Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 43 Þá er tíminn búinn að ná okkur, þú ert farinn eitthvað annað. Þar sem engir eru verkir og engin eru mein. Það er enn svo ótrúlegt, ég hef kannski haldið að pabbi minn yrði hundrað ára. En þér fannst komið nóg, búinn að fá tækifæri til að kveðja þá sem þú vildir og líka þá sem þú vildir ekki þurfa að kveðja. Mér fannst þú flottur, pabbi, með öllum þínum kostum og göllum. Og víst er að krakkarnir þínir hafa erft marga af kostunum og göllunum líka, eins og gengur. Þú stjórnaðir hópnum þínum, oft án þess að við yrðum þess vör, ég er ekki frá því að þú sért enn að, sum- ir hafa bara meiri áhrif en aðrir. Við verðum bara að hafa húmor fyrir því, eins og svo mörgu öðru sem komið hefur upp á í gegnum tíðina. Það hefur einmitt verið húm- orinn sem hefur fleytt þessari fjöl- skyldu í gegnum ótrúlegustu hluti og aðstæður. Ég get ekki annað en dáðst að ævistarfinu þínu í kirkjugarðinum og kirkjunni, skátunum þar sem alltaf voru næg verkefni og í svo mörgu öðru sem þú gast tekið þér fyrir hendur. Og sumt var svo sann- arlega tímafrekara en annað. Ég veit það að þetta hefðir þú aldrei getað nema af því að mamma sá um allt, heimilið, hluta af vinnunni í kringum kirkjugarðinn og þig. Ekki bara núna síðustu árin í veikindum þínum, heldur öll ykkar ár saman. Það er skrítið að þakka þér fyrir að hafa verið pabbi minn á prenti þeg- ar þú ert farinn, en ætli þú haldir ekki áfram að lesa Moggann! Svona sé ég það núna. Takk fyrir allt. Birna. Heima er best, segir gamalt mál- tæki. Við þekkjum það flest, hversu gott er að koma heim eftir langan og strangan dag, njóta þar hvíldar og öryggis. Heima hvílumst við best eftir dagsins önn. Það er líka gott hverj- um skáta að koma aftur heim að lokinni viðburðaríkri útilegu eða skemmtilegu skátamóti. Heim, já heim. Orðinu fylgir öryggi, ró og friður. Við skátar tölum um að skátafé- lagar okkar séu komnir heim, þegar þeir ljúka ævi sinni hér og hefja ferðina miklu yfir landamæri lífs og dauða. Þá ganga þeir á guðs síns fund, þar sem þeir eiga sér öruggt at- hvarf og skjól, þar sem ekki er tjaldað til einnar nætur. Þeir eru komnir heim í besta skilningi þess orðs. Og nú er hann Dúi, gamli sveit- arforinginn minn, skátabróðir og vinur, farinn heim. Hann skilur eft- ir söknuð, þökk og margar góðar minningar hjá eftirlifandi skátafé- lögum. Þeir óska honum góðrar DÚI BJÖRNSSON ✝ Jóhann Dúi AxelBjörnsson fædd- ist á Akureyri 6. janúar 1923. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 23. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefanía Jónína Dúa- dóttir og Björn Ás- geirsson. Börn þeirra, Bryndís, lát- in, Dúi nú látinn og Aldís. Fyrri kona Dúa var Hólmfríður Valdemarsdóttir. Börn þeirra: Árnína, Björn, Björk látin og Auður. Dúi kvæntist eft- irlifandi eiginkonu sinni Evu Gerði Steindórsdóttur 4. ágúst 1957. Börn þeirra: Helga, Jónína, Róbert, Birna og Erna, einnig ólu þau upp barnabarn, Evu Jóhönnu Pálmadóttur. Útför Dúa fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. ferðar yfir móðuna miklu. Sá maður er ríkur, sem geymir hugsjónir skátahreyfingarinnar í hjarta sínu. Sá sem lif- að hefur ævintýri skátalífsins á margar dýrmætar perlur í minningasjóði sínum. Skátaforingi, sem unn- ið hefur hug og hjarta skátadrengjanna sinna gengur ekki með tóm- an mal um götur lífs- ins. Skátaforingi með foringjahæfileika af guðsnáð, sem hann hefur þjálfað og æft í fjölbreytilegu skátastarfi, er skátahreyfingunni, landi sínu og þjóð betri en enginn. Hann er lykill- inn að þeirri gæfu og gleði, sem skátastarfið getur best gefið. Slíkur maður var Jóhann Dúi Björnsson. Þess vegna geymist nafn hans á söguspjöldum skátahreyfingarinn- ar. Ég átti því láni að fagna að fá Dúa fyrir sveitarforingja, þegar ég gerðist skáti endur fyrir löngu. Þar var oft glatt á hjalla og gott að vera. Þar voru ungir Akureyringar að mótast og mannast í ævintýraheim- um skátalífsins. Þeir dýrkuðu sveit- arforingjann sinn og fylgdu honum gegnum þykkt og þunnt á skáta- brautinni. Þeir skynjuðu og nutu leiðsagnar hans, glaðværðar og góð- vildar án þess að vita af því. Þeim var metnaðarmál að verða sannir skátar, leysa verkefnin, sem biðu þeirra, vel af hendi. Þeir drukku í sig það viðhorf að vera ávallt skáta- sveitinni og sveitarforingja sínum til ánægju og sóma. Sveitarforinginn þeirra hann Dúi bjó í hugsunum þeirra og athöfnum. Hann var aflgjafinn í starfi skáta- sveitarinnar, kveikjan að ýmsum hugdettum og uppátækum, athöfn- um þeirra og ævintýrum, án þess þó að þeir vissu af því sjálfir og oft- ast einnig án þess að Dúi væri sér þess fyllilega meðvitandi, hversu sterk áhrif og mótandi hann hafði á skátastrákana sína. Foringjastarfið var Dúa góður og hollur skóli, sem ekki nema stund- um var honum meðvitaður. Skáta- drengirnir hans tóku þátt í skáta- starfinu af lífi og sál og voru þannig að ala sig upp sjálfir og undirbúa átök sín við lífið á fullorðinsárum, ósjálfrátt og án þess að vita af því. Þetta er einmitt leyndardómurinn dýri í skátastarfinu. Dúi var skáti af lífi og sál allt til hinstu stundar. Hann hafði margt til að bera sem prýðir góðan skáta. Hann var gamansamur og glaðvær, athugull og úrræðagóður, hug- kvæmur og hjartahlýr, góður félagi sem gott var að vera með. Gamansemin var sá göngustafur sem Dúi skildi sjaldan við sig. Kím- ið var brosið hans, kátína bjó í aug- unum og glettni fann sig heima í tali hans. Dæmi um þetta er, þegar fundum hans og gamals skátabróð- ur bar saman, skömmu fyrir andlát hans. Þegar þeir höfðu heilsast sagðí Dúi: „Flest verður maður nú að leggja fyrir sig á gamals aldri. Nú verð ég að fara að standa í mála- ferlum við læknana mína. Þeir hafa fyrir löngu sagt mér, að ég ætti ör- skammt eftir ólifað. En svo lifi ég og lifi. Ef þetta flokkast ekki undir læknamistök, veit ég ekki hvað það er. Já vinur minn, ég verð að höfða mál.“ Glettni glampaði í augunum og kímnin fæddist í brosinu. Þarna var hinn gamli og sanni Dúi enn einu sinni á ferðinni. Jóhann Dúi Björnsson gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir skátahreyfinguna. Hann lá aldrei á liði sínu, þegar hún kallaði til starfa. Foringjastörf hans í þágu Skátafélags Akureyrar verða seint fullmetin. Þegar samtök „eldri skáta“ hér á landi voru stofnuð á fyrsta lands- gildisþinginu, sem haldið var á Ak- ureyri, var Dúi að sjálfsögðu í hópi gerenda þar. Hann var þar kjörinn til þess að gegna störfum landsgild- ismeistara og var því fyrsti íslenski landsgildismeistarinn. Hann á að baki langt og gott starf í St. Georgsgildinu á Akureyri. Dúi á skátafundum, útilegum, skátamótum, já Dúi hér og Dúi þar, gleymist seint skátafélögunum sem deildu með honum þeim stundum. Þær lifa og loga skært á arni minninganna. Þær eru hér þakk- aðar af heilum hug. Eiginkonu Dúa, afkomendum hans, tengdabörnum, vinum hans og vandamönnum sendi ég samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu þessa góða drengs og skátabróður. Hörður Zóphaníasson, landsgildismeistari. Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, það allt, er áttu í vonum, og allt, er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. Mín sál, því örugg sértu, og set á Guð þitt traust. Hann man þig, vís þess vertu, og verndar efalaust. Hann mun þig miskunn krýna. Þú mæðist litla hríð. Þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blíð. Elsku afi, nú ert þú farinn frá okkur. Við sem héldum að afi myndi alltaf vera hjá okkur, en nú ert þú farinn á annan og betri stað þar sem allt er gott. Þú barðist hetjulega við veikindin, varst alltaf svo sterkur, það var alltaf allt í lagi. Það verður skrýtið að fara í kirkj- una þína núna og sjá þig ekki standa við dyrnar þegar við kom- um. Þegar við töluðum um kirkjuna á Akureyri sem krakkar var það alltaf kirkjan hans afa. Okkur þótti æðislega gaman að fá að koma með þér þegar þú þurftir að skreppa þangað. Við kveðjum þig með söknuði og minnumst þín með bros á vör. Við elskum þig öll. Kristbjörg, Birta Rós, Arnar, Halldór og Sylvía. Elsku afi Dúi. Þegar fréttin um að þú værir ekki lengur meðal okk- ar barst til Danmerkur áttum við erfitt með að trúa því. Við vissum að þú varst búinn að vera mikið veikur sl. mánuði, en samt er þetta svo óraunverulegt fyrir okkur þar sem við erum svo langt í burtu. Við erum þakklátir fyrir stund- irnar sem við áttum með þér í sum- ar. Það var alltaf gaman að hitta þig, þú hafðir alltaf frá einhverju skemmtilegu að segja og sást grín í flestu. Þú varst alltaf stór hluti af lífi okkar og við erum þakklátir fyr- ir þann tíma sem við áttum með þér, þótt við hefðum viljað hafa hann meiri síðustu árin. Elsku afi Dúi, við munum sakna þín mikið, en minningin um þig mun ávallt fylgja okkur. Takk fyrir allt. Dúi, Heiðar Már og Róbert Örn. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina                                !"                    #$ %&$ # '( )* + , '*  )* ''*   -. )( (  &/ ($ $ &/+                                                 !   " !# $ %  &  '! $ % $ %  ()                                 !! "# $      %  %       &     '    #  (  ) $  *  (+ #         +   ," -  &.        !" #$ %& ' '$ %'  ( ( )$*$%"                                           !       !    "   !    $ %  !   % &  !  '   !  $"(  !  ) *!% % ( ( +                                                         !"#  $ #%       &#   $ #"#         "          ! '! ! (    "     !    )* +   , !- !%    ! .#     , ! *   / " $! !     % !  ) 0   !  ! 1 +#   '  ' ! '  '  ' 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.