Morgunblaðið - 16.01.2001, Side 52

Morgunblaðið - 16.01.2001, Side 52
MINNINGAR 52 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Frank nam við New York há- skóla og lauk síðan námi í lækn- isfræði árið 1943 frá Philadelphia háskóla. Hann var aðstoðarlæknir við Knickerbocker-spítalann í New York-borg 1943-1945, og eftir það heimilislæknir í næstum 30 ár. Hann lærði til geðlæknis við Nass- au County Medical Center og lauk því í byrjun sjöunda áratugarins. Frank Herzlin var stofnandi, aðal- eigandi og yfirlæknir Freeport- spítala á Long Island í New York ríki í Bandaríkjunum, en sá spítali lék stórt hlutverk í þeirri byltingu sem varð hér á Íslandi á áttunda áratugnum í meðferð áfengis- og vímuefnasjúklinga. Hann stofnaði eftirmeðferðarstöð fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur árið 1975 og keypti til þess Rhinebeck Lodge í miðjum Hudson-dalnum í New York-ríki. Rhinebeck Lodge „for Successful Living“, eins og hann kallaði eftirmeðferðarstöðina, varð hans aðal starfsvettvangur þar til að hann hætti störfum fyrir fáum árum og seldi staðinn og flutti til Flórída. Hann var kosinn í ýmis ráð og nefndir á sínu sviði. Honum var veitt viðurkenning fyrir störf sín á sviði heilbrigðismála af New York- borg og hann var sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu hinn12. ágúst 1986. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá Frank sem lærimeistara og vin. Hann sagði mér að sem heim- ilislæknir hefði hann oft rekist á sjúklinga með ýmsa kvilla er auð- velt var að sjá að stöfuðu aðallega af mikilli áfengisneyslu. Þrátt fyrir ýmis læknisráð og skýr fyrirmæli um að hætta drykkj- unni til að halda heilsu og lífi, héldu þeir drykkjunni áfram og margir drukku sig í hel. Margir tórðu í ein- hverju geðveikislegu ástandi svo árum skipti, og slíkt var erfitt fyrir aðstandendur að horfa upp á. Á þessum tíma voru meðferðar- úrræði af skornum skammti, AA samtökin voru að slíta barnsskón- um og ekki orðin það afl sem þau síðar urðu í meðferð áfengissjúk- linga. Ráðandi sállækningar í Bandaríkjunum á þessum tíma voru ýmis afbrigði af sálgreiningu og at- ferlissálarfræði, og þrátt fyrir góð- an vilja og ýmsar tilraunir skiluðu þær sáralitlum árangri og drykkju- sýki var nánast talin ólæknandi. Frank runnu til rifja örlög þess- ara ógæfumanna og reyndi á ýmsan FRANK HERZLIN ✝ Frank Herzlinfæddist í New York borg hinn 19. september 1918. Hann lést 19. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru David Herzlin, fædd- ur í Rússlandi árið 1892, og Esther Herzlin, fædd í Pól- landi árið 1898. Frank kvæntist Normu Wallace Herzlin árið 1945. Börn Franks og Normu voru Alan, kvæntur Judith; Michael, kvæntur Laurie; og David, ókvæntur, sem lést árið 1981. Frank og Norma eignuðust fjögur barnabörn, Daniel Herzlin, Alexander Herzl- in, Emily Herzlin og Kate Herzlin. Frank Herzlin var jarðsettur í Beth David kirkjugarðinum í El- mont, New York hinn 22. nóvem- ber. hátt að aðstoða þá. Komu fljótlega í ljós hans einstöku hæfi- leikar til að setja sig í spor þeirra og frábært innsæi í tilfinningalíf þeirra, sem skilaði oft ótrúlegum bata. Þetta varð til þess að æ meira af hans tíma fór í að sinna þessum sjúk- lingum, og til að gera langa sögu stutta þá endaði þetta með því að hann stofnað Free- port-spítala á Long Island árið 1962, en spítalinn sérhæfði sig í meðferð við áfengissýki og öðrum vímugjöfum. Það var síðan Íslendingum til happs að þegar fyrsta Íslendingn- um skolaði á fjörur Freeport-spítala um miðjan áttunda áratuginn var Frank komin með dýrmæta reynslu og þekkingu á áfengissýki og öðrum vímugjöfum, og að mínum dómi með eina af árangursríkustu með- ferðunum sem til voru í Bandaríkj- unum á þeim tíma. Freeport-spít- alinn var afeitrunarspítali, en þar fór fram mikið meðferðarstarf fyrir utan afeitrunina. Meðferðardag- skráin var að mestu leyti byggð á grunni tólf-sporakerfis AA samtak- anna. Engan mann hef ég hitt sem sjálfur er ekki alkóhólisti, sem var meiri aðdáandi tólf-sporakerfisins en Frank. Hann notaði ekki áfengi, en hann átti við ýmsa erfiðleika að etja í sínu lífi eins og aðrir. Eftir að hann kynntist tólf-sporakerfinu þá nýtti hann það fyrir sjálfan sig og fór oft á opna AA fundi. Eins og komið hefur fram hér að framan spilaði Freeport-spítalinn lykilhlutverk í þróun meðferðar við drykkjusýki á Íslandi á áttunda og níunda áratugnum, og nokkur hundruð manns fóru þangað í áfengismeðferð á um sjö árum á þessu tímabili. Þessi mikli fjöldi gefur til kynna hversu mikil þörfin var. Þessar utanfarir leiddu til stofn- unar Freeport-klúbbsins og síðar SÁÁ og hafði Frank mikinn áhuga á hvoru tveggja. Hann eignaðist fjölda vina á Íslandi og kom ásamt Normu konu sinni oft til Íslands til fyrirlestrahalds og til að heilsa upp á vini og kunningja. Hann sagði mér einu sinni að þetta íslenska æv- intýri hefði verið einn skemmtileg- asti og mest gefandi þátturinn í lífi sínu. En íslenska þjóðin hefur kunnað að meta framlag hans til áfengismála á Íslandi eins og veit- ing hinnar íslensku fálkaorðu gefur til kynna. Í Rhinebeck Lodge undi hann sér ákaflega vel ásamt Normu konu sinni og þau byggðu sér þar lítið einbýlishús við hlið eftirmeðferðar- stöðvarinnar. Hann samdi alla með- ferðardagskrána fyrir Rhinbeck Lodge sjálfur, annar af tveimur grunnþáttunum var sem fyrr tólf- spora-kerfi AA, en hinn aðalþátt- urinn var rökrétt atferlismeðferð tilfinninga eftir Albert Ellis sál- fræðing. Mér finnst það bera vott um mikla framsýni hjá Frank að velja þessa meðferð, en hún hefur sannað sig og getur oft komið í stað lyfjagjafar við ýmsum tegundum kvíða og þunglyndis. Mér eru ógleymanleg mín fyrstu kynni af honum. Ég var þá í eft- irmeðferð á Rhinebeck Lodge, sem þá hafði nýlega verið opnað, og Frank var þarna allt í öllu. Hann var eigandinn, forstjórinn, yfir- læknirinn, yfirráðgjafi og dagskrár- stjóri og samdi einnig alla dag- skrána. Hann hafði sér við hlið nokkra mjög góða ráðgjafa og var sjálfur á hátindi starfsferils síns, sextugur að aldri og við góða heilsu. Hafði yfirgripsmikla þekkingu og reynslu í baráttunni við drykkjusýki og aðra vímugjafa og naut þess að ýta úr vör þessari eftirmeðferðar- stöð, með dagskrá sem hann hafði sjálfur samið. Þó að skjólstæðingunum væri skipt niður á ráðgjafana þá fylgdist hann náið með hverjum einstökum. Á Rhinbeck Lodge var sá siður hafður á að fyrir morgunmat hittust allir skjólstæðingarnir í 15-20 mín- útur og lesinn var texti viðkomandi dags í Tuttugu og fjögurra stunda bókinni. Frank hafði yndi af að leiða þennan hóp og fór þá oft um víðan völl, eins og honum einum var lagið. Til dæmis var honum mikið kapps- mál að skjólstæðingarnir gerðu sér góða grein fyrir muninum á trú og trúarbrögðum. Hans trú var frjáls- lynd gyðingatrú en hann sýndi mikla tillitssemi gagnvart trúar- brögðum hinna ýmsu skjólstæðinga sem þarna voru í meðferð. Ef hon- um fannst pistill viðkomandi dags í Tuttugu og fjögurra stunda bókinni þurfa gagnrýni við, þá gerði hann það hiklaust og hvatti aðra til að viðra skoðanir sýnar á málinu. Ég man að þetta kom mér einkennilega fyrir sjónir í fyrstu, ég hafði vanist því að allt sem væri í litlum svörtum bókum og fjallaði um trúmál væri bara alls ekki gagnrýnt. Annað sem hann reyndi oft að koma að á þessum stutta tíma á morgnana var, að við það að hætta að drekka og nota eiturlyf þá opnast fólki möguleikar til miklu meiri lífs- gæða en hófdrykkja getur boðið upp á. En til að ná þeim þyrftu menn verkfæri og í því sambandi vitnaði hann óspart í tólf-sporakerfið, og einnig í sálfræðinginn Albert Ellis og hans rökréttu atferlismeðferð til- finninga. En í hnotskurn segir sú meðferð að í raun stafi flest okkar tilfinningavandamál af því að við gerum of miklar kröfur til okkar sjálfra, annarra, eða umhverfisins. Síðast en ekki síst hamraði hann sí- fellt á að fólk yrði að hreyfa ein- hverja vöðva ef það ætlaði að ná meiri lífsgæðum, ekkert fengist gef- ins í lífinu. Honum var það eiginlegt að ná til flestra og var auðvelt að hrífast af sannfæringarkrafti hans og því hversu mennskur hann var. Hann kom ásamt Normu síðast til í Ís- lands í boði SÁÁ á 20 ára afmæli samtakanna haustið 1997, hann var þá nýstaðinn upp úr erfiðum veik- indum og var að jafna sig eftir skurðaðgerð. Þarna voru fluttir margir prýðilegir fyrirlestrar. Lokafyrirlesturinn hélt Frank Herzlin og sannaði, að mér fannst, hversu frábær fyrirlesari hann var og ég held að flestir sem á hann hlýddu hafi hrifist. Þessi fyrirlestur reyndist vera svanasöngur Franks sem fyrirlesari. Að lokum langar mig til að segja frá dálitlu atviki sem ég varð vitni að á meðan ég dvaldi í Rhinebeck Lodge, sem sýndi vel hversu náin þau Frank og Norma voru. Þannig var að Frank veiktist og þá voru góð ráð dýr. Fyrirmælin sem hann gaf voru skýr: „sækið Normu“. Þetta var áð- ur en þau fluttu alveg til Rhinbeck Lodge og Norma bjó enn í New York en Frank fór heim um helgar. Þá sá ég Normu í fyrsta sinn, litla og netta konu, sem komin var eftir nokkra klukkutíma áhyggjufull á svipinn. Hún brosti þó vingjarnlega til okkar skjólstæðinganna á meðan hún hljóp á milli herbergis Franks og eldhússins að malla eitthvert góðgæti fyrir hann. Viti menn, eftir tvo daga birtist Frank aftur heill heilsu. Seinna átti ég eftir að kynn- ast Normu betur og var hjónaband þeirra hjóna ákaflega ástríkt og traust og voru þau búin að vera gift í 55 ár, þegar Frank lést. Við Dunna kveðjum með miklum söknuði vin og sérstaklega mennsk- an drengskaparmann, Frank Herzl- in, og vottum Normu og öðrum ást- vinum hans samúð okkar. Rúnar Guðbjartsson. ✝ Hermann Bjarna-son fæddist á Þingeyri við Dýra- fjörð hinn 12. febr- úar 1930. Hann lést á Landspítala Fossvogi 8. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristjana Guðlaug Guðmundsdóttir, f. 25. júní 1901, d. 14. júlí 1978, og Bjarni Guðbjartur Jóhanns- son, f. 16. september 1898, d. 12. janúar 1971. Systkini Her- manns eru 1) Bryndís Meyer, f. 21. desember 1922. 2) Jó- hann Tómas, f. 15. febrúar 1929. 3) Gunnar, f. 18. júlí 1931. 4) Gísli, f. 28. júní 1933. Hermann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Elísabetu Svan- hildi Kristjánsdóttur, f. 20. nóv- ember 1935 á Þingeyri við Dýra- fjörð hinn 6. júlí 1954. Börn þeirra eru: 1) Rafn, f. 5.5. 1953, eigin- kona hans er Ragn- hildur Pálsdóttir. 2) Ómar, f. 10.4. 1963, sonur hans Hermann Þór, f. 27.7. 1988. 3) Einar Gunnar, f. 26.9. 1966, sambýlis- kona hans Amalía Vilborg Sörensdótt- ir, sonur þeirra er Kristófer Elís, f. 11.8. 1996. Hermann ólst upp á Þingeyri en flutti til Hafnarfjarðar 1968 og bjó þar til æviloka Hann starf- aði lengst sem sjómaður bæði á togurum og minni bátum.Eftir að hann flutti suður vann hann ýmis störf þar til hann réð sig til Ís- lenska álfélagsins 12.janúar 1970 og vann þar til 67 ára aldurs. Bálför Hermanns verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar að skrifa kveðju til hans afa míns. Og þar sem ég kann ekki að skrifa sjálfur þá fæ ég smá- hjálp. Þó ekki sé ég orðinn nema fjög- urra og hálfs árs gamall hef ég eytt mörgum dýrmætum stundum hjá afa og ömmu á Hjallabrautinni og mig langar að minnast þeirra stunda sem við afi vorum saman. Afi var aldrei óþolinmóður við mig, við smíðuðum saman fullt af frá- bæru dóti, við fórum í göngutúra niður á Víðistaðatún og niður í fjöru að skoða bátana, og fengum meira að segja að fara um borð í einn þeirra. Afi átti það líka oft til að sækja mig á leikskólann stund- um bara til að fara með mig og sýna mér eitthvað fallegt eins og jólasveinana og jólaljósin um allan bæ sem við skoðuðum í krók og kring nú fyrir jólin. Og aldrei hefði mig grunað að þessi stóri sterki maður sem bar mig á háhesti um bæinn í desember, yrði ekki með mér á nýja árinu. En ég veit, að þótt ég sé ekki gamall að árum, þá mun minningin um hann Hemma afa minn ávallt lifa í mínum huga, hann gaf mér svo margt, og ég veit að amma og Hermann Þór sakna hans líka ofsalega mikið en við verðum bara að vera góð við hvert annað og þakka fyrir allar frábæru stundirnar sem afi gaf okkur, þær stundir verða aldrei frá okkur teknar. Elsku afi, ég ætla að geyma þig í hjartanu mínu og ég get alltaf talað við þig í bænunum mínum á kvöldin. Og það er gott að vita að þú verður alltaf nálægt til að passa mig, þá er ég ekkert hræddur. Ég vona að þú verðir duglegur að lesa bókina sem ég bjó til handa þér. Ég man alltaf vísuna okkar: Seppi seppi situr á hól og segist vera hundur. Hann er klæddur í buxur og kjól og börnunum finnst það undur. Takk Guð fyrir að gefa Hemma afa. Ástarkveðjur þinn vinur, Kristófer Elís. Í hinni helgu bók stendur skrif- að: Öllu er afmörkuð stund og sér- hver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma. Nú er tímaglas Hermanns út- runnið og komið að leiðarlokum eftir stutta baráttu við illvígan sjúkdóm. Hermann fæddist í þorpinu okk- ar fallega fyrir vestan og var okkur því að góðu kunnur. Það var svo á sl. sumri þegar við hjón lögðum land undir fót að við urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að meðal ferða- félaga okkar voru hjónin Hermann og Elísbet. Í þeirri ferð gafst okk- ur tilefni til að endurnýja kynnin og rifja upp gamlar og góðar minn- ingar að vestan. Ferð þessi var eitt sannkallað ævintýri frá upphafi til enda og ekki síst vegna nærveru Hermanns. Hann var glaður og sekmmtileg- ur og hreif okkur hin með sér. Hann var áhugasamur um lönd og lýð og duglegur að skoða nýja staði og vildi nýta hvern dag í því skyni til hins ýtrasta. Náttúru- og dýra- lífi veitti hann athygli og veitti okk- ur hlutdeild í vitneskju sinni á þeim sviðum. En umfram allt var Hermann ákaflega greiðvikinn og hjálpsamur við alla sína ferðafélaga og skal það þakkað. Í einni af mörgum morgungöng- um sínum fann Hermann trjágrein sem honum þótti góð til úrskurðar. Er ekki að orðlengja það á skammri stund skapaði hann lítið listaverk með vasahnífnum einum saman enda maðurinn óvenju hag- ur í höndum. Þessi hlutur prýðir nú heimili okkar og mun ávallt minna okkur á góðan dreng. Svo viðkvæmt er lífið, sem vordagsins blóm, og verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Fr. St. frá Grímstöðum) Elsku elísabet, synir, tengdadæt- ur og barnabörn. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Hermanns Bjarnasonar. Gerður og Ólafur, Selfossi. HERMANN BJARNASON Erfisdrykkjur 50-300 manna Glæsilegir salir Bræðraminni ehf., Kíwanishúsinu, Engjateigi 11, sími 588 4460. :  (  6   6  ) )    !" D8D8 0 1 %    )   (   (  !!    0   8"   +) 7"  +-+ 1+7"  +-+ -%1"$3) &

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.