Morgunblaðið - 16.01.2001, Qupperneq 24
ÚR VERINU
24 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skrifstofutækni
250 stundir!
Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum
og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög
hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum.
Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefj-
andi störf á vinnumarkaði.
Helstu námsgreinar eru:
Handfært bókhald
Tölvugrunnur
Ritvinnsla
Töflureiknir
Verslunarreikningur
Glærugerð
Mannleg samskipti
Tölvubókhald
Internet
STARFSMENNTUN
fjárfesting til framtíðar
Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í
öllum almennum skrifstofustörfum og eftir
vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla
Íslands. Þar bætti ég kunnáttuna í Word-
ritvinnslu og Excel-töflureikni og lærði
hand- og tölvufært bókhald, glærugerð,
verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum
í mannlegum samskiptum og Interneti.
Námið er vel skipulagt og kennsla frábær.
Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjó!.
Steinunn Rósq, þjónustu-
fulltrúi,
Íslenska Útvarpsfélaginu
Öll námsgögn innifalin
Tölvuskóli Íslands
B í l d s h ö f ð a 1 8 , s í m i 5 6 7 1 4 6 6
Opið til kl. 22.00
HEILDARKOSTNAÐUR við smíði
hafrannsóknaskipsins Árna Friðriks-
sonar er orðinn um 1,7 milljarðar
króna. Inni í þeirri upphæð eru öll
veiðarfæri skipsins og rannsóknar-
tæki. Beinar greiðslur til ASMAR-
skipasmíðastöðvarinnar í Chile eru
tæplega 1,2 milljarðar króna en við-
bótarkostnaður vegna búnaðar utan
tilboðs var um 430.000 milljónir
króna. Loks var eftirlitskostnaður
ferða- og uppihaldskostnaður og
fleira um 115 milljónir króna. Sam-
kvæmt útreikningi Hafrannsókna-
stofnunar hefði heildarkostnaður við
smíði skipsins hjá Slippstöðinni á Ak-
ureyri orðið um 2,1 milljarður króna.
Þessar upplýsingar koma fram í
svari sjávarútvegsráðherra við fyrir-
spurn Svanhvítar Jónaasdóttur, þing-
manns Samfylkingarinnar. Svanfríð-
ur spurði hversu mikið hafrannsókna-
skipið hefði hækkað meðan það var í
smíðum; hve smíðin hefði dregist
mikið og hve miklar dagsektir hefðu
verið greiddar vegna þess; hvaða
vandkvæði hefðu komið upp og hvaða
lagfæringar þyrfti að gera á skipinu
eftir heimkomuna og hve mikið þær
hefðu kostað; hversu mikill heildar-
kostnaður væri orðinn við skipið;
Hvort fyrirsjáanlegar væru fleiri
breytingar og ef svo væri hve mikið
þær myndu kosta; og hvernig tilboð
Slippstöðvarinnar í smíði skipsins
hefði verið.
Viðbótarverk kostuðu
17,9 milljónir króna
Svar sjávarútvesgráðherra fer hér
á eftir: „Viðbótarverk og viðbótar-
búnaður vegna smíði hafrannsókna-
skipsins Árna Friðrikssonar hjá
ASMAR-skipasmíðastöðinni í Chile
kostuðu 37,9 milljónir króna (USD
515.696, gengi 16. apríl 2000: 73,58).
Þar voru 17,9 milljónir (USD 243.092)
vegna kaupa á KajoDenki Sonar, en
ákveðið var að skipasmíðastöðin
keypti þennan búnað og kaupandi
greiddi við afhendingu skipsins.
Vegna tafa hækkaði kostnaður við
eftirlit og heimsiglingu skipsins hins
vegar um rúmar 30 milljónir króna.
Þar er um að ræða viðbótarlauna-
kostnað eftirlitsmanna, kostnað við
uppihald og fargjöld.
Rúmlega 10 mánaða dráttur
Samkvæmt upphaflegum samningi
við ASMAR-skipasmíðastöðina var
gert ráð fyrir að skipið yrði afhent 31.
maí 1999. Þegar við undirritun samn-
ings var ljóst að afhendingardagur
rafbúnaðar frá ALSTOM í Frakk-
landi sem kaupandi útvegaði stæðist
ekki. Í samkomulagi við ASMAR var
síðar gert ráð fyrir frestun á afhend-
ingu vegna þessa til 30. september
1999. Skipið var afhent 16. apríl 2000.
Dráttur miðað við upphaflegan samn-
ing var því 10,5 mánuðir en 6,5 sam-
kvæmt samkomulagi því sem gert var
vegna dráttar á afhendingu rafbún-
aðar. Smíðatími skipsins var því 26,5
mánuðir miðað við upphaflegan
samning. Dagsektir sem seljandi
greiddi voru 95,4 milljónir króna
(USD 1.297.000, gengi 73,58).
Seljandi greiddi einnig 29,4 millj-
ónir króna (USD 400.000, gengi 73,58)
þar sem honum tókst ekki að uppfylla
ákvæði samningsins um djúpristu
skipsins og þyngd, og 15 milljónir
króna (USD 204.000, gengi 73,58)
vegna verka sem ekki stóðust kröfur í
smíðalýsingu. Endanleg greiðsla til
ASMAR var því, 1.110,5 milljónir
króna (USD 16.314.696, meðalgengi á
greiðslum til ASMAR 72,51) en samn-
ingsverð var USD 16.700.000 eða
1.196 millj. króna (gengi 71,62 við
opnun tilboða).
Þónokkrar lagfæringar
Lagfæringar eftir heimkomu og
reynslusiglingar undanfarna 5 mán-
uði hafa átt sér stað á eftirfarandi
búnaði: Raflögnum, lögnum fyrir raf-
eindatæki, þ.m.t. viðvörunarkerfi,
innréttingum, vindubúnaði, háþrýsti-
vökvakerfi, loftræsikerfi og stálvirki,
auk ýmissa minni lagfæringa. Lag-
færingar á skipinu og vinna við það
eftir heimkomu hefur kostað 40,5
milljónir króna. 3. nóvember sl. fór
skipið í slipp í nokkra daga vegna bil-
unar á fellikili. Sú viðgerð er talin
kosta um 6 milljónir króna og mun
ASMAR bera þann kostnað.
Heildarkostnaður við skipið er nú
um 1.700 milljónir króna. Inni í þeirri
upphæð eru öll veiðarfæri skipsins og
rannsóknartæki. Kröfur hafa verið
gerðar á ASMAR vegna viðgerða á
ábyrgðartíma og nema þær nú um 20
milljónum króna, en niðurstaða þar
um liggur ekki fyrir. Til þess að mæta
bilunum eða göllum sem upp koma
innan árs frá afhendingu skipsins hef-
ur ASMAR sett bankaábyrgð að upp-
hæð USD 835.000 eða um 73 milljónir
króna.
Helstu breytingar og fyrirsjáanleg-
ar viðgerðir eru viðgerð á innrétting-
um og loftum, endurbætur á loft-
ræstikerfum og endurbætur á frysti-
og kælikerfi. Ætla má að kostnaður
vegna þeirrar vinnu verði á bilinu 10–
15 milljónir króna.
Heildarkostnaður 2,1 milljarður
hefði verið smíðað á Akureyri
Tilboð Slippstöðvarinnar á Akur-
eyri hjóðaði upp á 1.596 milljónir
króna, en tilboð ASMAR-skipasmíða-
stöðvarinnar var eins og fyrr segir
1.196 milljónir króna á verðlagi í des-
ember 1997 (gengi USD 71,62).
Smíðatími samkvæmt tilboði Slipp-
stöðvarinnar var 18 mánuðir en 15
mánuðir í tilboði ASMAR. Báðir að-
ilar gerðu ráð fyrir 20% upphafs-
greiðslu. Samkvæmt tilboði Slipp-
stöðvarinnar áttu 80% að greiðast á
smíðatíma samkvæmt framgangi
verksins en tilboð ASMAR gerði ráð
fyrir 80% við afhendingu skips. Gera
má ráð fyrir að heildarkostnaður við
smíði skipsins hefði að lágmarki verið
á bilinu 2.050 til 2.100 millj. króna ef
tilboði Slippstöðvarinnar á Akureyri
hefði tekið.“
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson
Heildarkostnaður
orðinn 1,7 milljarðar
LOÐNUAFLI frá áramótum er orð-
inn tæplega 22.000 tonn samkvæmt
upplýsingum Samtaka fiskvinnslu-
stöðva. Aflinn á sumar- og haustver-
tíðinni varð alls 126.000 tonn. Fyrstu
loðnunni var landað áttunda janúar,
en lítil sem engin veiði hefur verið
síðustu daga vegna brælu.
Mestu hefur verið landað í Nes-
kaupstað, ríflega 7.700 tonnum. Á
Eskifirði hefur verið landað um
5.800 tonnum, 4.700 hjá SR-mjöli á
Seyðisfirði og mun minna annars
staðar. Aflahæsta skipið er Börkur
NK sem hefur landað tvívegis, sam-
tals ríflega 3.200 tonnum.
Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson
Björg Jónsdóttir tekur loðnutrollið á Reyðarfirði um helgina. Fleiri skip
voru þá inni vegna brælu.
Um 22.000 tonn
af loðnu veidd
ÍSFISKTOGARINN Breki VE frá
Vestmannaeyjum seldi um 72 tonn
af karfa á fiskmarkaðnum í Brem-
erhaven í gær og var meðalverðið
um 142 krónur fyrir kílóið. Það er
töluvert lægra verð en fengist hefur
fyrir karfa á markaðnum undan-
farnar vikur.
Alls voru seld 72 tonn úr Breka
VE á markaðnum í gær, af 110
tonna afla sem fékkst á sex dögum,
nánast eingöngu karfi. Afgangurinn
verður seldur á markaðnum í dag.
Að sögn Samúels Hreinssonar,
framkvæmdastjóra Íseyjar, sem
rekur fiskmarkaðinn í Bremerhav-
en, var meðalverðið fyrir karfann í
gær um 142 krónur sem sé töluvert
lægra verð en fengist hefur á mark-
aðnum frá áramótum. Í síðustu viku
fengust á bilinu 230 til 250 krónur
fyrir karfakílóið á markaðnum í
Bremerhaven. „Þeir sem hafa náð
því að vera út á sjó yfir jól og ára-
mót hafa vanalega fengið mjög hátt
verð fyrir aflann fyrstu daga ársins.
Breki varð hinsvegar að koma í
land milli jóla og nýárs vegna bil-
unar og setti þá aflann í gáma sem
seldir voru í síðustu viku.“
Samúel segir framboð hafa aukist
töluvert og því sé eðlilegt að verð
lækki umtalsvert. „Það hefur verið
ágætt veður á Íslandsmiðum og því
komið meira þaðan en eins er fram-
boð annars staðar frá að komast í
eðlilegt horf eftir hátíðarnar.“
Samúel segir umræðuna um kúa-
riðu í Evrópu hafa greinileg áhrif á
fisksölu í Þýskalandi og ljóst að svo
verði áfram. „Um helgina var lokað
sláturhúsi í Bremerhaven eftir að
þar kom upp kúariða. Við verðum
því meira varir við þessa umræðu
en áður og vafalaust verður það
okkur til framdráttar. Á hinn bóg-
inn hefur fiskverð verið hátt að
undanförnu og því verið lítil sveifla í
sölunni fyrr en nú og verðið að
nálgast það sem eðlilegt getur tal-
ist.“
Töluverð verðlækkun
Breki VE seldi í Bremerhaven í gær
Ofn
æmisprófað
Úr ríki náttúrunn
ar