Morgunblaðið - 27.01.2001, Page 41

Morgunblaðið - 27.01.2001, Page 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 41 GÓÐ tíðindi fyrir ís- lenska leiklist hafa borist af vettvangi Reykjavíkurborgar. Með samningi þeim, sem borgin gerði ný- verið við Leikfélag Reykjavíkur, er loks reynt fyrir alvöru að höggva á þann hnút sem hefur alltof lengi hert að rekstri Borg- arleikhússins og drep- ið listsköpun þar í dróma. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borg- arstjóri á skilið lof fyr- ir það hvernig tekið hefur verið á þessu máli undir hennar forystu. Það eru einnig ánægjulegar fréttir að borgin ætli að auka fram- lög til sjálfstæðrar leikstarfsemi. Upphæðin mætti að vísu vera miklu hærri, satt er það. Engu að síður er þetta skref í rétta átt sem er engin ástæða til að vanþakka. Eins og öllum er kunnugt hefur nú um langa hríð verið mikil gróska í starfi þess leikhúsfólks sem vinnur mest utan hinna gamalgrónu stofn- ana. Í þeim röðum er að finna marga hæfileikamenn, suma með áratuga reynslu að baki, sem fæstir búa við boðleg starfsskilyrði. Borg- in leysir ekki úr öllum vanda þeirra með frumkvæði sínu, en hún gefur þó gott fordæmi sem ríkis- valdið mætti ekki síst taka til sín. Framlög þess hækkuðu nú ekk- ert á milli ára sem er vitaskuld algerlega óviðunandi. Nú í vikunni hefur Morgunblaðið birt tvö viðtöl við Magnús Geir Þórðarson, leikhús- stjóra Leikfélags Ís- lands. Magnús Geir fer mikinn í þessum viðtölum og í því síð- ara, á fimmtudaginn var, lætur hann falla orð sem geta ekki staðið athuga- semdalaust. Þar lýsir hann því sem sagt blákalt yfir, að Leikfélag Ís- lands eigi að hafa sérstakan for- gang að opinberu fé. Nú gæti ég sagt sitthvað um listrænan feril þessa unga leikhúsmanns og fram- göngu hans í fjölmiðlum, sem ég mun þó spara mér að sinni. Hitt vita allir, sem fylgst hafa með frammistöðu hans og félaga hans í Iðnó, að þeir hafa ekki á nokkurn minnsta hátt sannað verðleika sína umfram aðra í sömu stöðu, öðru nær. Kröfur þeirra um tugmilljóna styrki af almannafé bera vott um slíka frekju að annað eins hefur sjaldan sést í íslensku leikhúsi. Álíka glórulaus er sú hugmynd þeirra að auðtrúa fólk úti í bæ, sem hefur einhverja fjármuni aflögu, fari að fleygja þeim í hendurnar á þeim. Það hugarfar, sem kemur fram í viðtali Morgunblaðsins við Magnús Geir, er íslenskri leiklist ekki til framdráttar. Leikhúsfólk þarf að standa saman um að knýja stjórn- völd til að leysa vanda sjálfstæðu leikhúsanna á viðunandi hátt. Heimtufrekja og hroki í garð starfsbræðra eru aðeins vatn á myllu þeirra sem telja eftir allan stuðning við listir í landinu. Framfaraskref og frekjulæti Jón Viðar Jónsson Höfundur er leikhúsfræðingur. Leiklist Kröfur þeirra um tugmilljóna styrki af almannafé bera vott um slíka frekju, segir Jón Viðar Jónsson, að annað eins hefur sjaldan sést í íslensku leikhúsi. ÉG SIT á skrifstofu minni við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar – glugginn er lokaður. Fyrir utan er ærandi hávaðinn af bílaumferð- inni. Göturnar eru auð- ar, eins og mestallan veturinn, og þurrar og nagladekkin þyrla upp svifryki, örfínu ryki, sem fer í lungu fólks. Fyrir vikið liggur mengunarslikja yfir borginni. Þegar horft er til Esjunnar sést að gular skýjaslæður hafa sveip- að rætur hennar. Sú sýn er ekki að- eins fjarska ófögur, heldur erum við borgarbúar á sama tíma að anda að okkur þessu fyrirbæri, þótt við vitum ekki af því. Þetta er sú upplifun sem borg- arbúar, er hafa stært sig af sinni hreinu borg, verða æ meira varir við eftir því sem bílaeign fer vaxandi og notkun nagladekkja í hlutfalli við hana. Hávaðinn lýtur sömu lögmál- um, naglaöskrið hækkar og hvert há- vaðametið af öðru er slegið í mæl- ingum. Þetta er ekki lengur tilfinningamál eða skoðun sértrúarhópa. Hér er um mælanlega staðreynd að ræða, sem við þurfum að bregðast við svo við brjótum ekki í bága við skilmála Evr- ópusambandsins um hert viðmiðun- armörk vegna rykmengunar. Svo kemur sumarið Tilkynningar hljóma í útvarpi og Umferðarráð fer á neyðarvakt til að stýra umferð frá þeim svæðum sem verst urðu úti í hamförum vetrarins. Engum er skemmt og fáir skilja hvers vegna verið er að gera við sömu göturnar ár eftir ár – ekki heldur þeir sem beinlínis heyrðu naglana sína spæna upp malbikið allan veturinn. Ef hægt væri að réttlæta þau ósköp sem að framan er lýst og styðja notkun nagladekkja haldbærum rök- um gæti verið erfitt að bregðast við. Rökstuðningurinn er bara alltof fátæklegur. Nagladekk er barn síns tíma, aðferð sem leysti vanda hér áður fyrr þegar aðrir kostir voru ekki fyrir hendi og aðstæður með allt öðr- um hætti – þau tilheyra annarri kynslóð. Flesta daga vetrar- ins er ekið á auðum göt- um og þessa örfáu daga, þegar þær að- stæður skapast að nagladekk hafa vinn- inginn fram yfir góð vetrardekk, er upplagt að taka strætó. Notkun nagladekkja byggist á gömlum vana – á gamalli þjóðtrú. Ný kynslóð vetrardekkja Það þykir við hæfi að tala um nýjar kynslóðir þegar tæknin er annars vegar. Eldri kynslóðir deyja þá fljót- lega út og þykja hallærislegar. Sama á við um dekk. Hönnun þeirra er tæknimál á hæsta stigi – ný tækni og þekking kemur í stað eldri. Þannig er því farið með naglalausu dekkin frá Bridgestone, Blizzak eins og þau heita, sem hafa yfirleitt verið kölluð loftbóludekk í umræðunni hér á landi. Blizzak-dekkin eru sérstaklega hönnuð með vetraraðstæður á norð- lægum slóðum í huga – það eitt segir heilmikið. Það sem aðgreinir þau frá öðrum dekkjum er að slitflötur loft- bóludekkjanna er búinn til úr gúmmí- blöndu með óteljandi örsmáum loft- bólum í. Þegar ekið er á snjó og ís myndast örþunn ísfilma undir dekkjum, hverr- ar gerðar sem þau eru. Blizzak-dekk- in soga þetta vatn hins vegar í sig þannig að snertiflötur þeirra er alltaf stamur. Auk þess gera loftbólurnar það að verkum að þúsundir hvassra brúna grípa í yfirborð vegarins. Þessa eiginleika hafa dekkin svo lengi sem þau endast á annað borð. Menn geta svo ímyndað sér hvort það sama megi segja um nagla, sem verða smám saman eftir í malbikinu. Í umræðunni um skaðsemi nagla- dekkja hér á landi er svokölluðum harðkornadekkjum yfirleitt stillt upp sem kosti gegn nagladekkjum. Til að mynda rakst ég á bréf í máli, sem fyr- irtæki hefur höfðað gegn Landssím- anum. Það fyrirtæki hafði verið lægst í útboði Landssímans varðandi dekkjakaup, en þar sem Landssím- inn tók þá ákvörðun að kaupa nagla- laus vetrardekk telur fyrirtækið sig ekki vera skuldbundið lægstbjóðanda því hann gat ekki boðið upp á þann kost. Ég þarf ekki að taka efnislega af- stöðu til þess ágreinings sem ríkir milli þessa tveggja fyrirtækja. Bendi hins vegar á, að ef Lands- símanum er á annað borð gert að fara í útboð með dekkjaviðskipti sín þá geri hann það líka þegar viðfangsefn- ið er naglalaus dekk. Niðurstaðan í þessu máli varð sú, að vegna þess að Landssíminn keypti harðkornadekk á bíla sína var það látið átölulaust. Hér að ofan var gerð grein fyrir eiginleikum Blizzak-loftbóludekkj- anna, sem eru framleidd af Bridge- stone, einum stærsta og virtasta dekkjaframleiðanda í heimi. Allar þær fullyrðingar eru studdar ítarleg- um rannsóknum og prófunum sem eru viðurkenndar um allan heim. Harðkornadekkin íslensku byggj- ast hins vegar ekki á álíka umfangs- miklum rannsóknum, þótt fram- leiðsla þeirra og hið íslenska hugvit sé allrar virðingar vert. Ég skora því á forsvarsmenn sveita og bæja, stjórnendur stórra og smærri fyrir- tækja og almenning að hitta naglann á höfuðið – rota þessa naglaþjóðtrú og prófa naglalausu vetrardekkin frá Blizzak – þá getum við öll andað létt- ar. Hittum nagl- ann á höfuðið Haukur Magnússon Loftbóludekk Dekkin eru sérstaklega hönnuð, segir Haukur Magnússon, með vetr- araðstæður á norð- lægum slóðum í huga. Höfundur er markaðsstjóri Bræðranna Ormsson. EINHVERJU sinni var sagt að samgöngur væru samfélagsmál en ekki einkamál. Ég tók það alvarlega. Þess vegna hef ég stundum bent á, þegar kemur að umræðunum um Reykjavíkurflugvöll eða um þungaflutninga á vegum landsins í stað skipaflutninga, að menn þurfi að reikna með nýtingu bíla, vegakostnaði og meng- un af bílanna völdum þegar bornir eru sam- an ýmsir kostir. Með þessu á ég við að okkur ber skylda til þess að taka tillit til kostnaðar við ekinn kílómetra á mann og/eða tonn í þessum vangaveltum. Með þessu á ég líka við að aukinn útblástur bíla er ekki einkamál hvers og eins og hann er ekki heldur einkamál Íslendinga. Í málefnum tengdum Reykjavíkurflugvelli þarf líka að skoða og reikna hverju hver kostur veldur þegar horft er til umferðar til og frá flugvelli, lengri flugtíma o.fl. Nú nýlega var opin- beruð úttekt nefndar undir forystu Stefáns Ólafssonar prófessors handa Reykjavíkur- borg. Sé hún skoðuð kemur í ljós að þar er aðeins tekið tillit til tveggja umhverfis- þátta: Umhverfisröskunar við gerð flugvallar og umhverfishávaða. Gott en allsendis ófullnægjandi. Ég hélt að nefnd sem vill láta taka sig mjög alvarlega skoðaði samgönguteng- ingar til og frá flugvelli, mengunar- þáttinn og vegaþáttinn. Að öðrum kosti er álit nefndarinnar ríflega hálfnað verk, kostirnir vafasamir og nútímahugsun í umhverfismálum fjarri. Verði kostir í fyrirhugaðri at- kvæðagreiðslu lagðir fram án at- hugana á fyrrgreindum efnisatrið- um gæti ég ekki tekið þátt í henni. Samgöngur í lausu lofti Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er jarðeðlisfræðingur og ráðgjafi. Flugvallarmál Verði kostir í atkvæða- greiðslu lagðir fram án athugana, segir Ari Trausti Guðmundsson, gæti ég ekki tekið þátt. FYRIR Alþingi hef- ur verið lagt frumvarp til laga um félagsþjón- ustu sveitarfélaga, þar sem gert er ráð fyrir að sveitarfélögin taki yfir rekstur málaflokks fatlaðra sem nú er á hendi ríkisins. Verði frumvarp þetta að lög- um hefur undirritaður, sem starfsmaður á sambýli fyrir fatlaða, áhyggjur af hlutskipti starfsmanna sem vinna við þennan málaflokk. Í febrúar 1999 skip- aði félagsmálaráðherra nefnd til „að fjalla um stöðu starfsmanna sem vinna að málefnum fatlaðra við yfirtöku sveitarfélaga á þjónustunni“ og er formaður hennar deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu. Nefnd þessi hefur ekki lokið verkefni sínu. Langflestir þeirra sem vinna við málaflokk fatlaðra eru félagsmenn í Starfsmannafélagi ríkisstofnana (SFR), samkvæmt könnun voru þeir 73% í fyrra eða alls 714 einstakling- ar. Flestir þeirra eru ófaglærðir stuðningsfulltrúar. Stuðningsfull- trúar starfa sem sérdeild innan SFR og vilja vera það áfram. Í bréfi SFR til félagsmálaráðuneytisins dags. 23. júlí 1996 var meðal annars komið á framfæri ósk stuðnings- fulltrúa um að fá að halda saman sem hóp- ur innan SFR, hvað sem verkefnaskipt- ingu ríkis og sveitar- félaga líður í framtíð- inni. Ráðuneytið hefur ekki svarað bréfinu, en ósk okkar var síðan ítrekuð í bréfi dags. 17. nóvember 1996 til Ólafs Arnar Haralds- sonar, formanns nefndar um endur- skoðun á lögum um málefni fatlaðra. Valréttur félagsmanna Í bréfi SFR til félagsmálaráðu- neytisins dags. 3. feb. 1999 var síðan enn ítrekuð stefna SFR í málinu og vísað til ofangreindra bréfa varð- andi réttindi starfsmanna, en eðli- legt er talið að starfsmenn hafi val um að vera áfram innan SFR eða í viðkomandi bæjarstarfsmanna- félagi. Starfsmönnum í heilbrigðis- þjónustu var tryggt slíkt val þegar flutt voru verkefni frá sveitarfélög- um til ríkis 1990–1991 (á grundvelli laga nr. 75/1990 um breytingar á lögum nr. 59/1983 um heilbrigðis- þjónustu). Nú á að flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga, það er málaflokk fatl- aðra. Starfsmönnum þess mála- flokks ber sama valfrelsi um félags- aðild nú ef gæta á jafnræðis við það sem gert var 1989–1990. Við flutning málaflokksins er nauðsynlegt að starfsmenn haldi félagaréttindum sínum, lífeyrisrétt- indi verði tryggð óbreytt og einnig þarf að tryggja að SFR haldi áfram rétti til kjarasamningsgerðar fyrir þessi störf. Augljóst er að margt er enn ófrá- gengið um stöðu starfsmanna við flutning á málaflokki fatlaðra til sveitarfélaga ef af verður. Við laga- setninguna verður að tryggja stöðu okkar starfsmannanna og eðlilegt að gengið verði frá þeim atriðum áður en frumvarp um félags- þjónustu sveitarfélaga verður að lögum. Á að fórna stuðnings- fulltrúum? Frímann Sigurnýasson Frumvarp Margt er enn ófrágeng- ið um stöðu starfs- manna, segir Frímann Sigurnýasson, við flutn- ing á málaflokki fatlaðra til sveitarfélaga. Höfundur er stuðningsfulltrúi og stjórnarmaður í SFR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.