Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ VERSLUNIN HÆTTIR SÍÐUSTU DAGARNIR 80% AFSLÁTTUR OPIÐ FÖSTUDAG 9-18.30 LAUGARDAG 10-18 SUNNUDAG 10-183 ALLT AÐ NÓATÚNI 17 S: 511 4747 Fagradal - Ný heimarafstöð var tekin í notkuní Kerl- ingadal í Mýrdal um áramótin. Að sögn Karls Pálma- sonar bónda er áætlað að ná 8 kílóvöttum út úr þessari virkjun sem er í bæjarlæknum rétt hjá bænum. Þetta er svokölluð skrúfutúrbína smíðuð að Árteigi í Þing- eyjarsýslu en þar hafa verið smíðaðar túrbínur um áratuga skeið. Þessi gerð af túrbínu hentar vel fyrir mikið vatn en lítið fall. Karl segist strax vera farinn að athuga með stærri virkjun. Hilmar Haraldsson, túrbínusmiður í Reykja- vík, hefur skoðað aðstæður og telur raunhæfan kost að virkja annan læk lengra frá bænum sem gæti gefið allt að 150 kílóvött af rafmagni, en áður en Karl fer út í þá virkjun sem myndi kosta mjög mikið, sagðist hann verða að vera kominn með samning við RARIK um sölu á umframrafmagni inn á almenningsveiturnar. Heimaraf- stöð tekin í notkun Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Karl Pálmason og Hilmar Haraldsson við stærri lækinn. Karl Pálmason hleypir vatni á nýju skrúfutúrbínuna. Selfossi - Magnús Ólafsson, for- stjóri Osta- og smjörsölunnar, af- henti nýlega fulltrúum svæðis- stjórna björgunarsveita í Árnes- og Rangárvallasýslum eina milljón króna að gjöf. Karl Björnsson, yf- irmaður almannavarna í Árborg og nágrenni, tók við gjöfinni og af- henti hana síðan fulltrúa svæðis- stjórna björgunarsveitanna í Ár- nes- og Rangárvallasýslum. Jón Sigurðsson tók við gjöfinni fyrir hönd svæðisstjórna í Árnes- sýslu og Jón Hermannsson fyrir hönd Rangæinga. Stjórn Osta- og smjörsölunnar samþykkti á stjórnarfundi í júní að styrkja björgunarsveitir í Árnes- og Rangárvallasýslum um eina milljón króna. Í fréttatilkynningu um þessa samþykkt segir: „Stjórn- in telur að sveitirnar hafi staðið sig afar vel í hjálparstarfinu eftir jarð- skjálftana og styrkurinn er hugs- aður til frekari uppbyggingar björgunarsveitanna. Suðurland er blómlegt landbúnaðarhérað og tengsl Osta- og smjörsölunnar við fjórðunginn eru mikil, ekki síst í gegnum Mjólkurbú Flóamanna.“ Björgunarsveitir stóðu undir væntingum „Skipulag og framkvæmd björg- unarstarfs, m.a. í tengslum við jarðskjálfta, mæðir mjög á svæð- isstjórnum björgunarsveitanna. Í sumar sönnuðu þær svo um munar getu sína og að þær standa undir þeim væntingum sem gerðar eru til þeirra. Það er almannavörnum í héraði mikilvægt að björgunarsveitir á viðkomandi stöðum séu vel búnar og það geta þær einungis ef al- menningur og fyrirtæki sýna þeim velvild m.a. með styrkveitingum. Það góða fordæmi sem Osta- og smjörsalan sýnir með þessari gjöf gæti því orðið öðrum hvatning til góðra verka á þessu sviði,“ sagði Karl Björnsson, bæjarstjóri og for- maður almannavarnanefndar Ár- borgar og nágrennis. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Gjöfin afhent björgunarsveitarmönnum. Frá vinstri: Birgir Guðmundsson, framkvæmdastjóri MBF og stjórn- armaður í Osta- og smjörsölunni, Sigurbjörn Bjarnason, Hveragerði, Ámundi Kristjánsson, Minna Núpi í Hreppum, Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, Kristján Einarsson, Selfossi, Jón Hermannsson, Hvolsvelli, Einar Jónsson, Ásbrún í Landeyjum, Einar Brynjólfsson, Götu í Holtum, Friðrik Sigurjónsson, Vega- tungu í Tungum, Karl Björnsson, bæjarstjóri Árborgar, og Jón Sigurðsson, Eyrarbakka. Afhenti björgunarsveit- um eina milljón króna Stykkishólmi - Það eru eflaust ekki margir hér á landi sem kann- ast við spilið pídró. Hér áður fyrr var það mikið spilað í Helga- fellssveit og var mjög vinsælt. Þá var ekki komið saman á bæjum á milli hátíða öðru vísi en spilað var pídró. Nú hefur slíkum heim- sóknum fækkað og pídró-spilamennskan nærri gleymd. Um jólin ákvað ung- ur Hólmari, Lárus Hannesson, að gera til- raun til að endurvekja pídró og kanna áhuga og kunnáttu á spilinu. Hann fékk kvenfélags- konur í Helgafellssveit til liðs við sig og auglýst var pídró-spilakvöld að félagsheimilinu að Skildi í Helgafellssveit. Þar mættu um 50 manns og var það betri mæting en reiknað var með. Lárus var mjög ánægður með kvöldið og kom fólk víða að til að spila. Hann sagðist ekki vita um að pídró væri spilað annars staðar á landinu. Þegar Lárus var spurður um hvaðan pídró væri upprunnið sagði hann að maður að nafni Hall- dór Sigurðsson frá Svelgsá hafi komið með það frá Ameríku. Hall- dór fór til Vesturheims frá Svelgsá í Helgafellssveit fyrir aldamótin ásamt bróður sínum Sigurði. Hann kom svo í heimsókn að Svelgsá árið 1921, en þar bjó Guðbrandur bróðir hans. Hann fór að kenna fólkinu í sveitinni spil sem kallaðist pídró. Ekki leið á löngu þar til spilið var orðin ein helsta skemmtun í sam- kvæmislífi Helgfellinga. Það kom Lárusi á óvart hvað margir kunnu spilið og höfðu spilað það hér áður fyrr. Hann sagðist hafa orðið var við mikinn áhuga og vonaðist til að framhald yrði á pídró-spila- mennsku. Það var vel mætt á pídró-spilakvöldið á Skildi. Þarna eru að spila saman Hinrik á Helgafelli, 96 ára, Hermann Guðmundsson, Hannes Gunnarsson og Högni Bæringsson. Pídró spilað í Helgafellssveit Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.