Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 15
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 15 AÐ MATI Samtaka um betri byggð á höfuðborgarsvæðinu gæti verð- mæti lóða í Vatnsmýrinni, ef flug- völlurinn fer, numið um 51,6 millj- örðum króna. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem samtökin efndu til í fyrradag í tilefni af at- kvæðagreiðslunni um framtíð flug- vallarins. Verðmatið byggist á 129 hektur- um af lóðum, 2,3 milljónum fermetra af húsum og 400 milljónir króna fyrir hvern fermetra. Samtökin bentu á þau ummæli borgarstjórans í Reykjavík í fjöl- miðlum nýlega að ríkið hefði árið 1999 verið tilbúið að selja borginni sinn hlut í Vatnsmýrinni, sem er um 40% af væntanlegum byggingarlóð- um, fyrir um 4 milljarða króna. Mið- að við fermetrafjölda húsa upp á 2,3 milljónir og hlutfall af þessum lóðum þýði það 70 milljarða króna lóðar- verðmæti í heild. Sumir borgarfulltrúar ósamkvæmir sjálfum sér Á fundinum í fyrradag bentu tals- menn samtakanna einnig á „hróplegt ósamræmi“ hjá sumum borgarfull- trúum með því að hafa samþykkt Staðardagskrá 21 fyrir Reykjavík en lýst um leið yfir stuðningi við áfram- haldandi flugrekstur í Vatnsmýrinni. Sú umhverfisstefna gangi í þver- öfuga átt við væntanlegt svæðis- skipulag höfuðborgarsvæðisins með flugvelli í Vatnsmýrinni. Þessir borgarfulltrúar eru, að mati samtak- anna, ósamkvæmir sjálfum sér í veigamiklu máli sem varði framtíð- arheill höfuðborgarbúa. Flutningur skiptir ekki sköpum fyrir sjúkraflugið Samtökin benda á að væntanlegt svæðisskipulag geri ráð fyrir 15% aukningu aksturs á mann en árlegur aksturskostnaður bíla á höfuðborg- arsvæðinu sé nú um 100 milljarðar króna. Benda þau jafnframt á að 25 þúsund manna byggð í Vatnsmýri væri 8,5 km nær þyngdarpunkti höf- uðborgarsvæðisins en sambærileg byggð á t.d. Álfsnesi. Árlegur sparn- aður í rekstri bílaflotans yrði því a.m.k. 6 milljarðar króna. Ef flug- völlurinn verði áfram í Vatnsmýrinni og byggð haldi áfram að dreifast upp til fjalla og með ströndinni þýði það einungis aukna mengun og fleiri um- ferðarslys. Á fundinum í fyrradag var einnig lögð fram ályktun um sjúkraflug í tengslum við Reykjavík- urflugvöll, sem Stefán Matthíasson læknir tók saman. Að mati hans mun það engu breyta um öryggi sjúkra- flutninga til sjúkrastofnana í Reykjavík þótt flugvöllurinn í Vatns- mýrinni verði færður á annað stað á höfuðborgarsvæðinu. Stefán Matthíasson bendir í þessu sambandi á að flestir sjúklingar, sem fluttir eru með flugvélum til borg- arinnar, séu ekki það bráðveikir að lenging flutningstímans um eina klukkustund skipti sköpum, lang- flestir bráðveikir sjúklingar komi með þyrlu sem lendi á þartilgerðum palli í Fossvoginum. Bendir hann á 150 tilvik slíks þyrluflugs í fyrra. Telur Stefán, og taka samtökin undir þetta mat, að verði flugvöllur í Vatnsmýri lagður niður og flug flutt til Keflavíkur megi með endurskipu- lagningu sjúkraflugs með flugvélum og bættum tengiflutningum til borg- arinnar viðhalda álíka öryggi og er í dag, og jafnvel bæta um betur. Hann leggur einnig til að útgerð sjúkraþyrlu gæti verið frá sérútbúnu svæði á höfuðborgarsvæðinu eins og tíðkist víða erlendis. Keflavík yrði eftir sem áður varalendingarstaður. Samtök um betri byggð Meta Vatnsmýrina á 51,6 milljarða Morgunblaðið/RAX Fulltrúar Samtaka um betri byggð á fundinum voru, frá vinstri, Örn Sigurðsson, Steinunn Jóhannesdóttir og Gunnar H. Gunnarsson.  STARRI Heiðmarsson varði 3. október doktorsritgerð í grasafræði við Uppsalaháskóla og nefnist rit- gerðin: Flokkunarfræði og þróun- arsaga korpa (Dermatocarpon) með sérstakri áherslu á norræn- ar tegundir (Taxonomy and Phylogeny of Dermatocarpon (Verrucariales, Lichenized As- comycotina) with Special Emphasis on the Nordic Species). Aðalkennari Starra var prófessor Leif Tibell í Uppsölum en andmælandi við vörn- ina dr. Martin Grube frá Karl- Franzen-háskólanum í Graz í Aust- urríki. Korpur eru fléttur en flétta er sambýli svepps og þörungs. Oftast er það sveppurinn sem er ráðandi í sambýlinu og bera fléttur nafn sveppsins sem myndar þær. Flokk- unarfræðilegar rannsóknir felast í rannsóknum á eiginleikum einstakra tegunda, ættkvísla, ætta, sem og mörkunum á milli þeirra. Þróun- arsaga er hins vegar rannsókn á skyldleika tegundanna, ættkvíslanna eða ættanna og gefur vísbendingar um hvernig þróun hefur átt sér stað innan hópsins sem rannsakaður er. Doktorsverkefni Starra má skipta í tvo hluta. Fyrri hlutinn fólst í flokk- unarfræðilegri rannsókn á norræn- um korputegundum (Dermatoc- arpon), sem eru af fjörusvertuætt. Þeirri rannsókn hefur verið komið til skila í þremur tímaritsgreinum. Fyrsta greinin birtist í tímaritinu Bryologist og fjallaði um hélu sem sumar tegundanna mynda á efra borði og fyrrum var notuð til að- greiningar á korputegundum. Með hjálp rafeindasmásjár sýndi Starri fram á að hélan er gerð úr dauðum frumulögum og fer það eftir fjölda frumulaganna hvort yfirborð þalsins virðist hélað eða einungis gráleitt. Önnur greinin birtist í tímaritinu Annales botanici fennici og fjallar um fjórar korputegundir og aðgreiningu þeirra. Tölfræðilegar aðferðir er nefnast PCA (Principal Component Analysis) voru notaðar til að kanna nákvæmlega aðgreiningu tveggja tegundanna. Þriðja greinin er svo heildarúttekt á öllum korputeg- undum sem vaxa á Norðurlöndum með nákvæmum lýsingum og grein- ingarlykli og er sú grein í prentun í tímaritinu Nordic Journal of Botany. Seinni hluti doktorsverkefnisins var svo þróunarsöguleg rannsókn á hluta ættkvíslarinnar, byggð á rað- greiningu ITS-hlutar DNA. Meg- inmarkmiðið var að kanna tengsl þriggja afbrigða tegundarinnar þarmakorpu (Dermatocarpon mini- atum), sem og tengsl þeirra við tvær skyldar tegundir (D. leptophyllum og D. linkolae). Til samanburðar voru nokkrar aðrar tegundir af korp- um einnig rannsakaðar, m.a. sýni af nýrri tegund frá Arizona sem í útliti minnir mjög á þarmakorpu. Skyld- leikatengslin voru rannsökuð með kláðugreiningu (cladistic analysis) og myndar þarmakorpa einstofna hóp ásamt D. leptophyllum og D. linkolae en seinni tegundirnar tvær eru vist- aðar inni í þarmakorpuhópnum og eru því ekki sjálfstæðar tegundir. Starri varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1989 og lauk B.Sc.-prófi í líffræði frá Háskóla Ís- lands 1992. Hann er ættaður úr Húnavatnssýslu, sonur Heiðmars Jónssonar frá Ártúnum og Helgu Þórðardóttur frá Sauðanesi. Starri er kvæntur Bergþóru Aradóttur landfræðingi og eiga þau þrjú börn: Þrúði, Eiri og Þorra. Fjölskyldan býr við Eyjafjörð, Starri starfar við Náttúrufræðistofnun Íslands, Ak- ureyrarsetur, og stundar einkum rannsóknir á íslenskum fléttum. FÓLK Varði dokt- orsritgerð í grasafræði Starri Heið- marsson MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL Evrópu hefur vísað frá tveimur mál- um gegn íslenska ríkinu vegna meints vanhæfis Péturs Hafstein hæstarétt- ardómara. Málunum var vísað frá eft- ir frumskoðun um mitt ár í fyrra og í fyrrahaust, en þar sem um frumskoð- un var að ræða var engum kynnt nið- urstaðan nema kærendum sjálfum. Í öðru tilvikinu er um að ræða mál Vífilfells ehf. og Péturs Björnssonar gegn íslenska ríkinu, en kært var fyr- ir brot á eignarréttarákvæði mann- réttindasáttmála Evrópu vegna nið- urstöðu hæstaréttardóms í skatta- máli gegn fyrirtækinu. Einnig var kærð seta Péturs Hafstein hæstarétt- ardómara í málinu þar sem hún hefði gert það að verkum að dómstóllinn hefði ekki verið sjálfstæður og óvil- hallur í skilningi 1. mgr. 6. gr. sátt- málanas vegna hagsmunatengsla sem stofnast hefðu vegna forsetaframboðs Péturs á árinu 1996. Mannréttinda- dómstóllinn féllst á hvorugt kæruefn- ið. Allar ákvarðanir verði kynntar Hitt málið varðar kæru Jakobs Ragnarssonar, en þar er einnig kært vegna meints vanhæfis Péturs Haf- stein hæstaréttardómara til setu í máli kæranda. Kærunni var vísað frá dómstólnum þar sem runninn var út sex mánaða kærufrestur frá því hæstaréttardómurinn var kveðinn upp. Þar sem um frumskoðun var að ræða hjá Mannréttindadómstólnum án þess að óskað væri eftir greinar- gerð frá íslenska ríkinu var eingöngu kærendum sjálfum kynnt niðurstað- an. Hins vegar er unnt að fá niður- stöðuna sé þess óskað eftir að ákvörð- un liggur fyrir og er samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytisins stefnt að því að íslenska ríkið fari þess formlega á leit að allar ákvarðanir sem teknar eru hjá dómstólnum í kærumálum gegn Íslandi verði kynntar íslenska ríkinu. Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg Tveimur málum gegn íslenska ríkinu vísað fráSKIPTAFUNDUR Stúdenta-ráðs fór fram sl. fimmtudags- kvöld þar sem það Stúdenta- ráð, sem kosið var 27. og 28. febrúar, tók við og starfsárið 2001–2002 hófst. Valdahlutföll- in í ráðinu héldust óbreytt í kosningunum þannig að Röskva hefur 11 fulltrúa en Vaka 9. Þorvarður Tjörvi Ólafsson hagfræðinemi var kjörinn for- maður Stúdentaráðs og tekur hann við af Eiríki Jónssyni laganema. Um leið urðu fram- kvæmdastjóraskipti þegar Dagný Jónsdóttir íslenskunemi tók við af Hauki Þór Hannes- syni verkfræðinema. Ný forysta í Stúd- entaráði ÞORSTEINN Einarsson, formað- ur HK, var í vikunni útnefndur Eldhugi Kópavogs 2001 af Rót- arýklúbbi bæjarins. Viðurkenn- inguna fékk hann fyrir áratuga farsælt starf, en hann hefur verið formaður HK í tæplega 20 ár. Rótarýklubbur Kópavogs hefur undanfarin ár valið einstakling úr röðum Kópavogsbúa, sem með sérstöku framtaki hefur vakið at- hygli og umtal á þann hátt sem samræmist anda og hugsjón Rót- arý. Sá sem hlýtur viðurkenn- inguna hverju sinni hefur yfirleitt unnið sér eitthvað til afreka á sviði lista eða menningar- eða félagsmála. Guðmundur Arason, formaður viðurkenningarnefndar Rót- arýklúbbsins, sagði að Þorsteinn hefði síðastliðin 20 ár verið burð- arásinn í uppbyggingu íþrótta- og unglingastarfs HK. Morgunblaðið/Golli Guðmundur Þorvar Jónasson, forseti Rótarýklúbbs Kópavogs, til vinstri, afhendir Þorsteini Einarssyni, formanni HK, Eldhugann. Formaður HK valinn Eldhugi Kópavogs ELÍN Vigdís Hallvarðsdóttir, fulltrúi lögreglustjórans í Reykja- vík, segir lögregluna ekki hafa tek- ið afstöðu til þess hvort skýrslu- taka yfir stúlku, sem orðið hafði fyrir meintu kynferðisbroti af hendi stjúpföður síns, færi fram í Barnahúsi eða í dómshúsi Reykja- víkur. Stjúpfaðir stúlkunnar var nýlega sýknaður af ákæru um kynferðis- brot gegn henni. Elín Vigdís segist hins vegar hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að rannsókn málsins kynni að spillast vegna ágreinings um hvar skýrslu- takan yfir stúlkunni ætti að fara fram. Í viðtali við Sif Konráðsdóttur, hrl., réttargæslumann stúlkunnar, sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudag gagnrýndi hún lögregl- una fyrir að styðja ekki kröfu sína um að yfirheyrslur færu fram í Barnahúsi. Lögreglan hafi þess í stað bókað andstöðu sína við því þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir um hið gagnstæða. Elín Vigdís átti að vera fulltrúi lögreglu og ákæruvaldsins við yf- irheyrslur yfir stúlkunni. Elín Vig- dís sagði í samtali við Morgunblað- ið að þegar Sif hefði lagt fram kröfu þann 8. september um að skýrslutakan yfir stúlkunni færi fram í Barnahúsi en ekki í dóms- húsinu hefði orðið ljóst að málið myndi tefjast allverulega. Því hefði hún lagst gegn þessari kröfu. Eftir að Hæstiréttur hafði stað- fest úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur um að skýrslutakan gæti far- ið fram í dómshúsinu varð ljóst að stúlkan myndi ekki mæta í dóms- húsið. Þá lýsti Elín Vigdís þeirri skoðun ákæruvaldsins að þetta myndi gera lögreglu erfitt um vik að halda áfram rannsókn þessa máls þar sem ekki yrði hægt að taka skýrslu af barninu fyrir dómi. Lögreglan tók ekki afstöðu til þess hvar skýrslutaka færi fram Lýsti áhyggjum yfir því að deilur gætu spillt rannsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.