Morgunblaðið - 27.01.2001, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 27.01.2001, Qupperneq 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra leggur í næsta mánuði fram frumvarp á Alþingi um sölu á 49% hlutafjár í Landssímanum á þessu ári. Hann leggur áherslu á að aðstæður á fjarskiptamarkaði hafi breyst frá því að umræða um sölu Landssímans hófst og þess vegna sé hægt að ná öllum markmiðum um samkeppni og jöfnuð í verðlagn- ingu þjónustunnar án þess að skipta fyrirtækinu upp. Sturla kynnti málið á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Sturla sagðist vera ánægður með skýrslu einkavæðingarnefndar um sölu Landssímans sem lögð hefur verið fram. Í henni væri gert ráð fyrir að selja Landssímann tiltölu- lega hratt. Strax í vor yrðu 15% hlutfjár seld til starfsmanna og al- mennings. Í framhaldinu yrðu 10% seld til meðalstórra fjárfesta þar sem hver og einn keypti 2-3% hlut. Í öðrum áfanga, sem farið yrði út í síðari hluta árs 2001, yrði 25% hlut- ur seldur til kjölfestufjárfesta að undangengnu forvali. Hann sagði að fyrirtækin myndu keppa inn- byrðis og síðan yrði þessi hlutur seldur til eins aðila. Hollt og nauðsynlegt fyrir fyrirtækið „Við fyrstu sýn líst mér mjög vel á þessar hugmyndir. Starfsmanna- félagið fagnar einkavæðingu Landssímans og telur að hún sé mjög svo holl og nauðsynleg fyrir fyrirtækið til lengri tíma litið,“ sagði Davíð Scheving Birgisson, for- maður Starfsmannafélags Lands- símans hf., í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagðist telja þá niðurstöðu einkavæðingarnefndar skynsam- lega að skipta fyrirtækinu ekki upp. Það að skipta upp fyrirtækinu hefði veikt það, auk þess sem það hefði haft í för með sér að starfsfólk sem unnið hefði árum og jafnvel áratug- um saman hlið við hlið hefði verið skilið að en það hefði getað orðið mjög neikvætt fyrir andann innan fyrirtækisins. Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins og fulltrúi í samgöngunefnd, sagðist líta svo á að með tillögum einkavæðingar- nefndar væri tryggð samkeppni á fjarskiptamarkaði. Það væri einnig mikilvægt að ríkið yrði áfram gild- andi eigandi að dreifikerfinu. Formenn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Össur Skarphéðinsson og Steingrímur J. Sigfússon, lýsa mikilli óánægju með skýrslu einka- væðingarnefndar um sölu Lands- símans og hvernig salan á að fara fram. Gagnrýna þeir að selja eigi dreifikerfi og grunnnet Landssím- ans og formaður VG telur að Fram- sóknarflokkurinn hafi orðið að beygja sig undir einkavæðingar- stefnu Sjálfstæðisflokksins. Sverrir Hermannsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, segist hins vegar vera ánægður með einkavæðingar- áformin, við fyrstu sýn, og ætlar ekki að leggjast gegn þeim þegar málið kemur til kasta Alþingis. Einkavæðingarnefnd hefur skilað af sér skýrslu um einkavæðingu Landssímans Tæpur helmingur Sím- ans verður seldur í ár  Sala Landssímans/12, 34–35 KYLFINGAR víða um land hafa nýtt sér veðurblíðuna á þorranum og tekið léttar sveiflur sem alla jafna hefur aðeins mátt taka innan- húss á þessum árstíma. Á Hvaleyr- arvelli Golfklúbbsins Keilis í Hafn- arfirði voru fjölmargir kylfingar að leik. Þeir nutu útiverunnar í rík- um mæli og þeirrar gleði sem golf- ið veitir iðkendum íþróttarinnar. Morgunblaðið/Jim Smart Í góðri sveiflu á þorra ÁÆTLAÐ umfang framkvæmda hins opinbera á vegum Fram- kvæmdasýslu ríkisins á þessu ári verður 1,2 milljörðum lægra en á síð- asta ári að því er Jóhanna Hansen, staðgengill forstjóra Framkvæmda- sýslunnar, sagði á Útboðsþingi Sam- taka iðnaðarins og Félags vinnuvéla- eigenda í gær. Á þinginu kom hins vegar fram hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra að framkvæmdir á veg- um borgarinnar aukist um 3,5 millj- arða milli ára, úr 8,8 milljörðum í 12,3 milljarða. Þá sagði Agnar Olsen, fram- kvæmdastjóri hjá Landsvirkjun, frá því að ef ákvörðun verður tekin fljót- lega um fyrirhugaðar framkvæmdir Norðuráls og Reyðaráls megi gera ráð fyrir útboðum Landsvirkjunar vegna framkvæmda þessu tengdu fyrir um 20 milljarða króna, jafnvel næsta haust. Útboðsþing 2001 Ríkið dreg- ur úr fram- kvæmdum á þessu ári  Hugsanlegt 20 milljarða/18 ♦ ♦ ♦ reyktum eða soðnum kjötvörum til Noregs frá Íslandi er því ekki leyfð- ur. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur reglum um innflutn- ingsbannið ekki verið framfylgt til hins ýtrasta í Noregi undanfarin ár og því hefur fengist leyfi fyrir inn- flutningi á kjöti fyrir þorrablót Ís- lendingafélaganna. Að þessu sinni varð yfirvöldum hins vegar ekki hnikað og hafa viðræður íslenska sendiráðsins við yfirvöld engan ár- angur borið en unnið er áfram í mál- inu. Fjölmennasta Íslendingafélagið í Noregi, í Ósló, sem heldur þorrablót 17. febrúar, brást við ákvörðunum norskra yfirvalda eftir reynslu ann- arra félaga, með því sækja ekki um HEILBRIGÐISYFIRVÖLD í Nor- egi hafa staðið í veginum fyrir því að Íslendingafélög í Noregi, sem hyggj- ast halda þorrablót á næstunni, afli sér matfanga frá Íslandi, vegna EES-reglna um bann við innflutn- ingi á íslenskum unnum kjötvörum. Íslenska sendiráðinu í Noregi hefur ekkert orðið ágengt í viðræðum sín- um við norsk heilbrigðisyfirvöld vegna málsins. Nokkur Íslendingafélög í Noregi, þ.á m. í Björgvin og Stavangri hafa reynt að fá leyfi fyrir innflutningi á kjöti en verið synjað. Ástæðan mun vera sú að viðurkennd sláturhús hér- lendis hafa einungis leyfi til að flytja út ferskt kjöt til Evrópska efnahags- svæðisins. Innflutningur á söltuðum, leyfi en setti þess í stað af stað neyð- aráætlun sem miðaði að því að fá vini og vandamenn á leið til Noregs til að flytja með sér leyfilegt magn af kjöti, allt að 3 kg, í farangri sínum. Hörður Sverrisson, formaður skemmti- nefndar Íslendingafélagsins í Ósló, sagði að búið væri að útvega nægt kjöt fyrir þorrablótið þar á bæ. „Við fengum fullt af fólki sem var á Ís- landi til að taka með sér tollinn og eina og eina rúllu og erum búin að fá allan matinn inn,“ sagði Hörður. Önnur Íslendingafélög eru verr sett með aðföng en að sögn Jóns Árnasonar, varaformanns Íslend- ingafélagsins í Stavangri, verður e.t.v. gripið til sama ráðs og heppn- aðist hjá Íslendingafélaginu í Ósló. Fá ekki að flytja inn þorramat til Noregs MIKLAR vonir eru bundnar við að Íslandslax fái leyfi til að stunda lax- eldi í Klettsvík í Vestmannaeyjum en starfsemin gæti skapað tugi starfa í bænum. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði að bæjar- stjórn hefði samþykkt að veita Ís- landslaxi leyfi til þess að hefja til- raunaeldi í Klettsvík. Málið er nú til skoðunar í landbúnaðar- og um- hverfisráðuneytinu en ekki liggur fyrir hvort framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. Fjórir af þingmönnum Suðurlands funduðu með bæjarstjórn Vest- mannaeyja, Þróunarfélaginu og verkalýðsforystunni í gær um at- vinnuástandið og framtíðarhorfur. Laxeldi í Eyjum Gæti skapað nokkra tugi nýrra starfa  Vonir bundnar/6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.