Morgunblaðið - 16.01.2001, Page 44

Morgunblaðið - 16.01.2001, Page 44
MINNINGAR 44 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ annig lýsir Gestur Pálsson skáld kvöld- lagi í Reykjavík í lok nítjándu aldarinnar. Myrkrið er auðvitað ekki nýtt í borginni. Það hefur allt- af verið. Og sjálfsagt hefur það verið verra en nú þótt það sé slæmt. Árni Óla lýsir langri og grimmri baráttu Reykvíkinga við myrkrið fyrr á tíð í þriðja bindi fróðlegs og unaðslegs rits síns Reykjavík fyrri tíma (1986). Árni talar eins og myrkrið hafi verið þykkra og þyngra í árdaga borgarinnar en svo er sennilega ekki, náttúran er enn söm við sig þótt upplýstur nú- tíminn sjái oft óljóst til fortíðar. Hann segir bæjarbúa lengi hafa ver- ið óvarða gegn dimmunni þar sem ljósmeti var bæði óhentugt og dýrt. Var ekki venja að kveikja ljós í híbýlum fyrr en seint í október eða með vetrarkomu. Til þess að stytta myrkrið tíðkuðust þá eins konar „síestur“ þegar skyggja tók síðdegis, rétt eins og þær sem suð- urlandamenn taka enn þann dag í dag til þess að liggja af sér mestu hitana á sumrin. Þetta voru svo- kallaðir rökkurblundir í svartasta skammdeginu milli klukkan fjögur og sex. Þegar risið var úr rekkju kveiktu menn ljós og tóku aftur til við vinnu sem þeir kepptust við fram að háttatíma. Ekki var týran mikil en nægði þó til þess að lýsa einum til upplestrar á ljómandi bókum sem allir vita að best hafa dugað í baráttu landsmanna við myrkrið í gegnum aldirnar. Ljósáhöld við upphaf íslenskrar borgarmenningar voru hinar svo- kölluðu grútartýrur sem Árni seg- ir óþarft óvirðingarnafn á ljósgjöf- unum sem fornsögurnar voru ritaðar við og síðan lesnar við fram eftir öldum, öllum til hugljómunar og menningarauka. Tólgarkerti voru líka notuð til ljósa en varla nema um jólin og á tyllidögum. Vaxkerti þekktust einungis í hús- um kaupmanna og annarra fyr- irmenna. Úti fyrir lúrði aftur á móti blek- svart myrkrið þegar ekki sást til tungls og menn urðu að þreifa sig áfram eftir grjótnibbunum sem stóðu upp úr drullunni á strætum verðandi borgarinnar. Skíman innan úr húsunum megnaði ekki að þoka myrkrinu á götunum og segir Árni að menn hafi haft litla von til þess að það myndi nokkru sinni verða mögulegt. Og þannig var ástatt í Reykja- vík allt fram um 1870 þegar nýtt ljósmeti kom til sögunnar. Þetta var steinolían sem olli byltingu, að sögn Árna, enda tókst að lýsa hvern kima í baðstofunni með ein- um steinolíulampa. Og ekki nóg með það. Bæjarstjórnarmenn fylltust bjartsýnisanda og ætluðu sér að eyða myrkrinu á götum bæjarins líka. Með láni úr hafn- arsjóði var hægt að kaupa sjö ljós- ker til að lýsa upp bæinn. Þetta var árið 1876 sem segja má að marki upphaf aldar ljóssins á Ís- landi. Að vísu tóku bæjarbúar þessari nýbreytni misjafnlega, eins og Árni rekur. Sumum þótti það hneykslanlegt að bæjarstjórn skyldi taka lán hjá hafnarsjóði til jafnþarflausra hluta og að lýsa upp götur bæjarins og aðrir þóttust sjá að þessum sjö ljósum væri heimskulega fyrir komið, ein týran ætti greinilega að lýsa bæjar- fulltrúum á leið til funda uppi í tukthúsi og önnur til þess að lýsa mönnum að „brennivínsbrunn- inum í Aðalstræti“ sem var sem sé knæpa Jörgensens. Kvað svo rammt að óánægjunni að fyrsta kvöldið sem kveikt var á götuljósi í bænum var það brotið með grjót- kasti og tveimur árum síðar voru öll ljóskerin brotin sama kvöldið í mótmælaskyni. Frekar en vana- lega tóku Íslendingar því framför- unum ekki þegjandi og hljóða- laust. Árni segir að ný bylting hafi orðið í baráttu Reykvíkinga við myrkrið þegar rekstur á gasstöð hófst hér árið 1910, að minnsta kosti jafnmikil bylting og þegar steinolían tók við af lýsinu. Kveikt var á 207 ljóskerum á götum bæj- arins snemma hausts þetta ár. Voru ljós þessi svo björt að geislar þeirra náðu saman þótt drjúgt bil væri milli keranna. En gasöldin stóð ekki lengi því áramótin 1921 og 1922 var kveikt á fyrstu raf- ljósum borgarinnar og enn varð önnur eins bylting og fyrr er gasið tók við af steinolíunni og hún tók við af lýsinu. Og þessi bylting hefur haldið áfram, líkt og Árni bendir á, þann- ig að ekki þarf að bera skugga á nokkurn blett í borginni. En því er nú ekki að heilsa eins og borg- arbúar kannast við. Gestur Páls- son sá einhverjar ljóstýrur inni í húsum og þær fáu sem bæst hafa við hanga á endanum á heljar- löngum staurum á víð og dreif um borgina. Það er líka heldur fátæk- legur ljóshringur sem þessar al- mannatýrur gera og nægir hvergi til þess að stugga við þykku myrkrinu sem hangir yfir hausum bæjarbúa í skammdeginu. Reykjavík er myrk borg. Það er helst að það sé ljós af bílamergð- inni og kannski eru borgaryfirvöld að bíða þess að bílar verði nógu margir til þess að lýsa borgina alla, frá stræti til strætis, með framluktum sínum og aft- urluktum, stöðuljósum og stefnu- merkjum. Að vísu er líklega ekki langt í að svo verði ef dreif- býlisstefna borgarskipulagsins nær enn fram að ganga og menn hætti alveg að geta ferðast á fótum milli húsa. Allir sem heimsótt hafa upp- lýstar erlendar borgir þekkja hvað það er erfitt að koma aftur í reyk- víska skammdegismyrkrið. Gestur sagði að menntalífið í bænum um aldamótin nítjánhundruð end- urspeglaði myrkrið á götunum. Þetta á varla við lengur en Reykjavík getur heldur ekki talist vel upplýst borg. Það eru að minnsta kosti engin ljós sem stýra skipulagi borgarinnar. Og áð- urnefnd dreifbýlisstefna hefur skilið okkur hin eftir í myrkrinu. Meira um það síðar. Reykvíska myrkrið „...í flestum húsum einhverjar ljóstýrur fyrir heimilisfólkið, ætíð það minnsta, sem komist verður af með, og fyrir utan þennan fátæklega ljóshring, sem þessar „familíu“-týrur gera, ekkert nema kol- svart myrkur, niðdimm nótt, sem ekki veit af því, að nokkurt ljós eða nokkur himinn sé til.“ VIÐHORF Eftir Þröst Helgason Gestur Pálsson Hér sitjum við og hugsum um þau rúm- lega fjörutíu ár sem við höfum notið vin- áttu þinnar. Það var okkur mikil gæfa. Það er ekki sjálfgefið að eignast eins traustan og góðan vin, sem hefur veitt okkur styrk og skjól í öll þessi ár. Þú varst svo gegnumheill og traustur. Sterk stoð þegar sorg bar að, en léttur og hress á gleðistund- um. Okkar vinskapur hófst þegar við giftumst frænkum. Þótt við værum ólíkir féll aldrei skuggi á vináttu okkar. Þegar þú og fjölskylda þín heim- sóttuð okkur í sveitina varstu mik- ilvirkur við sveitastörfin. Þið hjónin eydduð oft heilum mánuði á sumrin við heyskap og önnur sveitastörf er vinna þurfti, sama á hvaða tíma sól- arhrings vinnan fór fram. Væri þurrkur og vantaði slátt var sjálf- sagt að slá að nóttu til. Stundum var farið til heiða og veiddur sil- ungur eða værir þú á þeim tíma sem grenjavinnsla fór fram varstu líka liðtækur til þeirra starfa. En stundum leist þér ekki á hvernig saklausir yrðlingarnir voru lokkaðir frá híbýlum sínum. Fannst það jafnvel grimmd. Þú hefur ætíð litið svo á að báðir aðilar ættu að hafa jafnan rétt til að forða sér frá hætt- um. Gæfist tími frá amstri starfa var farið í ferðalög. Þar nutum við til- sagnar þinnar vel. Ætíð last þú fyr- ir okkur fróðleik um þá staði, sem við heimsóttum, það var þín deild, enda vel fróður og góður miðlari og skemmtilegur á að hlusta. Oft var dvalið í sumarbústað hjá ykkur hjónum á Húsafelli. Þar þekktir þú hverja þúfu og hefur rit- að bók um gönguleiðir þar. Eftir að við hjónin fluttum á mölina hafa þessar sumarferðir orðið lengri. Og í nokkur skipti höfum við ferðast saman erlendis. Þar varstu jafn fróður og ratvís, var það líka eins gott, það vantar í okkur. Við viljum þakka þér yndislega samfylgd í öll þessi ár, tryggð og hjálp við okkur og okkar börn. Söknuður okkar er sár, en við vit- um að vel hefur verið tekið á móti þér Gylfi minn, af þínu fólki. Elsku Erla mín, Áslaug, Katrín, Ormar og Brynhildur. Guð gefi ykkur styrk. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Hjördís og Eggert. Þegar við kveðjum Gylfa Ás- mundsson viljum við þakka honum fyrir margra ára farsælt samstarf í áfengisrannsóknahópnum á geð- deild Landspítalans. Á löngum starfsferli sínum sinnti Gylfi mörg- um og fjölbreyttum viðfangsefnum. Sennilega hafa þó ekki aðrir en hans allra nánustu samstarfsmenn vitað hvað hann hafði fjölþætta reynslu og fékkst við margvísleg verkefni. Á fyrstu starfsárum sín- um sem sálfræðingur á Kleppsspít- ala gerði hann t.d. tilraunir með ýmiskonar meðferð við áfengismis- notkun sem þótti nýstárleg hér á landi. Þótt Gylfi stundaði alla tíð sálfræðilega meðferð varð áfeng- ismeðferð samt ekki sérsvið hans. Hann gerðist virkur þátttakandi í rannsóknum á misnotkun áfengis og skaðsemisþáttum tengdum áfengisneyslu og áfengisneyslu- venjum. Eitt fyrsta verkefnið á þessu sviði vann hann með Tómasi Helgasyni, prófessor. Þetta var rannsókn á félagslegum aðstæðum og uppvexti ungra ofdrykkju- GYLFI ÁSMUNDSSON ✝ Gylfi Ásmunds-son fæddist í Reykjavík 13. sept- ember 1936. Hann lést úr krabbameini á Landspítala 4. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogs- kirkju 12. janúar. manna. Frá upphafi var Gylfi þátttakandi í umfangsmikilli lang- tímarannsókn á áfeng- ismisnotkun og áfeng- isneysluvenjum Ís- lendinga undir stjórn Tómasar. Þá var Gylfi samstarfsmaður okkar og Tómasar í rann- sóknarverkefni til að kanna áhrif þess að sala á bjór var lög- leidd árið 1989. Gylfi starfaði með Norrænu nefndinni um áfengis- og vímuefnarannsókn- ir (NAD)frá upphafi og tók m.a. þátt í samnorrænum rannsóknar- hópi hennar um skaðlegar afleið- ingar áfengisneyslu. Í tengslum við þá rannsókn kom hann sér upp miklu gagnasafni um skaðsemis- þætti tengda áfengisneyslu. Þessi gögn nýtti hann m.a. til að rann- saka tengsl áfengis og umferðar- slysa svo og ölvunarakstur. Hann hafði þá skoðun að sálfræðilegu þættirnir væru sérlega mikilvægir í rannsóknum á tengslum áfengis og umferðarslysa og hafði ýmsar hug- myndir um rannsóknir á því sviði. Af öðrum rannsóknarverkefnum Gylfa má nefna rannsóknir hans á áfengismisnotkun sjómanna. Einn- ig má geta rannsóknar hans á því hvort áfengissala á Vestfjörðum hefði aukist eftir snjóflóðin. Nið- urstöður hans sýndu að áfengissala minnkaði í kjölfar náttúruhamfar- anna. Þessi niðurstaða vakti athygli erlendra fræðimanna því að erlend- ar rannsóknir sýna að fólk bregst við slíkum áföllum með aukinni áfengisneyslu. Auk þess að taka þátt í ýmsum norrænum ráð- stefnum og vinnuhópum sótti Gylfi alþjóðlegar ráðstefnur Kettil Bruun Society, sem er einn mikilvægasti vettvangur þeirra sem starfa við áfengisrannsóknir. Hann nýtti sér allan þann fjölbreytileika í rann- sóknum sem þar bauðst til að velja úr það sem honum fannst áhuga- vert og kynnti eigin rannsóknir af hógværð og lítillæti. Fjöldi greina í íslenskum og erlendum ritum ligg- ur eftir Gylfa en hann átti líka ým- islegt efni sem aldrei var sent til birtingar. Við vissum að Gylfi átti sér fleiri áhugamál en fræðastörfin. Þegar við höfum staðið fyrir fundum og ráðstefnum hérlendis kom alltaf í hlut Gylfa að skipuleggja skoðunar- ferðir fyrir erlenda gesti. Eins og margir aðrir var Gylfi þeirrar skoð- unar að fræðimenn sem hingað koma til að taka þátt í ráðstefnum eigi að nota slík tækifæri til að kynnast landinu og sögu þess. Er- lendir félagar okkar minnast oft á skemmtilega og fræðandi göngu- ferð um miðborg Reykjavíkur með Gylfa kvöldið fyrir árlega ráðstefnu Kettil Bruun Society sem haldin var í Reykjavík árið 1997. Borinn og barnfæddur Reykvíkingur naut hann sín vel þegar hann sagði frá upphafi byggðar, Ingólfi Arnarsyni og öndvegissúlunum. En Gylfi var ekki síður á heimaslóðum í Borg- arfirðinum þar sem við nutum síð- ast félagsskapar hans. Norræna nefndin um áfengis- og vímuefna- rannsóknir (NAD) hélt rannsókn- arráðstefnu í Reykholti í septem- ber síðastliðnum og fór Gylfi með hópinn í Húsafell. Sá staður var honum sérlega kær því þar átti fjöl- skyldan bústað í félagi við aðra. Gestirnir höfðu mikla ánægju af þessari ferð enda Gylfa annt um að þeir fengju góðar viðtökur. Til dæmis gerði hann sér sérstaka ferð eitt kvöldið til að sækja stærðarinn- ar hraungrýti því að hann gat ekki hugsað sér að norskur kollegi færi heim með grágrýtismola í þeirri trú að hraun væri. Erlendir samstarfs- menn minnast Gylfa með hlýhug og þakklæti. Í næstum tvo áratugi unnum við með Gylfa. Sameiginlega höfum við glímt við tilgátur og túlkanir, töflur og texta. Hann reyndist okkur af- skaplega góður samstarfsmaður, traustur og tillitssamur. Hann tók nýjum hugmyndum vel en var at- hugull og varfærinn þegar hann setti fram skoðanir sínar. Rann- sóknir ganga mishratt og stundum er erfitt að standa við tímaáætlanir. Þannig myndast gjarnan álag sem reynir á samstarf. Gylfa hefur ef- laust stundum þótt nóg um ákafann í okkur samstarfskonunum, einkum þegar við vorum að reyna að ráðsk- ast með hann sem var okkur eldri og reyndari og hærra settur. Samt var hann alltaf tilbúinn að gera það sem við báðum hann um, en með sinni góðlátlegu kímni gat hann auðveldlega komið okkur niður á jörðina. Gylfa var eiginlegt að leggja gott til mála, hann gagn- rýndi á sinn prúðmannlega hátt og hrósaði þegar við átti. Að leiðarlok- um viljum við þakka Gylfa fyrir einstaklega ánægjulegt og gefandi samstarf. Við söknum hans mjög og munum ævinlega minnast hans sem góðs vinar og fræðimanns. Við sendum Erlu, eiginkonu Gylfa, Brynhildi og öðrum börnum þeirra hjóna okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hildigunnur Ólafsdóttir og Ása Guðmundsdóttir. Gylfi Ásmundsson sálfræðingur réðst til Kleppsspítala árið 1965 og var upp frá því náinn samverka- maður, ráðgjafi og vinur undirrit- aðs. Hann varð síðar yfirsálfræð- ingur og forstöðusálfræðingur geðdeildar Landspítalans þegar það starf var stofnað. Gylfi var fyrsti sálfræðingurinn í fullu starfi á sjúkrahúsi hér á landi. Það kom því í hans hlut að móta sálfræði- þjónustuna á spítalanum enda hafði hann til þess mjög góðar fræðilegar forsendur eftir sálfræðinám í Ed- inborg, störf á Geðverndardeild barna í Heilsuverndarstöðinni og framhaldsnám í klínískri sálfræði í Bandaríkjunum. En persónuleiki Gylfa skipti ekki minna máli við mótun og uppbyggingu þjónustunn- ar. Hann ávann sér þegar í upphafi traust og virðingu samstarfsmanna og sjúklinga. Gylfi var snyrtimenni, fríður sýn- um, kvikur í hreyfingum, vel á sig kominn andlega og líkamlega, með- almaður á hæð og samsvaraði sér vel. Hann var sérlega ljúfur og kurteis í öllum samskiptum, skarp- skyggn, ábyggilegur, samvisku- samur, frekar dulur, hlédrægur og rasaði aldrei um ráð fram, jafn- lyndur og skipti sjaldan skapi, en var þó engan veginn skaplaus. Hann var samt framsækinn og fylginn sér, en ekki metorðagjarn. Vegna góðrar greindar, ljúf- mennsku og lipurðar var sóst eftir honum til ábyrgðar- og trúnaðar- starfa, á sjúkrahúsinu, í stéttar- félögum, Geðverndarfélaginu, Ör- yrkjabandalaginu og víðar. Eins og verða vill um slíka menn átti hann erfitt með að neita nokk- urri bón og hlóðust því á hann mikil störf, sem tóku tíma frá klínískum og fræðilegum hugðarefnum. Þrátt fyrir það var Gylfi afkastamikill við rannsóknir og ritstörf. Því miður kom sjálfsgagnrýnin í veg fyrir að hann lyki viðamiklu riti um Rorsch- ach-próf hjá börnum sem hann hafði byrjað á áður en hann hóf störf á Kleppsspítalanum, riti sem hefði fullnægt kröfum til doktors- prófs. Gylfa var mikið í mun að nið- urstöður rannsókna hans kæmu fólki að beinum notum. Máske hef- ur hann ekki verið sannfærður um hvort þessi mikla rannsókn gerði það, þrátt fyrir að niðurstöðurnar hefðu mikið fræðilegt gildi fyrir „dýnamíska“ sálfræði. En Gylfi þýddi, staðlaði og ritaði um önnur persónuleikapróf, sem mikið hafa verið notuð síðan. Hann vann að rannsóknum á heilsufari og per- sónuleika togarasjómanna og ritaði um þær, m.a. í Læknablaðið. Einn- ig vann hann um aldarfjórðungs- skeið að rannsóknum á neyslu áfengis og afleiðingum hennar og ritaði margar greinar og skýrslur um þær, sem birst hafa á innlend- um og erlendum vettvangi. Á síð- ustu árum vann hann að rannsókn- um á afleiðingum snjóflóðanna á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.