Morgunblaðið - 16.01.2001, Page 20

Morgunblaðið - 16.01.2001, Page 20
VIÐSKIPTI 20 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í MÁLI Kára Stefánssonar, for- stjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á fundi með fjárfestum um helgina, kom fram að mikil sveifla hefur verið á gengi bréfa í líftæknifyr- irtækjum á síðasta ári, það á ekki aðeins við deCODE heldur einnig önnur fyrirtæki á þessum markaði. Þó er ljóst að þau líftæknifyrirtæki sem verið hafa lengst á markaði í Bandaríkjunum hafa lækkað minnst en þau sem skemur hafa verið meira og þróun á gengi bréfa í deCODE verður að skoða í þessu ljósi. Kári sagði að undanfarnir mán- uðir hefðu ekki verið bestu tímar sem Íslensk erfðagreining hefur gengið í gegnum. „Tilgangur fund- arins er á engan hátt sá að reyna að skjóta okkur undan ábyrgð, hugmyndin var einfaldlega sú að reyna að setja þessi mál í svolítið samhengi við það sem er að gerast í líf- og hátæknigeiranum almennt og skýra frá því hvert við stefnum. Það er ekki vafi á því að lítið er eft- ir af þeirri kátínu og þrótti sem var í líf- og hátæknigeiranum á fyrri hluta síðasta árs. Það er sömuleiðis alveg ljóst að þau fyrirtæki sem fóru á markað á sama tíma og við og eru að koma úr læsingartímabili eru að ganga í gegnum það sem yf- irleitt er erfiður tími og það á versta hugsanlega tíma. Það er auðvitað spurning um hvað við hefðum getað gert og um leið hvað við getum nú gert til þess að takast á við þetta ástand. Það er ýmislegt sem ég held að við hefð- um getað gert betur og eigum að geta gert betur í framtíðinni. Eitt af því sem við hefðum getað gert betur er að halda utan um sam- skiptin við fjárfesta. Þetta er fyrsti fundurinn sem við höldum með ís- lenskum fjárfestum síðan við fór- um á markað og sé tekið mið af öll- um þeim fjölda funda sem við höfum haldið með fjárfestum al- mennt er ljóst að það er ekki há tala. Við erum að setja saman deild innan fyrirtækisins til þess að halda betur utan um þessa hluti í framtíðinni og við gerum okkar vonir um að í henni verði starfandi fimm manns um mitt þetta ár. Það er tvenns konar sölumennska sem við verðum að stunda. Annars veg- ar að selja þær afurðir og hugverk sem við búum til en hins vegar að selja fyrirtækið gagnvart þeim sem í því fjárfesta. Ég held að við hefð- um getað haldið mun betur utan um kynningu gagnvart fjárfestum og það er eitt af þeim verkefnum sem bíða okkar núna. Annað sem við erum nú að vinna í að byggja upp af meiri krafti en við gerðum áður er að kynna fyrirtækið annars staðar en á Íslandi og við sjáum ekki fram á annað en við verðum að vera með starfsmenn í Ameríku og Evrópu sem vinna þaðan kerf- isbundið.“ Þrenns konar starfsemi Kári sagði ýmislegt vera að ger- ast innan Íslenskrar erfðagreining- ar sem gerði það að verkum að hann væri bjartsýnn á framtíð fyr- irtækisins. „Ef við horfum annars vegar á það sem býr í fyrirtækinu og hins vegar á þá möguleika sem við höf- um til þess að markaðssetja það sem í því býr þá getum við litið svo á að viðskiptalíkan okkar hafi að geyma þrjá þætti. Í fyrsta lagi er það vinnan við erfðarannsóknir og leit að erfðavísum sem tengjast sjúkdómum. Það er sú vinna sem við byrjuðum og erum komnir hvað lengst áleiðis með og hún gengur mjög vel þessa dagana. Frétta er að vænta frá okkur á næstunni um mjög spennandi uppgötvanir sem hafa verið gerðar sem tengjast mjög beint möguleikum á lyfjaþró- un. Við erum búnir að setja saman sérstaka deild sem í stað þess að vinna eingöngu við að markaðs- setja þessi hugverk mun einnig koma að því að vinna að lyfjaþróun á grundvelli uppgötvana. Þar mun- um við vinna með lyfjafyrirtækjum sem geta tekið fjárhagslega áhættu sem fá þá á móti meirihlutann af þeim ágóða sem til verður ef lyfið verður sett á markað. Hins vegar gerum við þetta þannig að við tök- um áhættuna og eigum lyfin og jafnframt þann gróða sem til kann að falla. Við höfum verið að vinna með einu af stóru lyfjafyrirtækjunum í að setja saman svona deild og hug- myndin er sú að byggja það að öll- um líkindum upp í Bandaríkjunum því erfitt er ráða þann fjölda af lyfja- og efnafræðingum sem til þarf hér á Íslandi. Með slíku verk- efni komum við til með að fá ekki eingöngu fjármagn heldur líka þekkingu. Þessi þáttur í starfsemi fyrirtækisins hefur jafnvel gengið betur en ég hafði búist við og ég held að möguleikarnir á að búa þannig til verðmæti séu mun meiri en ég hafði gert mér grein fyrir. Það skiptir mjög miklu máli að við séum ekki bara að selja hugverk heldur að við leggjum líka það á okkur sem nauðsynlegt er til þess að geta farið með vörur beint á markað. Annar þáttur í starfsem- inni er gagnagrunnsvinnan og hún hefur gengið hægar en ég hafði bú- ist við. Sú seinkun á rætur sínar í þáttum sem liggja utan fyrirtæk- isins, meðal annars hjá þeim sem eiga að halda utan um öryggi gagnagrunnsins. Að vísu höfum við tekið svolítið aðra stefnu upp á síð- kastið og höfum farið mikið út í það að búa til hugbúnað sem gerir okk- ur kleift að vinna þetta mjög hratt. Við vonumst til þess að geta farið að markaðssetja tilraunaútgáfu af þessum gagnagrunni síðar á þessu ári. Þriðji þátturinn í starfsemi félagsins er því hugbúnaðargerð. Við höfum sett saman mjög mikið af hugbúnaði, bæði á sviði rann- sóknavinnu og heilbrigðisþjónustu. Við eigum í samningaviðræðum við ýmis fyrirtæki, bæði fyrirtæki í líf- tækni og hugbúnaðargerð um markaðssetningu á þessum hug- búnaði sem gerir mönnum kleift að nýta sér erfðafræði í heilbrigðis- þjónustu,“ sagði Kári. Í umræðum í lok fundarins var Kári meðal annars spurður um kynningarstarf félagsins. Kári sagðist telja að menn hefðu að mörgu leyti staðið sig vel í því að kynna fyrirtækið gagnvart um- heiminum og gagnvart lyfjafyrir- tækjum en félagið hefði ekki staðið sig nógu vel í samskiptum við fjár- festa. Nú væri hins vegar hafin vinna við það að hlúa að þeim sam- skiptum og að því myndu koma starfsmenn sem ekki gerðu neitt annað. Aðspurður sagði Kári að vænt- ingar sínar til samninga eins og gerðir voru við Hoffmann-LaRoche hefðu breyst á síðastliðnu einu og hálfu ári eða svo. Í þeim samn- ingum hefði félagið afhent erfða- vísa sem menn hefðu fundið. Hoff- mann-LaRoche ætti því alla möguleika á að búa til úr þeim hið raunverulega verðmæti. Íslensk erfðagreining hefði að vísu fengið sína greiðslu en langtímatekjur lentu hjá kaupandanum. Ljóst sé að ekki sé hægt að framfleyta fyr- irtækinu eingöngu með slíkum samningum. „Við erum farnir að líta svo á að það sé mikilvægt fyrir okkur að setja samninga þannig saman að við höldum sem mestu eftir af þró- unarmöguleikunum í okkar hönd- um og það er þess vegna sem við fórum út í að vinna að því að koma sjálfir á fót lyfjaþróunardeild. Það er alveg ljóst að markaðurinn sem og aðrir meta það þegar fyrirtækin fara sjálf með afurðir á markað. Við höfum tekið þá stefnu að halda eins miklu eftir innan fyrirtækisins og við getum.“ Fyrirtækið hefur fjármagn til mjög langs tíma Kári sagðist vilja minna á að þrátt fyrir að hlutabréfamarkaður- inn væri eins og hann er núna væri Íslensk erfðagreining með best fjármögnuðu líftæknifyrirtækjum í heiminum. „Á núverandi rekstrarforsendum getum við rekið fyrirtækið til mjög langs tíma á því fé sem við höfum yfir að ráða. Ég er persónulega mjög bjartsýnn á framtíð fyrir- tæksins og hvet fjárfesta til þess að gera ekkert það sem vegur að möguleikum þeirra á að fá eðlileg- an arð af fjárfestingu sinni.“ Í svari við spurningu Bjarna Ár- mannssonar, forstjóra Íslands- banka-FBA, sagði Kári að tekju- áætlun fyrirtækisins á síðasta ári hefði staðist og tekjuáætlanir vegna þessa árs myndu einnig koma til með að standast. Reiknað væri með því að töluverðar tekjur fengjust af hugbúnaðarsviðinu og menn gerðu sér einnig vonir um að takast myndi að skrifa undir samn- inga vegna markaðssetningar á gagnagrunninum síðar á þessu ári. Hann gerði sér því væntingar um að fá tekjur af öllum þremur starfssviðum Íslenskrar erfða- greiningar. Kári tók fram að breyt- ingar á afstöðu sinni gagnvart tekjuþáttunum ættu sér ekki rætur í að mönnum hefði mistekist það sem þeir stefndu að heldur væri ástæðan sú að menn teldu sig geta búið til meiri verðmæti með því að fara með þróunina lengra en áður hefur verið gert. Fyrsti fundur Íslenskrar erfðagreiningar með innlendum fjárfestum síðan félagið fór á markað Áhersla á aukin verðmæti Morgunblaðið/Sverrir Kári Stefánsson segir að frétta sé að vænta á næstunni frá ÍE um spennandi uppgötvanir sem tengjast beint möguleikum á lyfjaþróun. ’ Ég er persónulegamjög bjartsýnn á framtíð fyrirtækis- ins og hvet fjárfesta til þess að gera ekk- ert það sem vegur að möguleikum þeirra á að fá eðlilegan arð af fjárfestingu sinni ‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.