Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FRAMKVÆMDANEFND um einkavæð-ingu leggur til í skýrslu sinni til sam-gönguráðherra um einkavæðingu ogsölu hlutabréfa ríkisins í Landssíma Ís- lands hf., að sala á hlut ríkisins í fyrirtækinu verði hafin sem fyrst þannig að fyrsti áfangi við sölu á hlutafénu fari fram í vor. Skýrslan, sem er um 130 bls. að stærð, var birt í gær, og inniheldur hún til- lögur nefndarinnar um hvernig standa eigi að sölu hlutafjár í Landssímanum. Fyrirkomulag sölunnar Í þeim kafla skýrslunnar þar sem dregnar eru saman niðurstöður nefndarinnar er sett fram eft- irfarandi tillaga um fyrirkomulag sölunnar: „Ýms- ar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi fyrir- tækisins á síðustu misserum. Aukin samkeppni í fjarskiptum knýr á um að ríkið losi um eignarhlut sinn og að fyrirtækið geti betur brugðist við nýj- um aðstæðum og áherslum. Þá hafa stjórnendur fyrirtækisins lýst áhuga á að geta boðið starfs- mönnum þess að eignast hlut í því líkt og tíðkast hjá samkeppnisaðilum. Nefndin leggur til eftirfar- andi áfangaskiptingu sölunnar: Áfangi 1 Sem fyrr verði höfuðáhersla lögð á sölu til al- mennings í fyrsta áfanga. Salan verði útfærð með svipuðum hætti og við sölu á hlutabréfum í Bún- aðarbanka og Landsbanka í árslok 1999. Nefndin telur ekki ástæðu til að gera upp á milli viðskipta- vina Landssímans og annarra landsmanna við söl- una. Þá eru ýmis rök og venja fyrir því að starfs- mönnum sé boðið að kaupa hlutabréf í fyrsta áfanga sölu. Verð til almennings og starfsmanna miðist við matsverð sem fundið verði með aðstoð sérfræðinga á fjármálamarkaði. Lagt er til að sala til almennings og starfsmanna í fyrsta áfanga verði 14% heildarhlutafjár í fyrirtækinu. Þá er mælt með því að smærri og meðalstórum fjár- festum verði gefinn möguleiki á að bjóða í stærri hluti (allt að 2–3% hverjum) með tilboðssölu sam- hliða sölu til almennings í fyrsta áfanga. Þessi að- ferð hefur verið notuð í undanförnum einkavæð- ingarverkefnum og gefist vel. Lagt er til að þessi hlutur verði 10%. Fyrsti áfangi fari fram vorið 2001 og samhliða fari fram skráning hlutabréf- anna á Verðbréfaþingi Íslands. Áfangi 2 Í öðrum áfanga verði leitað eftir kjölfestufjár- festa með það að markmiði að efla íslenska fjar- skiptamarkaðinn, styrkja fyrirtækið og auka verðmæti þess við seinni sölu. Slíkur fjárfestir yrði valinn með samkeppni, t.d. með lokuðu útboði að loknu forvali. Nokkur erlend símafyrirtæki hafa lýst áhuga sínum á kaupum í Landssímanum. Gerð er tillaga um að þessi hlutur verði 25% og að salan fari fram á síðari hluta árs 2001 en jafnframt er gert ráð fyrir að þessi hlutur geti stækkað í allt að 30–35% í þriðja áfanga sölunnar. Að loknum öðrum áfanga einkavæðingar eigi ríkið 51% hluta- bréfanna en einkaaðilar 49%. Áfangi 3 Lögð verði áhersla á dreifða sölu til almennings og fjárfesta í þriðja áfanga sölunnar. Umtalsverð- ur hluti í fyrirtækinu verði boðinn til sölu á erlend- um mörkuðum samhliða íslenskum markaði og gæti sú sala hafist á árinu 2002. Taka verður tillit til aðstæðna sem verða ríkjandi á hlutabréfamark- aði þegar að ákvörðun um framkvæmd og tíma- setningu þriðja áfanga kemur. Einnig þarf að taka ákvörðun um stærð og umfang sölunnar og hvort hlutabréfum í félaginu (15–20%) verður haldið eft- ir til sölu síðar. Næstu skref Nefndin telur nauðsynlegt að fara vandlega yfir fjárhagslega stöðu fyrirtækisins með tilliti til eig- infjárstöðu þess og eignamála. Rétt er að huga að rekstrarleyfi fyrirtækisins og meta hvort ástæða sé til endurskoðunar og/eða breytinga á því áður en til sölu kemur. Einnig þarf að undirbúa og ganga frá þeim samningum sem nauðsynlegir eru vegna framtíðarhagsmuna ríkisins svo sem vegna eignarhalds á ljósleiðaranum. Nefndin leggur til að frumvarp til laga um heimild til sölu á Landssíma Íslands hf. verði lagt fram á Alþingi í upphafi vorþings 2001. Samhliða verði hugað að breytingum á lögum og reglum varðandi Póst- og fjarskiptastofnun og Sam- keppnisstofnun svo að þær stofnanir geti sinnt sem best því virka eftirlitshlutverki sem þeim er ætlað. Má þar nefna skýrari verkaskiptingu, reglugerð um aðgreiningu kostnaðar, tekjustofna Póst- og fjarskiptastofnunar og hvort stofnuninni beri að leita eftir bindandi áliti samkeppnisyfirvalda við afgreiðslu tiltekinna mála. Loks verður áður en sala hefst að ganga frá setningu nauðsynlegra reglu- gerða á sviði fjarskiptamála og kanna hvort nauðsynlegt sé að breyta gjaldskrár- ákvæðum. Loks leggur nefndin til að frekari und- irbúningur sölu á eignarhlut íslenska ríkisins í Landssíma Íslands hf. hefjist nú þegar og m.a. verði hafist handa við verðmat fyrirtækisins með aðstoð innlendra og/eða erlendra sérfræðinga. Nánari undirbúningur sölunnar sjálfrar fari sam- hliða fram af hálfu samgönguráðuneytisins og framkvæmdanefndar um einkavæðingu,“ segir í skýrslu einkavæðingarnefndar. Leita tilboða í verðmat hjá sem flestum fjármálafyrirtækjum Í umfjöllun nefndarinnar um framkvæmd einkavæðingar Landssímans kemur fram að nokkrar mismunandi aðferðir séu mögulegar við verðmat á hlutabréfunum. Í skýrslunni segir að á þeim tíma sem nefndin hafði við undirbúning til- lagna vegna sölu á Landssímanum hafi fjöldi er- lendra fyrirtækja komið til fundar við nefndina og lýst áhuga sínum á að annast verðmat og grein- ingu á fyrirtækinu. Þar á meðal séu nokkur af virt- ustu fyrirtækjunum á þessu sviði. Einnig hafi inn- lendar fjármálastofnanir, í sumum tilvikum í samstarfi við erlenda aðila, lýst áhuga sínum. „Það er álit nefndarinnar að í ljósi stærðar Landssímans sé rétt að leita tilboða í verðmat hjá sem flestum fjármálafyrirtækjum sem lýst hafa áhuga sínum á verkefninu. Til grundvallar vali geta legið annars vegar kostnaður við verðmatið og hins vegar reynsla og hæfi bjóðenda. Nefndin telur að „Book building“ aðferðin henti naumast hér á landi þar sem hópur fjárfesta sé ekki nægi- lega stór til að marktæk verðmyndun eigi sér stað. Þetta er þó atriði sem vel kemur til greina að skoða nánar í samstarfi við sérfræðinga á þessu sviði þegar kemur að framkvæmd sölunnar,“ segir í skýrslunni. Skráning á Verðbréfaþingi og erlendum mörkuðum Einkavæðingarnefnd leggur til að Landssíminn verði skráður á Verðbréfaþing Íslands samhliða sölu og á erlendum markaði. Um það segir m.a. í skýrslunni: „Verðbréfaþing Íslands hefur vaxið mjög á undanförnum árum. Sérstaklega hefur þessi þróun verið hröð á undanförnum tveimur ár- um. Augljósir kostir þess að skrá hlutabréf Landssímans á Verðbréfaþingi Íslands eru þeir að almenningur hér á landi hefur betra aðgengi að þessum markaði heldur en erlendum. Almenning- ur og fjárfestar hér á landi eru líklegastir til að halda uppi stöðugum viðskiptum með hlutabréf fyrirtækisins.“ „Þrátt fyrir að skráning Landssímans á Verð- bréfaþingi Íslands hafi ýmsa kosti mælir ýmislegt með því að skrá fyrirtækið jafnframt erlendis. Telja verður líklegt að skráning á erlenda markaði myndi skila sér í meiri veltu með hlutabréf í félag- inu þar sem fjöldi fjárfesta yrði væntanlega meiri. Meiri eftirspurn eftir bréfunum kynni að skapa hærra verð. Síðast en ekki síst er mikilvægt að innleiða þann aga og þær hefðir sem mótast hafa á erlendum verðbréfamörkuðum bæði gagnvart fjárfestum og fyrirtækinu sjálfu. Aginn fæst bæði með aðgerðum kauphallanna og með umfangs- meiri greiningu á fyrirtækjum frá þingaðilum og fjárfestingarbönkum,“ segir þar ennfremur. Bent er á að Verðbréfaþing Íslands hefur ný- lega gerst aðili að NOREX, samstarfi kauphalla á Norðurlöndum. Telur nefndin að skráning hluta- bréfa Landssímans á Verðbréfaþingi með þátt- töku í NOREX muni uppfylla þarfir fyrirtækisins við fyrsta áfanga sölunnar. Er því lagt til að sam- hliða undirbúningi sölunnar verði undirbúin skráning fyrirtækisins á Verðbréfaþingi. Hærra verð ef umtalsverður hlutur er seldur einum aðila Einnig er farið yfir ýmis sjónarmið varðandi sölu á umtalsverðum hlut í fyrirtækinu til eins að- ila. Þar segir að ýmis rök hnígi að því að sala á um- talsverðum hlut til eins aðila leiði til hærra verðs fyrir hlut ríkisins í Landssímanum. Líklegt sé að stór fjárfestir sé tilbúinn að borga gott verð fyrir hlut sem tryggi stjórnunarleg áhrif í fyrirtækinu og einnig sé líklegt að hagræði af samstarfi við kjölfestufjárfesti auki tiltrú annarra fjárfesta á fyrirtækinu og skili ríkinu þannig hærra verði fyr- ir þá hluti sem eftir standa. „Nefndin telur þetta atriði mikilvægt sér í lagi ef hlutabréf í Lands- símanum verða skráð á erlendum verðbréfamarkaði. Í ljósi þess sem að framan er sagt leggur nefndin til að leitað verði eftir kjölfestufjárfesti til að kaupa umtalsverðan hlut í Landssímanum (25–35%) og að meginmarkmiðin verði að leiða sam- an tvö fyrirtæki sem notið geti samstarfs á sviði fjarskipta og treyst þannig verðmæti Landssím- ans. Ef ákvörðun verður tekin um að ríkið leiti eft- ir kjölfestufjárfesti leggur nefndin áherslu á að slíkur aðili verði valinn með samkeppni, t.d. með lokuðu útboði að loknu forvali. Með slíku útboði er stuðlað að því að hagstætt verð fáist fyrir hlut rík- isins og að kaupin hafi í för með sér ávinning fyrir Framkvæmdanefnd um einkavæðingu telu Almen getu Samanburðar- útboð á leyfum fyrir þriðju kynslóð farsíma TENGING ÁRANGURS OG LAUNA AUKIÐ AÐHALD ÓUMFLÝJANLEGT Skýrsla sendinefndar Alþjóða-gjaldeyrissjóðsins um íslenzkefnahagsmál dregur að mörgu leyti upp jákvæða mynd af ástandi hagkerfisins. Stofnunin er þeirrar skoðunar að það hafi styrkzt til muna síðastliðinn áratug, sem megi þakka breyttum áherzlum í hagstjórninni. M.a. þakkar stofnunin góðan árangur í efnahagsmálum Íslendinga stað- festu stjórnvalda í að treysta stöðu ríkisfjármála og efla samkeppni með því að opna markaði og selja ríkisfyr- irtæki. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur þó ýmsar blikur á lofti. Ofþensla og viðskiptahalli hafi sett um of mark sitt á uppsveiflu efnahagslífsins. Fyrri spádómar sendinefndarinnar um hættu á ofþenslu, yrði aðhald efnahagsstefnunnar ekki aukið, hafi gengið eftir. Sendinefnd sjóðsins bendir rétti- lega á hinn mikla viðsnúning í rík- isfjármálum á síðasta áratug liðinnar aldar; að kerfislægum halla hafi verið snúið í afgang. Enginn velkist í vafa um að staða ríkissjóðs er nú sterkari en um langt árabil. Engu að síður segir í skýrslunni að aðhald í ríkis- fjármálum hefði mátt vera enn meira sl. þrjú ár í ljósi þeirrar ofþenslu, sem hlotizt hafi af mikilli aukningu einka- neyzlu. Slíkt hefði auðveldað að halda aftur af innlendri ofþenslu og draga úr viðskiptahalla með beitingu pen- ingastefnunnar. Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn bendir á að ríkisútgjöld hafi farið fram úr fjárlögum í öllum stærri málaflokkum undanfarin ár og horfur séu á að það sama gerist í ár, m.a. vegna afturvirkra greiðslna til öryrkja og vegna launahækkana framhaldsskólakennara. Í skýrslunni eru stjórnvöld hvött til að mæta þess- um ófyrirséðu útgjöldum með niður- skurði annarra útgjalda, frestun op- inberra framkvæmda og öflugra útgjaldaeftirliti. Óhætt er að taka undir þessar ábendingar Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. Ljóst er að sterk staða ríkissjóðs nú er að stærstum hluta auknum skatttekjum í góðærinu að þakka. Þótt náðst hafi mikilsverður árangur í að ná tökum á sjálfvirkri eða „kerf- islægri“ útgjaldaþenslu hafa útgjöld ríkisins samkvæmt fjárlögum hækk- að jafnt og þétt að raungildi undan- farin ár. Hættan er sú að þegar hægir á vexti efnahagslífsins dragist skatt- tekjurnar hratt saman en hægar gangi að ná tökum á gjaldahliðinni. Það er því óumflýjanlegt að auka að- haldið í ríkisfjármálunum nú þegar, meðal annars í ljósi hinna nýtilkomnu viðbótarútgjalda. Af viðbrögðum Geirs H. Haarde fjármálaráðherra við skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins, sem komu fram í viðskiptablaði Morgunblaðsins á fimmtudag, verður ekki annað ráðið en að ráðherrann sé sammála ábendingum stofnunarinn- ar og að tekið verði á vandanum. Stjórnendur fyrirtækja hafalöngum velt því fyrir sér með hvaða hætti megi nýta krafta starfs- fólks sem best. Laun eru vitaskuld helsti hvatinn, sem notaður er til að fá launþega til að leggja sitt af mörkum, en oft er málið ekki svo einfalt, og hafa menn leitað ýmissa annarra leiða. Nýlega hélt Félag viðskipta- fræðinga og hagfræðinga ráðstefnu um ýmsar hliðar árangurstengingar launa. Á ráðstefnunni var rætt um það hvernig laun virkuðu sem hvati, áhrif kaupréttarsamninga og hvernig nokkurs konar virðisaukakerfi megi nota til að fá starfsmenn til að hegða sér líkt og eigendur. Þá greindu fulltrúar Íslandsbanka-FBA og Teymis frá reynslu fyrirtækja sinna af árangurstengingu launa og annarri hvatningu á vinnustað. Randver C. Fleckenstein, stjórnun- arráðgjafi hjá Deloitte & Touche, sagði að umdeilt væri hvort laun nýtt- ust sem hvatning til starfsmanna um að gera vel. Oft væri nóg að mæla ár- angur og setja markmið. Ekki þyrfti endilega að greiða mönnum fyrir að ná því. Vísaði Randver til þess að að- eins í 15% tilvika skiptu starfsmenn um vinnu vegna þess að laun og hlunnindi væru ekki samkæppnishæf. Oftast væri ástæðan skortur á tæki- færum til starfsframa og viðurkenn- ingu fyrir unnin störf. Á ráðstefnunni kom fram að hjá Ís- landsbanka-FBA og þá sérstaklega FBA hefði komið fram hugarfars- breyting frá fyrsta degi eftir að tekið var upp árangurstengt kerfi. Starfs- menn hjá FBA hefðu farið að hugsa um alls kyns kostnað og áhugi á rekstrarafkomu bankans hefði aukist. Einnig kom fram ánægja hjá full- trúa Teymis, sem sagði að mikil áhersla væri á fjölbreytni í starfi auk þess sem stefna fyrirtækisins væri fjölskylduvæn, miðað við að vinnutími væri ekki of mikill og sérstakt leik- herbergi hefði verið útbúið fyrir börn. Árangurstenging er góðra gjalda verð og vissulega er nauðsynlegt að sýna starfsfólki með einhverjum hætti að stjórnendur kunni að meta það, sem vel er gert. Fyrirkomulag slíkrar tengingar launa og árangurs verður hins vegar að vera sanngjarnt. Það má til dæmis ímynda sér að á tím- um hagvaxtar og uppgangs hafi starfsmenn fjárfestingarfyrirtækja ekkert við árangurstengingu að at- huga. Þegar harðnar á dalnum getur hins vegar verið erfiðara fyrir starfs- menn að ná tilætluðum árangri þótt þeir leggi nákvæmlega jafnhart að sér og áður. Ríkisstjórnir stórvelda geta staðið máttvana frammi fyrir öfl- um markaðarins og því ljóst að einn starfsmaður fær ekki miklu áorkað þegar markaðir hrynja. Árangurs- tenging þarf því að miðast við þá þætti, sem starfsmaður ræður ein- hverju um. Um leið verða stjórnendur fyrirtækja að hafa í huga að peningar eru ekki allt og tillit til þátta á borð við fjölskyldu geta einnig skipt sköp- um þegar hvetja skal starfsfólk til dáða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.