Morgunblaðið - 16.01.2001, Side 8

Morgunblaðið - 16.01.2001, Side 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nýr aðstoðarmaður borgarstjóra Spennandi tækifæri NÝLEGA var AnnaKristín Ólafsdótt-ir stjórnmála- fræðingur ráðin aðstoðar- maður Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, borgar- stjóra Reykjavíkur. Anna Kristín hefur undanfarin ár verið við nám og störf í Bandaríkjunum en kemur til starfa hjá Reykjavíkur- borg 1. mars nk. Hún var spurð hvernig nýja starfið legðist í hana. „Mér líst bara vel á þetta allt saman, hlakka mikið til að takast á við þessi verk- efni og vonast til að geta orðið góður liðsauki í þeim góða hópi sem borgarstjóri hefur þegar kringum sig í ráðhúsinu, bæði meðal starfsmanna og borgarfull- trúa.“ – Hefur þú komið að svona starfi áður? „Ekki beinlínis en hluti af mínu starfi hjá sendiráðinu var að vera vakandi hvað snerti stjórnmál og ráðleggja bandarískum yfirvöld- um í málefnum sem vörðuðu sam- skipti Bandaríkjanna og Íslands. Þá vann ég hér við ýmis verkefni meðan á náminu stóð og loks felst starf mitt við ríkisendurskoðun hér einkum í því að gera úttektir á ýmsum málaflokkum innan stjórnsýslunnar – sjá hvað mætti betur fara og leggja til leiðir til úr- bóta.“ – Ert þú kunnug starfi því sem fram fer í Ráðhúsi Reykjavíkur? „Nei, ekki svo mjög. Ekki nema það sem ég hef verið að kynna mér á undanförnum dögum og vikum. Svo hef ég fylgst ágætlega með borgarmálefnum gegnum frétta- flutning að heiman meðan ég hef verið hér.“ – Hvernig bar það til að þú varst ráðin í þetta starf? „Ég þekki Ingibjörgu Sólrúnu frá því við störfuðum saman í Kvennalistanum og við höfum allt- af haldið sambandi. Svo þegar það kom upp að Kristín A. Árnadóttir ákvað að hætta eftir sitt langa og góða starf hafði borgarstjóri samband við mig og það leiddi til ráðningarinnar.“ – Hvaðan ert þú af landinu? „Ég er Reykvíkingur í húð og hár, fædd þar og uppalin nema ég bjó um tíma sem unglingur í Nor- egi og Bandaríkjunum þar sem foreldar mínir, Lára Margrét Ragnarsdóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, og Ólafur Grétar Guðmundsson augnlæknir, voru við nám. Ég er elst þriggja barna þeirra.“ – Hver eru þín helstu áhugamál fyrir utan stjórnmálin? „Fyrst og fremst börnin mín og fjölskyldan. Þá hef ég gaman af að hlaupa og fara á skíði. Ég hef líka gaman af að elda og borða góðan mat með góðu fólki.“ – Hvað málaflokki hefur þú mestan áhuga á hvað snertir rekstur borgarinnar? „Vegna menntunar minnar hef ég mikinn áhuga á auk- inni hagræðingu og nú- tímavæðingu í stjórn- sýslu borgarinnar en svo er ég líka mjög spennt fyrir ýmsum málefnum sem borgar- stjóri og samstarfs- menn hans hafa verið að vinna við undanfarin ár. Þar má nefna skólamál, málefni nýrra borgarbúa, bæði utan af landi og erlendis frá, umhverfismál ýmis- konar og ýmis verkefni sem miða að enn meiri grósku í menningar- lífi og greiðari aðgangi fólks að menningarstarfi í borginni. Ég hef undanfarin ár búið í borginni Madison í Wisconsinfylki þar sem fólk ber mikla umhyggju fyrir um- hverfi sínu – vill vera og er virkir þátttakendur í að móta umhverfi sitt. Hérna í stjórn borgarinnar er mikil áhersla lögð á að gefa borg- arbúum tækifæri til taka þátt í ákvörðunum um öll möguleg mál- efni. Það hefur orðið talsverð þró- un í átt að auknu þátttökulýðræði í Reykjavík undanfarin sex ár en ég sé mikla möguleika á þessu sviði.“ – Hefur þú kynnt þér vel í hverju hið nýja starf er fólgið? „Ég á eftir að móta starfið á minn hátt og sinni því vafalaust dálítið öðruvísi heldur en Kristín Árnadóttir hefur gert. Eins og hún mun ég aðstoða borgarstjóra í hennar daglegu verkefnum og þess utan býst ég við að starfið muni felast í að finna hagkvæmar leiðir til að framkvæma þá stefnu sem hún og aðrir borgarfulltrúar móta. Ég mun reyna að vera vak- andi fyrir því sem betur má gera í borginni og fyrir skoðunum borg- arbúa á borgarmálefnum. Einnig fyrir ýmsum nýjungum í rekstri sveitarfélaga, bæði á Íslandi og er- lendis.“ – Ertu búin að fá húsnæði? „Ég kem fyrst ein með minnsta barnið og bý hjá fjölskyldunni en í sumar koma eiginmaður minn og hin börnin tvö, þau þurfa að ljúka skólanum ytra. Ég þarf að að finna gott húsnæði áður en fjölskyldan sameinast á ný.“ – Hafðir þú ætlað þér að koma heim til Ís- lands svona fljótt? „Nei, við höfðum ekki alveg tekið ákvörðun um hvort og hvenær við flyttum heim, en þetta rak á eft- ir þeirri ákvörðun. Mér finnst þetta mjög spennandi tækifæri og ég hlakka til að fá að vinna með Ingibjörgu Sólrúnu og öðrum starfsmönnum borgarinnar að þeim málefnum sem ég hef mikinn persónulegan áhuga á og ég hef verið að mennta mig til að sinna.“ Anna Kristín Ólafsdóttir  Anna Kristín Ólafsdóttir fædd- ist í Reykjavík 26. mars 1966. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1985 og BA-prófi í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands 1995. Hún hefur auk þess lokið meistaraprófi í opinberri stjórn- sýslu og stefnumótun (MPA-próf) frá La Follette School of Public Affairs. Hún starfaði í banda- ríska sendiráðinu um sex ára skeið sem aðstoðarstjórnmála- fulltrúi og frá í vor hefur hún unnið við ríkisendurskoðun Wisc- onsin-þings. Anna er gift Sigurði Böðvarssyni krabbameinslækni og eiga þau þrjú börn. Hefur mikinn áhuga á auk- inni hagræð- ingu og nú- tímavæðingu í stjórnsýslu Þér getið treyst því, frú, að þetta er ekkert Búkollu-beljukjöt. Þetta er fyrsta flokks írskt kúariðufrítt nautakjöt. FRAMKVÆMDIR við Vatnsfells- virkjun ganga samkvæmt áætlun, að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar. Samkvæmt áætlunum á virkjunin að komast í gagnið næsta haust. Síðastliðið haust var stöðvarhúsið reist og er nú unnið að því að setja niður vélbúnaðinn og ganga frá inn- taksmannvirkjum. Fyrir áramót var verið að setja niður neðstu hluti vél- búnaðarins. Þarna verða tvær vélar og er uppsett afl þeirra 90 mega- vött. Framundan er vinna við raf- búnað. Búið er að setja niður þrýsti- vatnspípur inn í stöðvarhúsið. Jarðvinna liggur niðri yfir vetrar- mánuðina og hefst á ný í vor. Tæp- lega 200 manns eru við vinnu í vetur við virkjunina. Vatnsfellsvirkjun Framkvæmd- ir ganga eftir áætlun Sumar 2001 www.freemans.is Listinn er seldur í öllum helstu bókaverslunum. Nýi Freemanslistinn er kominn út. Hringdu núna og pantaðu í síma 565 3900 - erum við símann frá 9 til 22 alla daga vikunnar. 10% afsláttur af fyrstu pöntun ef keypt er fyrir 50£ eða meira Til að fá afslátt þarf að gefa upp kóðann FZ1 SEX grafíklistaverk, sem stolið var úr sýningarsal í Hafnarhúsinu í Reykjavík, líklega aðfaranótt sunnudags, hafa ekki komið í leitirnar. Upp komst um gripdeildirnar um kl. 13 á sunnudag. Þjófarnir þurftu hvorki að brjóta upp hurð né glugga því svo virðist sem gleymst hafi að læsa safninu og því hafa þjófarnir að öllum líkindum gengið óhindraðir inn í húsið. Engar skemmdir voru unnar á húsnæði. Verkin voru á sýn- ingu nemenda í Listaháskól- anum, samkvæmt upplýsing- um lögreglu. Stærsta verkið er um 2 metrar á lengd og því hefur væntanlega kostað tals- verða fyrirhöfn að koma því á brott. Grafík- verkum stolið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.