Morgunblaðið - 27.01.2001, Síða 44

Morgunblaðið - 27.01.2001, Síða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Halla Eyjólfs-dóttir fæddist á Fiskilæk í Melasveit 1. júlí 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 18. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Eyjólfur Sigurðsson, f. 3. apríl 1891, d. 31. júlí 1971, bóndi á Fiskilæk og Sigríður Böðvarsdóttir, f. 5. júní 1891, d. 16. september 1977. Systkini Ástu voru: 1) Unnur, f. 17. nóv- ember 1916, d. 20. s.m. 2) Sig- urður Víglundur, f. 17. mars 1918, bóndi á Fiskilæk, ókvænt- ur. 3) Guðrún Unnur, f. 22. nóv- ember 1919, gift Herði Bjarna- syni, þau búa á Akranesi. 4) Böðvar, f. 4. október 1921, d. 10. september 1984, var kvæntur Önnu Margréti Sigurðar- dóttur, þau bjuggu á Saurbæ, Kjalar- nesi. 5) Jón, f. 28. janúar 1929, bóndi á Fiskilæk, ókvæntur. Halla var gift Haraldi Hákonar- syni, f. 19. júlí 1923, þau bjuggu á Fiski- læk. Foreldrar hans voru Hákon Hall- dórsson, f. 12. des- ember 1873, d. 13. mars 1951, og Petr- ína Narfadóttir, f. 13. nóvember 1892, d. 7. desember 1992. Útför Höllu fer fram frá Saurbæ, Hvalfjarðarströnd, í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í heimagraf- reit á Fiskilæk. Elsku Halla mín, þegar haustar að, grasið sölnar og laufin falla, þá stendur náttúran berskjölduð frammi fyrir ógn vetrarins, þannig líður mér í dag þegar ég kveð þig og leiðir okkar skiljast. Frá því að við kynntumst hefur þú verið verndarengillinn minn, huggað mig og glatt, þú varst viðstödd fæðingu dóttur minnar og vaktir síðan yfir öllum börnunum mínum eins og þú værir amma þeirra. Ef eitthvað bjátaði á, þá leitaði ég til þín og þú reyndist alltaf sannur vinur og leystir allan vanda. Ástúð þín og umhyggja fyrir mér og mínum var besta veganesti sem ég hef fengið. Nú eru liðnir tveir áratugir síðan ég kom til dvalar hjá ykkur Halla á Fiskilæk. Endurminningarnar frá þeim tíma líða í gegnum hugann, allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman við leik og störf, þú kryddaðir tilveruna með glað- værð þinni og glettni. Þrátt fyrir að árin liðu og ég færi að búa þá slitn- aði aldrei leyniþráðurinn sem var á milli okkar og ég er mjög þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk að hafa þig hérna hjá mér í lokin. Guð geymi þig, Halla mín, um alla eilífð. Kæri Halli minn og aðrir að- standendur, á sorgarstundu votta ég ykkur mína dýpstu samúð. Áslaug Sveinsdóttir. Það er komið að kveðjustund. Þegar við bræðurnir setjumst niður til að minnast frænku okkar og vin- konu, Höllu á Fiskilæk, kemur margt upp í hugann. Við munum eftir þér, Halla, frá því við vorum litlir strákar. Við vorum ekki háir í loftinu þegar við komum að Fiski- læk. Þangað var alltaf gott að koma og spjalla við þig í eldhúsinu um heima og geima, um kindurnar og sauðburðinn, heyskapinn, bíla og vélar og ekki síst um daginn og veginn. Þú talaðir alltaf við okkur eins og fullorðna menn og lést sem við hefðum vit á þessu og hinu. Okkur fannst líka alltaf mjög spennandi að skoða lyklakippurnar þínar og eldspýtustokkana sem þú safnaðir. Þú varst lagin í höndunum og hafðir gaman af að búa til merki í eyrun á kindunum. Áttir þú til þess sérstakar græjur og gerðir stundum álmerki fyrir okkur í kindurnar okkar. Það þótti okkur mjög skemmtilegt. Þú varst mjög sérstök kona, Halla. Engin sem við þekktum klæddist flesta daga gallabuxum og vinnuskyrtu, enda varstu mikill bóndi í þér. Það var hrein unun að sjá þegar þú hjálp- aðir lömbunum að komast í heim- inn, en það var oft sem þú varst fengin til að aðstoða kindur við burð. Þar varstu á heimavelli. Það var sama hver hringdi, alltaf varstu mætt á staðinn og klár í slaginn. Eflaust hefðir þú orðið dýralæknir ef þér hefði gefist tækifæri til. Þú varst alltaf mjög heimakær kona og ferðaðist ekki mikið af bæ. Ein- staka sinnum fórst þú til Reykja- víkur, en þér fannst alltaf best að vera heima. Stundum komst þú til okkar í Vogatungu, en þér þótti mjög vænt um þann stað. Þótt það tæki stundum smátíma að fá þig til að koma hafðir þú mjög gaman af að vera þegar á hólminn var komið. Þú lékst við hvern þinn fingur og sagðir skemmtilega frá, enda vel lesin og hnyttin í frásögn. Við þökk- um þér fyrir þessar góðu minning- ar. Þær lifa áfram. Þínir vinir, Kristmundur og Hrafn, Vogatungu. Fyrir nokkrum árum var ég ráð- in í heimilishjálp til hennar Höllu á Fiskilæk. Við þekktumst lítið þótt við værum búnar að vera nágrann- ar um nokkurra ára skeið. Hún tók alltaf vel á móti mér þegar ég kom til hennar í þessi ár, yfirleitt á fimmtudögum. Við urðum fljótt góðar vinkonur, hún kallaði þessa daga tyllidaga, því það var ýmislegt sem gert var til gagns og gamans þessa daga. Það var fastur siður eins og hún sagði alltaf að drekka saman kaffi og meðlæti, oftast var Halli búinn að fara í kaupstað til að ná í nýbök- uð vínarbrauð handa mér því hún vissi hvað mér þótti þau góð, svo var spjallað um allt á milli himins og jarðar. Það var svo gaman að tala við hana því hún þekkti svo marga, var ættfróð og fylgdist vel með öllu. Eitt er mér mjög minn- isstætt, það var þegar ég bauð Höllu með mér í bíltúr á jeppanum mínum einn sólríkan sumardag. Þá fórum við Melasveitarhringinn og upp undir Hafnarfjall að Ölver og yfir Núpana. Stoppuðum við upp á hæð þar sem vel sást yfir allt Fiski- lækjarland og niður að Belgsholti. Hún sagði mér frá öllum kennileit- um og þekkti nánast hverja einustu þúfu, og var greinilegt hvað henni þótti vænt um þetta svæði. Hún sagði: Sigrún veistu hvað, ég held að þetta sé fallegasti staður á land- inu, þar sem við eigum heima. Elsku Halla mín, það er hægt að skrifa svo margt um þig, ég segi bara í lokin takk fyrir að fá að kynnast þér og hvíl þú í friði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinarskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, Margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Halli og fjölskylda, megi góður Guð gefa ykkur styrk og huggun í sorg ykkar. Sigrún Sólmundardóttir, Belgsholti. Elsku Halla mín, við vorum mjög góðar vinkonur, enda kannski ekki skrítið þar sem þú varst sú fyrsta sem hélst á mér þegar ég kom í þennan heim og alltaf nálægt öll mín uppvaxtarár. Ég er þakklát fyrir að fá að hafa kynnst þér því þú varst ótrúleg manneskja með ein- stakan húmor sem kom mér oft til að hlæja. Ég vil einnig þakka þér og Halla fyrir að hafa alltaf trúað á mig, það hefur veitt mér mikinn styrk og mun gera áfram. Ég man öll heil- ræðin sem þú gafst mér og mun reyna að lifa eftir þeim í framtíð- inni. Guð veri með þér Halli minn á þessum erfiðu tímum, mér þykir vænt um ykkur bæði. Ykkar Harpa. Nú þegar Halla mín besta vin- kona hefur kvatt þennan heim koma upp í hugann margskonar minningar um orð og atburði í gegnum 56 ára vináttu. Halla var staðföst og trygg vinkona og allir sem henni kynntust virtu hana að verðleikum. Halla sá um heimilið á Fiskilæk með rausn og myndar- skap alla tíma frá því að móðir hennar féll frá. Hún var dýravinur mikill og mörgum ám bjargaði Halla sem áttu í erfiðleikum við burð, og þá kom í ljós handlagni hennar, sem var mikil, hvort sem hún hélt á hamri eða lagaði naflastrengs- flækju um háls á lambi inni í á. Barnavinur var hún mikill og börn löðuðust að henni án þess að hún virtist gera neitt til að hæna þau að sér. Halla var mér ómetanleg vin- kona öll árin sem voru aðeins 56, en hefðu mátt vera helmingi fleiri því enginn kemur í hennar stað. Ég votta Haraldi, elskulegum manni hennar, systur og bræðrum hennar, Áslaugu og öllum vinum og vandamönnum samúð mína og vona að guð gefi þeim styrk í söknuði þeirra og sorg. Elín Ólafsdóttir. HALLA EYJÓLFSDÓTTIR ✝ Ingibjörg Sig-urjónsdóttir var fædd á Lambalæk í Fljótshlíð, hinn 5. mars 1916. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík hinn 16. janúar síðastliðinn. Ingibjörg ólst upp hjá foreldrum sín- um þeim Guðbjörgu Gunnarsdóttur, f. 2.11. 1888, d. 15.1. 1973 og Sigurjóni Þórðarsyni, f. 22.8. 1891, d. 18.10. 1971. Á Lambalæk ólst hún upp ásamt sjö öðrum systk- inum sem eru 1) Gunnar Þór- arinn, f. 12.11. 1914, kvæntur Arnbjörgu Baldursdóttur, f. 16.8. 1907, d. 19.2. 1980. 2) Ingi- leif Þóra, f. 16.6. 1917. 3) Pál- ína, f. 14.7. 1918, gift Óskari Hraundal, f. 28.10. 1915 4) Guðrún Ágústa, f. 20.10. 1919, gift Guð- mundi Gunnarssyni, f. 26.3. 1916. 5) Sig- urbjörg, f. 8.9. 1921, gift Oddi Þórðarsyni, f. 2.1. 1915, d. 3.11. 1987. 6) Jónína Guðrún, f. 31.1. 1923, d. 28.1. 1966, gift Kristjáni Sæmundssyn, f. 20.8. 1926, d. 3.3. 1973. 7) Ólafur Gústaf, f. 28.10. 1925, d. 29.9. 1996, sambýlis- kona Kristín Stefánsdóttir, f. 13.12. 1931. Útför Ingibjargar fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Yfirleitt finnst öllum sælt að koma heim í heimahagana og ég veit að hún Imba frænka er alsæl að vera farin heim í sveitina sína, sveitina sem hún elskaði og dáði alla tíð. Enginn sveit á öllu landinu fannst henni fallegri en Fljótshlíðin og tökum við öll undir það sem eig- um þangað ættir að rekja. Nú þeg- ar komið er að kveðjustund úr þessari jarðvist leitar hugur minn til bernskuáranna en Imba frænka var alla tíð mikill þátttakandi í lífi okkar systkinabarna hennar. Hún var alltaf svo nálæg og yfirleitt bjó hún stutt frá heimili okkar svo auð- veldlega var hægt að koma við eða eiga von á henni, venjulega á hverjum degi. Mér eru sérlega minnisstæðir hátíðisdagar eins og t.d. 17. júní, þá var gaman að fara með Imbu niður á Arnarhól og njóta þar skemmtidagskrár og hún var uppábúin í íslenskum upphlut með skotthúfu. Þetta voru góðir tíma og mér finnst eins og það hafi alltaf verið sól og gott veður og ég í nýjum hvítum sportsokkum með kaðlamunstri. Ekki má gleyma jólagjöfunum frá Imbu, þar var alltaf eitthvað svo spennandi á ferðinni, hálsmen eða eitthvað til að hafa gaman af. Imba giftist aldrei og mér fannst hún svo fín þess vegna, hafði nógan tíma og ég ætlaði að verð svona fín eins og hún. Imba var af þessari aldamóta- kynslóð sem hafði frá svo mörgu að segja og hún hafði gaman af að klæða sig uppá og hafði upplifað stríðsárin. Imba vann lengst af sinni starfsæfi hjá VÍR – Vinnu- fatagerð Íslands, Reykjavík, en á sumrin fór hún heim til ömmu og afa á Lambalæk og var þar við hefðbundin sveitastörf, oft fram á haust. Það var alltaf mikið tilhlökk- unarefni að fara í heimsókn í sveit- ina með mömmu og pabba og með- an þau voru að heimsækja aðra í sveitinni vildi ég aldrei fara með, ég vildi bara vera með Imbu og Káti gamla (hundurinn á bænum) úti á túni að raka eða elta hana við það sem hún var að gera hverju sinni. Svo var gott að koma inn til ömmu og Þóru og fá kaffi og flat- köku og stela einni flatköku fyrir Kát. Frá þessum árum er margs að minnast þegar ég borgarbarnið fékk að koma í sveitina og það var alltaf svo mikið líf á Lambalæk og Gunna og Mundi áttu heim austurí eins og sagt var og amma og afi vesturí. Ein af þessum minning- arperlum er þegar Imba og Guð- björg dóttir Gunnu voru að kenna mér að finna hundasúrur og borða þær og svo hlógu þær að mér. Og svo þegar ég fékk að prófa nýja hjólið hjá honum Konna frænda sem var að sjálfsögðu með stöng og ég hjólaði ofan í lækinn og það var talsverður halli að læknum. Imba sagði við Konna að það væri brjálæði að lána stelpunni svona nýtt hjól. Svona var Imba alltaf að gæta þess að að allt væri í lagi meðan maður var hjá henni í sveit- inni. Imba hafði alltaf miklar skoðanir á lífinu og öllu í kringum sig og jafnvel á öllum sem maður gerði og ég tala nú ekki um ef maður litaði á sér hárið og fór að vera með naglalakk og þessar skoðanir henn- ar minnkuðu ekkert þó heilsu hennar hrakaði, hún fann að litnum ef henni líkaði hann ekki. Amma og afi fluttu til Reykja- víkur í Álfheima 64 árið 1967 og þá flutti Imba til þeirra og Þóra líka. Imba og Þóra reyndust báðar ömmu og afa einstaklega vel í allri ummönnun við þau þangað til þau voru bæði farin. Eftir það fluttu þær systur saman í Safamýri 42 og hafa búið þar saman í 25 ár en síð- ustu tvö árin hefur Imba dvalist á Hrafnistu í Reykjavík. Nú þegar komið er að leiðarlok- um í þessari jarðvist vill hún mamma mín, Pálína, koma á fram- færi miklu þakklæti til Imbu syst- ur sinnar fyrir allt sem hún gerði fyrir son hennar Þóri, en Imba var honum alla tíð eins og móðir og konu hans Ragnheiði eins og tengdamóðir og syni þeirra Páli Ragnari eins og hin allramesta og besta amma. Eiginmaður minn, Tryggvi Jónasson, biður einnig fyr- ir miklar og góðar kveðju til fjöl- skyldunnar allrar en hann á þess ekki kost að fylgja Imbu síðasta spölinn. Elsku Imba, ég veit að þú er sæl í þínum heimkynnum í faðmi ömmu, afa, Jónu og Gústa. Hafðu mínar bestu þakkir fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig alla tíð og tókst á þinn hátt þátt í uppeldi mínu, og skilur eftir margar góðar og ljúfar minningar. Mér hefur alltaf fundist kvæðið hans Þorsteins Erlingsonar, Í Hlíð- arendakoti, alveg geta átt við krakkana og lífið á Lambalæk: Fyrr var oft í koti kátt krakkar léku saman, þar var löngum hlegið hátt hent að mörgu gaman. Út um stéttar urðu þar einatt skrýtnar sögur, þegar saman safnast var sumarkvöldin fögur. Góða ferð elsku Imba, við hitt- umst síðar. Þín frænka, Kristín. Hugurinn leitar á æskustöðvarn- ar í Fljótshlíðinni. Það er júlíbyrj- un fyrir um það bil 40 árum. „Hálf- kassinn“ stansar við brúsapallinn á Lambalæk. Krían klýfur loftið í óþolinmæði sinni eftir að afi fari að bera niður ljá. Það er eftirvænting í loftinu og ekki að ástæðulausu. Imba frænka var væntanleg austur úr henni Reykjavík í sitt árvissa frí frá saumaskapnum þar syðra. Nú var sumarkoman fullkomnuð. En hún var ekki komin til þess að hafa það náðugt í sveitinni, heldur miklu frekar til að taka til óspilltra málanna við sveitastörfin á Lambalæk af sinni alkunnu rögg- semi og stjórnunarhæfni og til að njóta samvistanna við heimilisfólk- ið. Hugurinn var ætíð í Fljótshlíð- inni. Ekki vafðist það fyrir henni að fá fólk til liðs við sig og virkja jafn- vel krakkapíslirnar „austrí“ í léttu verkin. Það mátti nota þau til að raka utan með eða dreifina eftir heyvinnuvélarnar. Og ekki spillti nú fyrir að fá að sitja ofan á hey- hlassinu á leiðinni af teignum að hlöðunni. Já, hjá okkur Imbu virð- ist oftast hafa verið sólskin og fuglasöngur í sveitinni í gamla daga. Það var alveg ógleymanleg stund þegar þær „stelpurnar frá Lamba- læk“ komu saman. Þá leið yfirleitt ekki á löngu þar til hlátrasköllin ómuðu um bæinn svo smitandi að allir hrifust með. Að vera nálægt Imbu og systrunum á slíkum stundum var áreiðanlega jafn- spennulosandi og margir tímar hjá sálfræðingi, því glaðværð og hlátur er mannbætandi. Við systkinin úr austurbænum á Lambalæk minnumst Imbu með söknuð í huga og þökkum henni ástúð og umhyggju fyrr og síðar og ekki síður höfðinglegar móttökur er við með vissu millibili dvöldum á heimili Imbu og Þóru sælla minn- inga eftir að þær voru fluttar alfar- ið til Reykjavíkur. Nú er hún aftur kominn heim í Hlíðina fögru til ömmu og afa sem henni var svo tíðrætt um síðustu árin. Megi góður Guð búa henni sælu- vist í annarri og betri sveit. Gunnar, Guðbjörg og Hákon. INGIBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.