Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ALOE VERA COLON CLEANSE 100% Aloe Vera, náttúrulegur lífrænn vökvi. Hreinsandi, kemur reglu á meltingarveginn, eykur innri vellíðan. ALOE VERA DIGESTIVE AID 100% Aloe Vera, náttúrulegur lífrænn vökvi. Með náttúru- legum meltingar- lífhvötum, bætir meltinguna og eykur vellíðan. ALOE VERA CRANBERRY 100% Aloe Vera, náttúrulegur lífrænn vökvi. Hámarks virkni gegn ýmsum meltingar- truflunum. Með trönuberja- bragði. ALOE VERA VÖKVI 100% Aloe Vera, náttúrulegur lífrænn vökvi. Hámarks virkni gegn ýmsum meltingar- truflunum. VOTTAÐ AF ALÞJÓÐA ALOE VERA VÍSINDARÁÐINU FÆST Í APÓTEKUM OG HEILSUBÚÐUM - FÁIÐ RÁÐGJÖF FAGFÓLKS Á ÚTSÖLUSTÖÐUM Innflytjandi MEDICO ehf. Sími 552 0944. Hvenær varð fyrst vart við kúariðu, hvernig smitast hún í kýr og hvaða áhrif hef- ur hún á þær? Svar: Kúariðu (á ensku BSE, bovine spongiform encephalo- pathy) var fyrst lýst í nautgrip í Bretlandi árið 1986 en nú er álitið að hún hafi ef til vill komið upp á áttunda áratugnum. Vegna þess hve meðgöngutími smits er langur (fimm ár að meðaltali) áður en taugaeinkenni koma fram er erfitt að tímasetja þetta nákvæmlega. Kúariðan stafar eins og aðrir príon-sjúkdómar (til dæmis sauð- fjárriða) af óeðlilegu smitandi prótíni, príon-prótíni, en ekki af veiru. Ári seinna (1987) var ljóst að faraldur var í uppsiglingu og það leiddi til þess að 1988 var bannað að nota sláturafurðir í beina- og kjötmjöl fyrir jórturdýr í Bretlandi. Þannig var reynt að stöðva vítahring smits gegnum fóður. Samt sem áður hafa fundist smituð dýr sem fæddust eftir að fóðurbannið var sett og er það lík- lega vegna þess að breskir bænd- ur fengu að klára birgðirnar og síðan hefur mengað fóður borist í annað fóður sem ekki er framleitt úr jórturdýrum. Þess má geta að á Íslandi setti Páll A. Pálsson, þá- verandi yfirdýralæknir, slíkt bann árið 1978, langt á undan öðrum Evrópuþjóðum. Ekki er ljóst hvernig fyrsta kúariðusmitefnið varð til. Lengi var álitið að kinda- riða hefði borist í fóður handa kúm, en margir vísindamenn efast um að svo sé. Tilraunir með mýs sem sprautaðar eru með kúariðu annars vegar og kindariðu hins vegar sýna að um er að ræða mis- munandi stofna smitefnis með ólík sérkenni. Kúariða gæti þess vegna átt upptök sín í nautgrip. Kúariðan smitast eingöngu með fóðri sem inniheldur sláturafurðir af nautgripum. Faraldsfræðilegir útreikningar sýna að mengað fóð- ur er eina smitleiðin. Smitefnið er smitandi prótín (príon-prótín) á óeðlilegu formi sem er mjög þolið gagnvart hita (132°C blauthita) og niðurbrotsensímum. Tilraunir hafa sýnt að eitt gramm af sýktum vef nægir til þess að smita nautgrip. Við smit er príon-smitefnið tekið upp gegnum meltingarveg og berst þaðan upp í mænu og heila. Við upptöku á óeðlilegu príon- prótíni „ræðst“ aðkomuprótínið í smitefninu á eðlilegt príon-prótín í heila og öðrum vefjum smitaða dýrsins og umbreytir því í sína mynd og þannig koll af kolli. Þá er dýrið farið að framleiða sitt eigið smitefni í heila og mænu þar sem það safnast upp. Lendi dýrið í fæðukeðjunni með fóðri smitar það aðra nautgripi út frá sér. Engar vísbendingar eru um að kúariða smitist milli dýra beint eins og sauðfjárriðan. Þess vegna ætti að vera auðvelt að útrýma kúariðu þegar hringrásin er stöðvuð enda hrapaði tíðni kúariðu hratt í Bret- landi eftir að bann var sett á notk- un beina- og kjötmjöls úr jórt- urdýrum árið 1988. Þegar faraldurinn stóð sem hæst árið 1992 fundust 2.000 ný tilfelli á viku. Nú er faraldurinn að fjara hægt út í Bretlandi með 50 tilfelli á viku á síðasta ári og gert er ráð fyrir 15 tilfellum á mánuði í lok ársins 2002. Í löndum Evrópusam- bandsins hafa menn áhyggjur af að kúariða eigi greiða leið að fólki ef hún berst í sauðfé, samanber tengslin milli kúariðu og nýs af- brigðis af Creutzfeldt-Jacob- sjúkdómnum. Hins vegar bendir ekkert til þess að sauðfjárriða ber- ist í fólk beint. Eftir smit er meðgöngutími sjúkdómsins að meðaltali 5 ár án nokkurra einkenna. Þegar heila- skemmdir hafa náð vissum þrösk- uldi koma einkennin fram: Hegð- unarbreytingar, skyntruflanir og óeðlilegar hreyfingar. Fyrst í stað eru dýrin tortryggin og hrædd og jafnvel árásargjörn („mad cow“). Dýrin virðast vera ofurnæm á hljóð og snertingu. Einnig eru kyrrstaða og hreyfingar óeðlilegar, sérstaklega riða þau að aftan. Eft- ir að fyrstu einkenni koma fram lifir dýrið ekki nema frá tveimur vikum til sex mánaða ef því er ekki slátrað. Flest tilfelli í Bret- landi fundust í mjólkurkúm á aldr- inum 3–6 ára. Hjá þeim hrapar nytin og dýrin horast mjög þótt lystin sé jafnmikil og áður. Engin meðferð er til og ekki er hægt að bólusetja gegn kúariðu frekar en öðrum riðusjúkdómum. Vegna þess að aðrir sjúkdómar, til dæmis hundaæði og eitranir, geta gefið lík upphafseinkenni er sjúkdóms- greining ekki örugg fyrr en við krufningu. Þá koma í ljós svamp- kenndar vökvabólur í heila og mænu og hægt er að lita upp- söfnuð óeðlileg príon-prótín. Ástríður Pálsdóttir, lífefnafræðingur hjá Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum. Af hverju eru annar og þriðji stærsti kaupstaður landsins við hliðina á höfuðborginni á Íslandi? Svar: Þegar skoðuð er saga byggðar á Íslandi almennt og sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu þurfa menn að byrja á að gera sér ljóst að aðstæður til þéttbýlismyndunar eru sérlega góðar kringum Reykjavík. Þar er eitt af allra bestu hafnarstæðum landsins, heitt vatn og kalt innan seilingar, nóg landrými á láglendi, hentug flugvallarstæði, milt veðurfar og svo framvegis. Staðurinn liggur auk þess vel við samgöngum á landi við sveitir Borgarfjarðar og landbúnaðarhéruð Suðurlands, sem eru annars að mestu hafnlaus frá náttúrunnar hendi. Einnig liggur Reykjavík dável við sam- göngum á sjó til útlanda og þar er sjaldan hafís. Ýmsir staðir á land- inu standa að sjálfsögðu betur en höfuðborgarsvæðið í einhverjum af þessum atriðum, en enginn í þeim öllum. Auk þess má nefna að Ís- land ber ekki nema eina stórborg með þeirri þjónustu sem krafist er nú á dögum. Umhugsunarvert er að sum þeirra atriða sem nefnd voru hér á undan hafa einmitt komið við sögu þegar Ingólfur Arnarson valdi sér bústað, til dæmis höfnin og að- gengi frá sjó, heita vatnið, land- rýmið og samgöngurnar. Þegar komið er upp að Suðausturlandi og siglt til vesturs með landinu dreg- ur höfuðborgarsvæðið greinilega að sér athygli sæfarans sem hygg- ur á búsetu. Þannig er engan veg- inn víst að staðarval Ingólfs hafi verið tilviljun. Altítt er í heiminum að tiltölulega stór sveitarfélög myndist utan við kjarnann í höf- uðborgum eða stórborgum. Slíkt á sér oft sögulegar ástæður; á svæð- inu hafa kannski í upphafi verið mörg þorp eða smærri byggðir en þær hafa svo stækkað og að lokum vaxið saman með meiri og þéttari byggð. Hér skulum við hafa hug- fast að fólksflutningar til höf- uðborga og svæða kringum þær eru ekki séríslenskt fyrirbæri. Síðan er það mjög upp og ofan hvernig sveitarfélögin á svæðinu eru skipulögð þegar upp er staðið. Stundum haldast gömlu sveit- arfélögin eða einhver þeirra, að minnsta kosti að nafninu til, þó að aðalborgin hafi kannski vaxið allt í kringum þau og sjálfstæðið því orðið takmarkað í reynd. Sem dæmi um slíkt má taka sveit- arfélagið Frederiksberg sem er í rauninni hluti af Kaupmannahöfn og algerlega samvaxið henni en um leið eitt af stærri sveit- arfélögum Danmerkur. Í stór- borgum eins og London, New York og Boston eru mörg dæmi um ýmiss konar útborgir af þess- um toga. Í öðrum tilvikum verður ein- hvers konar sameining sveit- arfélaga og stundum fer samein- ingin eftir því um hvaða verksvið er að ræða. Þá eru jafnvel mynd- aðar misjafnlega yfirgripsmiklar stjórneiningar á svæðinu þannig að minnstu einingar koma saman í öðrum stærri og svo framvegis. Sem dæmi um samstarf án sam- einingar má nefna almennings- samgöngur þar sem algengast er í seinni tíð að sveitarfélög á stór- borgarsvæðum hafi víðtækt sam- starf um þær þannig að notandinn verði þess varla var að hann sé að fara úr einu bæjarfélagi í annað. Í þessu er höfuðborgarsvæðið und- antekning frekar en regla, að minnsta kosti þegar þetta er skrif- að. Stundum má greina vissan tví- skinnung þegar fjallað er um stór- borgir af þessu tagi og stærð þeirra borin saman. Annars vegar vilja menn þá oft að borgin teljist sem stærst og taka þá allar út- borgirnar með en hins vegar er sveitarfélagið sjálft alls ekki svo stórt. Úr þessu reyna menn síðan að leysa með því að tilgreina tvenns konar stærð borganna, annars vegar kjarnasveitarfélagið sjálft, stundum með einhverri við- bót, og hins vegar allt svæðið með útborgum. Flestum Íslendingum mun vera ljóst af hverju Hafnarfjörður er, að minnsta kosti ennþá, annað sveitarfélag en Reykjavík. Við vit- um til dæmis flest að Hafn- arfjörður og Reykjavík eru bæði tiltölulega gamlir þéttbýliskjarnar á íslenskan mælikvarða. Mörg okkar vita líka að í eina tíð var Hafnarfjörður jafnvel stærri og mikilvægari kaupstaður en Reykjavík. En kannski vefst okkur tunga um tönn ef við eigum að svara þessari spurningu um önnur sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Varla þarf þó að skýra það sér- staklega af hverju Kópavogur var í öndverðu annað sveitarfélag en Reykjavík, því að einhvers staðar hlutu mörk Reykjavíkur að liggja. Hins vegar má auðvitað spyrja af hverju Kópavogur og Reykjavík hafi ekki sameinast einhvern tím- ann á þeim áratugum sem liðnir eru frá því að það kom fyrst til greina. Ástæðurnar eru sjálfsagt margar, þar á meðal sams konar tilfinningalegar ástæður og við sjáum oft að verki gegn samein- ingu sveitarfélaga. En einnig er vert að hafa í huga að hlutföll milli stjórnmálaflokka hafa frá önd- verðu verið talsvert önnur í Kópa- vogi en í Reykjavík. Sameining hefði því getað raskað valda- hlutföllum. Þetta atriði kann raun- ar að koma við sögu víðar því að svo mikið er víst að flokkahlutföll eru oft mismunandi eftir sveit- arfélögum á stórborgarsvæðum. Höfundur þakkar Trausta Vals- syni góðar ábendingar um nokkur atriði svarsins. Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í vísindasögu og eðlisfræði og ritstjóri Vísindavefjarins. Vísindavefur Háskóla Íslands Hvaða áhrif hefur kúariða? Að undanförnu hefur umfjöllunarefni á Vísindavefnum verið af ým,su tagi. Svör hafa verið birt um hafnartíma, blýanta, kúariðu, danskt fet, muninn á teini og öxli, aðgerðir til lækninga á kinnholubólgu, fjölda HIV- smitaðra í heiminum, hver það er sem er sjálfum sér næstur, ástæð- ur fyrir hlutfallslega háum íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins, hvers vegna ekki er lofthjúpur á Merkúríusi, hvers vegna ljós kviknar strax og ýtt er á takka, hvort gæludýr geti smitast af Creutzfeldt- Jakob-sjúkdómnum, hvort til séu álar sem gefa frá sér rafstraum og hvort lögfræðinám sé forritun á ákveðnum hugsunarhætti. Svarið um þann sem er sjálfum sér næstur og fyrra svar um kindur í Fær- eyjum virðast hafa vakið sérstakan áhuga, líklega af því að þau eru í léttum dúr. VÍSINDI Morgunblaðið/Golli Við tjörnina í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.