Morgunblaðið - 16.01.2001, Page 50

Morgunblaðið - 16.01.2001, Page 50
MINNINGAR 50 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Elsku allra besta amma. Orð segja líklega ekki mikið á þessari stundu. Það er svo afskap- lega erfitt að kveðja en það er huggun að ég veit að þú ert áfram hérna einhvers staðar með okkur. Ég gleymi aldrei þeim uppá- haldstímum þegar ég fékk að fara í pössun á Skaganum, kvöldstund- unum þegar þú fórst með bæn- irnar með mér, jólunum sem ég átti með ykkur afa á Skaganum og öllum litlu stundunum í eldhúsinu á Suðurgötunni. Þessar minningar eru mér svo óendanlega kærar og ég passa þær vel. Takk fyrir allt sem þú gafst mér og kenndir mér í þessu lífi. Ég vona að þú sért einhvers staðar að fara með bænirnar með mér í síð- asta sinn: KRISTBJÖRG SESS- ELJA GUÐRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR ✝ Kristbjörg Sess-elja Guðríður Vil- hjálmsdóttir fæddist í Efstabæ á Akranesi 5. ágúst 1924. Hún lést 7. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 12. janúar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Guð geymi þig elsku amma. Geir Sigurður Jónsson. Slokknað er skært ljós, lífsþráður slit- inn. Kvatt hefur mæt kona eftir strangt sjúkdómsstríð. Sláttumaðurinn slyngi hafði loks betur. „Reyr, stör sem rósir vænar reiknar hann jafn fánýtt.“ Hún hét fullu nafni Kristbjörg Sesselja Guðríður Vilhjálmsdóttir, í daglegu tali kölluð Gugga, löngum kennd við Efstabæ. Foreldrar hennar, hjónin Salvör Guðmundsdóttir, sem var einstak- ur höfðingi og mannvinur, og Vil- hjálmur Benediktsson, sá mikli ljúflingur, voru ekki einungis örlát í nafngiftunum, því frá foreldrum sínum hlaut hún góðar erfðir; ein- stakt lundarfar, þrek til sálar og líkama, greind, útgeislun og fríð- leika. Í uppeldinu meðtók hún mannkærleika og fórnfýsi. Gugga var Skagamaður, fædd þar og uppalin, sem og forfeður hennar. Guðmundur Þórir Sigur- björnsson, ungur maður á Skag- anum, vann hylli hennar. Gengu þau ung í hjónaband og bjuggu alla tíð á Suðurgötu 64, sem er í miðbæ Skagans. Við jarðvistarlok er henni búin hinsta hvíla í kirkju- garðinum að Görðum. Fyrir mér voru Gugga og fjöl- skyldan á Suðurgötunni alla tíð já- kvæður hluti tilverunnar. Til þeirra komum við Lækjarfjöl- skyldan í Skagaferðum, ræktuðum frændskap og þáðum góðgjörðir. Húsmóðirin ævinlega létt í lund og kvik í hreyfingum. Börnin fimm höfðu ævinlega einhverjar stórkostlegar hug- myndir uppi og víst er að móðirin kvað þær hugmyndir ekki niður, hversu fjarri lagi sem einhverjum hafa eflaust fundist þær á stund- um, og eigi mun hún hafa dregið úr hugmyndum og framkvæmda- gleði húsbóndans. Mér fannst ævinlega líf og fjör á heimilinu. „Kaffihús bæjarins“ var hjá Guggu. Ekkert var sjálfsagð- ara en að opna útidyrnar (ævin- lega ólæst) og kalla „einhver heima“ og Gugga snaraðist fram á stigapallinn, hélt nú það, „gakktu í bæinn“, svo kom viðkomandi, tyllti sér við eldhússborðið, þáði veit- ingar og spjallaði, sumir sátu lengi. Ekki spillti útsýnið, Akra- torgið með styttunni af sjómann- inum, „Lesbókin“ með verslunum á götuhæðinni og mannlífið. Besti staður bæjarins fyrir kaffihús. Svo fóru menn þaðan ekki einungis lík- amlega saddir, heldur ríkari í and- anum og glaðari í sálinni. ✝ Svava Jóhanns-dóttir fæddist í Skálum á Langanesi 6. apríl 1910. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 31. desember síðastliðinn. Hún var dóttir Guðbjargar Friðriksdóttur, hús- freyju í Kumblavík á Langanesi, f. 28. apríl 1888, d. 15. nóvember 1971, og Jóhanns Jónssonar, f. 6. mars 1873. Uppeldisfaðir Svövu var Sigtrygg- ur Helgason, bóndi í Kumblavík, f. 13. september 1878, d. 23. ágúst 1964. Hálfsystkini af móðurætt eru: Valgerður, f. 27. desember 1912, Kristrún, Helga, Friðrik, Ol- geir, Valgerður, f. 8. júlí 1926, Sig- tryggur og Aðalheiður, kjördóttir Sigtryggs Helgasonar. Eftirlif- andi systur af móðurætt eru Krist- rún, Helga og Aðalheiður. Hálf- systkini af föðurætt eru: Ólafur, Ágúst, Kristrún og Hulda. Eftirlif- andi systir af föðurætt er Hulda Jóhannsdóttir. Börn Svövu eru: Sigurður Sig- urðsson, f. 20. desember 1928, kvæntur Hlín Ein- arsdóttur og eiga þau fjögur börn: Ei- rík, Arnar, Hafdísi og Önnu Írisi; Guð- björg Sigurðardótt- ir, f. 9. nóvember 1930, eiginmaður hennar er Finnbogi Stefánsson og eiga þau þrjú börn: Hjör- dísi, Braga og Stef- án; Hulda Björns- dóttir, f. 22. maí 1945, og á hún fimm börn: Anton, Mar- gréti Svövu, Berglindi, Ragnar og Huldu; Heiðar Halldórsson, f. 22. janúar 1953, kvæntur Ágústu Guðnýju Atladóttur og eiga þau þrjár dætur: Lindu, Hörpu og Svövu. Svava ólst upp í Kumblavík á Langanesi og bjó um tíma á Þórs- höfn og Húsavík. Síðar fluttist hún til Reykjavíkur. Síðustu æviárin bjó Svava í Norðurbrún 1 í íbúðum aldraðra og síðan á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli. Útför Svövu Jóhannsdóttur fór fram frá Fossvogskapellu í kyrr- þey þriðjudaginn 9. janúar. Elsku Svava mín! Mig langar að minnast þín og nær- veru þinnar í þau 20 ár sem við höf- um þekkst. Fyrstu kynni mín af þér voru er þú bjóst á Skúlagötunni og bauðst mér í mat ásamt Heiðari syni þínum, þegar við vorum nýbyrjuð að vera saman og hafðir þú þá aldrei hitt mig. En það vafðist nú ekki fyrir okkur og við vorum ekki lengi að kynnast hvor annarri. Það voru nú ófáar matarveislurnar sem við áttum eftir að njóta hjá þér, hvort sem þar voru á boðstólnum svínakótelettur, svið eða rjúpur eða heitt kakó með rjóma og vöfflur og síðast en ekki síst taðreykti silungurinn úr Mý- vatnssveitinni frá Guðbjörgu og Finnboga. Já, það þurfti bara að passa sig á að vera svangur þegar maður kom í heimsókn til þín. Árið 1982 fluttir þú svo í Norð- urbrún, sama ár og Linda fæddist, og var þá notalegt að geta fengið sér göngutúr til þín þegar við vorum á Bugðulæknum. Seinna fæddust svo Harpa og loks Svava og þá vorum við flutt í Selvogsgrunn og var þá ennþá styttra á milli okkar. Alltaf hafðir þú jafn mikla ánægju af því að fá okkur í heimsókn og sást ekki sólina fyrir stelpunum allt til síðasta dags. Þú hafðir mikla ánægju af því að sauma og prjóna og eigum við marg- ar flíkurnar eftir þig, svo sem sokka og vettlinga og öll fínlegu dúkkufötin sem þú gast endalaust dundað þér við. Já, þú hafðir það einhvern tím- ann á orði við mig, eftir að þú varst búin að vera veik, að þú værir byrjuð að prjóna og þá værir þú að hressast. Erfitt var að leyna því ef einhver var veikur eða leið illa, því það var eins og þú skynjaðir það ef eitthvað bjátaði á. Þú barst mikla umhyggju fyrir fólki og hugsaðir alltaf fyrst um aðra en sjálfa þig. Ekki minnist ég þess að okkur hafi orðið sundurorða öll þessi ár sem við þekktumst. Elsku Svava, þakka þér fyrir allar góðu samverustundirnar sem við átt- um saman. Guð veri með þér um alla eilífð. Þín Ágústa. Elsku amma mín. Núna ertu búin að fá hvíldina góðu og ég veit að þér líður vel. Það er ein- mitt það sem þú vildir alltaf, að öllum liði vel og ef ég var smá kvefuð vildi ég varla segja þér það, því þá myndir þú fara að hafa svo miklar áhyggjur. En þessar áhyggjur voru ekkert nema umhyggjusemi því þú hugsaðir alltaf svo vel um þína nánustu. Eins og þegar ég var lítil og þú komst á hverjum morgni og passaðir mig á meðan mamma og pabbi voru í vinnunni. Þá gerðirðu allt fyrir mig, saumaðir föt á dúkkurnar mínar, söngst fyrir mig og fórst með mig í göngutúra um hverfið. Þegar ég hugsa til baka skil ég ekki hvernig þú gast snúist svona í kringum mig og gert allt fyrir mig án þess að sýna þreytumerki. Sem betur fer gat ég aðeins launað þér þetta þegar þú varst komin í Norðurbrún og ég kom til þín og þreif hjá þér og las ýmsar bækur fyrir þig. Þú varst alltaf svo þakklát og ánægð með það sem ég gerði fyrir þig og þakkaðir mér margoft í hvert skipti fyrir að hafa komið. Ekki vantaði heldur kræsing- arnar hjá þér og reyndi ég yfirleitt að koma ekki södd til þín því það voru flatkökur með hangikjöti, ýms- ar kökusortir, heitt kakó með rjóma og fleira og fleira á boðstólum og alltaf átti maður að fá sér meira. Já, við áttum svo sannarlega margar góðar stundir saman og ég er svo heppin að hafa haft þig svona lengi. Þú varst alveg einstök kona og ein sú besta sem ég þekki og það voru varla jól nema þú kæmir til okkar. Þú fylgdist svo vel með öllu sem ég var að gera og vildir alltaf veita þína hjálp. Mig langar að enda þetta á litlu ljóði sem ég samdi þegar ég var tíu ára og ég veit að þú hélst svo mik- ið upp á það, en ég veit líka að við eigum eftir að hittast einhvern tím- ann aftur. Svava amma er best í heimi henni ég aldrei gleymi. Á jólunum kemur hún til okkar og stundum fylgja henni prjónasokkar. Þín Linda. SVAVA JÓHANNSDÓTTIR „Minningaröldur Sjómannadagsins“ fást á Hrafnistuheimilunum Sími: 585 9500 / 585 3000 Minningarkort Mig setur hljóða. Einar vinur minn og vinnufélagi er dáinn. Það er ólýsanlega sárt að sjá á eftir ungum manni, sem átti allt líf- ið framundan. Mér finnst ég alltaf hafa þekkt hann. Hann kom 12–13 ára á Veitingahöllina að aðstoða í uppvaskinu um helgar með skólanum. Síðan þá höfum við unnið saman með hléum þar og í Múlakaffi. Hann var jafnaldri sonar míns og fannst mér ég alltaf eiga svolítið í honum. Ég man þegar hann fermdist, lauk skóla, tók bílpróf, hóf kokk- anám, útskrifaðist, eignaðist unn- ustu, varð pabbi, já yndislega stolt- ur pabbi. Það var einstaklega þægilegt að vinna með honum. Alltaf með allt á hreinu. Við vissum gjarnan hvað hitt hugsaði og verkaskipting var eitthvað sem við skynjuðum frekar en að við þyrftum að ræða það. Einar vissi að mér þótti þægilegt að vita tímanlega hvað væri fram- undan svo ég gæti hagrætt vinnunni og undirbúið. Ég vissi líka hvaða verkefni honum þótti betra að ég sæi alfarið um. Á síðasta ári skipti hann um vakt og fór á „hina“ vaktina, þá saknaði ég hans mikið. En sú hugsun að hann komi ekki aftur er mér þung- bær. Þegar Einar og Einar sonur minn voru að komast á skellinöðru- aldurinn varð Einar fyrri til að kaupa hjól og lánaði Einari mínum hjólið í tvær vikur til að æfa sig fyrir prófið. Það hefðu nú ekki allir gert. Í gegnum lífsins ferðalag höfum við öll okkar kosti og galla. Gallinn hans Einars var honum erfiður. Kostirninr hans voru mér alltaf of- ar í huga, og er ég þakklát fyrir að EINAR MÁR JÓNSSON ✝ Einar Már Jóns-son fæddist í Reykjavík 29. apríl 1974. Hann lést 3. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 12. janúar. hafa fengið að vera honum samferða þenn- an tíma. Elsku Ási minn, Heiða, Fannar, Ásdís og Berglind. Megi minningarnar um góð- an dreng veita ykkur birtu og yl og þið í kærleik og ást njóta saman litla sólargeisl- ans hennar Hrafnhild- ar Evu. Megi friður vera með þér kæri vinur. Sigríður Einarsdóttir. Stórt skarð hefur nú verið höggvið í vinahópinn einu sinni enn á rétt rúmu ári. Einar Már, kær vinur okkar, er látinn langt um ald- ur fram. Okkur langar að minnast hans með þessum sálmi: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Einar, við vitum að Biggi hefur tekið vel á móti þér. Elsku Berglind, Hrafnhildur Eva, Heiða, Ásgrímur, Fannar, Ás- dís og aðrir ástvinir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð á þess- um erfiðu tímum. Þínar vinkonur, Íris Rut Árnadóttir og Lilja Hafsteinsdóttir. Að setjast niður og skrifa minn- ingarorð um góðan félaga er eitt það síðasta sem menn vilja gera, en að gera það tvisvar á rúmlega ári er of mikið fyrir lítinn vinahóp. Ég kynntist Einari um það leyti sem við byrjuðum í Breiðagerðis- skóla og vorum við saman í skóla og/eða bekk út gagnfræðaskólann. Við lékum okkur mikið saman heima hjá honum á Sogaveginum eða hjá Atla í húsi í næstu götu. Þar voru mörg prakkarastrikin gerð og héldum við þeim áfram til tvítugs eða lengur. Seinni árin hefur sambandið milli okkar minnkað en alltaf hittumst við félagarnir öðru hverju og áttum gott kvöld saman. Biggi, sem hélt hópnum að mestu leyti saman, dó fyrir rétt rúmu ári og varð það mik- ið áfall fyrir okkur og ekki síst fyrir Einar því þeir voru mjög samrýnd- ir. Í ágúst síðastliðnum fórum við strákarnir saman í skemmtiferð á Suðurnesin og enduðum við heima hjá mér þar sem Einar sýndi okkur hvers konar snilldarkokkur hann var og mun það ásamt öllu því sem við höfum brallað saman um ævina lifa í minningunni um þann mann sem hann geymdi. Ég veit að þú ert í góðum félags- skap núna og ég vona að þér líði vel. Ég sendi fjölskyldu hans og vin- um samúðarkveðjur. Guðmundur Ásgrímsson. Ég þekkti Einar Má þegar hann var barn, en hann var tíu árum yngri en ég. Við hittumst ekki oft eftir að við urðum fullorðnir en allt- af þótti mér gaman og vænt um að sjá hann. Mæður okkar voru nánar vinkonur og leigðu íbúð saman um tíma. Þá tók ég að mér að passa þennan fjöruga og skemmtilega strák. Það er nú erfitt að hugsa til þess að hann skuli vera horfinn af sjónarsviðinu, en ljúfar og góðar minningar skilur hann eftir í huga mínum. Ég sendi móður hans, fóst- urföður og systkinum mínar inni- legustu samúðarkveðjur og kveð hann með ljóði Björns Halldórs- sonar: Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. Þórhallur Arnarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.