Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 51
Elskuleg frænka
mín hefur kvatt þennan
heim langt um aldur
fram. Hún kom mér
ávallt fyrir sjónir sem
jákvæð og glöð mann-
eskja, frændrækin og
elskuleg í hvívetna.
Hennar er nú sárt saknað. Missir
eiginmanns og barna, foreldra og
systkina, er sárastur og bið ég góðan
Guð að hugga þau og styrkja.
Óla sat ekki með hendur í skauti
þau ár sem hún lifði. Hún var dugleg
og þrautseig og lagði aldrei árar í bát
enda oftar en ekki róið upp í straum-
inn. Hún var hrókur alls fagnaðar
þar sem hún fór um og gladdi aðra
með geislandi brosi og dillandi kæti.
Óla átti ávallt eitthvað að gefa öðr-
um. Hún var ein á heimleið úr fagn-
aði í sveitinni þar sem hún hafði lagt
sitt af mörkum til að gleðja fólk og
gera því lífið bærilegra. Hún var
þreytt og vildi því fara á undan fjöl-
skyldunni heim eftir erfiðan dag í
önnum. Sú ferð í óblíðri náttúru hins
kalda lands varð henni ofraun.
Hún þurfti að berjast fyrir sínu og
sigrast á mótlæti og andstreymi í líf-
inu og hún lauk ævi sinni með storm-
inn í fangið, dugleg og ósérhlífin til
hinstu stundar.
Gleði hennar og elskusemi geym-
um við sem þekktum hana í minning-
unni. Megi hún nú njóta hinnar
sönnu og eilífu gleði himinsins.
Guð blessi minningu Ólafar
Snorradóttur.
Örn Bárður Jónsson, Spáni.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Nú þegar ég kveð hana Ólöfu í síð-
asta sinn kemur margt upp í huga
mér. Fyrst og fremst er það þó
þakklæti fyrir að hafa fengið að
kynnast henni. Þó ég hafi ekki þekkt
hana í nema rúmt hálft ár er það nóg
til þess að ég viti hve góð kona hún
var. Hún var alltaf í svo góðu skapi
og það var eilíft bros á vörum henn-
ar. Hún var mjög félagslynd og gest-
risnina vantaði ekki. Manni gat ekki
annað en liðið vel þegar maður kom í
heimsókn að Gilsfjarðarmúla því
ávallt var tekið vel á móti manni,
bæði með kossi og ýmsu bakkelsi.
Takk fyrir allt sem þú varst mér
og mun minning þín lifa með mér um
ókomin ár.
Anna B. Halldórsdóttir.
Þeir sem þetta lesa munu sjá að ég
hef enn ekki áttað mig á að Ólöf
Snorradóttir sé horfin af sjónarsvið-
inu. Mér er tamt að rita um hana
sem hún væri hérna megin móðunn-
ar miklu. Atburðurinn sem orðinn er
er mér enn óskiljanlegur. Ég man
ekki nákvæmlega hvenær ég kynnt-
ist Ólöfu. Tengdist það embætti sem
ég sinnti 1989–93 fyrir botni Breiða-
fjarðar. Því fylgdi nokkur umsjá með
Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reyk-
hólum og Ólöf var oft að vinna þar.
Þetta dvalarheimili er mér jafnan
kært, því þar kynntist ég Birnu konu
minni. Við Ólöf tókum ævinlega tal
saman um heima og geima þegar við
hittumst. Við vorum bæði spjallsöm
og líklega andlega skyld. Erfða-
fræðilega óskyld þó, ég austan af
landi. En alltaf vel um kunningsskap
okkar, hvenær sem við sáumst. Ólöf
hafði löngum gaman að minna mig á
læknisfræðilegt atriði sem fór okkur
í millum. Lítið trúnaðarrof þótt á sé
minnst, svo vel líkaði henni sagan.
ÓLÖF
SNORRADÓTTIR
✝ Ólöf Snorradótt-ir fæddist 15.
október 1943 á Akur-
eyri. Hún lést 4.
mars síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Garpsdals-
kirkju 10. mars.
Hún hafði klippt lim-
gerði heima í Múla með
rafmagnsklippum óg-
urlegum. Hún var óð að
verki sínu, eins og Atli í
Njálu, og klippti í vísi-
fingur svo litlu loddi
við. Hún kom á stöðina
til mín í Dalinn og var
örg yfir þessarri töf á
gerðisklippingunni og
þessum prakkaraskap í
klippunum. Ég nostr-
aði lengi yfir puttanum
og gerði að svo sem
lækni bar. Lengi síðan
sýndi Ólöf mér að vart
sæist þarna ör á. Hún vissi líklega
ekki að ég var meira hissa á því en
hún. En saman göntuðumst við
stundum með það að furðulegt mætti
heita að maður á leið í geðlækningar
gæti stoppað í fingur sem lent hefði í
jafnljótum útistöðum við garðklipp-
ur og raun var. Slíkur hálfkæringur
einkenndi samtöl okkar. Held ég að
báðum hafi líkað það vel. Við Ólöf
vorum ekki fyrir formlegheit. En nú
bregður til hins verra. Þessari
skemmtilegu konu hefur orðið að
fjörtjóni hið sama og langafa mínum
1893, henni í Gilsfirði, honum á
Haugsöræfum. Að villast af leið í
veðurham, þannig, að kallið kemur,
að hverfa frá jarðvistinni. Þetta seg-
ir mér að Ísland er enn hart og kalt
þegnum sínum og getur hrifið þá
burt ef þeim er það ætlað. Eitt sinn
skal hver deyja, þá skuld eiga allir að
gjalda og öll verðum við einhvern
tíma feig. En ég átta mig samt ekki á
að Ólöf sé farin. Ég hef ekki tilfinn-
ingu fyrir því. Þetta var allt svo
skyndilegt. Langan tíma hlýtur að
taka að átta sig á því. Þegar ég rita
þau orð er hugur minn hjá vensla-
fólki Ólafar. Þau eiga um sárara að
binda en nokkur orð fái lýst á prenti.
Nú standa þau saman og syrgja góða
konu, löngu fyrr en skyldi. Það er
erfitt. Samstaðan linar þjáninguna,
hver huggar annan, en sorgin er
samt torsótt. Langur og erfiður
gangur er það að sættast við slíkan
missi. Á þessari stundu vil ég fyrir
hönd okkar Birnu og barnanna votta
fjölskyldu Ólafar okkar einlægustu
hluttekningu og dýpstu samúð. Þið
horfið á bak frábærri konu. Hennar
verður sárt saknað.
Stefán Steinsson.
Sunnudaginn 4. mars bárust mér
þau hræðilegu tíðindi að Ólöf í Múla
væri látin. Ég vildi ekki trúa því og
er ekki alveg búin að átta mig á því
enn. Mér finnst alveg frábært að
hafa fengið að vinna með þér því að
þú varst svo góð og vildir allt fyrir
alla gera. Þótt mörg ár hafi verið á
milli okkar fann ég aldrei fyrir því,
það var gott að tala við þig og þú
varst hress og skemmtileg kona. Oft
þegar ég kom í vinnuna heyrði ég í
gítarspili og þá sastu inni í stofu að
spila á gítarinn og syngja, þetta bara
lýsir þér, þú varst alltaf tilbúin að
skemmta þér og öðrum. Mínar síð-
ustu minningar um þig eru mjög
góðar, þína síðustu vakt í Barmahlíð
var ég að vinna með þér og eftir
vaktina áttum við mjög góða stund
saman, því það var svo vont veður að
þú gistir í Barmahlíð. Ég þakka þér,
elsku Ólöf, fyrir allar góðu stundirn-
ar með þér og bið þess að góður guð
vaki yfir þér og fjölskyldu þinni.
Halldóri, börnunum þínum, tengda-
börnum, barnabörnum og öllum
þeim sem eiga um sárt að binda
votta ég mína innilegustu samúð.
Björk Stefánsdóttir,
Reykhólum.
Elsku Ólöf, mig langar í fáum orð-
um að minnast þín. Við vorum ungar
þegar við áttum samleið. Bara 16 ára
unglingar og vorum báðar að vinna á
elliheimilinu í Skjaldarvík. Við urð-
um strax góðar vinkour og hélst sá
vinskapur alla tíð þó langt væri á
milli okkar. Við sendum alltaf hvor
annarri jólakort, og þú reyndir alltaf
að koma við hjá mér þegar þú komst
til Akureyrar. Sumarið 1999 fórum
ég og Guðrún systir, sem vann líka
með þér, í sumarbústað í Flókalundi.
Og ekki gátum við verið svona nærri
þér án þess að koma við á bænum
þínum. Og mikill var sá fagnaðar-
fundur, við sátum í eldhúsinu þínu
yfir góðgjörðum og rifjuðum upp
gamlar endurminningar. Þú sýndir
okkur svo garðinn þinn fallega og í
dag er ég svo glöð yfir að hafa náð að
heimsækja þig. Þú varst svo ham-
ingjusöm yfir fjölskyldu þinni og
litlu barnabörnunum.
Guð gefi fjölskyldu þinni og vinum
styrk í sorginni. Verk þín munu lofa
þig.
Þín vinkona,
Ingibjörg Kristinsdóttir.
Ég minnist Ólafar fyrst sumarið
’88 þegar ég kom sem bláókunn
stelpa að Múla til að eyða sumrinu í
sveitinni.
Þetta byrjaði allt á því að móðir
mín kynntist Sigrúnu dóttur Ólafar
og Halldórs og það barst í tal að þau
bjuggu í sveit og að ég væri hálf mið-
ur mín að komast ekki í sveit þetta
sumarið. Svo þau Ólöf og Halldór
buðu mér að koma og vera hjá sér yf-
ir sumarið.
Þeirra heimili var alltaf fullt af
hlýju, ástúð og gleði. Það var líka
alltaf gaman að fylgjast með Ólöfu
því hún gat aldrei stoppað og varð
alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni, en
ef auðar stundir gáfust tók hún ætíð
til spilanna og lagði kapal eða söng.
Svo það er ekki hægt að segja annað
en það hafi ríkt mikil gleði á þessu
heimili.
Ég minnist hennar innilega og
mun minning hennar geymast vel og
lengi í huga mínum.
Elsku Halldór og fjölskylda, megi
guð styrkja ykkur í sorginni.
Ykkar
Íris Hrund.
Elskulegri skólasystur okkar frá
Húsmæðraskólanum á Löngumýri
var snögglega kippt burt úr okkar
veraldlega heimi.
Við urðum hljóðar er fregnin
barst um að þetta hefði verið hún
Ólöf frá Gilsfjarðarmúla, sem varð
að lúta fyrir ofurafli náttúrunnar.
En svona er þetta líf, það skiptist
á með leik og gleði og svo harðri bar-
áttu með mismunandi bröttum
brekkum.
Við reikum aftur í tímann – í
minningarsjóðinn frá Löngumýri
haustið 1961, þar var samankomin
hópur ungra stúlkna til að deila sam-
an vetrinum við nám og leik, og ein í
þessum hópi var hún Ólöf, sem
seinna varð bóndakona í Gilsfjarð-
armúla.
Í skólanum kom fljótt í ljós að þú,
kæra skólasystir, varst mikill gleði-
gjafi, þú varst með gítarinn þinn,
sönginn, hláturinn þinn og allt þetta
smitaði út frá sér og myndaði sprell
og fjör í glöðum hópi, svo nutu aðrar
þess að hlusta. Margar kvöldstund-
irnar barst ómur af söng og gítarleik
um skólann okkar. Auðvitað læðum
við heilmikið til undirbúnings þess
að takast á við störfin í framtíðinni
en þegar við lítum til baka þá eru það
hin mannlegu samskipti samstanda
upp úr og eru varðveitt í minning-
unni.
Þú varst ein af þeim sem veittir
okkur andlegt fóður til betra lífs,
þinn léttleiki hreif alla sem í kring-
um þig voru, þín mun sárt saknað á
næsta nemendamóti.
Við þökkum þér samfylgdina og
biðjum Guð að blessa þig og varð-
veita – og gefa fjölskyldu þinni
styrk.
Kveðjustundin komin er,
klökkvi þyngir sinni.
Allar hinar þökkum þér,
þessi gömlu kynni.
Vonin blíð um bjartan stig,
þig ber á leiðir nýjar.
Sem vorsól ávallt vermi þig
vina kveðjur hlýjar.
(HS.)
Þínar
skólasystur frá Löngumýri.
Ég vil í nokkrum orðum minnast
Ólafar Snorradóttur sem andaðist
sunnudaginn 4. mars síðastliðinn.
Andlát hennar bar óvænt að og
var brotthvarf hennar af þessum
heimi óviðbúið.
Ólöf kunni þá list öðrum betur að
gleðja aðra og veita þeim hlutdeild í
gleði sinni.
Kynni mín af henni voru einkum
með þeim hætti, að hún studdi mig í
starfi mínu með söng í kirkjunum í
prestakallinu og með gítarleik og
söng meðal aldraða fólksins í Barma-
hlíð sem er dvalarheimili fyrir aldr-
aða á Reykhólum.
Ólöf var sérstaklega fórnfús
manneskja og ávallt tilbúin að
hlaupa undir bagga með þeim sem til
hennar leituðu.
Röddin hennar Ólafar hljómar
ekki lengur í eyrum gamla fólksins í
Barmahlíð, sem saknar vinar í stað,
þegar hún er horfin af sviðinu. Og
þegar dagurinn hennar er allur,
verkmikill og vandaður lífsdagur, þá
er söknuður öllum þeim í hjarta, sem
lífinu deildu með henni hér á jörðu í
blíðu og stríðu.
Blessuð sé minning hennar þessa
heims, já, blessuð sé minning hennar
meðal fjölskyldunnar hennar, sveit-
unganna og vinanna sem hún átti svo
marga.
Ólöf var einlæg trúmanneskja
sem mat Guðs orð fram yfir margt
annað í lífinu og gerði sitt besta til
þess, að það mætti ná sem mestri og
bestri útbreiðslu meðal mannanna.
Á vegamótum er horft fram og um
öxl. Engan grunaði það, að dagar
Ólafar væru taldir sunnudaginn 4.
mars síðastliðinn.
En kallið kemur stundum óvænt
og kom það sannarlega þennan dag.
Ég votta eiginmanni Ólafar og
börnum hennar innilega samúð.
Einnig tengdafólki og barnabörnum
og foreldrum og systkinum.
Blessuð sé minning hennar sem
svo skjótt er horfin sjónum.
Guð blessi daginn hennar bjarta
og góða á þessari jörð og búi henni
skjól og líf í æðri veröld.
Bragi Benediktsson,
Reykhólum.
!
" #$ % #& '
&%! (
#
$)
* %&
!""
#" $!%%&
%" %
$!%%&
' () !""
* *( & * * *
+
+,- .
!/ /+ " %%&
+%"*( 0" /% !""
+%" + " % !""
%",! %%&
%!/ /% !""
1"2% /' %%&
3 !/ /% !""
4 "45 %%&
+ " %" %&
' !""
() %" !""
#" %&
& 4 *(
,
!
671686, 67,
94:) 50! %%) 2%
%) 3%"
-
./&
.
01
0233
#
"
% .
# 4 5 % !""
! ;5 / %%&
" <&*& &)
" / %%&
2 / % !""
/ %%&
2 / % !""
< %%&
' / % !""
0$!4-,!2 %%&
! / % !""
/ !""
,!2 +&* %%&
&
<<<'78-=-
#
- *(
(4
& !2 < 2 % :"
& ;23&>)/ )