Morgunblaðið - 16.01.2001, Side 62

Morgunblaðið - 16.01.2001, Side 62
FRÉTTIR 62 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ WIJK AAN ZEE skákmótið er fyrsta stórmótið á nýrri öld. Það er jafnframt fyrsta tækifæri Kasp- arovs til að sýna skákheiminum fram á að hann sé enn „númer eitt“ þrátt fyrir að hafa misst heims- meistaratitil sinn í hendur Kramn- iks. Ljóst er að Kasparov verður að sigra á mótinu til þess að þagga nið- ur raddir sem halda því fram að hans tími sé liðinn. Skákmótið í Wijk aan Zee er því gríðarlega mik- ilvægt, auk þess sem margir telja að þetta sé sterkasta skákmót sem haldið hefur verið. Augu allra skák- áhugamanna beinast að mótinu um þessar mundir og þúsundir þeirra fylgjast með hverjum leik mótsins í beinni útsendingu á Netinu. Öll skákborðin á mótinu eru tölvu- tengd, þannig að hægt er að sjá leikina jafnóðum á heimasíðu móts- ins og einnig skýra skákmeistarar skákirnar á ICC skákþjóninum, KasparovChess og Week in Chess skáksíðunum og vafalítið víðar. Miðað við kraftinn í Kasparov í tveimur fyrstu umferðunum virðist ekki ólíklegt að honum takist ætl- unarverk sitt, þótt bæði Kramnik og Anand geti að sjálfsögðu sett strik í reikninginn. Kasparov hafði svart í báðum skákunum, en þrátt fyrir það vann hann báðar. Reyndar var staða Kasparovs hartnær unnin þegar eftir 14 leiki í annarri um- ferðinni gegn Alexei Federov. Kasparov er svo heppinn að hafa svart gegn minni spámönnunum á mótinu (ef hægt er að nota það orðalag á slíku ofurmóti!), en hvítt gegn helstu keppinautunum, þeim Kramnik, Anand og Shirov. Úrslit og stöðu á mótinu má sjá í meðfylgj- andi töflu. Í gær var frídagur, en þriðja umferð verður tefld í dag. Björn Þorfinnsson efstur á Skákþingi Reykjavíkur Skákþing Reykjavíkur stendur nú yfir í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur þar sem 58 skákmenn etja kappi saman í ellefu umferða móti. Margir af efnilegustu og sterkustu skákmönnum landsins eru meðal þátttakenda. Stigahæstu þátttakendurnir eru Jón Viktor Gunnarsson, Stefán Kristjánsson og Sævar Bjarnason. Fjórar konur taka þátt en vonandi er það merki um að hlutur íslenskrar kvenna- skákar fari vaxandi. Staða efstu manna að loknum fjórum umferð- um: 1. Björn Þorfinnsson 4 v. 2.–5. Benedikt Jónasson, Stefán Kristjánsson, Davíð Kjartansson, Lenka Ptácníková 3½ v. 6.–15. Ingvar Jóhannesson, Páll Agnar Þórarinsson, Sigurður P. Steindórsson, Arnar E. Gunnars- son, Dagur Arngrímsson, Sævar Bjarnason, Vigfús Ó. Vigfússon, Guðjón H. Valgarðsson, Sigurbjörn Björnsson, Róbert Harðarson 3 v. o.s.frv. Í annarri umferð urðu nokkur óvænt úrslit. Jóni Viktor Gunnars- syni tókst ekki að knésetja Helga Jónatansson en þeir skiptu með sér vinningnum. Jónas Jónasson tókst að leggja Jón Árna Halldórsson að velli en á þriðja borði dró einnig til tíðinda í stórskemmtilegri skák þar sem riddararnir léku stórt hlutverk. Hvítt: Ingvar Jóhannesson Svart: Sævar Bjarnason~ 1.e4 c5 2.b3 Rc6 3.Bb2 e6 4.Bb5 d5 5.De2 Rf6 6.e5 Rd7 7.f4 Dc7 8.Rf3 a6 9.Bxc6 Dxc6 10.O-O Be7 11.c4 Hvítur hefur telft byrjunina frumlega án þess þó að hafa tekist að fá frumkvæðið í sínar hendur. Textaleikurinn er prýðilegur þar sem með honum reynir hvítur að mynda sér bækistöðvar á miðborð- inu. 11...dxc4 ~11...d4 kom einnig til álita þar sem textaleikurinn hefur þann annmarka að gefa eftir e4- reitinn og loka ekki fyrir a1-h8 ská- línuna. Á hinn bóginn verður taflið opnara sem hentar hvítreita biskup svarts betur. 12.bxc4 b5 13.d3 bxc4 14.dxc4 O-O 15.Rc3 Bb7 16.Hae1 Rb6 17.Rd2 Had8 18.Rce4 Da4 Færi svarts virðast vera öllu bit- meiri en hvíts þar sem hvítan skort- ir tilfinnanlega hvítreita biskup til að styðja við bakið á sókninni á kóngsvæng á meðan hvítreita bisk- up svarts er sem stórveldi á löngu skálínunni. Hvítur hefur þó einnig tromp á hendi sem hann spilar út með næsta leik sínum. Sjá stöðumynd 19.Rf6+! Kh8! 19...gxf6 hefði leitt um leið til ósigurs eftir 20.exf6. Jafnframt var 19...Bxf6 ekki skyn- samlegt sökum 20.exf6 Dc2 21.Rb3 og hvítur hefur frumkvæðið. 20.Rde4 Dxc4?! Athyglisvert hefði verið að sjá hvernig hvítur hefði svarað 20...gxf6. Sóknarþunginn í því til- viki virðist ekki nægilegur til að réttlæta mannsfórnina: 21.exf6 Bd6 22.Rg5 Dxc4! 23.Dg4 Dc2 og svart- ur stendur til vinnings. 21.Dh5 h6? Enn hefði 21...gxf6 getað hrundið hvítu sókninni, t.d. sleppur svartur fyrir horn eftir 22.exf6 Bd6 23.Rg5 Dc2 og hann stendur með pálmann í höndunum. 22.He3! Hd4?! 22...Dc2 var betra og ekki er ljóst hvernig hvítur getur haldið áfram sókn sinni með viðunandi hætti. 23.Rg5! Eftir þetta verður miklum vandkvæðum bundið að bjarga svörtu stöðunni þar sem hvítur hefur of marga menn í sókninni. 23... Hxf4 23...Hd2 kom til greina en eftir 24.Hg3 verð- ur svartur aðþrengdur í meira lagi og gengur t.d 24...Dc2 ekki upp sök- um 25.Dxh6+!! gxh6 26.Rxf7+ Hxf7 27.Hg8 mát. 24.Hc1! Hf2! Skemmtileg tilraun til að flækja taflið sem setur hvítan í vanda. 25.Hxc4? Mun einfaldari og glæsilegri leið til sigurs var 25.Hg3!! þar sem eftir t.d. 25...Df4 verður svartur mát eftir 26.Dxh6+! gxh6 27.Rxf7+ Hxf7 28.Hg8# 25...Hxg2+ 26.Kf1 Rxc4? Síðustu mistökin en eftir 26...Hxg5 27.Dh4 Rxc4 28.Dxc4 gxf6 29.exf6 Bd6 hef- ur svartur prýðilega stöðu. 27.Rxf7+ Hxf7 28.Dxf7 Rxe3+ 29.Ke1 Rc2+ 30.Kd1 Bf3+31.Kc1 Bxf6 32.exf6 Rd4 33.Bxd4 33.De8+ Kh7 34.f7 hefði hugsan- lega verið betri leið til sigurs. 33...cxd4 34.De8+ Kh7 35.f7 d3 36.Dd8 Bd5 ~36...d2+ gengur ekki upp sökum 37.Dxd2 Hxd2 38.Kxd2 peðið á f7 verður að drottningu í næsta leik. 37.f8=D Hc2+ 38.Kd1 Hxa2 39.Dg8+ Kg6 40.Dde8+ Kf6 41.Def7+ og svartur gafst upp. Flugleiðamenn sigursælir Alþjóðleg samskipti á milli skák- manna, sem starfa hjá flugfélögum, hafa verið í föstum skorðum um margra áratuga skeið. Um hefur verið að ræða tvö aðalmót, auk boðs- og vináttumóta, annars vegar svokölluð Interline skákmót, heims- mót flugfélaga, sem haldin eru ár- lega, og hins vegar ASCA-keppn- ina, sem er útsláttarkeppni, sem tekur tvö ár, hvert mót. ASCA eru íþrótta- og menningarsamtök flug- félaga í Evrópu. Skákmenn Flugleiða hafa verið mjög sigursælir á þessum skákmót- um. Þeir hófu þátttöku í Interline mótunum með sigri árið 1981. Síðan hafa þeir alltaf verið með, utan einu sinni. Þeir hafa sigrað fjórum sinn- um til viðbótar, síðast árið 1987. Síðasta Interline mótið, hið tutt- ugasta í röðinni, var teflt í Honolulu á Hawaii í nóvember sl. og þar urðu Flugleiðamenn í öðru sæti, á eftir Swissair. Þegar þetta er ritað stendur 21. mótið yfir og er teflt um borð í skemmtiferðaskipi á siglingu í Karíbahafinu. Á ASCA-mótunum hefur árang- urinn verið enn glæsilegri. Flug- leiðmenn hófu þátttöku í sjöunda mótinu, 1981–83, og unnu það mót, en hafa síðan unnið fimm af átta mótum, síðast 1997–99. Á löngu tímabili hafa margir góð- ir menn lagt hönd á plóginn, en ekki er á neinn hallað, þegar sagt er, að aðaldriffjöðurin og skipuleggjand- inn í skáklífi Flugleiða hefur verið Hálfdán Hermannsson. Hörður Jónsson hefur frá upphafi verið honum til aðstoðar og Bragi Krist- jánsson hefur verið skákþjálfari Flugleiðamanna undafarna áratugi. Í byrjun apríl á þessu ári hófu Flugleiðamenn vörn ASCA-titilsins með keppni við SAS í Reykjavík. Sveitina skipuðu Andri Áss Grét- arsson, Þráinn Vigfússon, Frímann Benediktsson, Sigurður Sverrisson, Hörður Jónsson og Hálfdán Her- mannsson. Góður sigur vannst, 5-1. Í októberbyrjun vann sama sveit lið frá British Airways, 3½ - 2½. Við skulum nú sjá skák, sem tefld var á öðru borði í keppninni við SAS. Hvítt: Þráinn Vigfússon Svart: StiegArneAlsén Kóngsindversk vörn (breytt leikjaröð) 1. Rf3 Rf6 2. d4 c5 3. d5 d6 4. c4 g6 5. Rc3 Bg7 6. e4 00 7. Bd3 Ra6 8. 00 Rc7 9. h3 Bd7 10. He1 a6 11. a4 Hb8 Svartur hefur teflt byrjunina ónákvæmt og gefið hvíti of frjálsar hendur á miðborðinu. Það var bráð- nauðsynlegt fyrir svart að taka á móti á miðborðinu með því að leika e7-e6, t.d. í 7. leik, og síðan exd5, eða jafnvel 11. -- e5. Önnur góð áætlun, sem svartur sleppir, er að leika Bc8-g4 og skipta á honum fyrir riddarann á f3. Afleiðingar af þessari máttlausu taflmennsku svarts koma nú í ljós. 12. e5! dxe5 Svartur hefði einnig staðið illa að vígi, eftir 12. -- Re8, t.d. 13. a5 b6 14. axb6 Hxb6 15. Ha3 Db8 16. b3 dxe5 17. Re4 f5 18. Rxc5 Bc8 19. Rxe5 Bxe5 20. Hxe5 Rb5 21. Hxe7 Rxa3 22. Bxa3 og hvítur á vinningsstöðu (Lukacs-Stajcic, 1991). 13. Rxe5 Be8? Skársta varnaráætlunin hefði lík- lega verið að leika 13. -- Re8, ásamt 14. -- Rd6, þótt svarta staðan hefði verið þröng og óvirk eftir það. 14. a5 Rd7 15. Rxd7 Bxd7 16. Bg5! Bf6 Ekki gengur 16. -- He8 17. d6 og ekki heldur 16. -- f6 17. Be3 o.s.frv. 17. Bxf6 exf6 18. Re4 -- Hvítur vinnur nú peðið á c5 og þar með hrynur svarta staðan al- gjörlega. 18. -- b5 19. axb6 ep Hxb6 20. b3 Bf5 21. Rxc5 Bxd3 22. Dxd3 Dd6 23. Dd4 Hfb8 24. He3 Re8 25. Hae1 Rg7 26. g4 f5 27. He7 Hc6 Svartur getur ekki beðið að- gerðalaus lengur, því að hvítur hót- ar öllu illu, m.a. 28. Hd7, ásamt 29. Hee7 og 28. Rd7 o.s.frv. Hvítur hefði einnig svarað 27. -- Hc8 með 28. Re6! 28. Re6! -- 28. -- Rxe6 Eftir 28. -- fxe6 29. Dxg7+ og 28. -- Re8 29. Hxe8+ Hxe8 30. Dg7+ er svartur mát. 29. H1xe6 og svartur gafst upp, því að hann á gjörtapað tafl. Einfaldast er 29. -- Dd8 30. He8+ Dxe8 31. Hxe8+ Hxe8 32. dxc6 o.s.frv. Kasparov fer af stað með látum SKÁK W i j k a a n Z e e 13.–28.1 2001 CORUS-SKÁKMÓTIÐ Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson Bragi Kristjánsson EINAR Sigurðsson landsbókavörð- ur undirritaði föstudaginn 5. janúar sl., fyrir hönd menntamálaráðuneyt- isins, heildarsamning við Institute for Scientific Information (ISI) um aðgang Íslendinga að gagnasafninu Web of Science – WoS. Þetta er ann- ar samningurinn sem verkefnis- stjórn um aðgang að rafrænum gagnasöfnum, sem menntamálaráð- herra skipaði á síðastliðnu ári, gerir við eigendur erlendra gagnasafna um aðgang á landsvísu. Sá fyrsti var gerður við Bell & Howell og undirrit- aði Björn Bjarnason menntamála- ráðherra hann þann 11. október sl. fyrir hönd Íslands. Samningurinn við ISI felur í sér aðgang að þremur gagnasöfnum: Arts & Humanities Citation Index- TM 1975-2001, Science Citation Index Expanded® 1970-2001 og Social Science Citation Index® 1970-2001. Gagnasöfn Web of Sci- ence – WoS vísa í efni um 8.600 helstu fræðirita, einkum á ensku, sem gefin eru út í heiminum, birtir útdrætti úr greinum en ekki grein- arnar í heild. Þar er hægt að leita heimilda eftir efni, höfundum og sjá hvar og hverjir hafa vitnað í tiltekn- ar greinar eða höfunda. Gera má ráð fyrir að gagnasöfnin nýtist einkum þeim sem leggja stund á fræði- mennsku og rannsóknir. Slóðin að Web of Science – WoS er: <http:// wos.isiglobalnet2.com> Samningur þessi veitir öllum landsmönnum að- gang að þessum þremur stóru gagnasöfnum svo fremi sem skipt er við innlendar netveitur. Skiptir þá engu hvort tengst er frá heimili, skóla, fyrirtæki eða stofnun. Fimm notendur geta leitað í gagnasöfnun- um samtímis. Samningurinn gildir til ársloka 2002. Árleg greiðsla fyrir aðganginn er um 10 milljónir kr. á ári og er mið- að við að háskólar og bókasöfn greiði sem svarar 75% þess kostnaðar og atvinnulífið 25% kostnaðarins. Verkefnisstjórn um aðgang að rafrænum gagnasöfnum Samið um aðgang Íslands að stóru netgagnasafni MERCEDES Benz C 200 K hefur verið valinn bíll ársins 2001 og hlaut hann verðlaunagripinn Stál- stýrið, sem nafnbótinni fylgir. Að vali á bíl ársins standa DV, Öku- þór, Skjár 1 og Séð og heyrt. Í öðru sæti varð Volvo S60, Lexus IS200 varð í þriðja sæti, Toyota RAV4 í fjórða sæti og Skoda Fabia í því fimmta. Gullvísinn hlaut Volvo S60, sem almenningur valdi á Visir.is. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Hallgrímur Gunnarsson, forstjóri Ræsis hf., með Stálstýrið. Mercedes Benz fær Stálstýrið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.