Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ELSTU börnin úr leikskól- anum Nóaborg í Holta- hverfi fóru í heimsókn nið- ur á Reykjavíkurhöfn í gær og skoðuðu þar mannlífið, fræddust aðeins sjómanns- lífið, fiskana í sjónum og störf Landhelgisgæslunnar. Anna Margrét Ólafs- dóttir, aðstoðarleik- skólastjóri á Nóaborg, sagði að á leikskólanum væri staddur nemi, Sigrún Magnea Gunnarsdóttir, sem væri að útskrifast sem leik- skólakennari og að liður í lokaverkefni hennar væri að vera deildarstjóri í þrjár vikur á leikskólanum og út- búa verkefni handa börn- unum. Verkefnið sem hún hefði valið tengdist hafinu og að liður í því væri að fara niður á höfn og leyfa börnunum að kynnast lífinu þar. Hún sagði að þetta væri ekki síst mikilvægt fyrir borgarbörnin sem sum hver héldu að harð- fiskurinn væri veiddur beint úr sjónum. „Þetta er alveg ótrúleg upplifun fyrir börnin að kynnast þessu, ég hefði ekki trúað því sjálf,“ sagði Anna Margrét. „Þau eru al- veg dolfallin og það er al- veg víst að þau gleyma þessari ferð ekki í bráð og eiga örugglega eftir að tala mikið um hana á næst- unni.“ Sigrún Magnea tók undir orð Önnu Margrétar og bætti því við að þetta væri mjög þroskandi fyrir börn- in því þau héldu ekki bara að harðfiskurinn væri veiddur beint upp úr sjón- um heldur að fiskibollurnar lifðu í honum. „Tilgangurinn með því að fara með börnin niður á höfn er að sýna þeim þetta ferli frá því að fiskurinn er í sjónum og þar til hann kemst á diskinn okkar,“ sagði Sigrún Magnea. „Mér finnst þetta hafa heppnast rosalega vel, við erum með frábært veður og það eru ekkert mjög mörg börn sem hafa fengið að fara um borð í fiskiskip eða varð- skip.“ „Vá, þetta er hvalur“ Við Austurbugt voru tvö skip bundinn við bryggju, annað þeirra var togarinn Ernir frá Bíldudal en hitt var togbáturinn Freyja frá Reykjavík, sem Gunnar I. Hafsteinsson gerir út. Gunnar bauð börnunum um borð í Freyju og þáðu þau það með þökkum, enda ekki á hverjum degi sem borgarbörn fá tækifæri til þess að fara um borð í fiskiskip. Gunnar bauð upp á harðfisk með smjöri og appelsínudjús og kunnu flest barnanna vel að meta veitingarnar þó sum betur en önnur svona eins og gengur. Þegar allir voru búnir með þetta góða snarl, var báturinn skoðaður og mátti vel sjá á andlitum barnanna hversu vel þau kunnu að meta skoð- unarferðina. Eftir að Gunnar hafði að- stoðað þau við að komast frá borði, lá leiðin að Óðni, skipi Landhelgisgæslunnar. Þó sjómannaverkfallið hafi hafist á fimmtudagskvöldið var þónokkuð líf niðri á höfn verið var að landa úr togaranum Erni og vakti það mikla hrifningu hjá börnunum sem skoðuðu fiskinn í körunum af mikilli áhugasemi. „Vá, þetta er hvalur,“ heyrðist í einum stráknum, þegar hann sá kar með stórlúðu. Er þetta sjó- ræningjaskip? Þegar börnin loks litu upp úr körunum og í átt að Faxagarði mátti sjá Óðin þar bundinn við bryggju í öllu sínu veldi. Skipið virk- aði kannski ekki mjög stórt úr fjarska en þegar nær dró kom stærð þess í ljós, a.m.k. fannst börnunum það tilkomumikið. „Er þetta sjóræningja- skip?“ spurði einn krakk- inn, þegar hann sá fallbyss- urnar á skipinu. „Ég vil sjá sprengjurnar.“ Fulltrúar Landhelgis- gæslunnar tóku vel á móti börnunum og leiddu þau í sannleikann um skipið og hlutverk Landhelgisgæsl- unnar, sem er töluvert ólíkt hlutverki sjóræn- ingjaskipa. Farið var upp í brú, en þar fengu allir að setjast í skipstjórastólinn og taka aðeins í stýrið og vakti það mikla lukku. Eftir að hafa skoðað skipið var haldið á Faxa- markaðinn, en að því loknu var haldið aftur upp á Nóaborg enda komið há- degi og tími til að fá sér eitthvað smá í gogginn og hvíla sig aðeins eftir við- burðaríka ferð um hafn- arsvæðið. Börn úr leikskólanum Nóaborg í Holtahverfi skoðuðu hafnarlífið og fræddust um hafið Sum héldu að fiskibollurnar lifðu í sjónum „Vá, þetta er hvalur,“ sagði einn strákurinn þegar hann sá stórlúðu í kari. Morgunblaðið/Ásdís Gunnar Hafsteinsson útgerðarmaður bauð börnunum í Freyju og gaf þeim harðfisk og djús. Morgunblaðið/Ásdís Börnin kunnu flest vel að meta harðfiskinn þó sum héldu að hann væri veiddur beint upp úr sjónum. F.v. Máney Einarsdóttir, Ólafur Bæring Magnússon og Pétur Axel Pétursson. Reykjavíkurhöfn TUTTUGU og fjórar fjöl- skyldur í Hafnarfirði eru ný- byrjaðar á þátttöku í verkefn- inu Vistvernd í verki, sem stendur í 8-10 vikur og felst í því að kynna sér umhverfismál frá ýmsum sjónarhornum með það að markmiði að breyta lífi sínu og neysluvenjum í sam- ræmi við vistvænni lifnaðar- og neysluhætti. Áður hafa 15 fjölskyldur í bænum tekið þátt í verkefninu, þar á meðal hjón- in Ármann Eiríksson, verkefn- isstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ, og Sigrún Gísladóttir, sem eru bakhjarlar eins þriggja hópa sem hófst handa á kynningar- fundi í síðustu viku. Ármann sagði í samtali við Morgun- blaðið að um helmingur þátt- takendanna ætti það sameig- inlegt að hafa búið erlendis og brugðið við heimkomuna að sjá þá sóun sem viðgengst hér- lendis. Ármann sagði að eins og verkefnið gerði ráð fyrir hefði hópurinn sem fjölskylda hans tilheyrði boðað til kynningar- fundar á Gaflinum 1. mars til að kynna út á hvað starfið gengi og virkja nýja þátttak- endur. Þar sögðu fjölskyldurn- ar frá reynslu sinni af starfinu og að sögn Ármanns eru þeir sem reynt hafa á einu máli um að það hafi gefið þeim mikið að taka þátt í starfi með hópnum, kynna sér málin og miðla til annarra. „Það sem einkenndi fundinn var gleðin og áhuginn fyrir því sem þau höfðu verið að takast á við fyrir fjölskyld- una, heimili sitt, umhverfið og samfélagið,“ sagði Ármann. „Haft var á orði að við hefðum ekki erft þessa jörð af foreldr- um okkar heldur værum með hana að láni frá börnunum okkar.“ Það var einmitt á þessum kynningarfundi sem flestar þeirra 24 fjölskyldna sem nú eru farnar af stað kynntust GAP-verkefninu og ákváðu að taka þátt í því. Fólk sem hefur neistann í sér En hvað eiga fjölskyldurnar í GAP-verkefninu sameigin- legt, annað en þátttökuna þar? Ármann sagði að þær hefðu „neistann í sér“ fyrir. „Þetta er oft fólk sem hefur „græna putta“ og er byrjað að flokka sorp. Oft hefur það búið er- lendis og kynnst þessu þar en kemur svo heim og bregður við að sjá að öllu er hellt og falið bak við sorplúgur og -tunnur,“ segir Ármann og segir að í um fimmtíu prósentum tilvika sé um að ræða fólk sem hefur reynslu af þessum lifnaðar- háttum eftir námsár eða bú- setu erlendis, gjarnan á Norð- urlöndum eða í Þýskalandi eða Austurríki en þau lönd eru lengst komin í að flokka sorp og gera sér fyrir því sam- félagslega vandamáli sem um er að ræða og ábyrgð sinni gagnvart umhverfi og náttúru. Ármann segir að fjölskyld- urnar fimmtán, sem hafa lokið þátttöku í GAP-verkefninu hafi allar sem ein orðið miklu meðvitaðri um lifnaðarhætti og umhverfismál og breyti á ýmsan hátt öðruvísi en áður, jafnvel þótt þær hafi áður verið farnarað flokka t.d. dagblöð og mjólkurfernur frá öðru sorpi. „Svo fer fólk að flokka stífar og pæla í alls konar eyðslu og skoða mál út frá mengunar- þættinum,“ segir hann. Einn þáttur í verkefninu er að skrá niður mælingar fyrir og eftir á úrgangi og sorpi, og mælingum er skilað til Land- verndar, sem annast umsjón með GAP-verkefninu og safn- ar í þekkingargrunn til að geta borið Íslendinga saman við aðrar þjóðir í vistvænum lifn- aðarháttum. Ármann nefndi t.d. að Íslendingar hefðu lengstum lítið skeytt um vatns- notkun sína og létu heitt og kalt vatn renna ómælt um krana og frárennsliskerfi. Hins vegar væru engar tölur til um vatnsnotkun til að bera notkunina að þessu og öðru leyti saman við það sem tíðkast meðal annarra þjóða. „Við erum svo langt á eftir,“ segir Ármann, „en neistinn er kviknaður og við sjáum fyrir okkur að þetta eigi eftir að springa út. Það er talað um að þegar einn hópur er búinn spretti gjarnan tveir aðrir upp af honum. Af okkar hópi spruttu þessir þrír og það er spurning hvað margir hópar spretta upp af þeim.“ Verkefnið Vistvernd í verki á rætur að rekja til alþjóðlegs samstarfs sem hófst árið 1989 og gengur undir nafninu Glob- al Action Plan (GAP) og teng- ist verkefninu Staðardagskrá 21. Handbók verkefnisins er gefin út af Landvernd, sem eins og fyrr sagði hefur um- sjón með verkefninu. 24 hafnfirskar fjölskyldur kynnast vistvænum lífsvenjum Neistinn kviknaði hjá mörg- um við búsetu erlendis Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.