Morgunblaðið - 27.01.2001, Síða 62

Morgunblaðið - 27.01.2001, Síða 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Síðla kvölds (Late Last Night) G a m a n m y n d  Leikstjórn og handrit: Steven Brill. Aðalhlutverk: Emilio Estevez, Stev- en Weber, Kelly Rowan. (94 mín.) Bandaríkin, 1999. Myndform. Bönn- uð innan 16 ára. EMILIO Estevez er leikari sem munað hefur sinn fífil fegurri. Hann var einn af unglingahetjum níunda áratugarins og lék meðal annars, eins og margir muna eftir, í Morgunverð- arklúbbnum. Hann hefur leikið í fremur rislitlum myndum undanfarið en Síðla kvölds kemur skemmtilega á óvart. Söguþræðin- um svipar nokkuð til hinnar ágætu myndar Swingers frá árinu 1996. Segir hér frá lögfræðingnum Dan sem lend- ir í miklum erjum við heittelskaða eig- inkonu sína og ráfar út í næturlífið með brostið hjarta. Í fylgd með eilífð- artöffaranum Jeff kynnist Dan síðan hverjum kima skemmtanalífs Los Angeles-borgar. Þetta er fín mynd, sem hefur gott innsæi á mannleg sam- skipti, jafnframt því sem hún dregur upp nokkuð skarpa mynd af skemmt- analífinu. Emilio Estevez er stórgóð- ur, hefur nægilegan sjarma til að gefa áhorfanda nauðsynlega samúð með aðalpersónunni, og Steven Weber er líka góður í hlutverki hins dularfulla vinar Jeff. Húmorinn er líka bráð- hnyttinn á köflum – þetta er sem sagt mynd sem kemur á óvart. Heiða Jóhannsdótt ir MYNDBÖND Hringiða nætur- lífsins Á MIÐVIKUDAGINN var frum- sýndi Stjörnubíó myndina Verti- cal Limit, æsispennandi mynd um ofurhuga sem hætta lífi sínu á fjallinu K2, sem er viðurkennt sem annar hæsti tindur veraldar. Af því tilefni stóðu klifurmið- stöðin Vektor og útilífsbúðin Everest fyrir óvæntum uppá- komum; vanir klifrarar óðu upp um alla veggi og vel dúðaðir fjall- göngukappar kíktu í heimsókn. Klifur og klöngur Morgunblaðið/Ásdís Reffilegir fjallgöngumenn ráðast til inngöngu í Stjörnubíó. Valdimar Björnsson hangir í loftinu, en Henning Úlfarsson passar að hann detti ekki í gólfið. Vertical Limit forsýnd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.