Morgunblaðið - 27.01.2001, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 27.01.2001, Qupperneq 64
64 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 8 og 10.15. B. i. 14. Vit nr. 186Sýnd kl. 2. ísl tal. Vit nr. 144. Sýnd kl. 2 og 4. ísl tal Vit nr. 169 Sýnd kl. 3.50 og 5.55. Vit nr. 178 Sýnd kl. 1.45 og 3.50. Ísl tal. Vit nr. 179 Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.16 ára. Vit nr. 185.Sýnd kl. 6, 8, 10 og 11.20. Vit nr. 190. Frábær grín- og ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna. Vönduð Íslensk talsetning með mörgum okkar bestu leikurum. í i i ll j l l . Í l l i l i . Sjötti dagurinn Þeir klónuðu rangan mann Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit nr. 177 Sýnd kl. 8 og 10.10. Vit nr. 167 Sýnd kl. 1.45 3.50 og 5.55.Vit r. 168 www.sambioin.is Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal.Vit nr. 183. kl. 2, 4 og 6. enskt tal. Vit nr. 187. B R I N G I T O N "Þú hélst það væri óhætt að fara aftur inn í skóginn.." og "Gleymdu því sem þú hefur áður séð, því nú er sannleikurinn hræðilegri en menn héldu!" Golden Globe fyrir besta leik Var á toppnum í Bandaríkjunum í 3 vikur.  Mbl Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. HÁSKÓLABÍÓ Hagatorgi sími 530 1919 þar sem allir salir eru stórir Sýnd kl. 2, 4 og 6. Sýnd kl. 8 og 10. .B. i. 12. „fyndin og skemmtileg“  H.K. DV ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  SV Mbl  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 2, 4 og 6. Með íslensku tali.  ÓHT Rás 2  DV INGVAR E. SIGURÐSSON BJÖRN JÖRUNDUR FRIÐBJÖRNSSON EGGERT ÞORLEIFSSON NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR  SV Mbl  DAGUR ÓFE Sýn  ÓHT Rás 2 Sýnd kl.3, 6, 8 og 10. FRUMSÝNING Golden Globe fyrir besta leik Var á toppnum í Bandaríkjunum í 3 vikur. FRUMBURÐUR söngkonunnar Celine Dion kom í heiminn á sjötta tímanum á fimmtudaginn, þremur vikum fyrir tímann. Son- urinn heitir Rene Charles og vó um þrjú kílógrömm. Samkvæmt fréttatilkynningunni heilsast móður og barni „undursamlega vel“. Dion og eigin- og umboðsmaður hennar, Rene Angelil, hafa verið að reyna að eignast barn í nokkur ár og er söngkonan nú í þriggja ára hvíldarfríi frá iðju sinni til þess að sinna fjölskyldunni. Ang- elil var viðstaddur fæðinguna ásamt systur Celine. Hjónin greindu frá því í sjón- varpsviðtali í desember síðastliðn- um að þau hefðu stuðst við gervi- frjóvgun og ættu annað frjóvgað egg sem biði þeirra á læknastofu í New York. „Það þýðir þó ekki að um sé að ræða eineggja tvíbura,“ sagði Dion m.a. í viðtalinu. „En þau voru frjóvguð á sama tíma.“ Þegar þulan spurði svo hvort hjónin hygðu á frekari barneignir svaraði söngkonan: „Já, því við eigum nú þegar annað barn sem bíður okkar í New York, en það er í dvala eins og er. Ég gæti ekki gengið í gegn- um lífið vitandi af barninu mínu þarna.“ Celine Dion eignast barn Reuters Celine Dion og eiginmaður hennar, Rene Angelil, eignuðust son á fimmtudaginn. Á annað á lager ÓKEI, ég fíla Jennifer Lopez. Hún er alvöru senjoríta, fædd og uppalin í spænskumælandi Bronx-hverfi New York-borgar. Hún er nánast jafnvíg á leik, söng og dans – og tekur æ virk- ari þátt í gerð platna sinna hvað varð- ar laga og textasmíðar. Hún er auk þess titluð sem framleiðandi þeirra. Hún gerir sem sagt margt fleira en að mæta á verðlaunaafhendingar í kjól- um sem rétt hylja geirvörturnar. Svo er hún fín leikkona. Það var raunverulegt neistaflug milli hennar og George Clooney í kvikmynd Stev- en Soderberghs, Out Of Sight. Ef þú hefur ekki séð þessa mynd, drífðu í því. Stelpan verður þó að passa sig ei- lítið á hlutverkunum sem hún velur sér, því t.d. The Cell var ekki að virka. Vonandi gefur The Wedding Planner leikferli hennar byr undir báða. „I can sing too“ er frasi sem á vel við Jennifer Lopez. Það hlýtur að vera hreint brjálæði að sinna kvik- mynda- og poppferli samtímis. Þegar við bætast nokkrar matskeiðar af kjaftasögum og erfiðleikum í einkalíf- inu má með sanni segja að Jennifer blessunin sé uppteknasta kona brans- ans þessa dagana. Púff... daddy! Jennifer var grjótheppin með að- stoðarfólk á sinni fyrstu plötu, On The 6. Lagið „If You Had My Love And I Gave You All My Trust“ eftir Rodney Jerkins reyndist vera réttur hestur að veðja á og smáskífan seldist eins og heitar nærbuxur, af Jennifer. Á eftir fylgdu lög eins og „Feelin’ so good“, „Let’s Get Loud“ (salsaslagari eftir Gloriu Estefan) og svo fullkomn- asta popplag í heimi: „Waiting For Tonight“. On The 6 var platan sem enginn hafði beðið eftir – og þar sem hún reyndist vera minniháttar meistara- verk, er komið að erfiðasta verkefni í heimi – plötu númer tvööööö! Og hvað gerir Jennifer? Jú, hún tekur nákvæmlega ENGA ÁHÆTTU. Þessi nýja plata, J. Lo, á sko að hitta í mark hjá öllum mark- hópum sem á annað borð kaupa plöt- ur þessi dægrin: Hér er að finna R&B, danspopp, salsa og latín, ball- öður og hreina rúmstokkstónlist fyrir súludansara og velunnara þeirra. Slæmu fréttirnar: Platan líður fyrir það að vera unnin í miklum flýti í mörgum heimshornum (Stokkhólmi, New York, London og Miami) milli þess sem Jennifer þarf að hlaupa í myndatökur fyrir enn eina bíómynd- ina og láta loka sig í fangaklefa útaf byssuglöðum kærasta. Hljómurinn er frekar grunnur og þunnur þrettándi, því miður. Hljóðblöndunin er klæð- skerasniðin að samþjöppun útvarps- stöðvanna. Maður verður að hækka þetta í botn svo það nái að njóta sín. Svo er það svo fríkað að Jennifer syngur ekki bara eins og heldur NÁ- KVÆMLEGA eins og Janet Jack- son. Allar „fraseringarnar“ og radd- beitingin ... allt eins. Hvað ætli Janet eigi eftir að segja? Stundum er geng- ið svo langt í að stela úr skapandi gnægtarbúri Jackson að maður hreinlega fer hjá sér. Dæmi um þetta eru lög eins og „Come Over“ og „Secretly“. Góðu fréttirnar: Sumir vilja ekki heyra neitt annað en klisjukennt hnoð þar sem engin áhætta er tekin hvað varðar laga- og textasmíðar. Þetta er pottþétt plata fyrir þær manngerðir. Klisjukennt popp á það á hættu að hitta í mark hjá manni og það eru nokkur lög hér sem undirritaður er búinn að vera með á heilanum. Um leið og maður fær eitthvað á heilann, þá á maður að gefa því 3 stjörnur. J. Lo er í raun tvær plötur í senn. Þetta eru jú heil 15 lög, sem skiptast í fyrrgreint froðupopp og svo sjóðheitt latín. Popplögin sem ég veðja á eru „Love Don’t Cost A Thing“, „I’m Real“, „Walking On Sunshine“ og „Play“. Arnthor Birgisson er skráður höfundur að síðastnefnda laginu. Hver er þessi Íslendingur sem vinnur við að búa til popp í Stokkhólmi? Aldrei heyrt um kauða fyrr. Latín- og salsalögin eru sér á parti á þessari plötu og fara rödd Jennifer svo miklu miklu betur, enda senjorít- an þar á heimavelli. Lögin „Ain’t It Funny“, „Carino“, „Dame“ og „Si Ya Se Acabó“ eru virkilega fín og sjálfum sér samkvæm. Svo verður auðvitað gert nóg af endurhljóðblöndunum af þessum lögum og þau öðlast nýtt líf og allt verður brjálað á dansgólfinu og Jennifer „rúlar“! ERLENDAR P L Ö T U R Páll Óskar tónlistarmaður fjallar um nýútkomna aðra plötu leik- og söngkonunnar Jennifer Lopez sem heitir J. Lo.  Reuters Jennifer Lopez gerir fleira en að mæta á verðlaunaafhending- ar í kjólum sem rétt hylja geir- vörturnar, að mati Páls Óskars. Senjoríta í svaka gír
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.