Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 41 fyrir sjónarmiðum annarra og stöð- ug viðleitni til þess að skilja þá sem hugsuðu öðru vísi en hún. Þótt hún færi ekki víða fylgdist hún allt til hinstu stundar með fréttum dag- blaða og ljósvakamiðla og hafði skoðun á málefnum líðandi stundar. Ekki duldist manni að samúð henn- ar var með þeim sem minna máttu sín enda hafði hún kynnst erfiðum kjörum margra á langri ævi. Henni Siggu var umhugað um velferð afkomenda sinna og nánustu ættingja og það fór aldrei á milli mála að í henni áttum við frændfólk- ið hauk í horni. Erfitt verður að hugsa sér lífið án Siggu, ættarhöfðingjans aldur- hnigna, eins og hún var ævinlega kölluð á mínu heimili. Að leiðarlok- um vil ég þakka samfylgdina og fyr- ir alla þá hvatningu og styrk sem ég og mitt fólk höfum ætíð getað sótt til hennar. Ég vil ljúka þessum orðum mínum með kvæði, sem henni var hugleikið og sem lýsir lífsgildum hennar vel. Æviskeið mitt, ungi vinur, ætla má að styttist senn. Harla fátt af fornum dómum fullu gildi heldur enn. Endurmeti sínar sakir, sá, er dæmir aðra menn. Gleðstu yfir góðum degi, gleymdu því, sem miður fer. Sýndu þrek og þolinmæði, þegar nokkuð út af ber. Hafi slys að höndum borið hefði getað farið ver. Aldrei skaltu að leiðum lesti leita í fari annars manns, aðeins grafa ennþá dýpra eftir beztu kostum hans. Geymdu ekki gjafir þínar góðum vini – í dánarkrans. (Heiðrekur Guðmundsson.) Minningin um mæta konu mun lifa. Blessuð sé minning Sigríðar Magnúsdóttur. Auður. Í dag kveðjum við elstu félags- konuna í Slysavarnadeildinni Hraunprýði hér í Hafnarfirði, Matt- hildi Sigríði Magnúsdóttur. Margs er að minnast á langri ævi og löngum starfsaldri, eða tæplega 100 árum. Hún var betur þekkt hér und- ir nafninu Sigga prjóna, enda var hún prjónakona mikil. Á þeim vett- vangi kynnist ég henni fyrst, sem stelpa í Lækjarskóla að sækja prjónavörur hjá henni, fyrir okkur systkinin, síðan á börnin mín. Ekki datt mér þá í hug að ég ætti eftir að standa í þeim sporum sem ég er nú í, að skrifa kveðjuorð um Siggu. Hún ásamt þeim konum, sem voru í Hraunprýði á fyrstu árunum, gerðu Hraunprýði að þessari stóru og öfl- ugu slysavarnadeild sem hún er enn í dag. Hún sat í stjórn Hraunprýði sam- fellt í 16 ár, var fyrst kosin í stjórn- ina 1948 þá sem varagjaldkeri, í tvö ár, en var þá kosin gjaldkeri og gegndi hún því embætti til ársins 1964. Hún sinnti því starfi af mikilli natni alla tíð og var félaginu mikill styrkur. Hún var kraftmikil í öllu sem hún tók að sér fyrir deildina, enda var slysavarnahugsjónin efst á blaði hjá þessum konum sem völd- ust til forystu í Hraunprýði í þá daga. Hún var gerð að heiðursfélaga í deildinni og var hún vel að því komin, þessi sómakona, sem allt vildi gera fyrir málstaðinn. Aldrei gleymdi hún okkur og deildinni sinni, sendi okkur alltaf gjafir á af- mælisfundum. Á 95 ára afmælinu heimsótti ég, ásamt gjaldkera félagsins, hana og hún spurði okkur spjörunum úr um hitt og þetta sem við héldum að eldri konur væru ekki að hugsa út í, í sambandi við málefni félagsins. Þetta kalla ég að hafa hugsjón og að vera henni trúr. Við sendum aðstandendum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur um leið og við þökkum þér, Sigga mín, fyrir öll þau ár og alla þá krafta sem þú lagðir deildinni okkar til.Við metum það mikils. Blessuð sé minn- ing þín. Kristín Gunnbjörnsdóttir, formaður slysavarnadeild- arinnar Hraunprýði. ✝ Halldóra NannaGuðjónsdóttir fæddist á Viðborði í A-Skaftafellssýslu 14. júní 1917. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Holtsbúð í Garðabæ 28. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pálína Jóns- dóttir, f. 22.10. 1885, d. í des. 1941 og Guðjón Gíslason, f. 3.7. 1885, d. 3.3. 1937, bóndi á Við- borði á Mýrum, A- Skaftafellssýslu og síðan á Kot- strönd í Ölfusi. Þau eignuðust sex börn, elst var Halldóra, þá Frið- geir, sem nú er látinn. Eftirlifandi eru Hjörtur, Hlíf, Inga Jenný og Sigurlaug. Halldóra giftist árið 1939 eft- irlifandi eiginmanni sínum, Sig- urði Bjarnasyni, f. 25.9. 1912. Foreldrar hans voru Bjarni Bjarnason og Valgerður Benón- ýsdóttir, bæði ættuð úr Staðar- sveit á Snæfellsnesi. Halldóra og Sigurður hófu búskap að Leiðar- inmaður hennar var Karl Þor- steinsson. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Heiðdís, f. 13.6. 1986, nemi og Kristófer, f. 11.9. 1990, nemi. Kári, f. 1.4. 1972, nemi. Unnusta hans er María Dav- íðsdóttir, nemi. Dóttir Gunndórs er einnig Marta Þyrí, f. 26.12. 1967, húsmóðir. Sambýlismaður hennar er Þórarinn Finnbogason, framreiðslumaður. Börn þeirra eru Victor, f. 24.9. 1997 og Vilma, f. 13.4. 2000. Eiginkona Gunndórs er Guðrún Skúladóttir, f. 14.6. 1943, deildarstjóri. Foreldrar hennar voru Skúli Guðmundsson, alþm. f. 10.10. 1900, d. 5.10. 1969 og Jósefína Helgadóttir, húsmóð- ir, f. 30.7. 1893, d. 17.9. 1974. Valþór Bjarni, f. 27.9. 1948, húsasmíðameistari. Eiginkona hans er Guðrún Magnúsdóttir, f. 11.1. 1950, húsmóðir. Foreldrar hennar eru Magnús Þórðarson, f. 21.6. 1902, d. 6.12. 1982 og Lovísa Júlíusdóttir, f. 12.9. 1914. Börn Valþórs og Guðrúnar eru Magn- ús, f. 30.6. 1971, rafvirki. Sam- býliskona hans er Jóna Guðrún Guðmundsdóttir, f. 18.8. 1970, hjúkrunarnemi. Dóttir þeirra er Margrét Rán, f. 7.5. 1992. Sigrún, f. 1.8. 1972, hárgreiðslukona. Ey- rún, f. 3.4. 1984, nemi. Útför Halldóru Nönnu fer fram frá Garðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. höfn í Vopnafirði og fluttu síðan til Reykjavíkur og hafa búið þar og í Kópa- vogi óslitið síðan. Synir Sigurðar af fyrra hjónabandi eru Hörður Rafn, f. 4.9. 1933 og Hafsteinn Guðmundur, f. 8.7. 1935. Halldóra og Sigurður eignuðust þrjá syni. Elsta son- inn misstu þau stuttu eftir fæðingu. Synir þeirra eru: Gunndór Ísdal, f. 22.2. 1940, frv. flugstjóri. Börn Gunndórs af fyrra hjónabandi eru: Inga Sigríður, f. 4.2. 1959. Sambýlismaður hennar er Ólafur Arnberg Þórðarson, skipstjóri. Börn Ingu eru Gunnar Ísdal, f. 26.8. 1976, nemi, unnusta hans er Ásdís Sigurjónsdóttir. Sigrún, f. 5.8. 1981, nemi. Haukur Sigurður, f. 28.9. 1961, matreiðslumaður. Börn Hauks eru Karen, f. 6.1. 1992 og Bergur Snær, f. 17.9. 1996. Halldóra Nanna, f. 31.12. 1963, starfsmaður hjá Ísal. Eig- Það var mikil gæfa að fá að kynn- ast og njóta þess að eiga þig að, elsku amma, og það eru margar minningar sem koma upp í hugann á þessari stundu. Eins og þegar við systkinin gistum hjá þér og afa í gamla daga og var afi sendur í sófann í stofunni svo að betur færi um okkur í hjóna- rúminu og aldrei var boðið uppá ann- að en það besta og þótt þú þyrftir að elda þrjá rétti til að allir fengju sinn uppáhaldsrétt þótti þér það bara sjálfsagt. Það var sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, allt var gert með mikilli útsjónarsemi og vand- virkni sama hvort það var að sauma fermingarfötin okkar, garðrækt eða baka kremköku með kvöldkaffinu. Við gleymun aldrei þeim stundum sem við áttum með þér og afa um borð í Nönnu, trillunni okkar, sem var skírð í höfuðið á þér og ævin- týrunum sem við lentum í á henni. Sunnuhlíð, sem eitt sinn var ógróinn melur, er nú orðin sem listigarður og sýnir vel hersu mikill náttúruunn- andi þú varst. Það var alltaf gaman að heimsækja ykkur afa í sveitina og sjá hversu vel þið nutuð sveitasæl- unnar og dýralífsins, það var líka séð til þess þar að allir fengju sinn uppá- halds mat og var lagt sér á borð fyrir alla, þ.e.s máfinn, músina og hrafn- inn. Flatey er staður þar sem við átt- um góðar stundir með þér og afa sem gleymast aldrei. Elsku amma, orð verða ósköp fá- tækleg þegar við minnumst þín, konu sem alltaf bar höfuðið hátt og kveinkaðir sér aldrei og vildir allt fyrir alla gera. Guð geymi þig, elsku amma. Sigrún og Magnús Valþórs. Kæra amma, nú hefur þú kvatt þennan heim en minning þín lifir í hjörtum okkar. Þó að þú hafir verið veik allan þann tíma sem við þekkt- umst minnist ég þín ekki sem sjúk- lings heldur sem ótrúlega duglegrar og hjartahlýrrar persónu. Þú elsk- aðir dýr, það var alveg sama af hvaða stærð eða gerð þau voru, þú tókst þau öll undir þinn verndarvæng, t.d. fóðraðir þú máfinn Máfsa og mýsnar sem bjuggu undir bústaðnum ykkar afa. Einnig áttuð þið hundinn Sunnu sem þú og afi snerust í kringum eins og hún væri litla stelpan ykkar. Svo þegar það þurfti að svæfa hana varðstu mjög leið. Um jólin vildir þú svo fá að smygla hundi fóstursonar þíns inn á herbergið þitt. Þú hættir aldrei að hugsa um dýrin. Paradísin ykkar afa var í sum- arbústaðnum Sunnuhlíð, þar voru þið heilu sumrin og fóruð bara rétt í bæinn til að kaupa í mat. Þar hafðir þú lítið gróðurhús þar sem þú rækt- aðir litrík og falleg blóm. Þú hugs- aðir mikið um garðana þína, bæði í sumarbústaðnum og í Hjallabrekku þar sem þið bjugguð áður fyrr. Það var alveg sama hvað þú gerðir hvort það var að sauma föt á dúkkurnar mínar, baka kleinur (sem þú gerðir af snilld) eða hugsa um garðana. Minningin sem ég mun alltaf geyma er þegar ég kom alltaf á Þor- láksmessu og setti upp jólatréð og jólaskrautið og eftir það borðuðum við skötu sem þú eldaðir. Jólin voru ekki komin fyrr en ég var búin að heimsækja ykkur. Þó að dauði þinn sé sorg- legur veit ég að þú vilt að við sem eft- ir lifum brosum, það var einn af eig- inleikum þínum að brosa jafnvel á erfiðum stundum. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá, uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Þitt barnabarn, Eyrún Valþórsdóttir. Amma mín fæddist á bænum Við- borði, sem stendur við vesturbakka Hornafjarðarfljóts, 14. júní 1917 en ólst upp í Flatey á Mýrum hjá móð- urforeldrum sínum. Hún giftist elskulegum eftirlifandi afa mínum á páskum 1939 í Kotstrandarkirkju í Ölfusi. Þau eignuðust tvo syni, Gunndór föður minn og Valþór, einn- ig ól amma upp Hörð, son afa frá fyrra hjónabandi. Nú þegar leiðir okkar skilur, elsku amma mín, lang- ar mig til að minnast þín með nokkr- um línum, þá verður mér ljósara en nokkru sinni áður að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þegar ég læt hugann reika yfir minningasviðið eru svo margar góð- ar minningar sem koma upp í hug- ann, allt frá því ég man fyrst eftir mér sem smástelpu á Álfhólsvegin- um og síðar í Hjallabrekku í Kópa- vogi, en þar bjuggu mamma og pabbi í tvíbýli við afa og ömmu. Það eru ógleymanlegar stundir fyrir okkur systkinin þegar við fengum að gista hjá ömmu og afa og amma sat á rúm- stokknum og var óþreytandi við að segja okkur sögur og ævintýri þar til við sofnuðum. Amma var mikil saumakona og lék allt í höndum hennar og þeir voru ófáir kjólarnir sem ég sem smástelpa skoppaði í út frá henni og ekkert nema eyrun stoppuðu á mér brosið. Það eru ljúf- ar minningar um samheldni afa og ömmu hvernig þau öllum stundum ræktuðu og hlúðu að garðinum sín- um, en hann er eins og á bleiku skýi í mínum huga, fullur af trjám, rósum og fegurstu blómum, með sömu ein- lægni hlúði amma ávallt að fjölskyld- unni og var alltaf boðin og búin að leggja sitt af mörkum ef eitthvað mætti betur fara. Það var ómetan- legt, elsku amma mín, að eiga þig svo hjartanlega að þegar allar hinar stærri og erfiðari spurningar lífsins knúðu dyra hjá mér líkt og öðrum en alltaf gat ég leitað réttra svara hjá þér þótt ég færi ekki alltaf eftir því, en það er önnur saga. Sumarbústað byggðu amma og afi við Meðalfells- vatn og skírðu hann Sunnuhlíð og varð það sönn paradís. Þær eru hlýj- ar minningar mínar og barna minna frá þeim ótal stundum sem við áttum þar hjá þeim. Það er huggun gegn harminum að eiga allar þessar dásamlegu minningar um þig, elsku amma, nærvera þín í hjörtum okkar og vissa um að þú vakir yfir okkur gefur okkur styrk, minning þín mun lifa. Elsku afi, guð varðveiti þig og gefi þér styrk. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Inga. Það var í byrjun sumars 1986 sem ég hitti tengdamóður mína í fyrsta sinn. Þau hjónin voru þá stödd í sum- arbústaðnum sínum við Meðalfells- vatn þar sem þau dvöldu oftast á sumrin alveg fram á síðustu ár. Í minningunni var sól og blíða. Þannig voru allavega flestir dagar hjá þeim í Kjósinni. Hún breiddi faðminn á móti mér og bauð mig velkomna og þá stund geymi ég alltaf síðan sem eina af mínum dýrmætustu minningum. Margar ánægjustundir höfum við hjónin síðan átt með tengdaforeldr- um mínum, bæði í Kjósinni, þar sem við byggðum okkur sumarbústað skammt frá þeim, og eins á mörgum ferðalögum sem við fórum saman, ýmist austur í Flatey á Mýrum á hennar æskuslóðir eða vestur á Snæ- fellsnes, í hans heimahaga. Við höfðum oft á orði að það mætti vart á milli sjá hvor leiðin væri fal- legri. Ég minnist líka mjög ánægjulegr- ar ferðar sem við fórum saman aust- ur að Leiðarhöfn í Vopnafirði, þar sem þau bjuggu um tíma í upphafi síns búskapar. Þar var þeim vel fagnað af heimafólki og okkur öllum og margt spjallað um liðnar stundir. Tengdamóðir mín var mikil kjöl- festa sínu fólki. Bæði vinir og vanda- lausir áttu stoð í henni ef einhvers þurfti við. Oft dvaldi fólk utan af landi hjá þeim á Bústaðaveginum um lengri eða skemmri tíma ef það var að leita sér lækninga í Reykjavík. Var þá jafnvel tjaldað á blettinum framan við húsið ef ekki var rúm fyr- ir fleiri innandyra. Hún fylgdist vel með barnabörn- um og barnabarnabörnum, vildi allt- af fá fréttir af því hvernig þeim liði og hvað þau væru að gera og hjá henni áttu þau alltaf áhugasaman hlustanda og góðan ráðgjafa. Ég þakka þér, elsku tengda- mamma, fyrir árin sem við áttum saman, og veit að þú ert nú komin á stað þar sem þér líður vel og þín bíða ný verkefni. Vafalaust munt þú áfram fylgjast með fólkinu þínu og vaka yfir þeirra velferð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðrún Skúladóttir. HALLDÓRA NANNA GUÐJÓNSDÓTTIR                   !"  #$ % &'(               !)* )+ ,)* *-                              ! "#  #        !!"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.