Morgunblaðið - 16.01.2001, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 16.01.2001, Qupperneq 28
ERLENT 28 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ sögulok? www.alfa.is Alfa námskei›i› hefur fari› sigurför um allan heim í öllum kristnum kirkjudeildum. Námskei› um grundvallaratri›i kristinnar trúar. Alfa námskei› fi a › e r ti l m e ir a ! eru a› hefjast í kirkju nálægt flér K yt ra n - 89 6 37 02 ÝMIS mannréttindasamtök hafa lát- ið í ljós áhyggjur af því að aftökum muni fjölga mjög á sjálfstjórnar- svæðum Palestínumanna, eftir að Yasser Arafat staðfesti dauðadóma yfir mönnum sem sakfelldir voru fyrir samstarf við Ísraela. Tveir menn voru teknir af lífi og tveir til viðbótar dæmdir til dauða á laugar- dag, og yfirvöld á sjálfstjórnarsvæð- unum hafa gefið til kynna að fleiri réttarhöld yfir samverkamönnum Ísraela séu í vændum. Í uppreisn Palestínumanna á ár- unum 1987 til 1993 voru hundruð grunaðra samverkamanna Ísraela tekin af lífi. En frá stofnun sjálf- stjórnar Palestínu árið 1994 höfðu aðeins þrjár aftökur farið fram á sjálfstjórnarsvæðunum og enginn dauðadómur var kveðinn upp fyrir samstarf við Ísraela. Yasser Arafat verður að staðfesta dauðadóma áður en aftaka fer fram. „Skýr viðvörun“ Mennirnir tveir, sem teknir voru af lífi á laugardag, voru sakfelldir fyrir að hafa gefið Ísraelum upplýs- ingar sem leiddu til dauða Palestínu- manna. Majdi Makawi, sem var 28 ára gamall, var leiddur fyrir aftökusveit á fótboltavelli innan veggja höfuð- stöðva lögreglunnar í Gaza-borg. Hann var dæmdur fyrir að hafa að- stoðað ísraelska hermenn sem urðu fjórum meðlimum Fatah-hreyfing- arinnar að bana er þeir skutu á bif- reið þeirra við ísraelska herstöð í nóvember. Alam Bani Odeh, sem var 25 ára, var tekinn af lífi á torgi í borginni Nablus á Vesturbakkanum, en um eitt þúsund manns fylgdust með aftökunni. Hann var handtekinn eftir að bílsprengja varð frænda hans að fjörtjóni, en sá var kunnur sprengjusmiður fyrir hryðjuverka- hópa Palestínumanna. Dómstóll í Betlehem dæmdi að auki tvo Palestínumenn til dauða á laugardag, fyrir að hafa átt þátt í dauða eins af forystumönnum Fatah, Hussein Abayat, sem lést í þyrluárás Ísraelshers í Beit Sahur á Vestur- bakkanum í nóvember. Tveir til við- bótar voru dæmdir í lífstíðarfangelsi og þrælkunarvinnu vegna sama máls. Dómsmálaráðherra palestínsku sjálfstjórnarinnar, Freih Abu Me- dein, sagði aftökurnar vera „skýr skilaboð til þeirra sem hafa í hyggju að svíkja þjóð sína og ættjörð“. Fatah-hreyfing Yassers Arafats sendi einnig frá sér yfirlýsingu, þar sem tekið var í sama streng. Alþjóðlegar mannréttindahreyf- ingar, auk mannréttindasamtaka í Ísrael og Palestínu, hafa fordæmt af- tökurnar. Fullyrða þær að mennirn- ir hafi ekki notið réttlátrar málsmeð- ferðar og benda á að þeir hafi ekki átt kost á að áfrýja dómnum. „[Pal- estínski dómstóllinn] braut algjör- lega í bága við alþjóðleg viðmið um sanngjörn réttarhöld,“ sagði Bassem Eid, forstöðumaður Mannréttinda- samtaka Palestínu, í samtali við AP- fréttastofuna. Ehud Barak, forsætisráðherra Ísraels, fordæmdi aftökurnar. „Það er miður að palestínska sjálfstjórnin, sem vonast eftir að hljóta viðurkenn- ingu á alþjóðavettvangi, skuli hafa gripið til sýndarréttarhalda sem minna á myrkustu skeið mannkyns- sögunnar,“ sagði Barak. Aftökur Palestínu- manna gagnrýndar APAlam Bani Odeh leiddur til aftöku í Nablus á laugardag. Betlehem, Jerúsalem, Gaza-borg. AFP, AP. RONALD Reagan, fyrrverandi for- seti Bandaríkjanna, er nú á bata- vegi eftir að hafa mjaðmargrind- arbrotnað síðastliðinn föstudag. Hann gat sest upp í rúmi sínu á sunnudag og er sagður bera sig vel. Reagan hrasaði á heimili sínu í Bel Air-hverfinu í Los Angeles og var fluttur á sjúkrahús í Santa Mon- ica í Kaliforníu. Þar gekkst hann undir aðgerð á laugardag og að sögn lækna gekk hún vel. Reagan mun dvelja á sjúkrahúsinu í nokkra daga í viðbót og gæti verið farinn að ganga með aðstoð stoðtækja inn- an tveggja vikna. Meðal þeirra sem hafa óskað honum góðs bata eru Bill Clinton, núverandi Bandaríkja- forseti, og George W. Bush, verð- andi forseti. Reagan gegndi forsetaembætti frá 1981 til 1989. Hann verður ní- ræður 6. febrúar næstkomandi og hefur undanfarin ár þjáðst af alz- heimer-sjúkdómnum. Nancy, eig- inkona hans, hefur dvalið hjá hon- um á sjúkrahúsinu og tvö af börnum þeirra, Michael og Patti, heimsóttu föður sinn á laugardag. Maureen, dóttir Reagans og leik- konunnar Jane Wyman, hefur reyndar legið á sama sjúkrahúsi síðan í desember vegna krabba- meinsmeðferðar. Reagan á batavegi Santa Monica. AP. HANS Hækkerup, fyrrverandi varn- armálaráðherra Danmerkur, sagði á fyrsta vinnudegi sínum sem nýr yf- irmaður hinnar alþjóðlegu bráða- birgðastjórnsýslu Kosovo í gær, að hann líti svo á að ekki sé hægt að festa neina dagsetningu fyrir almennar kosningar þar fyrr en búið sé að ganga frá lagarammanum fyrir slíkar kosningar. Virtist Hækkerup með þessu leggja nýjar áherzlur miðað við fyrirrennara sinn, Frakkann Bernard Kouchner, sem hafði hvatt Hække- rup til að einbeita sér að því að drífa í því að festa dagsetningu fyr- ir kosningar frekar en að leyfa sér þann mun- að að skapa kjörfor- sendur fyrir kosning- unum. Kouchner hafði með þessu látið að því liggja að hann teldi að vinnan við að koma samfélagslífinu í Kos- ovo í eðlilegt horf eftir stríðið missti dampinn ef lagaleg formsatriði væru látin tefja kosn- ingar. Þykja orð Hække- rups í gær benda til að hann sé staðráðinn í að leggja eigin áherzlur þann tíma sem hann gegnir þessu vandasama starfi. Samkvæmt áætlunum Sameinuðu þjóðanna er stefnt að því að hundruð brottflúinna Kosovo-Serba snúi aftur til síns heima fyrir mitt þetta ár. En Hækkerup tók fram, að af því yrði að- eins ef Kosovo-Albanar hættu ofbeldisárásum á Serba. „Mitt hlutverk er að skapa það öryggisum- hverfi sem til þarf til að Kosovo-Serbarnir snúi aftur, og það gæti tekið svolítinn tíma að ná því marki,“ tjáði Hækkerup fréttamönnum í Pristina. Talið er að yfir helming- ur hinna á að gizka 200.000 Serba, sem bjuggu í Kosovo áður en Júgóslavíuher dró sig út úr héraðinu um mitt ár 1999, hafi flúið undan hefndarþorsta Kosovo- Albana. Kouchner viðurkenndi í kveðju- ávarpi í síðustu viku, að Sameinuðu þjóðunum hefði mistekizt að skapa Kosovo-Serbum viðunandi öryggi, hann sakaði einnig öfgamenn í röðum Kosovo-Albana um að standa fyrir skipulögðum ofsóknum gegn Serb- um. Hækkerup leggur nýjar áherzlur í Kosovo Hans Hækkerup Pristina. AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.