Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞÚSUNDIR manna leituðu í gær að fórnarlömbum öflugs jarðskjálfta sem reið yfir Mið-Ameríku á laug- ardag og olli miklu manntjóni í El Salvador. Hundruð líka fundust um helgina og mörg þeirra voru grafin í fjöldagröfum þótt ekki hefði gefist tími til að bera kennsl á nema helm- ing þeirra. Forseti El Salvador ósk- aði eftir því að 3.000 líkkistur yrðu sendar til landsins. Manntjónið var mest í millistétt- arhverfinu Las Colinas í bænum Santa Tecla, um 12 km austan við höfuðborgina San Salvador, þar sem skriða lagði allt að 500 íbúðarhús í rúst. Um 500 eftirskjálftar torveld- uðu björgunarstarfið og ollu mikilli skelfingu meðal íbúanna. Öflugustu eftirskjálftarnir mældust 5,6 stig á richterskvarða. Stóri skjálftinn var 7,6 stig á richterskvarða og skjálftamiðjan var 105 km suðaustan við San Salv- ador. Hans varð vart í El Salvador, Gvatemala, Níkaragva, Hondúras og allt norður til Mexíkóborgar. Helmingur þorps- búanna talinn af Tjónið var langmest í El Salvad- or. Vegir eyðilögðust í skriðuföllum og björgunarsveitir komust því ekki til nokkurra þorpa á hamfarasvæð- unum. Fréttaritari Reuters fór með þyrlu til eins af þessum þorpum, Comasagua, sem er aðeins 28 km austan við höfuðborgina. Hann sagði að þorpið væri nú rústir einar og íbúarnir hefðu beðið um matvæli. „Enginn er með mat eða vatn,“ sagði einn íbúanna. „Börnin fá enga mjólk og enginn hefur borðað frá því á laugardag.“ Íbúar Comasagua voru 80 og ótt- ast er að rúmlega helmingur þeirra hafi farist í skriðuföllum. Þúsundir manna flýðu heimili sín Mikið tjón varð einnig í strand- héruðunum La Libertad og Usulut- an og í grennd við borgina Santa Ana. Um 11.000 manns urðu að flýja heimili sín og rýma þurfti mörg sjúkrahús sem skemmdust í skjálft- anum. Meira en 1.000 manns dvöldu á íþróttaleikvangi í Santa Tecla þar sem dreift var matvælum, drykkjar- vatni, sængurfatnaði og klæðnaði. Talið var að 40–50 ferðamenn hefðu verið á eldfjalli nálægt San Salvador þegar skjálftinn reið yfir og björgunarsveitir reyndu að kom- ast til þeirra í gær. Sex manns biðu bana af völdum skjálftans í Gvatemala en ekki var vitað um mannjón í öðrum ríkjum. Rafmagnið fór af Rafmagns- og símasambands- laust varð í El Salvador þegar jarð- skjálftinn reið yfir. Enn var raf- magnslaust á mörgum svæðum á dreifbýlinu í gær. Alþjóðaflugvöllurinn í San Salv- ador var opnaður að nýju á sunnu- dagskvöld eftir að hafa verið lok- aður í rúman sólarhring. Skammta þurfti vatn í höfuðborginni. Að minnsta kosti 1.000 manns létu lífið í jarðskjálfta í El Salvador árið 1986 og íbúar á hamfarasvæð- unum sögðu að skjálftinn á laug- ardag hefði verið svipaður að styrk. Fjölmörg ríki veita aðstoð Mexíkó sendi fimm flugvélar, leit- arhunda og hjálpargögn til El Salvador um hálfum sólarhring eftir að skjáftinn reið yfir. Bandaríkin sendu einnig leitarhunda, þyrlur og rúmlega ellefu tonn af teppum, hjúkrunargögnum, drykkjarvatni og segldúkum fyrir bráðabirgðaskýli á hamfarasvæðin á sunnudag. Fjöl- mörg önnur ríki, þeirra á meðal Sviss, Spánn, Bretland, Þýskaland, Tyrkland, Kólumbía og Venesúela, lofuðu að senda björgunarsveitir, leitarhunda og hjálpargögn til El Salvador. Stjórnvöld á Taívan – þar sem 2.400 manns létu lífið og 50.000 byggingar eyðilögðust í jafnöflugum skjálfta 21. september 1999 – sögð- ust ætla að senda allt að 30 björg- unarmenn á hamfarasvæðin í El Salvador. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins kvaðst í gær ætla að láta í té andvirði 160 milljóna króna í neyðaraðstoð til að hægt yrði að sjá fórnarlömbum skjálftans fyrir bráðabirgðahúsnæði og hreinu vatni. Evrópusambandið hefur þeg- ar sent sérfræðinga á hamfarasvæð- in til að meta tjónið. Francesco Flores, forseti El Salvador, fór þess á leit við stjórn Kólumbíu að hún léti í té 3.000 lík- kistur handa fátækum fjölskyldum á hamfarasvæðunum. Litlar líkur á að margir finnist á lífi Þúsundir sjálfboðaliða tóku þátt í björgunarstarfinu sem gekk mjög erfiðlega vegna eftirskjálftanna og mikils hita. Talsmenn björgunar- sveita töldu litlar líkur á að margir fyndust á lífi í húsarústunum. Þeim tókst þó að bjarga 22 ára manni, Sergio Monreno, sem var fastur í 30 klukkustundir undir mold og steypuplötum í Las Col- inas. Þeir sögðu hann þjást af vessa- þurrð og sárum á fæti. Hann virtist hafa fengið taugaáfall og björgunar- mennirnir þurftu að gefa honum blóð og súrefni áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Lík grafin í fjöldagröfum Yfirvöld urðu að láta grafa hundr- uð líka, sem fundust um helgina, í fjöldagröfum þótt ekki hefði verið hægt að bera kennsl á mörg þeirra. Kona, sem leitaði að tveimur ungum frændum sínum í líkhúsi í Las Col- inas, komst að því að þeir höfðu að öllum líkindum þegar verið grafnir í fjöldagröf. „Frændur mínir voru á sama aldri og tveir drengir sem þið jarð- settuð og þeirra er saknað,“ sagði hún við hermenn sem sögðu henni að hún hefði komið of seint til að skoða líkin. „Hvernig gátuð þið fleygt líkunum og mokað yfir þau?“ spurði hún. Yfirvöld sögðu að líkin hefðu ver- ið svo mörg að ekki hefði verið hægt að geyma þau lengur í líkhúsinu. Ekki hefðu verið borin kennsl á um helming þeirra. Öflugur jarðskjálfti olli miklu manntjóni í El Salvador um helgina Eftirskjálft- ar torveld- uðu björg- unarstarf San Salvador. AFP, Reuters, AP. AP Skriða féll á bæinn Santa Tecla, nálægt San Salvador, í jarðskjálftanum á laugardag.                              !   "# $ % & '()         *++        ! "! #! $!%"      ! !   & !          "! !   ' " )  * +     ! $", &-  , &  -   &   . /   0  1 ! 2-$   1 3  /  4 $  5 6 !  - ./$    & 1 3  /     0     .  % & 2 1 5 .   0 1   ! & / -!  -  ! !  %475     - % /  &/ .                   JARÐSKJÁLFTINN í El Salvador hófst klukkan 11.34 að staðartíma, 17.34 að íslenskum tíma, á laugar- dag. Julio Antonio Ramirez, lífvörð- ur auðugrar bandarískrar konu sem býr í stórhýsi á hæð yfir Las Colinas, varð vitni að hamförunum. Hann kvaðst hafa verið í garði húss- ins þegar jörðin hefði tekið að skjálfa. Hann hefði heyrt einn íbúa hverfisins reka upp skelfingaróp andartaki áður en hæðin hefði hrunið í mikilli sprengingu. Ramirez fylgdist skelfingu lost- inn með því þegar hæðin hrundi yfir hverfið fyrir neðan. Fyrst var graf- arþögn og síðan heyrði hann kvein í slösuðu fólki. „Ópin voru skelfileg,“ sagði hann. Rykmökk lagði yfir hverfið eftir jarðvegshrunið og Ramirez kvaðst ekki hafa séð neitt í hálfa klukku- stund. Hann trúði ekki sínum eigin augum þegar mökkurinn hvarf og eyðileggingin blasti við honum. Stór hluti hverfisins fyrir neðan var orðinn að moldarsléttu, engin hús voru sjáanleg og hvergi sást móta fyrir götum. Hófst með skelf- ingarópi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.