Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 22
AKUREYRI
22 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Ráðstefnustaður: Hótel Húsavík, föstudaginn 23. mars 2001.
Ráðstefnustjórar: Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri og
Reinhard Reynisson, bæjarstjóri Húsavíkurkaupstaðar.
Þáttökugjald kr. 1.500 (kaffi innifalið í ráðstefnugjaldi).
Dagskrá:
11:00 Setning: Davíð Oddsson, forsætisráðherra.
11:10 Rekstur þjóðgarða í öðrum löndum: Peter Prokosch Noregi Articprogram,
Osló WWF eru samstarfsaðilar Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Roger Crofts Skotlandi, framkvstj. SNH, Scottis Natural Heritage, Skoska náttúruarfsins.
11:50 Vatnajökulsþjóðgarður: Kynning hugmyndasmiðju Landverndar.
Inga Rósa Þórðardóttir framkvstj. FÍ.
12:15 Matarhlé
13:00 Atvinnustarfsemi á friðlýstum svæðum: Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra.
13:10 Atvinnustarfsemi á náttúruverndarsvæðum:
Gunnar Örn Gunnarsson, framkvstj. Kísiliðjunnar.
Þorleifur Þór Jónsson, hagfr. SAF.
Gunnlaugur Júlíusson, hagfr. Samb.ísl sveitarfélaga.
Gunnlaugur Sigmundsson, framkvstj. Kögunar.
14:00 Skipulagsmál náttúruverndarsvæða: Einar Sveinbjörnsson, aðstoðarm. Umhverfisráðherra.
Stefán Thors, forsjóri Skipulagsstofnunar.
14:25 Sambúð byggða við þjóðgarða og friðlýst svæði. Tækifæri - Ógnanir:
Árni Bragason, forstjóri Náttúruverndar ríkisins.
Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur.
Sigbjörn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps.
Sigurjón Benediktsson, tannlæknir, Húsavík.
15:20 Kaffihlé.
16:00 Pallborðsumræður.
16:30 Ráðstefnuslit.
Léttar veitingar í boði Iðnaðarráðherra.
Ráðstefna á Húsavík 23. mars 2001
(Ó)velkomin(n) í eigin landi?
Þjóðgarðar og friðlýst svæði/búseta og atvinnusköpun
Ferðamálafélag
Húsavíkur
Stryrktaraðilar:
Húsavíkurkaupstaður Landgræðsla ríkisins
Skráning og upplýsingar hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga sími 464 2070 eða vef www.atthing.is
HAGNAÐUR Hita- og vatnsveitu
Akureyrar á síðasta ári nam um
15,5 milljónum króna en hins veg-
ar varð tap á rekstri Rafveitu Ak-
ureyrar á árinu upp á rúmar
300.000 krónur. Veitustofnanir
bæjarins voru sameinaðar undir
nafni Norðurorku 1. ágúst sl. eins
og fram hefur komið en fjárhagur
veitnanna var sameinaður um síð-
ustu áramót.
Rekstrartekjur HVA í fyrra
námu um 672 milljónum króna en
rekstrargjöld námu um 527 millj-
ónum króna. Fjármagnsliðir voru
neikvæðir um tæpar 130 milljónir
króna en handbært fé frá rekstri
nam um 365 milljónum króna.
Eignir HVA voru um 2,7 millj-
arðar króna um síðustu áramót.
Franz Árnason forstjóri Norður-
orku sagði að hagnaður HVA hafi
verið minni í fyrra en árið 1999,
sem stafi að mestu af lækkandi
gengi krónunnar. Þrátt fyrir það
telji sérfræðingar að lánasamsetn-
ing og lánakjör á skuldum veit-
unnar séu mjög hagstæð.
Miklar framkvæmdir
hjá veitunum
Rekstrartekjur RA á síðasta ári
voru rúmar 502 milljónir króna en
rekstrargjöld rúmum þremur
milljónum króna hærri. Fjár-
magnsliðir námu 2,6 milljónum
króna en handbært fé frá rekstri
nam rúmum 95 milljónum króna.
Eignir RA um síðustu áramót
námu rúmum 1,1 milljarði króna.
Franz sagði að sala á raforku
hafi aukist lítillega á milli ára,
sem og heitavatnssala, og þá hafi
vatnsnotkun einnig aukist.
„Tekjur jukust aðeins miðað við
áætlanir af framangreindri
ástæðu. Almenn rekstrargjöld
voru í heild undir áætlunum þrátt
fyrir nokkrar hækkanir á efni og
vinnu á árinu.
Miklar framkvæmdir voru hjá
veitunum, einkum vegna hitaveitu
en hjá henni var framkvæmt fyrir
um 145 milljónir króna en fyrir 17
milljónir króna í vatnsveitukerf-
inu. Heildarfjárfesting HVA var
tæpar 180 milljónir króna í fyrra
en fjárfestingar rafveitu námu
rúmum 80 milljónum króna á
árinu.
Hitaveitan hagnast
en rafveitan tapar
Rekstur veitustofnana Akureyrarbæjar í fyrra
FRAMKVÆMDARÁÐ samþykkti á
fundi sínum í vikunni að mæla með
því að Guðríður Friðriksdóttir, fyrr-
verandi forstöðumaður Húsnæðis-
skrifstofu Akureyrar, verði ráðin
framkvæmdastjóri Fasteigna Akur-
eyrarbæjar. Félagið er nýstofnað
eignarhalds- og rekstrarfélag í eigu
bæjarsjóðs Akureyrar.
Bæjarráð fjallaði um málið á fundi
sínum í vikunni en þar var samþykkt
að vísa því til afgreiðslu bæjar-
stjórnar. Tilgangur Fasteigna Akur-
eyrarbæjar er m.a. rekstur, útleiga,
kaup og sala á fasteignum, bygg-
ingastarfsemi, umsýsla og viðskipti
með fasteignir. Markmið félagsins
er að ná sem mestri hagkvæmni í
rekstri þeirrar starfsemi sem því er
falið að hafa með höndum.
Framkvæmdaráð Akureyrarbæj-
ar er jafnframt stjórn fasteigna-
félagsins en bæjarstjórn ræður
framkvæmdastjóra og ákveður hon-
um starfskjör. Stjórn félagsins fer
með málefni þess í umboði bæjarins
en æðsta vald félagsins er í höndum
bæjarstjórnar. Félaginu er óheimilt
að selja, veðsetja eða framselja með
öðrum hætti eignir í félaginu án
samþykkis bæjarstjórnar.
Bærinn á miklar eignir
Akureyrarbær á miklar fasteignir
eins og gefur að skilja, skólahús-
næði, íþróttamannvirki, leikskóla,
ýmsar þjónustubyggingar og að auki
húseignir í sameign Ríkissjóðs.
Samkvæmt lista yfir fasteignir bæj-
arins frá árinu 1999 var fasteigna-
mat skólahúsnæðis rúmir 1,5 millj-
arðar króna, fasteignamat leikskóla
um 264 milljónir króna, íþrótta-
mannvirkja um 900 milljónir króna
og annarra þjónustubygginga um
1,2 milljarðar króna. Þá var fast-
eignamat annarra húseigna í sam-
eign ríkissjóðs um 183 milljónir
króna en samtals var fasteignamat
eigna bæjarins rúmir fjórir milljarð-
ar króna.
Framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar
Framkvæmdaráð
mælir með GuðríðiÞÓTT enn sé tæpur mánuður þartil páskahátíð gengur í garð ervíða búið að koma fyrir páska-
eggjum í verslunum og sjaldnast
eru þau í smærri kantinum. Einu
slíku hefur verið komið fyrir í
verslunarmiðstöðinni Glerártorgi
á Akureyri en þar rakst ljósmynd-
ari á hana Kolbrúnu, fjögurra ára
stúlku, sem þótti mikið til koma og
horfði nokkrum löngunaraugum á
eggið væna. Eflaust fær Kolbrún
páskaegg þegar þar að kemur en
ólíklegt verður að teljast að það
nái þeirri stærð sem eggið á Gler-
ártorgi státar af, enda engum
manni hollt að borða svo mikið
súkkulaði.
Morgunblaðið/Kristján
Kolbrún skoðar páskaeggið stóra á Glerártorgi.
Langar í páskaegg
SJÖ menn hafa verið dæmdir til
greiðslu sektar í ríkissjóð í Héraðs-
dómi Norðurlands eystra vegna
fíkniefnabrota en um er að ræða 6
mál sem dæmt var í í vikunni.
Mennirnir eru fæddir á árunum
frá 1974 til 1981. Var þeim gert að
greiða á bilinu frá 20 þúsund krónum
til 70 þúsund króna í sekt vegna
brota sinna eða samtals tæplega 260
þúsund krónur. Í þessum málum
voru gerð upptæk samtals rúmlega
30 grömm af hassi, 0,53 grömm af
maríjuana og 0,1 gramm af amfeta-
míni.
Einn mannanna var handtekinn
með fíkniefni á hátíðinni Halló Ak-
ureyri sumarið 1999, annar var
handtekinn á Reykjavíkurflugvelli
þar sem hann var að setja af stað
fíkniefnasendingu til Akureyrar, þá
var einn þeirra staðinn að neyslu
fíkniefna á Húsavík, fíkniefni fund-
ust í bíl eins þeirra skammt norðan
Akureyrar, einn var handtekinn þeg-
ar hann var að vitja fíkniefnasend-
ingar á Akureyrarflugvelli og þá
voru tveir mannanna handteknir í
heimahúsi á Akureyri þar sem þeir
voru að neyta fíkniefna.
Héraðsdómur Norðurlands eystra
260.000 kr. sekt í 6
fíkniefnamálum
STOPPLEIKHÓPURINN sýnir
barnaleikritið „Ævintýrið um ósk-
irnar tíu“ í Safnaðarheimili Ak-
ureyrarkirkju á morgun, sunnudag
kl. 11. Leikritið byggir á bókinni
„Við Guð erum vinir“ eftir norska
höfundinn Kari Vinje, en leikgerð
gerði Eggert Kaaber sem jafnframt
leikur öll hlutverkin í sýningunni.
Leikritið fjallar um Óskar, lítinn
strák sem finnur töfrastaf uppi í
sveit hjá ömmu og afa. Hann kynn-
ist álfi nokkrum sem á stafinn og
fær að óska sér tíu sinnum. Í verk-
inu er komið inn á að kenna börn-
unum að biðja rétt, mátt bæn-
arinnar og það að gleyma ekki þeim
sem þurfa á bænum okkar að halda.
Leikritið er ætlað 2–8 ára börnum
og tekur um 20 mínútur í sýningu.
Leiksýning í Akureyrarkirkju
Ævintýrið um óskirnar tíu