Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Undirfataverslun, Kringlunni , 1. hæð, sími 553 7355. Útsala RÚMLEGA 4.000 hektarar af kjarr- lendi og að minnsta kosti fimm íbúðarhús hafa eyðilagst í óslökkv- andi eldi í austurhluta San Diego- sýslu í Kaliforníu frá því á miðviku- dag. Eldurinn magnaðist í miklu hvassviðri en búist var við í gær að hægt yrði að slökkva hann í dag þar sem spáð var logni. Hundruð manna urðu að flýja heimili sín og rýma þurfti fangelsi sýslunnar og spilavíti á verndarsvæðum indíána. Einn íbúa sýslunnar gefur hér hesti sínum fóður eftir að hafa flúið heimili sitt. AP Skógar- eldur í Kaliforníu RÁÐAMENN í bandaríska seðlabankanum gripu á miðvikudag til róttækra aðferða gegn afturkippnum í efnahagsmálum, sem er þegar orðinn að veruleika. Millibankavextir voru lækkaðir um hálft prósent, úr 6,5% í 6%, en svo mikil hækkun hefur ekki verið ákveðin frá 1992, venjulega eru breytingarnar í hvert sinn aðeins fjórðungur úr prósenti. Markmiðið er að reyna að koma í veg fyrir að afturkippurinn breytist í kreppu. Seðlabanki Evrópusambandsins ákvað á fundi sínum í gær að halda vöxtum óbreyttum, 4,75%. Evran lækkaði nokkuð fyrst í stað eftir tíðindin að vestan en náði sér aftur. „Hrifningin á bandarískum verðbréfum í kjölfarið á vaxtalækkuninni mun ekki duga til að stöðva sókn evrunnar,“ sagði í fjármála- punktum frá franska bankanum BNP Paribas. „Seðlabanki Bandaríkjanna grípur afar sjaldan til slíkra ráða og undirstrikar það enn betur en annað hve varasamt ástandið er í bandarískum efnahagsmálum.“ Í yfirlýsingu seðlabankans bandaríska sagði meðal annars að lækkunin hefði verið ákveðin í ljósi þess að neytendur virtust ekki hafa jafn mikla trú á efnahagsástandinu og áður, sums staðar í fjármálalífinu væru teikn um erfiðleika og einnig tæki hærra orkuverð æ hærri toll af neytendum og fyrirtækjum. Alan Greenspan seðlabankastjóri er sagður hafa orðið áhyggju- fullur er tölur bárust um jólaverslun í Banda- ríkjunum er sýndu að hún hefur ekki verið minni í áratug. Einnig sýndu tölur um iðnfram- leiðslu, er birtar voru á þriðjudag, lélega nið- urstöðu. En vaxtalækkunin kom samt mörgum sér- fræðingum á óvart, ekki síst vegna þess að næsti fundur ráðsins sem venjulega tekur slík- ar ákvarðanir mun ekki verða fyrr en í lok mánaðarins. Hún hafði þegar í stað mikil áhrif á fjármálamörkuðum, gengi bréfa á Dow Jones og Nasdaq í Bandaríkjunum hækkaði verulega. En þótt dollarinn styrktist nokkuð í fyrstu á al- þjóðlegum mörkuðum seig hann á ný og þykir það benda til þess að áhyggjur af efnahags- málum í Bandaríkjunum vaxi stöðugt. Sumir spáðu því að næsta vaxtalækkun yrði þegar í lok mánaðarins. Sérfræðingar voru yfirleitt á því að ákvörð- unin um lækkunina hefði verið rétt en sumir töldu að hún hefði átt að koma fyrr. Aðrir bentu á að hún gæti haft í för með sér fát hjá fjárfestum, gæti fengið þá til að taka óþarfa áhættu auk þess sem lækkunin myndi ef til vill ekki duga til að stöðva samdráttinn í efnahags- lífinu. Enn aðrir sögðu að traustið á Greenspan, sem hefur verið geysimikið, myndi minnka þeg- ar menn áttuðu sig á því hve stutt væri síðan hann hefði varað mjög við ofþenslu en nú gerði hann ráðstafanir gegn kreppu. Brian Robinson, sérfræðingur hjá fjármála- fyrirtækinu 4Cast í Bandaríkjunum, sagðist vera furðu lostinn. „Það liggur við að maður haldi að hálfgert fát sé komið á þessa náunga (hjá seðlabankanum),“ sagði hann. George W. Bush, verðandi forseti Bandaríkj- anna, sagðist vera ánægður með ákvörðunina og hún myndi ekki breyta áætlunum hans um miklar skattalækkanir á næstu árum. „Ég held að lækkunin hafi verið nauðsynleg. Hún sendi öflug skilaboð um að grípa þurfi til ráðstafana til að tryggja að efnahagurinn sigli ekki hraðbyri inn í kreppu,“ sagði Bush. Vaxtalækkunin í Bandaríkjunum Reynt að hamla gegn afturkipp Frankfurt, París, New York, London. The Daily Telegraph, AFP, AP. Í báðum ræðunum léku umhverf- ismál stór hlutverk; konungur ræddi þau á heimsvísu og harmaði að ekki skyldi hafa fengist nið- urstaða á loftslagsráðstefnunni í Haag í nóvember. Forsætisráð- herrann, Jens Stoltenberg, gekk skrefi lengra og tilkynnti að hætt hefði verið við byggingu þriggja orkuvera vegna umhverfisskaða sem þau myndu valda. Stoltenberg gagnrýndur fyrir tvískinnung Í leiðurum norskra blaða hefur þeirri áherslu sem konungur og forsætisráðherra lögðu á umhverf- ismál verið fagnað þó að Stolten- berg sé raunar gagnrýndur fyrir tvískinnungshátt í umhverfismál- um. Ástæðan er einkum sú að Verkamannaflokkurinn felldi fyrri ríkisstjórn vegna þess að hún var andvíg byggingu gasorkuvers sem fullyrt er að valdi mikilli mengun. Hafa umhverfisverndarsinnar og margir þingmenn krafist þess að Stoltenberg verði samkvæmur sjálfum sér og hætti einnig við byggingu gasorkuversins. Eftir stendur þó ánægja með að umhverfismálin séu loksins komin á dagskrá. „Umfjöllun konungs um alþjóðaspurningar er varða and- rúmsloftið og tillaga forsætisráð- herra um að stöðva byggingu fleiri vatnsorkuvera í ósnertri náttúru undirstrikar að við stöndum á mik- ilvægum tímamótum og það er löngu kominn tími til að umræða um umhverfismál komist aftur í tísku,“ segir í forystugrein Aften- posten. Konungi hælt Ber leiðarahöfundur lof á Nor- egskonung fyrir að gagnrýna það að ekki skyldi nást niðurstaða á loftslagsráðstefnunni. Segir hann orð hans til marks um að staða hans sé að breytast úr því að vera eingöngu til skrauts á hátíðar- stundum og til að greiða fyrir við- skiptasamningum við útlönd, og í það að verða siðferðilegur leiðtogi. Leiðarahöfundar eru aðeins sparari á lofið í garð Stoltenbergs, segja að ekki hafi mátt síðar vera að Verkamannaflokkurinn hafi reynt að reka af sér það slyðruorð sem á honum hafi verið í umhverf- ismálum. En betra sé seint en aldrei, svo fremi sem ríkisstjórnin standi við orð Stoltenbergs um að endurmeta stefnuna í umhverfis- og auðlindamálum til sjávar og sveita. Nýársræðum konungs og forsætisráðherra fagnað í Noregi „Umhverfið sigraði“ NÝÁRSRÆÐUM norska forsætisráðherrans og Noregskonungs hefur verið fagnað þar í landi þar sem kveða þykir við nýjan tón í umhverfismálum. „Um- hverfið sigraði,“ er yfirskrift leiðara Nordlys og svipað er uppi á teningnum í bæði Aftenposten og Dagbladet. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÚTSALAN HEFST Í DAG Laugavegi 20, sími 562 6062. STJÓRNARANDSTÆÐINGAR í Þýskalandi kröfðust þess í gær að Joschka Fischer utanrík- isráðherra segði af sér vegna viðtals við vikurit- ið Der Stern þar sem hann viðurkennir að hafa verið „herskár“ þátttakandi í hreyfingu vinstri- sinnaðra námsmanna á fyrri hluta áttunda ára- tugarins, m.a. tekið þátt í hústöku og slags- málum við lögreglu. „Þessi játning hefur valdið ímynd Þýskalands á alþjóðavettvangi miklum skaða,“ sagði Günther Beckstein, þingmaður CSU, systurflokks Kristilegra demókrata í Bæj- aralandi. „Það er ekki lengur verjandi að Fisch- er sé fulltrúi Þýskalands erlendis.“ Fischer gerði lítið úr kröfu stjórnarandstæð- inganna. „Ég er ekki sami maðurinn og ég var fyrir 26 árum,“ sagði hann. „Þið skulið endilega krefjast afsagnar minnar ef þið skiljið það ekki.“ Þýsk dagblöð birtu í gær gamlar myndir af Fischer og á nokkrum þeirra sést hann í átökum við lögreglumenn. AP Krefjast afsagn- ar Fischers
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.