Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 19 SEÐLABANKI Bandaríkjanna lækkaði sem kunnugt er stýrivexti um 50 punkta á miðvikudag. Lækk- unin kom í sjálfri sér ekki óvart heldur tímasetning hennar, enda átti vaxtaákvörðunarnefnd ekki að koma saman fyrr en í lok janúar. Stýri- vextir í Bandaríkjunum eru nú 6%. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri segir lækkunina í Bandaríkjunum ekki gefa ástæðu til vaxtalækkunar hér á landi enda séu aðstæðurnar allt aðrar en þar í landi. „Þenslan er meiri hér en í Banda- ríkjunum og þó svo að ýmislegt bendi til að það sé að draga úr henni eru vísbendingarnar ennþá ekki nægilega sterkar og öruggar til að breyta um stefnuna í peningamál- um. Í Bandaríkjunum hafa hins veg- ar komið fram afdráttarlausar vís- bendingar um mun hægari hagvöxt. Við erum enn með mjög spenntan vinnumarkað, atvinnuleysi er hér undir 2% en síðustu tölur sem við höfum um atvinnuleysi í Bandaríkj- unum voru 4,9%. Vinnumarkaðurinn hér er því töluvert spenntari. Við er- um einnig með meiri verðbólgu. Mælingar okkar í desember sýndu 4,2% verðbólgu en hún er um 3,3% í Bandaríkjunum. Þá er enn mun meiri útlánavöxtur hjá innlánsstofnunum hér heldur en er í Bandaríkjunum, eða 25% síðustu 12 mánuði þegar sambærilegt hlut- fall var 12% í Bandaríkjunum. Að vísu erum við með peningamagns- vöxt, sem er ein vísbendingin um hugsanlega verðbólgu. Hann var hér rétt um 10% síðustu 12 mánuði en 8,8% í Bandaríkjunum.“ Birgir Ís- leifur segir ljóst að töluverður þrýst- ingur hafi verið á gengi krónunnar og það hafi látið undan síga á síðasta ári. Dollarinn hafi hins vegar verið í sögulegu hámarki þar til fyrir skömmu. „Þetta eru allt mjög sterkar vís- bendingar um að vandamálin séu töluvert önnur í Bandaríkjunum heldur en hér,“ segir hann. „Þeir telja sig þurfa að lækka vexti til að örva efnahagslífið og ef það tekst þá njótum við jú alltaf góðs af því enda er sterkt efnahagslíf á okkar helstu viðskiptasvæðum auð- vitað til hagsbóta fyrir okkur. Þenslan er hins vegar enn svo mikil hér að við teljum ekki tíma- bært að breyta um peningamála- stefnu,“ segir Birgir Ísleifur. Tilefni til hækkana síðar á árinu Ingólfur Bender, hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka-FBA, spáir því að Seðlabanki Íslands byrji að lækka hér vexti um eða eftir mitt árið. „Lækkunin mun nema u.þ.b. 100 punktum eða einu prósentustigi áður en árið er á enda. Hún verður meðal annars til þess gerð að bregð- ast við vaxtalækkunum í Bandaríkj- unum, vaxtalækkunum sem búist er við á evrusvæðinu einhvern tímann á árinu, vaxtalækkunum í Bretlandi og í fleiri af okkar viðskiptalöndum. Þannig tel ég að lækkunin í Banda- ríkjunum nú muni hafa áhrif enda eykur hún vaxtamuninn á innlend- um og erlendum vöxtum,“ segir Ing- ólfur. Hann segir ýmislegt benda til þess að enn muni draga úr vexti eft- irspurnar síðar á árinu. Spá hans um vaxtalækkun Seðlabankans byggist því ekki eingöngu á lækkunum í við- skiptalöndunum, heldur á því að um og eftir mitt ár komi fram skýr merki um að verðbólgan hér á landi stefni á viðunandi stig. Aukið svigrúm til lækkunar Edda Rós Karlsdóttir, yfirmaður greiningardeildar Búnaðarbankans – verðbréfa, tekur í sama streng og Ingólfur. Hún segir lækkunina vestra auka svigrúm hér heima til vaxtalækkunar, enda sé vaxtamunur við útlönd að aukast. „Tvennt mælir hins vegar á móti vaxtalækkun í bráð. Í fyrsta lagi þurfa að koma skýrari vísbendingar um hjöðnun undirliggjandi verðbólgu, því vaxta- lækkun getur aukið við verðbólgu- þrýsting. Verðbólgumælingar í janúar og febrúar koma til með að skipta miklu máli. Í öðru lagi fylgir Seðlabanki Íslands gengismarkmiði og hefur tilkynnt að hann muni verja gengi íslensku krónunnar innan ákveðinna vikmarka. Mikill vaxta- munur styður krónuna og þar sem krónan er mjög veik fyrir setja vik- mörkin bankanum skorður.“ Edda Rós segir þetta hins vegar vekja þá spurningu hvort kominn sé tími til að hverfa frá gengismarkmiði yfir í verðbólgumarkmið og auka sjálf- stæði Seðlabankans. „Við það yrði stefna bankans markvissari og jafn- framt sveigjanlegri,“ segir hún. Óbein vaxtahækkun hérlendis Arnar Jónsson, sérfræðingur í gjaldeyrisviðskiptum á viðskipta- stofu Landsbanka Íslands, telur vaxtalækkun hérlendis alls ekki tímabæra, nægjanlega skýr merki um lækkandi verðbólgu sé enn ekki að sjá. „Gengi krónunnar hefur veikst mikið og því er vandséð að það þjóni markmiðum Seðlabankans að fara að draga úr vaxtamun, þ.e. lækka vexti. Ég held að menn hug- leiði það frekar þegar, og ef, krónan styrkist aftur.“ Arnar segir að líta megi svo á að vaxtalækkun í Banda- ríkjunum sé óbein vaxtahækkun hér, vegna aukins vaxtamunar. „Í ljósi þess hvernig aðstæðurnar eru hjá okkur væri ekki hægt að rétt- læta vaxtalækkun núna. Það er of snemmt að fara að slaka á aðhaldi peningastefnunnar. Hins vegar ef við horfum 6–12 mánuði fram í tím- ann verður jafnvel hægt að slaka á þessu, ef tvennt hefur gerst, að verð- bólgan hafi lækkað og að krónan hafi styrkst,“ segir hann. Um áhrifin í Bandaríkjunum segir Arnar lækkunina hafa verið við- brögð við augljósum samdrætti í bandaríska hagkerfinu. Hagvísar undanfarinna mánuða hafi eindregið bent til mun minni hagvaxtar fram- undan og sennilega samdráttar. „Þessi vaxtalækkun skilar sér ekki fyrr en eftir eitt ár og bandaríski seðlabankinn er sennilega að reyna að vera á undan hagsveiflunni með því að lækka vexti í tíma. Þeir eru að reyna að ná með þessu hinni svoköll- uðu mjúku lendingu og forðast þá hörðu lendingu sem menn sjá fyrir sér að sé framundan í Bandaríkj- unum,“ segir Arnar Jónsson. Tækifæri skapast til lækkana „Það er vel skiljanlegt að Seðla- banki Íslands hiki við að lækka vexti í ljósi þess hversu nálægt vikmörk- um krónan er nú,“ segir Óskar Hauksson, staðgengill fram- kvæmdastjóra viðskiptastofu SPRON. „Aftur á móti tel ég líklegt að dragi talsvert úr útstreymi gjald- eyris á árinu vegna hugsanlega minni fjárfestinga lífeyrissjóða er- lendis og minni einkaneyslu. Því skapist fljótlega tækifæri til að leið- rétta vexti án þess að áhrifin á gengi krónunnar verði of mikil.“ Vaxtalækkunar ekki að vænta hérlendis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.