Morgunblaðið - 27.01.2001, Side 26

Morgunblaðið - 27.01.2001, Side 26
MENNTUN 26 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ NORRÆNA ráðstefnan íBorgarfirði, sem sagt varfrá í síðustu grein (20.1.),var ekki eina norræna ráðstefnan á sviði stærðfræðimennt- unar árið 2000. Tvíæringurinn, eða Biennalen, í Gautaborg í janúar 2000 dró að sér þátttakendur svo þúsund- um skipti. Sænsku tvíæringarnir eru umfangsmestu ráðstefnur sem haldnar eru á þessu sviði á Norður- löndum og þátttakendur koma víða að. Þar er alltaf nokkur fjöldi er- lendra fyrirlesara ásamt innlendum og stór hópur sænskra kennara kynnir starf sitt með myndarlegum sýningum eða verkstæðavinnu. Þessir reglulegu atburðir hafa skipt miklu máli í þróun stærðfræði- kennslu innan Svíþjóðar undanfarna tvo áratugi. Þar eð þeir eru reglulega á tveggja ára fresti, og unnið er stöð- ugt að undirbúningi þess næsta, dettur „dampurinn“ ekki niður og í þróunarstarfi og uppbyggingu allri skiptir það meginmáli. Rannsóknir og menntun stærðfræðinga Þeir fræðimenn, sem halda fyrirlestra á tvíæringunum, stunda sumir rannsóknir á sviði stærðfræði, aðrir á sviði stærðfræði- menntunar. Ástæða er til að staðnæmast nokkuð við muninn á þessu tvennu. Flestir gera sér einhverjar hugmyndir um stærð- fræðilegar rannsóknir þótt margir taki eflaust undir með manninum sem spurði undrandi hvort ekki væri fyrir löngu búið að finna upp alla stærðfræði. Ótvírætt og öflugt táknmál stærð- fræðinnar er bæði einn helsti styrkur hennar sem fræðigreinar en einnig múr sem gerir þeim, sem eru ólæsir á táknmálið, ókleift að skilja inn- takið. Eigi að fjalla um áhugaverð viðfangsefni í stærðfræði verður það að vera á máli sem fólk skilur, eins og reynt er að gera í þáttunum Líf í töl- um (Sjónvarpið á mánudagskvöld- um). Þeir þættir sýna einnig að stærðfræði er í mikilli þróun, ekki síst fyrir tilvist tölvutækninnar. Og reyndar hefur verið sköpuð meiri stærðfræði á síðustu áratugum en í allri sögu mannkynsins fram að þeim tíma. Fræðimenn á sviði stærðfræði- menntunar stunda ekki stærðfræði- rannsóknir í hefðbundnum skilningi, en stærðfræði er engu að síður við- fangsefni þeirra á margvíslegan hátt. Sem dæmi um viðfangsefni okkar, sem vinnum á þessu sviði, eru marg- víslegar rannsóknir varðandi stærð- fræðinám, bæði einstaklinga og í félagslegu samhengi eins og í skólastofum. Almennar kenningar um nám hafa hér vissu- lega nokkuð að segja en eðli og einkenni greinarinnar og þáttur hennar í viðkomandi menningu hefur meiri áhrif á framvindu námsins en margir gera sér ljóst. Þá mætti nefna rannsóknir sem varða þróun stærðfræði eins og hún birtist í verald- arsögunni og áhrif hennar á tækni og menningu, tilefni stærðfræðilegra uppgötvana eða sköpunar og samband stærðfræði við önnur fræðasvið. Viðhorf manna og hugmyndir um stærðfræði og áhrif þessa til ótta eða öryggis eru einnig rannsóknarefni. Til hliðar við slíkt eru ýmsar rannsóknir á kynja- mun eða árangursmun mismunandi kynþátta og menningarheilda. Og að sjálfsögðu hefur tækniþróun undan- farinna þriggja til fjögurra áratuga, og áhrif hennar á nýtingu stærð- fræði og leiðir í stærðfræðinámi, orð- ið mörgum fræðimönnum rannsókn- arefni. Hér er aðeins fátt eitt nefnt en látið nægja að þessu sinni. Margar fræðigreinar, svo sem heimspeki, sálfræði, mannfræði og miklu fleiri mæta stærðfræði í þess- um rannsóknum og gera kleift að skoða viðfangsefni í nægilega fjöl- þættu ljósi til þess að ná nokkrum skilningi á orsakasamhengi. Stærðfræðinám, -kennsla og -menntun Í almennum umræðum eru þessi þrjú orð stundum notuð án mikillar umhugsunar og án þess að gera nægilegan greinarmun á þeim. Stærðfræðinám er iðk- an einstaklings sem er að byggja upp þekk- ingu sína, hugtök og samhengi þeirra, ásamt því að kynnast vinnu- brögðum og ná tökum á þeim. Hann gerir þetta hins vegar ekki einn heldur skipta samskipti við aðra miklu máli, bæði til þess að ná tök- um á því sem ekki lýtur einvörðungu rökfræði- legum lögmálum. þ.e.a.s. hefðum eins og t.d. heitum, táknum og venjum. Sam- skipti við aðra eru einstaklingnum líka mikilvæg til þess að slípa skiln- ing sinn, fá tækifæri til þess að gera grein fyrir honum og leiðum sínum við að leysa stærðfræðilegar þrautir. Að vissu leyti má tala um að einstak- lingurinn sé að „festa hendur á“ eig- in skilningi við það að orða hann og setja fram á röklegan hátt. Stærðfræðikennsla er starf og þeim, sem stunda það starf, er falið og treyst til að skapa umhverfi fyrir stærðfræðinám einstaklinga á mis- munandi aldri, allt frá leikskóla til fullorðinsfræðslu. Sá sem stundar stærðfræðikennslu þarf að þekkja viðfangsefnin og skilja þau vel en það er ekki hans að úthluta leiðunum til að leysa viðfangsefnin, því leit að leiðum til lausna er mikilvægur hluti af stærðfræðináminu sjálfu. Stærð- fræðikennarinn er á margan hátt sjálfur í brennidepli við að opna fyrir þau viðfangsefni og þrautir sem nemendur glíma við, tengja slíkt við það sem þeir þekkja áður, stýra vinnu og umræðum og draga saman það sem kemur út úr vinnu nemenda. En glímuna við við- fangsefnin er ekki hægt að taka frá nem- endum því þá læra þeir lítið sem ekkert. Bitur reynsla af stöðugri mötun á aðferðum og sundurslitnum þekk- ingarbútum er oft af- leiðing þess sem líkleg- ast var vel meint en var í raun bjarnar- greiði. Þriðja orðið, stærð- fræðimenntun, er í þeirri merkingu, sem það er notað hér, nýjast þessara þriggja orða. Það er merkir ekki það sama og stærð- fræðikennsla og er heldur ekki sömu merkingar og menntun í stærðfræði. Það er notað sem heiti fræðasviðs og er þýðing á enska heitinu „mathem- atics education“. Þetta fræðasvið er víðtækara en það sem oft er kallað kennslufræði stærðfræðinnar og við- fangsefnin fjölþættari og fræðilegri. En skilningur á námi og kennslu í stærðfræði grundvallast vissulega á því sem þetta svið felur í sér. Sviðið er ungt en ört vaxandi. Það þarf að sjálfsögðu að heita eitthvað á ís- lensku og fyrir tæpum áratug varð þetta heiti fyrir valinu. Tilurð og vöxtur fræðasviða Þegar talað er um tilurð fræða- sviða ber fyrst að gæta þess að þau verða ekki til af engu. Aðstæður og hugmyndir þróast og stundum getur þetta reyndar gerst hratt við mik- ilvægar uppgötvanir eða sköpun þekkingar. Fjölmörg fræðasvið hafa orðið til á síðustu öldum og sum í lif- andi manna minnum. Fræðasviðið stærðfræðimenntun er eitt þeirra sem hafa einkum mót- ast á síðustu áratugum tuttugustu aldarinnar. Margt er til marks um það. Á sjöunda áratugnum var orðið kleift að sérhæfa sig í framhalds- námi á þessu sviði við ýmsa háskóla. Mismunandi var hvort námið var boðið innan stærðfræðideilda, sál- fræðideilda eða almennra uppeldis- vísinda. Um svipað leyti hófu elstu víðlesnu fræðiritin á sviðinu að koma út í Evrópu og Bandaríkjunum, Educational Studies in Mathematics og Journal for Research in Math- ematics Education. Einnig byrjuðu fræðimenn sem menntast höfðu á einhverjum öðrum sviðum, eins og stærðfræði, sálfræði, heimspeki og víðar, að mynda samtök innan ein- stakra landa, oft í tengslum við félög stærðfræðikennara eða innan ann- arra starfsstétta eins og sálfræð- inga, stærðfræðinga og fleiri. Grundvöllur var þannig myndaður að samstarfi og uppbyggingu, rann- sóknum og fræðilegum kröfum. Í kjölfar þessa hefur sviðið þróast, slitið barnsskónum á áttunda ára- tugnum og vaxið jafnt og þétt yfir í mótað fræðasvið. Engu að síður eru bæði rannsóknir og áherslur ólíkar innan einstakra landa og t.d. eru rannsóknir Frakka, Þjóðverja og Breta á þessu sviði með talsvert ólík- um áherslum og tengjast skólastarfi á mismunandi og mismikinn hátt. Árþúsunda gamall áhugi á stærðfræðikennslu Þótt hér sé talað um ungt fræða- svið er áhugi lærdómsmanna, og reyndar miklu fleiri aðila, á stærð- fræðikennslu gamall. Um þetta bera grísk fornaldarrit vitni og ef við lít- um okkur nær má t.d. sjá þess merki á íslensku í Hauksbók frá upphafi 14. aldar og í skrifum Ólafs Stephensen undir lok 18. aldar. Heimssamtök stærðfræðinga samþykktu í árdaga tuttugustu ald- arinnar að setja nefnd til þess að at- huga hvernig best væri að kenna stærðfræði. Nefndinni, „Internat- ional Commission on Mathematical Instruction“ eða ICMI, var í upphafi ætlað það sem menn töldu vera skýrt afmarkað og vel leysanlegt verkefni. En fljótlega kom í ljós að verkefnið var flóknara en haldið var og ICMI því komið til að vera. Starf ICMI þróaðist hægt framan af öldinni og mótaðist skiljanlega af forystu á hverjum tíma. En með alþjóðlegri umræðu sjötta og sjöunda áratugar- ins, um gildi stærðfræði í tækniþró- un og hagvexti ríkja, sem aftur leiddi beint eða óbeint til þess að fræða- sviðið stærðfræðimenntun mótaðist, óx ICMI smám saman ásmegin og einkum og sér í lagi síðustu tvo ára- tugi. Á þeim árum hefur ICMI gegnt vaxandi hlutverki sem alþjóðlegur vettvangur fræðimanna til að hittast, vinna saman og gefa út fræðirit sem koma m.a. að gagni í grundvallar- vinnu og stefnumótun varðandi stærðfræðinám innan einstakra landa. Eftirtektarverðasti einstaki við- burðurinn á Alþjóðlega stærðfræði- árinu 2000 var heimsþing ICMI, hið 9. í röðinni og fyrsta sem haldið hef- ur verið í Asíu. „International Con- gress on Mathematical Education“ eru almennt fjölsótt þing fræði- manna og kennara. Þingið var haldið í þriggja milljóna manna útborg frá Tókýó sem nefnist Chiba og er mikil tækniborg. Þar standa hlið við hlið stórhýsi fjölmargra stærstu tækni- fyrirtækja heims. Frá Íslandi fóru fimm einstaklingar til Japan vegna þessarar ráðstefnu, en norræni hóp- urinn í heild var yfir hundrað manns. Ástæðan? Jú, við buðum þar form- lega til næsta heimsþings sem Norð- urlöndin munu standa í sameiningu að sumarið 2004. Það verður í fyrsta sinn sem mörg lönd standa saman að þessu heimsþingi og ber það vitni um traust á það samstarf sem byggt hef- ur verið upp á Norðurlöndunum. Hvað eru aðrar þjóð- ir að gera?  Glímuna má ekki taka frá nem- endum því þá læra þeir ekkert  Norðurlöndin standa saman að næsta heimsþingi ICMI árið 2004 Norðurlöndin halda næsta heimsþing stærðfræðinga. Morgunblaðið/Kristinn „Skil ég þetta?“ Mikilvægt er að tengja stærðfræðinám við veruleikann. Mynd af barnanámskeiði í HÍ á stærðfræðiárinu 2000. Líf í tölum IV / Ímynd stærðfræðinnar hefur breyst mikið undanfarin ár, enda hefur verið sköpuð meiri stærðfræði á síð- ustu áratugum en í allri sögu mannkynsins fram að þeim tíma. Anna Kristjánsdóttir heldur hér áfram að veita innsýn í heim stærðfræðinnar í tilefni af þættinum Líf í tölum sem er sýndur á mánudögum í Sjónvarpinu. Anna Kristjánsdóttir ANNA Kristjánsdóttir pró- fessor við Kennaraháskóla Ís- lands heldur hér áfram grein- arflokk sínum Líf í tölum um stærðfræðikennslu sem birtist á laugardögum á menntasíðum Morgunblaðsins. Í næstu grein hennar verður fjallað nánar um heimsþingið í Japan, um stærðfræðikennslu þar í landi og hvað aðrar þjóðir telja sig geta af henni lært. Japan er forn menningarþjóð en stærðfræðikennsla þeirra hefur verið markvisst byggð upp frá lokum síðari heims- styrjaldarinnar og þar er margt áhugavert að finna sem Íslendingar geta eins og aðrir lært af. Greinar um stærðfræði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.