Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 32
ERLENT 32 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Umhverfisviðurkenning Reykjavíkurborgar Borgarstjórinn í Reykjavík auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2001 Umhverfisviðurkenning Reykjavík- urborgar er veitt fyrirtæki eða stofn- un sem leitast við að haga rekstri sínum eða einstökum rekstrarþátt- um í samræmi við grunnregluna um sjálfbæra þróun. Til greina koma fyrirtæki eða stofnanir í Reykjavík sem á einhvern hátt hafa sýnt slíka viðleitni. Viðurkenningin verður veitt formlega á umhverfisdegi Sam- einuðu þjóðanna þann 5. júní nk. Viðurkenningin kom í hlut Prent- smiðjunnar GuðjónÓ árið 2000 og var það í fjórða sinn sem hún var veitt. Þeir, sem óska eftir að koma til greina í ár eða óska eftir að tilnefna fyrirtæki eða stofnun til Umhverfis- viðurkenningarinnar, eru vinsamleg- ast beðnir að fylla út sérstök eyðu- blöð sem liggja frammi hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur, Suður- landsbraut 14, og hjá Upplýsinga- þjónustu Ráðhúss Reykjavíkur. Tilnefningum ber að skila á sama stað eigi síðar en 9. apríl 2001. Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar mun óska eftir frekari upplýsingum frá tilnefndum fyrirtækjum eða stofnunum og frá þeim aðilum sem tilnefna. Frekari upplýsingar fást hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík, sími 588 3022. FORSÆTISRÁÐHERRA Indlands, Atal Behari Vajpayee, hefur fyrir- skipað rannsókn á mútuhneykslinu svokallaða. Hæstiréttur landsins mun fara með rannsókn málsins, sem skekið hefur samsteypustjórn Vajp- ayee síðustu daga. Í ræðu sem sjónvarpað var á rík- isreknu sjónvarpsstöðinni Doordash- an í gær sagði Vajpayee að hann myndi beina þeim tilmælum til hæsta- réttar að ljúka rannsókninni innan fjögurra mánaða. Hneykslið braust út sl. þriðjudag þegar myndband var sýnt á frétta- vefnum tehelka.com. Það voru blaða- menn vefjarins sem gerðu mynd- bandið sem þykir hafa afhjúpað spillingu í varnarmálum Indlands. Á myndbandinu má sjá háttsetta stjórn- málamenn, embættismenn og herfor- ingja taka við mútum frá blaðamönn- unum sem brugðu sér í líki vopnasala. Fyrr um daginn var því algerlega vísað á bug að ríkisstjórnin myndi segja af sér eins og stjórnarandstað- an hefur krafist. George Fernandes, sem sagði af sér embætti varnarmála- ráðherra á fimmtudag, sagði á blaða- mannafundi í gær að ríkisstjórnin hefði umboð til að stýra landinu næstu fimm árin. „Þau einföldu rök að sumir vilji að hún láti af völdum eru ekki nægileg til að ríkisstjórnin segi af sér,“ sagði Fernandes og bætti við að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um rannsókn máls- ins hefði verið tekin einróma. Á fund- inum sagði innanríkisráðherrann L.K.Advani að hann spáði því að nafn Fernandes yrði hreinsað í rannsókn- inni og hann myndi taka við embætti á nýjan leik. „Ríkisstjórn þjófa“ Stjórnarandstæðingar á indverska þinginu hafa ekki sætt sig við við- brögð stjórnarflokkanna í málinu og var áfram órólegt í þinginu í gær eins og undanfarna daga, þrátt fyrir áð- urnefnda afsögn Fernandes og af- sögn leiðtoga tveggja stjórnmála- flokka undanfarna daga, Jayu Jaitley, formanns Samata-flokksins og Bang- aru Laxman, formanns flokks hind- úista, BJP, sem Vajpayee tilheyrir. „Þetta er ríkisstjórn þjófa,“ heyrðist kallað í þinginu og hátt settir með- limir Kongress-flokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar. Krafist afsagnar ráðgjafa Vajpayee Stjórnmálaskýrendur hafa bent á að samsteypustjórnin sé ekki í bráðri hættu þrátt fyrir að einn flokkur, Trinamool Kongress, hafi dregið sig út úr samstarfinu í fyrradag. Reynd- ar hafi stjórnin naumari meirihluta en áður sem geri Vajpayee enn háðari hverfulum stuðningi svæðisbundinna flokka sem muni selja sig dýrar en fyrr. Sannleiksgildi þessara vangaveltna virtist koma í ljós í gær því Samata- flokkurinn, sem er svæðisbundinn flokkur sem aðild á að ríkisstjórninni, krafðist þess að tveir háttsettir emb- ættismenn á skrifstofu forsætisráð- herra segðu af sér að því er Reuters fréttastofan segir. Annar þessara tveggja manna, Brajesh Mishra, sem er ráðgjafi forsætisráðherrans í ör- yggismálum, er nefndur á nafn á myndbandinu umtalaða. Leiðtogi Samata, Prabhunath Singh, sagði í samtali við Reuters að ef Vajpayee hlustaði ekki á þá myndu þingmenn flokksins hittast til að ráða ráðum sín- um um næstu skref. Fernandes vísaði því hins vegar á bug á blaðamannafundinum í gær að Samata-flokkurinn, sem hann tilheyr- ir sjálfur, hefði gert slíkar kröfur. Enn mikil ólga í indverskum stjórnmálum Rannsókn hefst á mútumálinu Nýju Delhí. AFP, Reuters. Stuðningsmenn Kongress-flokksins, sem er í stjórnarandstöðu á Ind- landi, hrópa slagorð gegn núverandi stjórnarflokkum og brenna eft- irmyndir af Vajpayee forsætisráðherra, Laxman, fv. formanni stjórn- arflokksins BJP, og Fernandes, fv. varnarmálaráðherra. Reuters YFIRGANGSSEGGIR og nemend- ur sem taka vopn með sér inn í skóla í Kaliforníu verða neyddir til að sækja líkhús heim og horfa á krufningu í von um að þessar aðgerðir verði til þess að breyta háttum þeirra. Meðferðin, sem eftirlitsmenn skóla í Los Angeles sjá um, kemur í kjölfar skothríðarinnar í San Diego í síðustu viku. Þá greip Charles Will- iams, fimmtán ára nemandi skólans og fórnarlamb eineltis, til vopna og skaut tvo samnemendur sína og særði þrettán. Umsjónarmaðurinn Mike Anton- ovich segir: „Maður gleymir ekki heimsókn til líkskoðara. Að sjá hann opna hauskúpuna til að skera úr um dánarorsök er nokkuð sem hefur varanleg áhrif.“ Antonovich segir að markmiðið sé að hræða nemendur, sýna þeim áhrif byssuskota og hnífsstungna og raun- veruleika dauðans. „Við viljum að börnin gangi frá þessari reynslu með þá tilfinningu að þau vilji hvorki deyja né verða völd að dauða ann- arra. Krakkar munu læra að meta lífið betur.“ Áætlunin er styrkt af lögreglunni í Los Angeles. Hún kemur í kjölfar aukins ofbeldis í bandarískum skól- um og verður skylda fyrir þá sem uppvísir verða að yfirgangi og of- beldishótunum. Undanfarin 4 ár hafa nemendur 16 sinnum gripið til vopna í bandarískum skólum, þ.á m. í Col- umbine-skólanum í Colorado þar sem tveir nemendur skutu 12 skóla- félaga til bana og einn kennara. Nemendur sendir í líkhúsið Los Angeles. The Daily Telegraph. „Sjokkmeðferð“ á dagskrá í Kaliforníu SPRENGINGAR urðu í fjórum íbúðarbyggingum í grennd við iðn- aðarborgina Shijiazhuang í Norð- ur-Kína í fyrrinótt. Kínverska fréttastofan Xinhua sagði að átján manns hefðu beðið bana en blaða- menn í borginni sögðu að mann- tjónið hefði verið miklu meira. Mannréttindahreyfing í Hong Kong sagði að allt að 200 manns hefðu látið lífið og leifar af sprengiefninu TNT hefðu fundist í tveimur bygginganna. Yfirvöld sögðu þó ekkert um hvað hefði valdið sprengingunum, sem urðu allar á nánast sama tíma. Orðróm- ur komst á kreik um að verka- menn, sem ríkisfyrirtæki hefðu sagt upp störfum, hefðu sprengt byggingarnar. Slík sprengju- tilræði hafa verið fremur algeng í Kína. Björgunarmenn leita hér í rúst- um einnar af byggingunum. Reuters Mannskæðar spreng- ingar í Kína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.