Morgunblaðið - 16.01.2001, Síða 12

Morgunblaðið - 16.01.2001, Síða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝSKÖPUNARSJÓÐUR námsmanna var stofnaður árið 1992 til þess að útvega áhuga- sömum nemendum sumarvinnu við metn- aðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun jafnt fyrir atvinnulíf sem á fræðslusviði. Alls barst sjóðnum 201 umsókn um styrki fyrir sumarið 2000 og þar af hlutu 126 verk- efni styrk. Um 150 námsmenn á háskólastigi störfuðu svo sumarlangt að rannsóknar- störfum fyrir sjóðinn. Sex verkefnanna hafa nú verið tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands árið 2001 og eru verkefnin og nemendurnir sem unnu að þeim kynnt hér á síðunni. Nýsköp- unarverðlaun forseta Íslands eru veitt árlega þeim námsmönnum sem unnið hafa fram- úrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á Bessa- stöðum á fimmtudag. Yfir 200 umsóknir bárust og 126 verkefni voru styrkt Sex tilnefningar til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands VALTÝR Stefánsson Thors, læknisfræði- nemi, hefur unnið síð- asta hálft annað árið að rannsókn sem miðar að því að afhjúpa verkun lýsis á ónæmiskerfi lík- amans. Að sögn Valtýs hefur verið unnið að þessari rannsókn í nokkur ár undir stjórn Ásgeirs Haraldssonar, prófess- ors í barnalækningum, og hafa margir fag- menn komið að rann- sókninni eða ein- stökum þáttum hennar. Rannsóknin fer þannig fram að ala mýs annars vegar á fæði sem bætt er með lýsi og hins vegar á fæði sem bætt er með kornolíu. Mýsnar eru síðan sýktar með bakteríum og fylgst með hvern- ig þeim reiðir af. „Það hefur tekið mjög á samviskuna að þurfa að sýkja þessi litlu grey en þetta er allt í þágu vísindanna,“ sagði Valtýr en við- urkenndi að á heildina litið hefði verkefnið verið ómetanlegt tækifæri að fá að vinna að svo spennandi verkefni. Veikindi sonarins leiddu til þátttöku í rannsókninni Spurður hvað hafi vakið áhuga hans á rannsókninni sagði Valtýr: „Sonur minn veiktist og ég hafði samband við Ásgeir lækni. Það leiddi svo til þess að Ásgeir bauð mér að vera aðstoð- armaður sinn. Vinnan hefur víkkað sjóndeild- arhringinn og hefur haft þá óvæntu hlið- arverkun að litli gutt- inn minn gengur fyrir lýsi.“ Valtýr kynnti nið- urstöður rannsókn- arinnar á norrænu smitsjúkdómaþingi í Bergen í Noregi í október. Einnig stendur til að skrifa grein um niðurstöð- urnar í fagtímarit. „Við erum margoft búnir að fá þá niðurstöðu að mýsnar sem aldar eru á lýsi lifa mun betur en hinar, þannig að það virðist ekki leika neinn vafi á gagnsemi lýsisins. Menn hafa tekið lýsi frá því fyrir óralöngu og það vita allir að lýsi er gott við kvefi og ýms- um kvillum og er jafnframt talið stuðla að almennri vellíðan. Á síðustu árum hafa verið gerðar rannsóknir þar sem m.a. kemur fram að lýsi hef- ur verndandi áhrif gegn hjarta- og æðasjúkdómum, mörgum sjálfnæm- issjúkdómum, sykursýki og meira að segja lesblindu .“ Nú er verið að vinna að enn frekari rannsóknum á áhrifum lýsis á ónæm- iskerfið. Áhrif lýsis á ónæmiskerfið Valtýr Stefánsson Thors SÆMUNDUR Elías- son, nemi í véla- og iðnaðarverkfræði, vann að hönnun og prófunum á hreinsi- búnaði fyrir færibönd. Verkefnið var unnið síðasta sumar undir leiðsögn Hafsteins Helgasonar, sviðs- stjóra umhverfis- og öryggissviðs hjá Línu- hönnun. Verkefnið var að sögn Sæmundar á hugmyndastigi þegar hann tók við því „Haf- steinn kom með hug- myndina til mín þegar hún var á byrj- unarstigi og ég vann með hana áfram. Mér leist strax mjög vel á þetta og lagði upp með það að nýta þá þrjá mánuði sem styrkurinn náði til vel og klára vinnuna á þeim tíma. Þetta ætlunarverk tókst,“ sagði Sæ- mundur. Ný tækni sem nýtist í öllum matvælaiðnaði „Verkefnið gengur út á það að hanna ákveðinn búnað sem vinnur eftir ferli að því að sótthreinsa band- flöt færibanda. Þetta hefur ekkert með afurðina á færibandinu að gera heldur með bandflötinn sjálfan. Þeg- ar ný afurð kemur á bandið þá er bú- ið að sótthreinsa það algjörlega,“ sagði Sæmundur en aðferðina má nota í öllum matvæla- iðnaði. Hreinsibúnaðurinn á að tryggja að örveru- magn á bandfleti færi- bandsins sé í lágmarki í hvert sinn sem ný afurð kemst í snertingu við hann. Búnaðurinn sjálf- ur er staðsettur undir færibandinu. Að sögn Sæmundar felst ný- sköpun verkefnisins í því að nota yfirborðs- meðferð sem byggist á „þekktum eðlis- fræðilegum aðferðum ásamt aflfræðilegri hreinsun“. Frekar seg- ist Sæmundur ekki geta farið í ein- staka verkþætti búnaðarins þar sem verið er að sækja um einkaleyfi fyrir og því enn sem komið er um atvinnu- leyndarmál að ræða. Spurður hvort eitthvað hefði komið á óvart í starfi síðasta sumars segir Sæmundur það hafa verið algjörlega nýtt fyrir sér að fara yfir á svið líffræðinnar þar sem hluti vinnunnar var að mæla gerlafjölda í sýnum. „Þetta var mjög áhugavert en á þó ekkert eftir að umbylta mér í náminu, ég held mér við verkfræðina.“ Sæmundur segist hafa mikinn áhuga á að stunda frekari rann- sóknir samhliða náminu. „Þetta gef- ur mjög mikið af sér fyrir utan hvað þetta er skemmtilegt.“ Sótt um einkaleyfi fyrir verkefninu Sæmundur Elíasson YLFA Thordarson, nemi í umhverfis- og byggingarverkfræði vann verkefni sem ber heitið „Magn og upp- spretta svifryks – rannsókn á loftmengun í Reykjavík“, sem var unnið undir leiðsögn Hafsteins Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og öryggissviðs hjá Línuhönnun. „Haf- steinn kom með hug- myndina að verkefninu og bað mig að vinna það. Ég var reyndar búin að vera á nám- skeiði í háskólanum um vorið í samskiptatækni þar sem m.a. var komið inn á þetta efni um svifryk og hvað svifryksmengun hér á landi hefur lítið verið könnuð svo í ljósi þess fannst mér verkefnið strax mjög áhugavert,“ sagði Ylfa spurð um tildrög rannsóknarinnar. Vinna hennar í fólst að mestu úrvinnslu gagna úr mælingum svifryks í and- rúmslofti frá árunum 1986 til 2000. Svifryksmengun mikið vanda- mál á höfuðborgarsvæðinu „Það sem kemur á óvart í nið- urstöðum mínum er hversu svif- ryksmengunin virðist vera mikið vandamál en fólk varð hennar t.d. mikið vart á köldum og stilltum dög- um í desember þegar gular meng- unarslæður lögðust yf- ir borgina.“ Ylfa segir svifryk teljast eina best þekktu stað- bundnu tegund meng- unar í grennd við stór- ar og þungar umferðaræðar og að ástand loftmengunar sé verulega mikið verra á þeim tíma sem notkun nagladekkja er leyfileg. Þrátt fyrir þetta hafi þessi þáttur mengunar lítið verið rannsakaður þótt hann sé líklega einn alvar- legasti þáttur meng- unar í þéttbýli.Ylfa segir núgildandi viðmiðunarmörk um svifryksmagn í andrúmslofti ekki vera uppfyllt í öllum tilfellum. Í ljósi þeirrar staðreyndar og þess að nú liggur fyrir tilskipun hjá Evrópu- sambandinu um að herða mörkin all- verulega var ákveðið að ráðast í þetta verkefni. „Nái Evrópusambandstilskipunin fram að ganga hér á landi er þetta verulegt vandamál og greinilegt að úrlausna er þörf,“ segir Ylfa en bendir á að Ísland hafi ákveðna sér- stöðu vegna sjávarseltu og landryks sem hvort tveggja skili svifryki. „Þetta þarf að athuga nánar þar sem athuganir mínar voru aðeins frum- rannsókn sem hugsuð var til að vekja athygli á vandamálinu.“ Loftmengun í Reykjavík Ylfa Thordarson HANS TÓMAS Björnsson, hefur um skeið unnið að rann- sókn sem ber heitið „Tengsl stökkla og stökkbreytimynsturs í erfðamengi mannsins“. Umsjón með verkefn- inu hafði Jón Jóhannes Jónsson, dósent. Spurður um ástæðu fyrir verkefnavalinu sagði Hans Tómas: „Ég hef lengi verið heillaður af vísindum og var ákveðinn í að koma að rannsóknum jafnvel áður en ég inn- ritaðist í læknadeild- ina. Eftir því sem ég hef haldið lengra áfram í náminu hef ég fundið hversu mikinn áhuga ég hef á sam- eindalíffræðinni og hafði því sam- band við Jón Jóhannes og hann tók mér opnum örmum og leyfði mér að velja verkefni á þessu sviði. Þessar rannsóknir á stökklum í erfðamengi mannsins þóttu mér mest heillandi.“ Verkefni grundvallað á nýleg- um framförum í erfðavísindum Rannsókn Hans Tómasar þykir sæta nokkrum tíðindum og verður greinargerð um hana birt í erlendu fagtímariti innan tíðar. Hans segir verkefni sitt vera grundvallað á ný- legum framförum í erfðavísindum og bendir á að erfðafræðin sé sú vís- indagrein sem rann- sakar erfðamengi manna og dýra. „Hugmyndin að rannsókninni var að meta magn stökkla í nágrenni gena og sjá hvort tíðni þessara ákveðnu stökkbreyt- inga væri í hlutfalli við magn stökklanna. Ég hannaði aðferð til að útvega gen sem upp- fylltu tvö skilyrði. Búið þurfti að vera að rað- greina stórt svæði í kringum genið og mik- ið magn stökkbreyt- inga þurfti að vera fyr- ir hendi. Ef hægt væri að læra hvernig náttúrulegt kerfi slekkur á tjáningu gena myndi það hafa mikl- ar framfarir í för með sér í lækn- isfræði. Það mætti t.d. hugsa sér að hægt væri að slökkva á gölluðum genum, veirum eða krabbameins- valdandi genum, eða kveikja á öðr- um genum sem nauðsynleg væru fyrir sjúklinga.“ Hans Tómas segist hafa áhuga á að fara frekar út í rannsóknir með læknisfræðinni á næstu árum og vildi helst sinna hvoru tveggja í framtíðinni. „Erlendis er þetta vel þekkt þótt minna fari fyrir því hér á landi. Þetta er hið minnsta draum- urinn, að sinna grunnrannsóknum að verulegu marki.“ Erfðamengi mannsins heillar mest Hans Tómas Björnsson SKÝRSLA, sem unnin hefur verið fyrir borgarstjóra, um könnun á möguleikum á auknu samstarfi eða sam- rekstri SVR og Almennings- vagna um almenningssam- göngur á höfuðborgarsvæð- inu, verður kynnt í borgarráði í dag. Síðdegis verður haldinn fundur með starfsmönnum SVR til að kynna þeim skýrsl- una. Helgi Pétursson, formaður samgöngunefndar borgar- innar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að í skýrslunni gerði Skúli Bjarna- son, hæstaréttarlögmaður, ráðgjafi borgarstjóra, þá meg- intillögu að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu komi sér saman um stofnun sameign- arfélags um rekstur á einu sameiginlegu leiðakerfi fyrir sveitarfélögin öll. Helgi sagðist, ásamt Skúla, hafa rætt við bæjarstjóra á öllu svæðinu. Þeir hefðu tekið hugmyndunum vel og eins hefði borgarstjórn Reykjavík- ur samþykkt með öllum greiddum atkvæðum sl. vor að efla almenningssamgöngur í borginni með öllum tiltækum ráðum. „Það hefur verið skoð- un margra að það verði ekki gert nema með víðtæku sam- starfi,“ sagði Helgi og sagði markmiðið með samstarfi að efla þjónustuna og auka þjón- ustustigið. Fráleitt yrði því starfsfólki SVR kynntar á fundinum í dag hugmyndir um samdrátt eða fækkun starfa, því líklegra væri að sú stefna sem verið er að móta kalli á fjölgun starfa hjá fyrirtækinu. Kjartan Magnússon, borg- arfulltrúi sjálfstæðismanna, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að í blaðinu sl. laug- ardag hefði borgarstjórinn í Reykjavík sagt að mál hvað varðar sameiningu SVR og AV væru á viðræðustigi en nú, tveimur dögum síðar, virðist sem ákvarðanir hafi verið teknar. „Það er greinilegt að það eru miklar breytingar í farvatninu,“ sagði Kjartan. Breytingar keyrðar í gegn Hann sagði sjálfstæðis- menn ekki ósammála því að leita samstarfs og sameining- ar við AV en kvaðst sérstak- lega gagnrýna að borgar- stjórnarmeirihlutinn hefði látið móta stefnu í málinu án þess að málið kæmi til kasta samgöngunefndar borgarinn- ar eða að það hefði verið kynnt sérstökum starfshópi um stefnumótun í almennings- samgöngum, en sá hópur hefði aldrei verið kallaður saman. „Þarna hefur átt sér stað ótrúlegt leynimakk og það kann varla góðri lukku að stýra,“ sagði Kjartan. „Í staðinn fyrir að sam- göngunefnd fjalli um málið eða kjörnir fulltrúar er verið að reyna að keyra breytingar í gegn án þess að um þær sé fjallað á réttum vettvangi og starfsmönnum er haldið í óvissu um framtíð fyrirtækis- ins.“ Stofnað verði sameign- arfélag Almennings- samgöngur INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.