Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYLGIFISKAR þess eftir- spurnar- og spennuástands sem einkennt hefur fasteigna- markaðinn á höfuðborgar- svæðinu undanfarin misseri birtast Húseigendafélaginu á þann hátt að þangað berast að jafnaði tvö mál á dag frá fjöl- skyldum sem hafa orðið fyrir tjóni vegna þess að þær fá ekki eignir afhentar á tilskild- um tíma eða í nýkeyptum eignum leynast gallar. Sigurður Helgi Guðjóns- son, formaður og fram- kvæmdastjóri Húseigendafé- lagsins, segir ástandið afhjúpa knýjandi þörf fyrir löggjöf um fasteignaviðskipti; líklega hafi hundruð fjöl- skyldna á höfuðborgarsvæð- inu þurft að leita húsaskjóls hjá ættingjum eða á leigu- markaðinn vegna þess að byggingarverktakar hafa ekki staðið við samninga hvað varðar afhendingardag. Sigurður Helgi sagði að í raun kæmu þrenns konar mál til kasta Húseigendafélags- ins; mál vegna fjöleignarhúsa, mál vegna húsaleigu og mál vegna fasteignaviðskipta. Í gegnum árin hefðu mál í fjöl- eignarhúsum verið langflest en undanfarin misseri hefði orðið mikil breyting á og mál vegna fasteignaviðskipta væru nú ríkjandi. Annars vegar er um að ræða mál vegna galla á fasteignum og hins vegar tjón kaupenda vegna dráttar byggingar- verktaka á afhendingu. Hálsbólga múrara dregur dilk á eftir sér „Það hefur verið svo mikil þensla og eftirspurn að ekk- ert hefur mátt út af bregða og þess eru dæmi að múrari megi ekki fá hálsbólgu án þess að það dragi dilk á eftir sér og allt fari úrskeiðis,“ sagði Sigurður Helgi. „Hingað kemur fólk, sem var að kaupa draumahúsið samkvæmt teikningum og á að vera búið að fá það afhent, en þá er fína húsið bara hola í jörðinni og fólkið komið á hrakhóla, liggur inni á ætt- ingjum, fjölskyldur tvístrað- ar, búslóðin í gámum og verið að keyra börnin milli hverfa í skóla. Það eru mikil mannleg vandræði sem hafa komið upp úr þessu.“ Fegnir riftun Sigurður Helgi sagði að ástandið brygði ljósi á vand- kvæði vegna skorts á lögum um fasteignaviðskipti. Nú- gildandi réttur byggist á dómafordæmum, lögjöfnun frá lögum um lausafjárkaup og meginreglum laga. „Öflugasti réttur aðila að kaupsamningi, ef hinn aðilinn stendur sig ekki, er riftun en þetta ástand, sem nú hefur ríkt, hefur snúið riftuninni við,“ sagði Sigurður Helgi. „Ef kaupandi fer að ybba sig við byggingarmeistara og segist ætla að rifta verður hann guðslifandi feginn því hann getur selt eignina á hærra verði í þessari spennu sem verið hefur. Kaupendur slíkra eigna hafa oft verið í verulega erfiðri afstöðu vegna þess að í samninga um íbúðir eða hús í smíðum vantar yf- irleitt ákvæði sem tryggja hagsmuni kaupenda varðandi afhendingartíma og annað og í þeim eru ekki ákvæði um fé- víti eða dagsektir. Þetta byggist á því að fasteignasal- ar sem útbúa samninga eru oft að selja tugi eða hundruð íbúða fyrir sama aðila og þótt þeir eigi að gæta hagsmuna beggja aðila segir sig sjálft að þeir eru hallari undir þá sem borga sölulaunin, ég tala ekki um ef sá aðili stendur undir rekstri fasteignasölunnar að miklu leyti. Fasteignasalinn á að gæta hagsmuna beggja en meðvitað eða ómeðvitað gerir hann það ekki, bæði við samn- ingsgerðina í upphafi og líka þegar koma upp mál vegna afhendingardráttar.“ Sigurður Helgi sagði dæmi þess að væntanlegum kaup- endum, sem gerðu kröfu til þess að ákvæði um dagsektir eða slíkt yrði bætt í kaup- samninga, væri vísað á dyr á fasteignasölum. Einnig sagði Sigurður Helgi að pressan sem er á markaðnum hefði valdið því að ekki hefði verið vandað eins til einstakra verkþátta og því hefði málum vegna galla í fasteignum einnig fjölgað. „Kaupendur sætta sig kannski við eitthvað sem er í raun ófullnægjandi vegna þess að neyðin er svo mikil og fólk hrópar húrra yfir því að komast inn.“ Málum vegna galla á not- uðu húsnæði hefur einnig fjölgað, að sögn Sigurðar Helga, vegna spennunnar á markaðnum. Hamrað hafi verið á því að margir kaup- endur væru um hverja íbúð og „fólk hefur orðið að stökkva á eign einn, tveir og þrír, án þess að tími væri til að skoða, af því að það var einhver sem vildi kaupa íbúð- ina frá þeim. Það hefur valdið því að menn hafa keypt kött- inn í sekknum. Áður voru svona mál tiltölulega fátíð en nú er það nánast daglegt brauð að það komi inn svona fyrirspurnir til okkar“. Lögin skrifuð í skýin Sigurður Helgi sagði að Húseigendafélagið hefði lengi barist fyrir setningu laga um fasteignaviðskipti sem taka á málum t.d. varðandi nýbygg- ingar til að leysa af hendi þau óskráðu lög sem nú gilda. „Í raun og veru veit enginn hvað snýr upp né niður á þessu nema einhverjir lögfræðingar sem hafa verið á kafi í þessum málaflokki; réttindin, skyld- urnar og lögin eru skrifuð í skýin. Það er talin þörf á 80 greina löggjöf ef þú ert að kaupa sófaborð eða skó en ef þú ert að kaupa íbúð má það allt vera óljóst. Það sprettur alls kyns misskilningur upp úr því að það vantar skýr lagaákvæði; hlutir sem verða að málum en væri hægt að koma í veg fyrir með skýrri löggjöf.“ Hann sagði að dómsmála- ráðherra hefði fyrir um ári skipað sérfræðing til að semja slíkt frumvarp. Húseigenda- félaginu þætti framgangur málsins hins vegar hægur. Byggingarverktaki, sem ekki afhendir eign á umsömd- um tíma, verður ábyrgur fyrir þeim kostnaði sem kaupand- inn verður fyrir, t.d. við að út- vega sér nýtt húsnæði. „En þegar fjölskylda er komin út um hvippinn og hvappinn,“ sagði Sigurður Helgi, „verður fólk og fjölskyldur fyrir tjóni sem aldrei verður bætt að fullu. Sumt fólk er hreinlega fullt af örvæntingu.“ Sigurður Helgi sagði hins vegar að vegna lagaleysisins væru eng- ar flýtileiðir til að leysa málin. „Þessi mál eru seinrekin og dýr, sérstaklega gallamálin. Mjög fljótt fara hagsmunir að týnast undir kostnaði. Eftir langa mæðu kemur dómsnið- urstaða og einhver vinnur frækilegan lögfræðilegan sig- ur en tapar fjárhagslega.“ Fjöldi fjölskyldna hefur lent í vanda vegna dráttar á afhendingu og galla í fasteignum Tvö mál á dag berast Húseigendafélaginu Höfuðborgarsvæðið STJÓRN Stangaveiðifélags Reykjavíkur telur að nokkuð skorti á tillögur hóps, sem gerði tillögur um aðgerðir til varðveislu lax- og silungsáa í Reykjavík, hvað varðar sér- tækar aðgerðir fyrir Elliða- árnar sem taki mið af rann- sóknum sem kynntar voru í fyrra. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær hefur þriggja manna starfshópur, sem komið var á laggirnar til að gera tillögur um aðgerðir til varðveislu lax- og silungsáa í Reykjavík, nú lokið störfum. Vatnasvæðin, sem starfshóp- urinn fjallaði um, voru Elliða- ár, Úlfarsá, Bugða, Hólmsá, Suðurá, Elliðavatn og Leir- vogsá. Meirihluti hópsins lagði til að allt forræði í mál- efnum lax- og silungsvatna- svæða í borgarlandinu færðist til umhverfis- og heilbrigðis- nefndar en Orkuveita Reykja- víkur annaðist þó áfram um- sjón Elliðaánna. Morgunblaðið hafði sam- band við Bjarna Ómar Ragn- arsson, formann Stangaveiði- félags Reykjavíkur, og innti hann eftir fyrstu viðbrögðum stjórnar félagsins. „Við fögnum allri málefna- legri umræðu um Elliðaárnar og vatnasvæði Reykjavíkur og nágrennis og stjórnin er ánægð með að hópurinn skuli nú hafa lokið störfum,“ sagði Bjarni. „Við teljum þó að nokkuð skorti á tillögur hóps- ins um sértækar aðgerðir fyr- ir Elliðaárnar, í samræmi við niðurstöður rannsókna sem kynntar voru í fyrra. Árnar eiga í vanda, sem taka verður á ef ekki á illa að fara. Margar góðar tillögur koma fram hjá hópnum og við getum tekið undir þær flestar.“ Stangaveiðifélag Reykjavíkur um tillögur um lax- og silungsveiðiár Árnar í vandaReykjavík ÞESSI einkennilegu ský náð- ust á mynd hinn 18. desemb- er síðastliðinn og hefur ef- laust margur velt fyrir sér hvað þar væri á ferðinni. Að sögn Guðmundar Hafsteins- sonar veðurfræðings nefnist þetta Kelvin-Helmholtz- bylgjur, og heitir eftir tveimur mönnum sem könn- uðu þetta fyrirbæri á sínum tíma. „Það er ekkert óalgengt að sjá einhver merki um þessar bylgjur, en þetta er óvenju fallegt dæmi,“ sagði Guðmundur um myndina. „Þær myndast á mörkum tveggja loftstrauma, þegar tiltölulega létt loft streymir yfir þyngra loft. Vindhrað- inn er miklu meiri í efra lag- inu. Þetta er ekki ósvipað og öldur sem myndast á vatni, þegar vindur blæs yfir vatnsflöt og að sumu leyti hliðstætt fyrirbæri. Það má semsagt draga þá ályktun að það hafi verið hvassari vind- ur í einhverju lagi í and- rúmsloftinu og það hittist svo vel á að það var akkúrat þarna í skýjabreiðu, í 7–8 km hæð eða svo, þannig að hún sýnir bylgjuhreyfinguna sem myndast. Bylgjurnar sjálfar eru út af fyrir sig algengar; þetta er t.d. algengasta or- sökin fyrir ókyrrð í flug- vélum, en til að þær sjáist þarf rakinn að vera á réttum stað,“ sagði Guðmundur. Ljósmynd/H.N. Skýjareipi yfir Stýri- manna skólanum Höfuðborgarsvæðið ÞÓTT ekki séu allir ánægð- ir með kuldana sem verið hafa síðustu daga, eru margir sem fagna þeim enda eru þeir forsenda þess að hægt að leika sér í ísknattleik á tjörnum, eins og þessir piltar voru að gera í blíðviðrinu fyrir skemmstu. Morgunblaðið/Ásdís Kátir í kuldanum Seltjarnarnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.