið Jaðar sem
Elli á Jaðri. Húsið stendur enn við
jaðar hraunsins sem rann í jarð-
eldunum 1973. Það var sérstök til-
viljun að Jaðar, sem var fullbyggt
1908, skyldi vera skírt því tákn-
ræna nafni sem það hefur í dag eft-
ir eldgosið 1973. Í kjallaranum á
Jaðri var fyrsta vélsmiðjan í Vest-
mannaeyjum, sem völundurinn
Matthías Finnbogason stofnsetti.
Síðari maður Margrétar Run-
ólfsdóttur var Dagbjartur Gísla-
son. Þau skildu. Bræður Erlendar
sammæðra, Dagbjartssynir, voru:
Runólfur (Dúddi) múrarameistari,
f. 21.4. 1923, búsettur í Vest-
mannaeyjum; Jónas Þórir hljóm-
listarmaður, f. 20.8. 1926, alinn
upp á Jaðri frá 7 ára aldri; Krist-
inn, verslunarmaður, f. 13.1. 1930,
d. 26.07. 1979.
Síðari kona Eyjólfs Gíslasonar
var Guðrún Brandsdóttir, d. 16.12.
1981. Bræður Erlendar, samfeðra,
eru synir Eyjólfs og Guðrúnar:
Gísli stýrimaður, síðar flokksstjóri
í Straumsvík, f. 24.9. 1929, búsett-
Sigurðar Sigurðssonar frá Hæli
hinn 10. febrúar 1945 og varð
meistari í greininni 23. apríl 1952.
Árið 1959 stofnaði Erlendur
ásamt fimm starfsfélögum sínum í
Magna, vélsmiðjuna Völund, sem
átti eftir að vaxa og verða ásamt
Magna annað stórfyrirtækið í
Vestmannaeyjum í vélsmíði og við-
gerðum á vélum og tækjum í vél-
bátaflota og fiskiðjuverum
Eyjanna. Einnig rak fyrirtækið
verslun með alls konar vörur og
tæki fyrir vélar og til járnsmíða.
Árið 1975 varð Völundur ásamt
vélsmiðjunni Magna meðstofnandi
og einn af stærstu eigendum í
Skipalyftu Vestmannaeyja.
Erlendur var viðurkenndur
járnsmiður og vann við iðn sína í
Völundi til ársins 1975, er þau
hjónin fluttu til Reykjavíkur. Þá
hóf Erlendur störf við járnsmíðar í
fyrirtækinu Smíðajárni hjá Guð-
mundi Arasyni, og vann þar til árs-
ins 1994, er hann hætti störfum 75
ára að aldri.
Erlendur Eyjólfsson var félags-
lyndur og hafði sérstakt yndi af
hljómlist, enda músíkalskur og
spilaði á trompet og fleiri hljóð-
færi. Strax á unga aldri varð hann
félagi í Lúðrasveit Vestmanna-
eyja, sem var stofnuð 22. mars
1939. Í lúðrasveitinni eignaðist
han góða vini, hér má nefna Odd-
geir heitinn Kristjánsson á Heið-
arbrún, tónskáld og stjórnanda
sveitarinnar, Jóhann Gíslason,
Uppsölum, Karl Guðjónsson í
Breiðholti, Hreggvið Jónsson frá
Hlíð og Gísla Bryngeirsson, Búa-
stöðum, en þeir voru systkinasyn-
ir. Erlendur var formaður Lúðra-
sveitar Vestmannaeyja 1968–1975.
Hann var árið 1967 einn af stofn-
endum Kiwanisklúbbsins Helga-
fells í Eyjum og starfaði alla tíð af
lífi og sál í Kiwanishreyfingunni.
Árið 1972 varð hann forseti
klúbbsins og fór þá m.a. til Mílanó
á alheimsþing Kiwanisfélaga. Eft-
ir að Erlendur flutti til Reykjavík-
ur var hann til dánardægurs félagi
í Kiwanisklúbbnum Heklu og lagði
sig þar fram eins og áður.
Útför Erlends Eyjólfssonar fer
fram frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Jarðsett verður í kirkjugarðinum í
Hafnarfirði.
ur í Kópavogi, Guðjón
Ármann, skólameist-
ari Stýrimannaskól-
ans í Reykjavík, f.
10.1. 1935. Sigurlín
var dóttir Eyjólfs og
Guðrúnar, dó korna-
barn, f. 12.7. 1927, d.
20.7. 1927.
Erlendur kvæntist
Helgu Aaberg, f.
10.10. 1925, hinn 14.
júlí 1946. Helga, sem
lifir mann sinn, er
dóttir hjónanna
Nönnu Aaberg, á sín-
um tíma saumakonu
við Þjóðleikhúsið, og Henrys
Ágústs Aabergs, rafvirkjameist-
ara í Reykjavík.
Erlendur og Helga reistu sér
hús á Brimhólabraut 7 í Vest-
mannaeyjum og bjuggu þar fram
að eldgosinu 1973. Þau fluttust aft-
ur til Eyja árið 1974 og bjuggu þar
rúmlega eitt ár, er þau fluttu að
Álftamýri 54 í Reykjavík, þar sem
þau hafa búið síðan. Börn þeirra
eru:
1) Henry Ágúst bifreiðastjóri, f.
15.11. 1946, búsettur í Vestmanna-
eyjum. Hann er kvæntur Þóru Sig-
ríði Sveinsdóttur og eiga þau þrjú
börn: Svein, f. 25.2. 1968 búsettur í
Reykjavík. Hann á einn son og
fósturson; Helgu Henriettu, f. 7.10.
1970, sem býr í Vestmannaeyjum
og á tvær dætur; Arnþór, f. 10.5.
1976, ókvæntur og býr í Vest-
mannaeyjum. 2). Jónasína Þóra, f.
14.12. 1947, d. 25.1. 1948. 3) Jón-
asína Þóra f. 13.6. 1950, gift Eiríki
Þorleifssyni skipstjóra og fyrrv.
útgerðarmanni. Þau eru búsett í
Hafnarfirði og eiga einn son, Er-
lend, f. 4.2. 1971, sem á þrjú börn.
Æsku- og unglingsár Erlendar
voru einir mestu uppgangstímar í
sögu Vestmannaeyja og tók hann
frá unga aldri þátt í umsvifamiklu
og fjörlegu athafnalífi sem þá var í
Eyjum. Hann hóf ungur störf í Vél-
smiðjunni Magna og lagði fyrir sig
eldsmíði; Erlendur lauk sveins-
prófi í þeirri iðn undir handleiðslu
Þegar litið er yfir lífshlaup Er-
lends Eyjólfssonar sést að þar fór
maður sem hafði átt farsælt líf,
komið mörgu í verk og gat litið
með ánægju yfir liðna ævi í faðmi
fjölskyldu sem stækkaði eftir því
sem árin liðu.
Við Erlendur vorum samfeðra,
en ég kynntist honum fyrst er ég
var kominn á fullorðinsár. Hann
var Eyjólfi föður okkar sérstaklega
kær og mér er sem ungum dreng
minnisstætt hvað hann faðmaði
Ella að sér, þegar þeir hittust á
mannamótum eins og á Þjóðhátíð
Vestmannaeyja.
Helga og Elli bjuggu sér ein-
staklega hlýlegt og notalegt heim-
ili. Hann var bókamaður og átti
safn góðra bóka, prýðilegur teikn-
ari og fékkst við að mála. Þangað
buðu þau hjónin fjölskyldu sinni og
nánum vinum; síðastliðin ár oftast
á afmælisdegi Ella, 23. nóvember.
Þar var þá gott að vera, þau hjón
bæði sérstaklega gestrisin og Elli
naut þess að vera með sínu fólki
eins og hann sagði svo gjarnan. Er-
lendur Eyjólfsson var fíngerður
maður, fríður sýnum og hélt sér
vel. Það var ekki að sjá að þar færi
maður sem hafði alla ævi starfað
við svo erfitt og krefjandi starf sem
eldsmíði. Áratuga staða við steðj-
ann og rjúkandi aflinn hafði þó
reynt á lungu og hjarta. Sjúkdóms-
legan var því stutt og kallið kom
skyndilega.
Við Anika og börn okkar þökkum
Ella samfylgdina og vottum Helgu
og fjölskyldu þeirra innilega samúð
vegna andláts hans. Blessuð sé
minning Erlends Eyjólfssonar.
Hann hvíli í Guðs friði.
Guðjón Ármann Eyjólfsson.
Elskulegur bróðir minn Erlend-
ur er látinn, almættið kallaði hann
til sín aðfaranótt 28. desember síð-
astliðinn, þar sem hann lá sjúkur á
sjúkrahúsi frá kvöldi 23. desember.
Erlendur fæddist 23. nóvember
1919 á Búastöðum í Vestmanna-
eyjum, Erlendur Hvannberg Eyj-
ólfsson hét hann fullu nafni, var
sonur Eyjólfs Gíslasonar skipstjóra
og útvegsbónda frá Búastöðum,
síðan á Bessastöðum í Vestmanna-
eyjum. Móðir Erlendar var Margr-
ét Runólfsdóttir fædd í Ranakoti á
Stokkseyri, ólst upp í Hausthúsum
sem foreldrar hennar byggðu 1896.
Fór hún til Vestmannaeyja sem
vinnukona hjá Jóel Eyjólfssyni og
fjölskyldu hans á Sælundi 1914, en
Jóel var föðurbróðir Eyjólfs. Vor-
um við Erlendur sammæðra ásamt
tveim bræðrum öðrum, Jónasi Þóri
og Kristni Helga sem lést 49 ára.
Bræður Erlendar samfeðra eru
Guðjón Ármann, skólastjóri Stýri-
mannaskólans í Reykjavík, og Gísli,
fyrrverandi skipstjóri, síðan starfs-
maður í Álverinu í Straumsvík til
starfsloka. Foreldrar Erlendar
giftust 26. desember 1919 á skírn-
ardegi hans, en fljótlega slitnaði
það samband. Flutti Margrét þá til
systur sinnar, Jónasínu Þóru Run-
ólfsdóttur og hennar eðalmanns
Þórarins Guðmundssonar, fengsæls
skipstjóra frá Mandal í Vestmanna-
eyjum. Tóku þau hjón síðan Erlend
í fóstur, ólst hann upp hjá þeim við
góðan hag og gott atlæti, sem
þeirra eigin sonur á Jaðri, Vest-
mannabraut 6, en það hús keyptu
þau hjón 1918, stækkuðu það og
breyttu. Bjuggu áður í Brautar-
holti.
Hamingjan fylgdi Ella mínum
þegar hann kynntist sinni elsku-
legu konu, Helgu Åberg, sem var
þá að nema hjúkrun og starfaði um
tíma við Sjúkrahús Vestmannaeyja.
Foreldrar Helgu voru Henry Ágúst
Åberg, rafvirkjameistari í Reykja-
vík, og kona hans Nanna Åberg,
bjuggu þau lengst af í húsi sínu við
Óðinsgötu í Reykjavík.
Helga og Erlendur giftust 14.
júlí 1946 og eignuðust þau þrjú
börn, eitt lést í frumbernsku, en
hin eru Henry Ágúst, f. 15.11. 1946,
kona hans er Þóra Sigríður Sveins-
dóttir og eiga þau þrjú börn, Svein,
Helgu og Arnþór, og fimm barna-
börn og Jónasína Þóra, f. 13.6.
1950, hennar maður er Eiríkur
Þorleifsson, skipstjóri og útgerð-
armaður til langs tíma, eiga þau
einn son, Erlend að nafni, og á
hann þrjú börn. Strax í upphafi
byrjuðu þau Helga og Erlendur að
byggja sér heimili. Voru fyrst á
Jaðri hjá fósturforeldrum hans
meðan þau byggðu sér hús á Brim-
hólabraut 7 í Vestmannaeyjum og
bjuggu þar fram að gosi 1973.
Fluttu þá til Reykjavíkur og voru
þar gosárið, fóru svo heim aftur til
skamms tíma, en skiptu svo á húsi
sínu og góðri íbúð í Álftamýri 54
hér í borg og hafa búið þar síðan
og unað sér vel. En nú er Elli minn
horfinn og Helga mín ein eftir. Elli
minn var einstakur maður, snill-
ingur í höndunum, frábær teiknari
og málaði myndir. Erlendur hóf
nám í Vélsmiðjunni Magna í Vest-
mannaeyjum í eldsmíði undir hand-
leiðslu Sigurðar Hreinssonar á
Hæli í Vestmanneyjum. Náði hann
fljótt góðum tökum á faginu og
þótti með snjallari mönnum í þess-
ari grein, einnig smíðaði hann mik-
ið úr kopar, margt kleinujárnið og
steðjalíkön ásamt ótal hlutum öðr-
um.
Erlendur byggði upp stórt fyr-
irtæki í Eyjum ásamt nokkrum
félögum sínum í járniðnaði, það var
Vélsmiðjan Völundur. Byggðu þeir
það upp af mikilli elju og afneitun
eigin þarfa, þá var ekki eins auð-
velt að fá fjármagn og virðist í dag.
ERLENDUR
EYJÓLFSSON