Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 56
MINNINGAR
56 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Það sem heillaði mig mest var að sjá
og finna hvað vináttusambandið við
unglingana og vinnufólkið, sem var
þar ár eftir ár, var náið, umhyggjan
og ástúðin mikil sem hann fékk ríku-
lega endurgoldið.
Það stendur mér ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum er Gísli á Sleitu-
stöðum ók bifreið sinni í hlað á Hól-
um fyrst í október 1944 með nýnema
í skólann. Þeirra á meðal var Jón,
kominn til að búa sig undir drauma-
ævistarfið.
Þarna áttum við eftir að lifa við-
burðaríkan vetur, með einstökum
skólafélögum og kennurum sem
lögðu sig fram um að miðla reynslu
sinni og þekkingu. Ekki var mikið
hægt að bæta við þekkingu Jóns er
laut að ræktum íslenska sauðfjárins,
man ég ekki betur en hann hafi feng-
ið þá hæstu einkunn sem hægt var að
fá í því fagi. Hann sýndi það sem
bóndi að hann var í fremstu röð fjár-
ræktarmanna.
Jón var frjór í hugsun, félagslynd-
ur með afbrigðum, líflegur og
skemmtilegur félagi. Það fengum við
þrír Tungnamenn, sem vorum her-
bergisfélagar á Hólum, að reyna er
við nutum óteljandi skemmtilegra
heimsókna hans. Stundum gat orðið
ansi líflegt þegar málefni líðandi
stundar voru til umræðu. Jón hafði
skoðanir á mönnum og málefnum,
var einn helsti talsmaður Sjálfstæð-
isflokksins í skólanum, síðan varð
hann sterkur hlekkur í störfum fyrir
flokkinn. Þökk sé honum fyrir að
eiga þátt í að koma á fimmtíu ára
samfundum okkar félaga á Hólum.
Það hlýtur að hafa verið gleðidag-
ur í Geldingaholti þegar Jón kom
heim með þekkingu og aukið víðsýni,
tilbúinn að feta í fótspor feðranna.
Fyrst með foreldrum sínum, en síð-
an kom inn í líf hans Margrét Eiríks-
dóttir frá Steinsholti. Hún hafði hlot-
ið í arf allar þær dyggðir sem mest
máttu prýða góða húsfreyju. Sigldi
lífsfleyinu sterk og örugg með Jóni í
fimmtíu ára hjónabandi. Enda hefur
farsælu starfi verið skilað í hvers-
konar uppbyggingu eins og sjá má í
Geldingaholti, glæsilegu stórbýli
með vel ræktaðan og afurðasaman
bústofn, sem var stolt Jóns.
Hann var óþreytandi í félagsmála-
störfum fyrir sveit sína og hérað svo
og bændastéttina, þetta veitti honum
sanna lífsfyllingu. Fyrir þessi störf
og margt annað var hann sæmdur
heiðursmerki hinnar íslensku fálka-
orðu.
Jón var vel ritfær og hafði gott
vald á íslenskri tungu, ritaði oft
fundargerðir fyrir hin ýmsu félög og
sendi skemmtilega fréttapistla í
Morgunblaðið fyrr á árum.
Jóni voru afréttir og náttúru-
verndarmál afar hugleikin. Hann
hafði frá unga aldri farið í fjallferðir,
ævinlega á góðum smalahestum,
þekkti hvert kennileiti, kannski
mætti segja hverja þúfu. Mér skild-
ist alltaf að þessar oft svo erfiðu ferð-
ir enduðu sem ævintýri hjá Jóni.
Honum líkaði ekki að fólk, sem taldi
sig vera sjálfskipaða verndara há-
lendisins, kenndi sauðkindinni um ef
gróður þreifst ekki á einhverjum
svæðum. Jón taldi að nýting og
gæsla afréttanna væri best komin í
höndum bændanna.
Í Geldingaholti var jafnan gest-
kvæmt og öllum tekið með mikilli al-
úð og rausn við stóra borðstofuborð-
ið sem var oft þétt setið. Ríkti gleði
gestgjafanna þannig að öllum leið
vel, þannig vildi Jón hafa það.
Þótt Jón hafi átt við heilsubrest að
stríða síðustu árin fékk hann að
halda andlegri reisn til hinstu stund-
ar.
Fjölskyldunni í Geldingaholti
vottum við Maja innilega samúð okk-
ar. Vinur er kvaddur hinstu kveðju.
Björn Erlendsson.
Jóns Ólafssonar í Eystra-Geld-
ingaholti verður ekki minnst án þess
að verk hans fyrir Sláturfélag Suð-
urlands beri á góma. Þar vann hann
trúnaðarstörf í meira en aldarfjórð-
ung, tók við deildarstjórastarfi í
Gnúpverjahreppi af Ólafi föður sín-
um árið 1976 og sótti alla aðalfundi
frá 1975 og til þessa. Árið 1989 var
Jón kjörinn í varastjórn Sláturfélags
Suðurlands og gegndi því trúnaðar-
starfi til ársins 1998. Varastjórnar-
menn sitja að jafnaði einn stjórnar-
fund hver. Því mun Jón hafa sótt um
tvo stjórnarfundi á ári eða nær tutt-
ugu fundi alls.
Ég ætla mér það ekki að lýsa Jóni
Ólafssyni til hlítar. Hann var atorku-
samur félagsmaður í meira lagi og lá
aldrei á skoðunum sínum.
Allt baktjaldamakk var honum
víðs fjarri og hann hélt fast fram
máli umbjóðenda sinna. Mér sýndist
að í hart færi milli okkar, er deild-
arstjórar Uppsveita Árnessýslu og
margir félagsmenn mættu okkur,
forstjóra og stjórnarmönnum, á
fundi í Aratungu sumarið l988. Til-
efnið var að við hugðumst leggja nið-
ur slátrun í Laugarási. En það var
með ráði Jóns að ég fór í kaffihléinu
inn í búrkompu inn af eldhúsinu með
alla fjóra deildarstjórana. Þar var
samþykkt að fresta lokun hússins
um eitt ár. Jón sagði mér síðar að
hann hefði ekki viljað svíkja deild-
armenn sína um gefið loforð um
slátrun í Laugarási þá um haustið.
En eftir það stóð hann með stjórn-
inni að lokun hússins sem kom til
framkvæmda árinu seinna. Hann
hafði efnt loforð sitt, en gekk síðan af
afli sínu til starfs með stjórninni að
hagræða í rekstri félagsins.
Jón var í mörg ár fundarstjóri á
aðalfundum Sláturfélags Suður-
lands. Þar munaði um hann þegar
mest gekk á í rekstrinum – og á
fundunum. Þeim mun betur gladdist
hann er betur fór að ganga. Hann
tók stundum að sér veislustjórn í lok
aðalfunda og for hann þá á kostum
enda var honum léð mikil leiklistar-
gáfa, sem við nutum af. Jóni var ekki
gefið að skemmta á kostnað annarra.
Hann sjálfur var miðpunkturinn í því
góðlátalega gríni, sem hann vildi að
um sig snerist.
Þessi ljúfi forystumaður okkar
átti þó mikla skapfestu. Hann var
stefnufastur maður og einstaka mál
tók hann upp á arma sína og rak
beinlínis áfram. Ég skal játa það nú
að stundum notfærði ég mér þetta er
ég vildi ljúka tvísýnum málum. Reif-
aði ég þau í áheyrn hans, er ég þótt-
ist viss um skoðun hans. Hann tók þá
hressilega við og rak málið fast uns
aðrir létu sér segjast.
Mér fannst alltaf stíll yfir þeim
hjónum, Jóni og Margréti í Geld-
ingaholti. Þar var gestaboð nótt sem
nýtan dag. Í upphafi formennsku
minnar í Sláturfélagi Suðurlands var
enn siður Jóns að halda deildarfund-
ina heima hjá sér í Geldingaholti.
Fundur var þá haldinn í gestastofu
Ólafs föður hans, þar sem Gnúpverj-
ar uppfærðu Skugga-Svein um ára-
mótin 1913–1914. Þar heitir síðan
Skugga-Sveins stofa og hefur nú ný-
verið verið klössuð upp sem hæfir
frægð hennar. Fundirnir voru fjör-
ugir en eins minnisstæð er þó kaffi-
drykkjan í eldhúsinu hjá Margréti á
eftir. Þar voru margir sveitungar
Jóns og oftast flest börn hans. Þessi
eftirminnilegi „klan“ í Geldingaholti
átti þá sín á milli skemmtilegar orða-
sennur, en mér varð fljótt ljóst að
þessi orðsins átök voru aðeins skerp-
ing á þeirri samheldni sem ávallt hef-
ur ríkt í Geldingaholti.
Persónuleg vinátta okkar Jóns í
Geldingaholti stóð í fjörutíu ár.
Haustið 1960 fórum við með völdum
félögum saman í Lönguleit Flóa-,
Skeiðamanna og Gnúpverja. Ein-
hverjum Flóamönnum fannst þá Jón
vera harður í horn að taka og sem
fjallmaður virtist mér hann vera
harðfengur. En við Flóamennirnir
kynntumst líka öðrum Jóni. Hann
reyndist ljúfmenni í öllu þessu fjalla-
lofti. Hann hafði einnig brugðið yfir
sig skikkju leikarans og í tjaldstað á
kvöldin sýndist sem hann hefði alla
málsmetandi Gnúpverja með sér í
farteskinu. Sögur voru sagðar þar
sem betri bændur lögðu sitt til mál-
anna – þótt þeir reyndar sætu sak-
lausir heima.
Jóni Ólafssyni þótti engu síður
vænt um Gnúpverjaafrétt en Geld-
ingaholtið. Nokkur ár eru síðan ég
gaf honum afrit af „Lögfestu Aust-
arihrepps afréttar“ frá 1799. Hamp-
aði hann oft því plaggi í öllu þessu
umstangi Óbyggðanefndar og Þjóð-
lendumanna ríkisins. Ekki lifir hann
úrskurð Óbyggðanefndar, en ef mín
trú er rétt mun ég heyra frá honum,
er sá úrskurður fellur.
Fyrir hönd Sláturfélags Suður-
lands þakka ég Jóni ómetanleg störf
og votta Margréti og börnum þeirra
dýpstu samúð.
Páll Lýðsson.
Náinn vinur hefur kvatt. Síðustu
daga var fylgdin þungbær, en falleg.
Við hjónin bundumst Jóni og fjöl-
skyldu hans í Geldingaholti sterkum
böndum fyrir nær þrjátíu árum, er
við nýgift keyptum land af foreldrum
hans, Pálínu og Ólafi, en fólk okkar
beggja rekur ættir í Hreppinn góða.
Við undum okkur strax vel „fram
á Hraunum“. Margs er að minnast,
ótal gleði- og ánægjustundir á þessu
tímaskeiði. Við nutum hjónanna
Möggu og Nonna í einu og öllu, svo
og ágætra barna þeirra. Hjálpvísi
þeirra er viðbrugðið, annáluð gest-
risni og glaðværð. Eftirminnilegar
stundir við morgunverðarborðið
þeirra, skeggrætt, aðeins karpað, fá-
dæma minni og kunnugleiki um
menn og málefni. Undraverð söfnun
fróðleiks og þekkingar. Margar
fölskvalausar og einlægar stundir
átttum við Nonni saman tveir fram í
Hraunbæ, sumarparadís okkar
hjóna.
Nonni var mjög elskur að konu
sinni og börnum, jörð sinni og skepn-
um. Eystri-Hreppurinn var öðrum
sveitum fremri að hans mati. Þetta
góða fólk á styrkan sess í hugum
okkar. Við vorum þiggjendur í þeim
samskiptum og nú er klippt á þetta
sameiginlega lífshlaup. Ég sakna
sárt vinar í stað, sem var bóngóður
svo af bar, einlægur og barngóður.
Dóttir okkar sagði oft: Flýttu þér að
flagga, pabbi, þá kemur Nonni.
Hugurinn reikar, myndirnar skýr-
ast, þekkilegt hugskot – Nonni á
Jarp sínum, stólpagrip, í Vír-úlpunni
flaksandi í norðan þurrakulda inní
Bjarnalækjarbotnum á haustdegi í
leitum, og undan fer prúður rækt-
aður fjárhópur. Eða í Skaftholtsrétt-
um, Jón sæll, myndarlegur, höfðing-
legur og fríður, eða á hrútasýningum
heima fyrir, veitull og gamansamur,
eða á þorrablótum – jafnvel í vetur –
hrókur alls fagnaðar, eða þá bara á
traktornum á venjulegum degi,
snyrtilegur, oft með derhúfu, helst
litaglaða. Stærstu gleðistundir Geld-
ingaholtsbóndans voru réttardagur-
inn, hrútasýningar, landsfundir
Sjálfstæðisflokksins og forsetakosn-
ingarnar 1980, er Vigdís „systir“
hans náði kjöri. Þá var sólríkt í
hlaðinu hans. Einkenni heimsókna í
Geldingaholt er, að þaðan fer sér-
hver maður glaðari í lund.
Í Eystra-Geldingaholti hefur lengi
verið búið vel. Jón var afburða rækt-
unarmaður, gleggri flestum á fé, sá
út hrútsefni öðrum betur og átti
verðlaunafé. Þar á bæ var gott
hestakyn, viljugt og góðgengt – fas-
mikið. Enginn hefur unnið Hreppa-
svipuna, gjöf Eiríks frá Hæli til
Smáramanna, oftar en Jón í Geld-
ingaholti og Gulltoppur Skarðs-
Nasasonur.
Fráfall Nonna heggur okkur. Við
stöldrum við, lítum til baka. Margt
sem okkur þótti sjálfsagt í þessum
góðu vináttuböndum er nú liðið hjá
og kemur ekki aftur. Með virðingu
lútum við höfði í þökk og gleði. Við
kveðjum góðan dreng, þökkum
trausta vináttu og samfylgd. Blessun
Guðs fylgi fólkinu hans öllu. Sálma-
skáldið ástsæla á Stóra-Núpi, Valdi-
mar Briem, sagði: Drottinn, gef þú
dánum ró, hinum líkn sem lifa.
Margrét og Kristján
Guðmundsson.
JÓN ÓLAFSSON
Í haust sem leið
leyfðu forlögin mér að
heimsækja föður-
systur mína Klöru
Tryggvadóttur og
bónda hennar Ísak Sigurgeirsson á
heimili þeirra í Litla-Hvammi 7 í
Húsavík. Bjart og fagurt einbýli við
elliheimilið, sem Húsvíkingar, svo
myndarlega, búa öldruðum hjónum
úr grenndinni. Þetta reyndist verða
síðasta skiptið sem ég hitti mína
kæru föðursystur.
Erindið var að biðja hana að
fræða mig um fortíðina. Þegar ég
kom, hafði hún búið okkur ljúffenga
matarveislu og engu gleymt þó
komin væri á tíræðisaldur.
Svo settumst við Klara í stofuna
að spjalla, en Ísak þvoði upp og
gekk frá í eldhúsinu.Svona voru
móttökurnar hjá öldungunum -
skiptu með sér húsverkunum eins
og ungu hjónin í dag. Lengst af
bjuggu þau að Undirvegg í Keldu-
hverfi. Þangað kom ég nokkrum
sinnum meðan þau bjuggu.
Mér er í barnsminni lágreistur,
hlýlegur torfbærinn í sólargeislun-
um undir voldugum gjáveggnum í
skugganum bakvið. Blár himininn
yfir og sólgljáð fagurgrænt túnið í
forgrunninn. (Í æsku sá ég bara
björtu hliðarnar – það beið seinni
tíma að koma auga á erfiðleika lífs-
baráttunnar.) Það var heldur ekki í
kot vísað hjá þeim Klöru og Ísak á
Undirvegg þó salarkynni þættu
trúlega rýr í dag.
Viðmót þeirra var aukheldur
þannig að öðrum leið vel í návist
þeirra. Heimsóknir á Undirvegg
voru því ávallt tilhlökkunarefni sem
aldrei sveik.
Frá þessum gamla bæ – úr torfi,
grjóti og dálitlu timbri (án flests
sem við nú teljum nánast meðfædd
þægindi, nema e.t.v. skjólsins) –
átti hún frænka mín sínar ljúfustu
endurminningar.
„Maður var ungur og hraustur
og taldi sig geta allt,“ sagði hún.
Þegar búið var að „sandskúra“
gólfið, sópa göngin og hlaðið („Þá
sópaði maður hlaðið eins og göngin
– þegar þurrt var.“) setja birki-
grein í vasa á stofuborðið – ilm-
urinn fyllti húsið og fagurgrænt
laufið lýsti í sólargeislunum úr
glugganum – þótti henni ekkert
skorta.
Önnur mynd, sem hún brá upp,
KLARA
TRYGGVADÓTTIR
✝ Klara Tryggva-dóttir fæddist á
Hólum í landi Hauks-
staða í Vopnafirði 7.
febrúar 1908. Hún
lést á Sjúkrahúsinu á
Húsavík 13. febrúar
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Húsavíkurkirkju
24. febrúar.
var frá jólum, þegar
elsti sonurinn kom í
fyrsta skipti með verð-
andi brúði í heimsókn.
Í rökkvaðri stofunni
hafði kertum verið
raðað á þverbita
sperranna. Svo birtist
unga konan, í sínum
fagurrauða kjól, (úr
afhýsi úr stofunni, sem
voru einu salarkynnin
í bænum sem leyfðu
hlýju og fullkomið
næði til fataskipanna)
sveipuð töfrabirtu
kertanna „eins og
drottning“ sagði hún frænka mín.
Þá trúi ég litla stofan á Undirvegg í
Kelduhverfi hafi jafnast á við veg-
legustu sali í hugskoti viðstaddra.
Þrátt fyrir rennandi vatn, raf-
magn og miðstöðvarkyndingu í
nýja, trausta, rúmgóða og hlýja
bænum, grét yngsta dóttirin á
fyrstu jólum , af söknuði yfir jól-
unum úr þeim gamla. Þegar ég
innti Klöru eftir hjálplegustu heim-
ilistækjum nefndi hún fyrst
„þvottabrettið“. Nú eru þeir trú-
lega færri en hinir, sem vita hvað
það var.
Ég innti hana líka eftir menntun.
Þá nefndi hún stuttlega þá tvo
mánuði sem henni hlotnuðust (í far-
skóla á Hólsfjöllum) „og talaðu svo
ekki meir við mig um menntun“.
Það hefur verið sárt fyrir greinda
og námfúsa stúlku að eiga þess
engan kost að mennta sig. Hún
gerði það því sjálf og las við tungls-
ljósið í glugganum á kvöldin.
Það eina, sem hún var bitur yfir,
þessi síðustu 93 ár, var virðing og
aðbúnaður almúgakvenna á hennar
yngri árum.
Klara hafði mikið yndi af ljóðum
og var sjálf afbragðshagyrðingur,
þótt hún segði það varla nokkrum
utan sinna nánustu. Ég vissi hve
fróð hún var og spurði því hvort
hún kynni vísu, sem móðir mín fór
með fyrir mig á sínum dánarbeði.
Þetta voru kveðjuorð ungs
manns sem var að deyja úr tær-
ingu. Ekki þekkti hún vísuna né
höfundinn. Þegar ljóðlínan rifjaðist
upp fyrir mér, var það um seinan,
en þessi fáu orð eru svo fagurlega
meitluð að jafnvel nú er ekki of
seint að skrá þau þó samtölum okk-
ar sé lokið – hérnamegin a.m.k.
Hér er mér ei framar fritt,
frýs í æðum hjartablóð.
Breiddu nú ofan á barnið þitt
brekánið græna, móðir góð.
Ég þakka forsjóninni þennan síð-
asta fund okkar í haust, sem og alla
þá fyrri, og bið Guð að blessa Ísak
og þau hin sem eiga um sárt að
binda.
Kristinn Helgason.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
Birting afmælis- og
minningargreina