Morgunblaðið - 16.01.2001, Side 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 47
stofnun sem heitir Noregs idrætts-
og ungdomskontor en hún er deild í
menntamálaráðuneytinu. Þorsteinn
sagði að fostöðumaðurinn þar væri
góðvinur sinn til margra ára og
myndi hann áreiðanlega greiða götu
mína. Lét hann mig hafa umburða-
bréf til hans og sagðist hann einnig
skyldi boða komu mína símleiðis.
Þegar ég hafði lokið störfum mín-
um hringdi ég í forstöðumanninn og
talaðist svo til okkar á milli að ég
kæmi til hans á skrifstofuna næsta
morgun. Hann tók mér alúðlega og
spurði frétta af Þorsteini vini sínum.
Eftir stutt spjall hringdi hann í einn
starfsmann sinn og í sameiningu
skipulögðu þeir þriggja daga skoðun-
arferð um Suður-Noreg. Fór ég
þessa ferð í boði stofnunarinnar með
leiðsögumanni frá henni. Var þetta
bæði fróðleg og skemmtileg ferð.
Í sambandi við Ólympíuleikana í
München 1972 átti að halda ráðstefnu
í Regensburg, sem er þar skammt frá
München, um sundlaugar og búnað
þeirra. Þorsteinn hvatti mig og einn
samstarfsmann minn til að sækja
þessa ráðstefnu. Þannig var Þor-
steinn sívakandi og síhvetjandi að
samstarfsmenn hans kynntu sér nýj-
ungar á sviði íþróttamannvirkjagerð-
ar. Sundlaugin í Regensburg var þá
tiltölulega nýtt mannvirki, eiginlega
bæði úti- og innilaug. Yfirbyggingin
er gerð úr segldúk sem borinn er
uppi af stálmörkum og köðlum. Á
góðviðrisdögum má draga segldúk-
inn upp að toppi mastranna og verður
laugin þá útilaug.
Á heimleiðinni fórum við um Norð-
urlöndin til þess að kynna okkur
skautahallir og búnað þeirra. En þá
voru byrjaðar umræður hjá ráða-
mönnum íþróttahreyfingarinnar að
byggja skautahöll í Reykjavík.
Við fengum hvarvetna góðar mót-
tökur og góð ráð og leiðbeiningar um
tæknibúnað skautahalla og rekstur
þeirra. Þessi draumur varð þó ekki
að veruleika fyrr en Þorsteinn hafði
látið af embætti.
Þorsteinn hafði mikinn áhuga á
gerð íþróttavalla með mismunandi
yfirborði. Lét hann útbúa bæklinga
bæði um gerð malar- og grasvalla. Þá
hafði hann brennandi áhuga á að láta
gera knattspyrnuvöll í Laugardal
með gervigrasyfirborði og upphitun
til snjóbræðslu að vetri til. Tók ég
þátt í undirbúningi þess mannvirkis
og var það boðið út ári eftir að Þor-
steinn lét af embætti. Við gamla
Melavöllinn voru fjögur ljósamöstur
og voru þau flutt þaðan og sett upp
við gervigrasvöllinn. Framkvæmdar-
tími var tiltölulega stuttur og kostn-
aður vonum lægri. Segja má að völl-
urinn sé í stöðugri notkun frá morgni
til kvölds flesta daga ársins. Ef gert
væri hagkvæmnismat á íþróttamann-
virkjum hér á landi finnst mér trúlegt
að gervigrasvöllurinn yrði meðal
þeirra sem best kæmu út.
Upp úr 1970 fór ég að stunda
hestamennsku í hestamannafélaginu
Gusti í Kópavogi. Til að byrja með
voru aðstæður þar allar ákaflega
frumstæðar. Ef eitthvað átti að gera
til úrbóta varð að treysta á sjálfboða-
liðavinnu og ágóða af happadrættum
o.s.frv.
Mér datt í hug að spyrja Þorstein
um hvernig staðið væri að þessum
málum á hinum Norðurlöndunum.
Sagði hann mér að eftir því sem hann
vissi best sætu hestaíþróttamenn þar
við sama borð og aðrir íþróttamenn.
Nokkru seinna færði hann mér 40
blaðsíðna sænska bók sem heitir
„Ridanläggingar“ sem gefin var út af
Staten Naturvårdsverk 1978. Þar eru
ítarlegar upplýsingar um hesthús,
reiðhallir, skeiðvelli, reiðstíga og
hvaðeina sem nauðsynlegt er til þess
að unnt sé að stunda hestamennsku
við bestu aðstæður án verulegrar
áhættu.
Árið eftir var haldinn hér á landi
fundur norrænna íþróttafulltrúa.
Eftir fundinn var farið í ferð til Ak-
ureyrar og Mývatns. Ég fór með í
þessa ferð og gat komið því svo fyrir
að kunningi minn á Akureyri gat náð
saman nægum hrossafjölda til þess
að unnt væri að bjóða öllum þing-
fulltrúunum á hestbak. Einnig feng-
um við lánaðan sumarbústað svo
hægt væri að bjóða reiðmönnunum
upp á hressingu á eftir.
Mér er minnisstætt hvað áseta
Þorseins var góð, það var greinilegt
að hann hafði einhvern tíma komið á
hestbak áður.
Nokkrum árum síðar voru samtök
hestaíþróttafélaga tekin inn í ÍSÍ sem
fullgildur aðili og mannvirki á sam-
bandi við íþróttina styrkhæf til jafns
við önnur íþróttamannvirki.
Fyrir um 15 árum var byggð reið-
höll á Fákssvæðinu í Reykjavík og
nokkrum árum síðar reiðhöll á Gusts-
svæðinu í Kópavogi.
Þar er nú blómlegt íþróttastarf
með reiðnámskeiðum fyrir börn og
unglinga. Þau fá þar lánaða hesta,
reiðtygi og hjálma en þeir sem vilja
geta komið með eigin hesta.
Fátt er þroskavænlegra fyrir börn
og unglinga en náin kynni af íslenska
hestinum. Af þessu sést að víða kom
Þorsteinn við og þokaði góðum mál-
um áleiðis.
Í framkomu og dagfari var Þor-
steinn maður ákaflega hispurslaus.
Hann kom til dyranna eins og hann
var klæddur og var hreinskiptinn og
heilsteyptur maður. Þegar hann
gekk að verki var áhuginn svo mikill
að hann breiddist út til allra er með
honum störfuðu. Hann var ekki gef-
inn fyrir að kvarta undan einu né
neinu. Þar var þó ein undantekning.
Honum féll ekki að vinna með þeim
sem voru deigir til verka. Hann trúði
því alltaf statt og stöðugt að það sem
hann tæki sér fyrir hendur, smátt eða
stórt, það myndi heppnast, og hann
kaus að þeir sem með honum ynnu
væru sömu skoðunar.
Þorsteinn lét af störfum íþrótta-
fulltrúa ríkisins fyrir aldurs sakir
1981. Hann lagði þó ekki hendur í
skaut heldur fór að huga að ýmsum
áhugamálum svo sem fuglafræði og
tók saman bók um fugla – Fugla-
handbókina. Greiningarbók um ís-
lenska fugla. Er sú bók að dómi
kunnáttumanna einstaklega vel
heppnuð. Ég hitti Þorstein oft á
göngu í Laugardalsgarðinum þar
sem hann var að gefa fuglunum, vin-
um sínum, brauð. Rifjuðum við þá
upp gömul og góð kynni.
Ég kveð mikinn heiðursmann og
votta aðstandendum hans innilega
samúð. Minning Þorsteins Einars-
sonar mun lifa í verkum hans og af-
komendum.
Jóhannes Guðmundsson,
verkfræðingur.
Þorsteinn var á allan hátt einstak-
ur maður. Um hann og öll hans störf
mætti skrifa margar bækur. Ég
kynntist honum fyrst sem ungur
glímumaður fyrir 35 árum. Þorsteinn
var þá mjög aðsópsmikill maður og
öllum sem nærri honum komu varð
strax ljóst að þar fór maður sem var
vanur að segja öðrum fyrir verkum.
Allar götur síðan hef ég verið þeirrar
gæfu aðnjótandi að hafa átt þess kost
að starfa með Þorsteini að ýmsum
verkefnum tengdum okkar ágætu
þjóðaríþrótt, glímu. Þorsteinn var
alltaf boðinn og búinn að vinna í þágu
glímunnar, hvort sem það voru dóm-
arastörf, halda námskeið, flytja fyr-
irlestra, sjá um glímusýningar, sinna
útlendingum, koma á æfingar og
segja til, skrifa blaðagreinar o.s.frv..
Í hvert sinn kom Þorsteinn á óvart
með starfsorku sinni, nýjum hug-
myndum og ótrúlegu minni.
Nú að leiðarlokum kveðjum við
hjónin stórbrotinn mann og þökkum
honum ógleymanlega og afar lær-
dómsríka viðkynningu.
Öllum hans mörgu afkomendum
færum við okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Blessuð sé minning Þorsteins Ein-
arssonar.
Hjálmur Sigurðsson og
Sigríður Rut.
Í dag verður Þorsteinn Einarsson,
einn af okkar svipmestu íþrótta-
mönnum fyrri hluta síðustu aldar, til
moldar borinn. En seinni hluta ald-
arinnar var hann einn atkvæðamesti
íþróttafrömuður landsins.
Hann gekk ungur að árum í Glímu-
félagið Ármann og hóf þar glímuiðk-
un og þátttöku í frjálsum íþróttum.
Þessar greinar fóru þá vel saman.
Glímuiðkun fór fram innanhúss að
vetrarlagi, en hin var þá eingöngu
iðkuð úti að sumarlagi. Þorsteinn
varð fljótlega einn af glímusnillingum
okkar og vann hann þar marga sigra.
En Þorsteinn vann einnig það afrek
að vinna til fegurðarverðlauna sem
þá voru oft veitt. Í frjálsum íþróttum
keppti hann oftast í kastgreinum og
bar þá oft sigur úr býtum. Átti hann
meðal annars met í kúlukasti um ára-
bil. Á þessum árum var Þorsteinn
ímynd hins sanna íþróttamanns,
beinn í baki og léttur í spori. Af þeirri
ástæðu var hann oft valinn fánaberi
fyrir íþróttaflokka. Á Ólympíuleikun-
um 1936 var hann fánaberi íþrótta-
manna okkar. Þá var hann einnig val-
inn til þess á lýðveldishátíðinni 1944
er þingmenn gengu fylgtu liði á Lög-
berg.
Nokkur þáttaskil urðu þegar Þor-
steinn flutti til Vestmannaeyja 1934
og gerðist þar kennari og prent-
smiðjustjóri. Samhliða störfum sín-
um gerðist hann þar mikill forystu-
maður um íþróttir. Þar dreif hann
upp mikið íþróttalíf. Áður fyrr höfðu
Eyjaskeggjar verið þekktir sem
miklir íþróttakappar og mættu til
leiks í Reykjavík til þátttöku í fyrsta
Íslandsmóti í knattspyrnu 1912, þrátt
fyrir alla erfiðleika á slíku ferðalagi
þá. Nú gerðist Þorsteinn formaður
Íþróttaráðs Vestmannaeyja og vann
þar mikið uppbyggingarstarf. Þá
gerðist hann einnig félagsforingi
Skátafélagsins Faxa og vann þar að
æskulýðsmálum. Eftir það var hann
ávallt trúr þessari ágætu hreyfingu
og varð síðar varaskátahöfðingi um
nokkurn tíma.
Í Vestmannaeyjum kvæntist Þor-
steinn konu sinni Ásdísi Jesdóttur,
sundkennara. Hún var frá þekktu
íþróttaheimili, en bróðir hennar var
frægur íþróttamaður að nafni Friðrik
Jesson. Meðan hennar naut við
studdi hún mann sinn dyggilega í
hans margþættu störfum og hugsaði
afbragðs vel um hið stóra heimili
þeirra hjóna. Kom það sér vel þar
sem starf Þorsteins kom til að út-
heimta mikil ferðalög og þar með
fjarveru frá heimilinu.
Á þessum tíma var mikil vöntun á
allri aðstöðu til íþróttaiðkana.
Íþróttasalir voru fáir og litlir. Vellir
svo til engir. Notast varð við mela,
sem unglingarnir höfðu rakað og
reynt að slétta.
Með íþróttalögunum, er samþykkt
voru 1940, skyldi verða breyting til
batnaðar á allri aðstöðu til íþróttaiðk-
unar. Ríkisvaldið lofaði verulegum
styrkjum til uppbyggingar íþrótta-
mannvirkja og íþróttakennslu í félög-
um. Þá skyldi og ráða íþróttafulltrúa
ríkisins. Þegar ráðið var í starfið varð
Þorsteinn Einarsson fyrir valinu. Það
kom fljótt í ljós að þar var vel valið.
Þarna var óplægður akur og mikið
verk að vinna fyrir hinn unga íþrótta-
fulltrúa. Vegna þess uppbyggingar-
starfs sem hann hafði unnið í Eyjum
þekkti hann starfið en nú var það allt
landið sem skyldi byggjast upp fyrir
íþróttaæskuna. Hann gekk að þessu
mikla verkefni með opnum huga
staðráðinn í því að vinna æskunni allt
það gagn sem hann gæti. Hann vissi
að víða þurfti að taka til hendi, bæta
og byggja svo aðstaða til íþróttaiðk-
ana yrði þolanleg. Vinna Þorsteins
varð fljótt þrotlaust starf. Hann hóf
uppbygginguna með því að ferðast
um landið og kynnast starfinu og að-
stöðu á hverjum stað, svo hann gæti
fengið glögga yfirsýn yfir viðfangs-
efnið. Gaf hann sér þá ávallt góðan
tíma til að ræða við heimamenn um
íþróttastarfið og staðsetningu mann-
virkja sem þurfti að gera ráð fyrir í
framtíðaruppbyggingu á hverjum
stað. Hélt hann oft erindi, þar sem
hann útskýrði hin nýju íþróttalög og
hvernig heimamenn gætu nýtt sér
þau í framtíðinni.
Þá kynnti hann sér rækilega upp-
byggingu íþróttamannvirkja og stóð
að útgáfu fræðirita um þau, í samráði
við tæknimenn á umræddu sviði.
Þannig gaf íþróttanefndin út rit um
grasvelli, malarvelli, hlaupabrautir
og fleira. Öll slík rit voru vel þegin af
forystumönnum í íþróttum um land
allt. Þorsteinn kynnti sér vel þessi
tæknimál erlendis og var einn af
stofnaðilum Alþjóðasamtaka um
íþrótta- og tómstundamannvirki
(I.A.K.S.), sem stofnuð voru í Sviss af
þeim er fremstir stóðu þá í slíkum
byggingarframkvæmdum í Vestur-
Evrópu. Þessi samtök standa nú fyrir
miklum sýningum á tveggja ára
fresti, þar sem allt er til sýnis er varð-
ar slíkar framkvæmdir. Þá stóð hann
einnig að fundarhöldum hér heima á
norrænum grundvelli varðandi
íþróttamannvirki.
Þótt starfsdagur Þorsteins væri
oft langur hjá Íþróttanefndinni, var
eins og hann hefði ávallt tíma fyrir
margþætt störf fyrir hina frjálsu
íþróttahreyfingu. Þegar landsleikir í
frjálsum íþróttum hófust hér var
Þorsteinn ávallt fenginn til þess að
vera leikstjóri á þessum landsleikj-
um, enda þótti það trygging fyrir því
að landsleikirnir færu fram sam-
kvæmt settum lögum og tímaplan
yrði haldið. Þá starfaði hann í fram-
kvæmdanefndum ÍSÍ er stóðu fyrir
hinum fyrstu stóru íþróttahátíðum
1970 og 1980. En í þeirri fyrri tóku
5000 íþróttamenn þátt, en í hinni síð-
ari voru það 10.000 íþróttamenn eða
litlu færri en nú taka þátt í Ólymp-
íuleikunum. Um áraraðir var hann
fulltrúi ráðuneytisins í Ólympíunefnd
Íslands og síðar í Fræðsluráði nefnd-
arinnar eftir að það var stofnað. Þar
hélt hann erindi fyrir ólympíufara um
uppruna leikanna og reglur er giltu
fyrir þá. Jafnframt kenndi hann þeim
meðferð íslenska fánans og hélt
gönguæfingar fyrir leikana.
Þorsteinn er löngu þjóðkunnur
fyrir ritstörf sín. Má þar nefna að
hann var um árabil ritstjóri Íþrótta-
blaðsins og ritaði margar greinar í
blaðið. Þá skrifaði hann bækur og
kver um glímuna, frjálsar íþróttir,
skíðaíþróttina og fleira. Mesta vinnu
hefur hann sennilega lagt í að kynna
sér og skrifa um uppruna glímunnar
og hverskonar fangbragða hér heima
og erlendis. Vegna þessara rann-
sókna var Þorsteinn beðinn um að
halda erindi um fangbrögð á alþjóða-
þingi glímumanna (F.I.L.A.) er fram
fór í sambandi við Ólympíuleikana í
Seoul 1988. Hann gekk frá ræðu
sinni, en því miður komst hann ekki á
þingið sökum veikinda, svo hann fékk
einn úr stjórninni til að flytja sitt er-
indi. Slíkt boð var mikil viðurkenning
á þekkingu Þorsteins á fangbrögð-
um, enda var hann síðar beðinn um
að halda sitt erindi við annað tæki-
færi.
Eftir að félagsheimilasjóður var
stofnaður varð Þorsteinn einnig
framkvæmdastjóri sjóðsins. Þessi
sjóður stóð traustum fótum lengi vel.
Varð það því verulegt viðbótarálag á
vinnu íþróttafulltrúans. En hann
varð ánægður með þá tilhugun. Nú sá
hann að með því var víða hægt að fá
sæmilegan íþróttasal þar sem góð
félagsheimili yrðu byggð. Búnings-
herbergi þar gætu líka oft nýst fyrir
íþróttavelli, ef hægt var að staðsetja
húsin í námunda eða við íþróttavöll-
inn. Við byggingu þessara húsa
studdi hann ávallt við bakið á þeirri
leikstarfsemi sem skyldi fara fram
með því að þoka leiksviðinu í hæfilega
stærð, svo leikarar gætu sýnt sínu
listrænu takta sem best. Hann var
einn af drifkröftum til að stofna heild-
arsamstök þeirra er létu leiklistina til
sína taka í þessum félagsheimilum.
Hafa þau unnið markvisst starf.
Þegar Þorsteinn hóf starf sitt hjá
Íþróttanefndinni voru fá íþrótta-
mannvirki í landinu er stóðu undir
nafni. En þegar hann lét af störfum
skiptu þau hundruðum. Öll höfðu þau
verið reist með tilstyrk hans þar sem
hann lagði á ráðin og var þá oft stór-
huga, svo ráðamönnum þótti nóg um.
En með rökum og ábendingum var
sem betur fer oftast farið eftir hans
leiðsögn.
Undirritaður átti því láni að fagna
að starfa með Þorsteini í áraraðir að
umfangsmiklu uppbyggingarstarfi
fyrir íþróttir í landinu. Það var mikill
og góður skóli fyrir sérhvern mann
að fá tækifæri til að starfa með hon-
um og fylgjast með þeirri alúð er
hann lagði í sérhvert verk er hann
hafði með að gera hverju sinni. Þá
var mér sérstök ánægja að ferðast
um landið með honum. Oftast keyrði
hann í sínum ágæta jeppa. Hann
keyrði ekki hratt, en örugglega, svo
við komumst á leiðarenda á réttum
tíma, enda var stundvísi honum í blóð
borin. Það var því oft góður tími til að
ræða saman. Var það oft fróðlegur
fyrirlestur um fuglalíf og náttúru
landsins. En af ótal ferðum árlega
gjörþekkti hann alla staðhætti hvar
sem farið var. Hann skýrði frá sögu-
stöðum þar sem bardagar voru háðir
til forna og fyrirsát gerð. Þá hafði
hann kynnt sér alla þá staði er heitar
uppsprettur var að finna. En það var
liður í rannsókn er hann hafði með
höndum, að finna út hvar heitar laug-
ar hefðu verið notaðar til baða fyrr á
öldum. Þá gat hann skýrt öll heiti
fugla er lyftu sér til flugs er framhjá
var keyrt svo og varpstað og helstu
heimkynni. Þegar á áfangastað var
komið gekk hann markvisst til starfa
með heimamönnum. Voru málin
rædd og krufin til mergjar. Ef ekki
fannst sameiginleg lausn, var Þor-
steinn reiðubúinn að koma aftur og
funda um málið.
Fyrir hið mikla starf er Þorsteinn
lætur eftir sig í æskulýðsmálum hef-
ur hann reist sér óbrotgjarnan minn-
isvarða um ókomin ár.
Að lokum er leiðir skilja vil ég
þakka samfylgdina og senda ástvin-
um hans innilegar samúðarkveðjur.
Gísli Halldórsson.
!" #
!" ! ! !#
!"
$ %&&
'
!(( )
"$% &'()*
% + '()*
,* +)-+
+ $+-% +%$ $+&
* !
!!
!
./0,' '
1
1 #2
3" (
+ , -+ +.
-)
)" / +% ++ 1)*
-(%.4 )*
"*+5 ) -+
1 .4 -+
6 %4 ,-%)*
+.4 )*
.4 )*
(-+
1 $+-% +% 1 $+&