Morgunblaðið - 27.01.2001, Side 49

Morgunblaðið - 27.01.2001, Side 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 49 ✝ Rósa fæddist áDalvík 1. nóvem- ber 1912. Hún lést á sjúkrahúsi Siglu- fjarðar aðfaranótt 15. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Sægrundar- hjónin Sigurveig Sigurðardóttir, f. 8.2. 1892, d. 15.2. 1975 og Jón Valdi- marsson, f. 6.5. 1885, d. 3.11. 1933. Systk- ini Rósu voru: Sig- valdi (eldri), f. 29.8. 1910, d. 27.6. 1927; Sæmundur, f. 22.2. 1915, d. 18.10. 1980; Þorbjörg, f. 22.2. 1916, d. 28.3. 1994; Hreinn, f. 27.3. 1918, d. 24.8. 1996; Aðalheiður, f. 29.11. 1920; Kristinn, f. 4.9. 1923, d. 15.3. 1991; Reynir, f. 26.8. 1925; Kári, f. 24.6. 1928, d. 17.9. 1990; Viðar, f. 10.8. 1930, d. 16.8. 1975; Sigvaldi (yngri), f. 8.9. 1931, d. 15.11. 1985; Héðinn, f. 20.10. 1932. Rósa ólst upp á Dalvík en fluttist til Siglufjarðar fyrir tvítugt. Árið 1932 giftist Rósa Vilberg Þor- lákssyni, f. 1. nóv- ember 1910, d. 14. maí 1990. Þau eign- uðust þrjú börn 1) Jóhann Júlíus, f. 20.3. 1935, kvæntur Sigríði Sigurðar- dóttur og eiga þau fjögur börn: Anna Kristín, Kristján Sigurður, Rósa Vil- borg og Auður Elísabet; 2) Þóra, f. 28.8. 1938, gift Guðna Þórar- insyni, f. 27.3. 1934, d. 12.10. 1990 og eiga þau fjögur börn: Kristinn, Guðmundur, Vilberg og Eyþór; 3) Kristinn, f. 7.9. 1941, d. 21.8. 1956. Alls eru barnabörnin orðin fjórtán og eitt barnabarnabarn. Útför Rósu fer fram frá Siglu- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku amma og afi, nú eruð þið bæði farin yfir móðuna miklu og amma loksins komin til þín afi minn eftir öll þessi ár. Siglufjörður verður aldrei sá sami í augum okkar nú þeg- ar þið bæði eruð horfin þaðan. En minningarnar lifa. Ég var það lítil þegar ég flutti fyrst frá Siglufirði að ég man ekki mikið eftir þeim tíma sem við bjugg- um þar. Man þó eftir langri ferð, að því er mér fannst, frá Hvanneyrar- brautinni upp á Háveg með mömmu, pabba og litla bróður. Hann var svo lítill að hann var í kassa á sparksleð- anum svo ég þurfti að ganga, vildi auðvitað sitja eða standa aftan á. Líka þegar mig langaði í heimsókn upp á Háveg, þá var hringt og afi mætti okkur á miðri leið. Einhver jólin eftir að við fluttum suður vor- um við hjá ykkur en annars komuð þið suður til okkar. Var alltaf beðið eftir ykkur með spenningi. Afi var hjá okkur, en amma hjá Þóru. En við heimsóttum ykkur á öllum árstím- um. Um páska, þegar var landsmót á Sigló, um hvítasunnu á Skarðsmótið og síðan nokkrar ferðir um sumarið. Alltaf var gott veður, a.m.k. í minn- ingunni, spegilsléttur fjörðurinn, blár himinn og hvítur eða dökkur fjallahringurinn. Auðvitað alltaf jafnfallegt enda gátuð þið aldrei hugsað ykkur að búa annars staðar. Frá því við lögðum á stað frá Reykjavík var suðað nær stanslaust hvenær kemur gatið, enda vorum við fljót að læra nöfn á öllum bæjum sem við þurftum að fara gegnum á leiðinni. Þegar við loksins vorum komin í gegnum gatið var beðið í spenningi eftir að sjá bæinn og Hóls- hyrnuna. Pabbi þurfti alltaf að fara rúnt niður á höfn en loksins var rennt í hlað á Háveginum. Það brást aldrei að um leið og bíllinn renndi í stæðið afa kom hann sjálfur út að norðan og amma í kjölfarið, með svuntuna. Urðu miklir fagnaðar- fundir. Ekki brást heldur hlaðið borð þegar komið var inn, smurt brauð, nýbakaðar kleinur og ástar- pungar, sem amma hafði auðvitað bakað sjálf. Einhvern tíma heim- sóknarinnar voru síðan bakaðar skonsur og þær étnar nær beint af pönnunni og voru ömmu Rósu skonsur þær albestu. Enn þann dag í dag komum við systkinin ekki saman á Sigló án þess að baka þessar skonsur. Því þegar amma gat það ekki lengur tókum við Rósa systir við. Ekki voru ófá sumrin sem ég fékk að koma í heimsókn til ykkar á Sigló, var í heila viku. Þá fór ég oft með afa í vinnuna á bensínstöðinni. Fékk stundum að gefa til baka og stundum að dæla á bílana. Eftir að hann hætti að vinna fórum við í gönguferðir og að veiða ýmist fram í firði eða Skagafirði. Enda veiddi ég minn fyrsta silung með afa. Amma fór í frystihúsið klukkan7 á morgnana, svo ég sá hana ekki fyrr en í hádeg- inu. Afi sá um að sjóða hádegismat- inn. Síðdegis sóttum við afi hana vinnuna og stundum hætti ég mér inn í ólyktina að kíkja á vinnustað- inn. Ekki var síður gaman að fá ykkur í heimsókn suður. Þið stoppuðuð mislengi, en yfirleitt nokkrar vikur. Amma var yfirleitt farin að setja of- an í töskur tveimur vikum fyrir brottför svo ekkert myndi nú gleym- ast. Það var ósjaldan að hún væri þar með nokkrar ullarsokkabuxur sem hún framleiddi í tugatali á okk- ur systkinin og strákana Þóru. Ein jólin fengum við Rósa dúkkurúm sem afi hafði smíðað og lét amma sig ekki muna um að sauma sæng, kodda og rúmföt í rúmin. Við eigum þessi rúm enn, eins og svo margt annað sem þau gerðu. Afi yfirdekkti þau húsgögn hjá mömmu og pabba sem þurftu þess með. Eldhússtól- ana, borðstofustólana, gamla stofu- sófann sem var svefnsófinn minn. Ég var mjög forvitin um þessar framkvæmdir hans og fékk meira að segja að sauma nokkur hornin á svefnsófanum og var stolt af! Hann setti líka fúann milli allra litlu flís- anna í eldhúsinu í Vesturberginu þegar var verið að innrétta það. Gerði það af sömu vandvirkninni og allt annað sem hann gerði. Afi var einn af þessum þúsundþjalasmiðum sem allt gat og vandaði alltaf til verka. Dreif yfirleitt í því sem hann vissi að þurfti að gera. Þegar Birna fæddist var hennar fyrsta ferðalag auðvitað til Sigló til langömmu og langafa, hún þá 2ja vikna. En það var bara fyrsta ferðin okkar af mörgum. Við fórum til ykk- ar í heimsókn að minnsta kosti einu sinni á ári og munaði afa ekkert um að skutlast upp á Krók og sækja okkur í flug, ef með þurfti. Við heim- sóttum ykkur síðustu 2 páskana sem afi lifði. Páskana 1989 hafði snjóað alveg gífurlega. Við flugum norður og komust með síðustu vélinni til Sigló þá páska. Fórum reyndar ann- an í páskum með fyrstu vél sem kom til fjarðarins aftur! Það snjóaði nær allan tímann sem við vorum. Það var niðamyrkur í stofunni hjá ykkur því snjórinn þakti alla glugga og heilsan hjá afa leyfði ekki lengur mikinn snjómokstur. Honum dugði að halda hreinu frá dyrum. Lítilli telpu dugði ekki að vera bara inni svo við mæðg- ur vorum meðal annars úti í snjónum að leika og mokuðum auðvitað frá gluggunum að einhverju leyti. Snjórinn var of mikill til að taka al- veg frá þeim. En snjóhús var gert við gluggann að sunnan. Páskana 1990 voru þið flutt í Skálahlíð. Há- vegurinn snjóaður inni svo við feng- um að gista í íbúð vinkonu minnar sem var sjálf fyrir sunnan. Ekki vissum við þá að þetta voru síðustu páskarnir og stundirnar sem við sáum þig, elsku afi. En vissar grun- semdir hafði ég þegar ég vissi að þú varst að vakna á nóttunni með brjóstverk. Mánuði síðar hringdi pabbi og sagði að þú hefðir dottið niður þá um morguninn. Við Þóra og Birna fórum beint norður sama dag. Það var niðurbrot- in amma sem tók á móti okkur. Hún var samt sárfegin að sjá okkur og við að hafa komið. Afi var jarðsettur laugardaginn á eftir. Erfidrykkja á eftir og ekkert til sparað, það var metnaður ömmu. Sumarið á eftir heimsóttum við ömmu rétt áður en við fluttum til Svíþjóðar en svo sá ég hana ekki fyrr en jólin 1993 þegar ég kom í heimsókn norður að skoða sjúkrahúsið, sem ég hafði aldrei komið inn á, því ég ætlaði að fara að vinna þar. Haustið 1994 fluttum við mægður til Siglufjarðar. Amma var hæstánægð með það. Það var í fyrsta skipti í 20 ár sem einhver í okkar fjölskyldu bjó aftur á Sigló. Við sóttum hana iðulega í heimsókn til okkar í mat, eða heimsóttum hana, stundum með matinn með okkur, fórum með hana í bíltúr um bæinn eða á Krókinn. Tvenn áramót var hún alveg hjá okkur og gisti. Þegar fæturnir fóru svo að bila og hreyfifærnin var orðin lítil komst hún ekki einu sinni til okkar nema vera borin. Það gekk auðvitað bara þegar mamma, pabbi og systkinin voru í heimsókn en þau komu hverja páska og verslunarmannahelgi. Hún var samt alltaf glöð og ánægð, þakk- lát fyrir hvað lítið sem við gerðum fyrir hana. Og ósköp var hún leið þegar við fluttum svo suður aftur. Því miður datt hún og brotnaði á lærleggshálsi nokkrum mánuðum eftir að við fluttum. Hefur hún ekki komist á fætur síðan og verið á sjúkradeildinni. Oft átti hún erfitt með að tala við okkur í síma vegna slappleika. Stundum þurfti að segja henni mörgum sinnum það sama en alltaf gat hún svo endurtekið allar fréttir við starfsfólkið á deildinni. Og var glettilega minnug á það sem við höfðum sagt henni. Hún þreyttist aldrei á að heyra fréttir af Birnu sinni og litlu strákunum Kristjáns og Auðar. Síðustu árin höfum við alltaf verið hrædd um að sjá hana ekki aft- ur þegar við förum frá Sigló. Við heimsóttum hana síðast í nóvember vegna 88 ára afmælisins, við Birna og Matti. En nú getum við ekki heimsótt þig meira, bara fjörðinn þinn og húsið þitt. Húsið sem þið afi reistuð þegar pabbi var lítill og var alla tíð annast um af kostgæfni. En nú hefur þú loksins fengið hvíldina, elsku amma, þú varst farin að þrá hana. Við þökk- um ykkur báðum fyrir allar góðar hamingjustundir á Sigló sem annars staðar. Einnig vil ég þakka starfsfólki sjúkrahússins fyrir frábæra umönn- un síðustu árin. Ekki síst Svölu sem var ömmu haukur í horni þegar hún bjó í Skálahlíð. Einnig vil ég þakka öllum þeim sem heimsóttu hana og hjálpuðu henni meðan hún bjó í Skálahlíð og heimsóttu hana á sjúkrahúsið. Eins og Önnu Láru og Böldu. Anna Kristín. „Til ömmu og afa á Sigló“ er setn- ing í barnsminninu sem þýddi frí, fjölskylda, logn, bræðslulykt, bryggjurnar, veiðiferð með afa, öm- muskonsur og ástarpungar, berja- mó, skíði, sund, fjallgöngur, Jónstún og leikirnir hjá okkur krökkunum. Það er gleði, öryggi og friðsæld sem fylgir þessum minningum. Fyrir okkur systkinin var þetta fastur punktur í tilverunni, að fara til ömmu og afa á Sigló. Á leið okkar frá Reykjavík til Siglufjarðar var ávallt mikil eftir- vænting að bíða eftir Strákagöngum. Mikið sport að keyra þar í gegn og síðan þessi sjón þegar Siglufjörður birtist, stromparnir á síldarverk- smiðjunum, Hólshyrnan og fleira. Okkur finnst enn í dag þessi sjón áhrifamikil. Að koma á Háveg þar sem amma og afi biðu eftir okkur með opinn faðminn var alltaf gleði- stund. Alltaf voru þau tilbúin að taka á móti okkur. Afi hafði alltaf mikinn tíma fyrir okkur, því á okkar yngri árum var hann hættur að vinna og höfðum við hann því út af fyrir okkur á daginn á meðan amma var í vinnunni og þótti okkur það nú ekki leiðinlegt. Við gerðum okkur margt til dundurs. Hann var nú alltaf sér- staklega natinn við að fara með okk- ur að veiða og voru hann og Kristján mjög miklir félagar við þá iðju. Þá var mjög vinsælt að fara í berjamó, svo ég tali nú ekki um að fá að hjálpa honum við alls kyns viðgerðir á hinu og þessu, því hann var sannkallaður þúsundþjalasmiður. Í hádeginu kom svo alltaf amma heim í mat og þá var sko ekkert slor á boðstólnum. Afi var alltaf búinn að sjóða eitthvað gott í pottinum og þá var sannkallaður matartími í hádeginu, það er annað en hjá okkur í dag sem erum alltaf að flýta okkur. Þegar amma kom svo aftur heim að loknum vinnudegi var ósjaldan skellt í heimsins bestu ömmu Rósu skonsur og uppskriftin hennar ömmu er nú komin á mörg heimili því þær fást ekki betri. Það var ávallt tilhlökkun í Vest- urberginu þegar amma og afi komu til okkar yfir jólin, afi dvaldi hjá okk- ur en amma hjá Þóru frænku. Ein- hverra hluta vegna urðu sterkari bönd milli okkar barnanna og afa, sennilega vegna þessara stunda hans hjá okkur. Stunda sem við munum ávallt geyma í hjarta okkar. Amma og afi voru samheldin hjón og þegar annað deyr er erfitt fyrir þann sem eftir lifir að fylla þetta stóra tómarúm sem því fylgir að missa maka sinn. Ömmu hrakaði mikið eftir lát afa, það var eins og hún vildi sameinast honum og sínum ástkæra syni sem fyrst, en hún þurfti að bíða í tæp 11 ár. Nú líður þér vel, elsku amma, laus við verki ogvanlíðan í faðmi þeirra feðga. Þessar heimsóknir okkar hafa gefið okkur sterkar minningar og kærleik til þessa staðar í norðri, sem heyra má í börnum okkar sem sung- ið hafa mörgum mörgum sinnum þessar laglínur „...sumar á Sigló, alltaf þar vill dvelja...“. Elsku amma og afi, takk fyrir yndislega daga, nætur, vikur, mán- uði og ár. Við kveðjum ykkur með virðingu og þökk. Megi guð og engl- ar gæta ykkar. Okkar bestu þakkir til starfsfólks sjúkrahúss Siglufjarðar fyrir góða umönnun. Friður sé með ykkur. Ykkar afa- og ömmubörn, Kristján, Rósa og Auður. Mínar fyrstu minningar um Rósu ömmu og Vilberg afa voru þegar mamma fór með okkur bræðurna í rútu til Siglufjarðar, við vorum í um ellefu til tólf tíma á leiðinni en það var eins og að fara upp í rútuna og strax út aftur. Við bræðurnir vorum ætíð ljúfir sem lömb, fórum aldrei niður á bryggju eða lékum okkur í gömlu síldarvögnunum á bryggjun- um því allt það skemmtilegasta var bannað, líka að sveifla sér í löndun- arkrönunum. En það var líka gaman að fara til berja með ömmu og afa. Svo ég tali nú ekki um að fara að veiða sjóbirting með afa en það gerð- um við mikið. Vorum við bræðurnir með ein- dæmum duglegir þegar amma bað okkur að fara að sækja mjólk í brúsa eða rauðsprettur. Amma bakaði þær bestu skonsur sem við bræðurnir höfum fengið eftir að hafa verið að gera stíflu allan daginn í vatnsæð bæjarins. Þetta voru fyrstu minningarnar sem komu upp í huga minn þegar ég hugsaði til baka um ömmu, afa og Siglufjörð. Alltaf var tekið svo kær- lega á móti okkur að það gleymist ei. En nú ertu farin frá okkur, elsku amma mín, og ég veit að afi tók á móti þér opnum örmum og með sitt góða bros sem við munum svo vel eftir. Kristinn, Guðmundur, Vil- berg og Eyþór Guðnasynir. RÓSA JÓNSDÓTTIR MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 allan sólarhringinn — utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Sjáum um útfararþjónustu á allri landsbyggðinni. Áratuga reynsla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.