Morgunblaðið - 27.01.2001, Page 59

Morgunblaðið - 27.01.2001, Page 59
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 59 Næg bílastæði Sixties spilar í kvöld frá kl. 24.00 og fram eftir nóttu Vesturgötu 2, sími 551 8900 HALLÓ — HALLÓ! HARMONIKUBALL Dansinn dunar dátt í kvöld í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima frá kl. 22.00. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi. Ragnheiður Hauksdóttir syngur. Allir velkomnir, ungir sem aldnir. ÞAÐ eru ein 19 ár liðin síðan ég kynntist áströlsku rokksveitinni AC/ DC. Það var platan Let There Be Rock sem greip mig slíkum heljar- tökum að sveitin hefur aldrei verið langt undan allar götur síðan. Á þessum tíma skartaði sveitin einum af litríkustu rokksöngvurum sög- unnar, Bon Scott. Með hann í broddi fylkingar sló AC/DC varla feilnótu og sendi frá sér hvert meistaraverk- ið á fætur öðru: High Voltage, Dirty Deeds Done Dirt Cheap, Powerage, Let There Be Rock og Highway To Hell standa allar undir nafni sem klassískar rokkplötur. Besta rokkplata fyrr og síðar Eftir sorglegt fráfall hins frábæra Bons Scott snemma árið 1980 fengu þeir Brian nokkurn Johnson til liðs við sig en kappinn sá hafði verið lof- aður í bak og fyrir af hinum fráfallna Scott. Leiðir söngvaranna lágu saman snemma á áttunda áratugnum þegar Fraternity frá Ástralíu (með Bon Scott í broddi fylkingar) hitaði upp fyrir Geordie (með Johnson innan- borðs) í Newcastle á Englandi. Bon Scott horfði aðdáunaraugum á Brian Johnson þar sem hann lá á gólfinu bróðurpartinn af tónleikunum og öskraði úr sér lungun. Sviðsfram- koma og söngur Johnson hafði slík áhrif á Scott að hann bar félögum sínum í AC/DC síðar sögu sína. Sagði að Johnson væri einn allra öfl- ugasti rokksöngvari sem hann hefði séð. Þegar AC/DC hóf leit að nýjum söngvara ákváðu þeir að kanna þennan ógurlega mann sem Scott hafði hrifist svo af. Brian Johnson var ráðinn og í ljós kom að hann hafði verið með botnlangabólgu um- rætt kvöld og var hann drifinn á sjúkrahús eftir tónleikana! Það var því ekki að ástæðulausu að hann lá í gólfinu allan tímann og engdist um af innlifun. Aðeins hálfu ári síðar kom út sú plata sem margur rokkskríbentinn álítur að sé ein besta rokkplata fyrr og síðar. Back In Black skaut AC/DC endanlega upp á stjörnuhimininn og hefur hún selst í rúmlega 20 milljónum ein- taka. Brian Johnson hefur átt fast sæti í hljómsveitinni og hefur AC/ DC nánast unnið í sömu mynd síðan fyrir utan nokkur trommuleikara- skipti. Young-bræðurnir Angus og Malcolm sjá um að plokka gítar- strengi, Cliff Williams leikur á bassa og Phil Rudd, sem gekk til liðs við sveitina á ný árið 1994 eftir tíu ára hlé, lemur húðir. Þó að lítið fari fyrir vinsældum sveitarinnar hér á landi fengu AC/DC viðurkenningu á síð- asta ári fyrir að hafa selt 100 milljón plötur. Allt keyrt um koll Síðastliðinn desember lá leið mín í Sheffield Arena en ætlunin var að berja goðin augum í áttunda sinn. AC/DC voru búnir með Ameríku og bróðurpart Evrópu þegar hér var komið sögu og var ferðin (Stiff Upp- er Lip World Tour) búin að vera nánast uppseld fram að þessu. Það var sænska hljómsveitin Backyard Babies sem sá um að hita upp fyrir AC/DC að þessu sinni. Ég var örlítið svekktur því að gamli Guns ’n’ Ros- es-rokkarinn Slash sá um upphit- unina í Ameríku ásamt hljómsveit- inni sinni, Snakepit. Backyard Babies stóðu engu að síður vel fyrir sínu, léku skemmtilegt gleðirokk sem átti vel upp á pallborðið hjá við- stöddum AC/DC aðdáendum. Eftir að Svíarnir höfðu leikið í 45 mínútur var gert klárt fyrir aðalnúmerið. AC/DC steig loks á svið við mikinn fögnuð tólf þúsund trylltra aðdáenda sem mættir voru til leiks. Þeir hófu leikinn á „You Shook Me All Night Long“, án efa það lag sem hefur átt hvað mestum vinsældum að fagna með sveitinni. Þétt spilamennska og kraftur og allt ætlaði um koll að keyra í Sheffield, Brian Johnson var í miklu stuði og hélt áhorfendum við efnið með líflegri sviðsframkomu. Angus Young var að venju á eilífum þeytingi sviðsenda á milli, klæddur skólabúningnum fræga. „Gaman að sjá ykkur öll. Við erum með eitt nýtt handa ykkur sem heitir „Stiff Upper Lip“,“ heyrðist í Brian þegar upp- hafstónar lagsins byrjuðu að heyrast frá Angus. Phil, Malcolm og Cliff slógust í för með félögum sínum og fimm metra há stytta af Angus birt- ist fyrir ofan trommusettið við gríð- arlegan fögnuð viðstaddra. Smellur- inn „Thunderstruck“ fylgdi í kjöl- farið og ætlaði tryllingurinn engan endi að taka í Sheffield Arena. Stórkostlegt Eftir það fóru þeir aftur í tímann og tóku nokkur vel valin lög af Bon Scott-tímabilinu, „Hell Ain’t a Bad Place to Be“, „Shot Down in Flam- es“ og „Highway to Hell“. Í „The Jack“ voru áhorfendur látnir syngja með og í „Bad Boy Boogie“ sá Angus um að ylja aðdáendum með smágít- arsýningu. Risastór bjalla birtist í loftinu og Malcolm hóf „Hell’s Bells“ á loft. Í kjölfarið kom hver stór- smellurinn á fætur öðrum, „Back In Black“, „Let There Be Rock“, „Whole Lotta Rosie“, „Dirty Deeds Done Dirt Cheap“, „TNT“ og svo að lokum „For Those About to Rock“ þar sem skotið var úr sex fallbyssum aðdáendum til heiðurs. „Þeir eru all- ir yfir fertugt, allir undir einum og fimmtíu og svona senda þeir mann út af tónleikum, hálfheyrnarlausan og blindan!,“ hugsaði ég með mér þegar ég gekk út úr Sheffield Arena. AC/DC er hreint út sagt stórkostleg hljómsveit. Rokk í sinni hreinustu mynd AC/DC í ham. Hér má sjá fallbyssurnar góðu sem notaðar voru er dró að lokum tónleikanna. Brian Johnson og Angus Young voru í miklu stuði. Á tónleikum með AC/DC Rokksveitin AC/DC er búin að vera sleitulaust að í 27 ár og rokka og róla sem aldrei fyrr um þessar mundir. Smári Jósepsson er mikill aðdáandi en hann fór á dögunum á tónleika með sveitinni sem haldnir voru í Sheffield á Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.