Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 38
LISTIR 38 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ VORTÓNLEIKARÖÐ Karlakórs Reykjavíkur verður óvenju snemma á ferðinni í ár, en hún hefst í húsi kórsins, Ými við Skóg- arhlíð, í dag kl. 16. Alls verða haldnir sex tónleikar á vikutímabili með fjölbreyttri efnisskrá en að sögn Guðmundar Sigþórssonar, formanns stjórnar Karlakórs Reykjavíkur, ber hún keim af því að kórinn heldur upp á 45 ára af- mæli sitt í ár. „Við erum nú aðeins að lyfta okkur upp af því tilefni og verðum með fjöruga og hátíðlega dagskrá auk ýmissa skemmtileg- heita.“ Þá syngur kór eldri félaga sem kemur gjarnan fram með að- alkórnum á stórafmælum, auk þess sem fjórir hornleikarar úr Sinfón- íuhljómsveit Íslands munu leika kvartett fyrir fjögur horn eftir Rossini. Guðmundur segir að þetta sé í annað sinn sem vortónleikaröð er haldin í Ými, nýju húsnæði kórsins. „Í fyrra var það ekki að öllu leyti tilbúið, en nú erum við komnir með allan búnað og erum mjög ánægðir með að hafa náð því marki að geta haldið vortónleikana nú í fullbúnu húsinu.“ Lögin á efnisskránni eru fengin úr ýmsum áttum. Á efnisskrá að- alkórsins eru m.a. lög eftir fyrr- verandi stjórnendur hans, Pál Pamplicher Pálsson og Sigurð Þórðarson. „Við syngjum m.a. gamla smelli eftir Pál, þ.e. Hvað svo?, lag sem fjallar um samskipti kynjanna, og Öld hraðans, sem fjallar á nokkuð gamansaman hátt um nútímann, lýsir í raun flugtaki og lendingu hjá Loftleiðaflugvél,“ segir Guðmundur. Auk þess syngur kórinn lög eftir Sigfús Einarsson, negrasálminn Were you there? og Als Bublein klein, sem er nokkurs konar drykkjuvísa úr Kátu kon- unum frá Windsor. Þá flytur kór- inn Dóná svo blá, frægan vals eftir Johann Strauss. „Strauss samdi þetta lag upphaflega fyrir karla- kór. Það er hins vegar sjaldan flutt í þeirri útgáfu, og munum við bæta úr því,“ segir Guðmundur. Þá verð- ur fluttur Veiðimannakórinn úr Töfraskyttunni eftir Carl Maria von Weber og Prestakórinn úr Töfraflautunni eftir Mozart. „Þannig verðum við á alþjóðlegum og fjörugum nótum í okkar efnis- skrá, en kór eldri félaga mun hins vegar syngja rammíslensk lög, m.a. eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Pál Ísólfsson og Áskel Jónsson.“ Einsöngvarar eru að þessu sinni úr röðum kórmanna, en þeir eru Hjálmar Pétursson, Karl Jóhann Karlsson og Gústav H. Gústavsson. „Kór eldri félaga er auk þess með einsöngvara úr sínum röðum, en síðan er aldrei að vita nema við lumum á enn fleiri einsöngvurum í aukalögunum,“ segir Guðmundur og gefur í skyn að tónleikagestir megi eiga von á óvæntri upp- ákomu. „Í lokin munu kórarnir stiga á svið saman, um 110–120 karlar, og m.a. syngja Ísland, Ís- land, einkennislag kórsins. Við stefnum á að gera tónleikana eft- irminnilega, bæði fyrir flytjendur og áhorfendur, enda er þetta liður í gleðskap sem mun standa meira og minna allt árið,“ segir Guðmundur en í september verður formlega haldið upp á afmæli kórsins á há- tíðartónleikum með Sinfóníu- hljómsveit Íslands í Háskólabíói. Fyrstu tónleikar Vortónleikarað- arinnar verða sem fyrr segir haldnir í dag, 17. mars, kl. 16. Þá syngur kórinn sunnudaginn 18. mars kl. 16, þriðjudaginn 20. mars kl. 20, miðvikudaginn 21. mars kl. 20 og fimmtudaginn 22. mars kl. 20. Sjöttu og síðustu tónleikarnir verða laugardaginn 24. mars kl. 16. Allir tónleikarnir eru haldnir í tón- leikasalnum Ými við Skógarhlíð. Vortónleikaröð Karlakórs Reykjavíkur að hefjast Fjörug og hátíð- leg dagskrá í tilefni afmælis Á NEÐRI hæð veitinga- og skemmtistaðarins Ozio við Lækjar- götu leikur Jazzkvartett Ragnars Emilssonar annað kvöld, sunnudags- kvöld, kl. 21.30. Kvartettinn skipa: Ragnar Emils- son, gítar, Davíð Þór Jónsson, hljóm- borð, Jón Rafnsson, bassa, og Helgi Sv. Helgason, trommur. Flutt verða djasslög frá seinni tímum í bland við frumsamið efni. Miðaverð 600 kr. Sunnudags- djass á Ozio RÚSSNESKA kvikmyndin Anna Pavlova verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, á morgun, sunnudag, kl. 15. Í myndinni, sem gerð var árið 1983, segir frá lífi og listrænum ferli hinnar frægu rússnesku ballettdans- meyjar Önnu Pavlovu sem uppi var 1881–1931, allt frá því hún hóf dans- nám í bernsku og fór að starfa ung við Marinskíj-leikhúsið í Pétursborg. Leikstjóri kvikmyndarinnar er Emil Lotyanu (f. 1936). Í titilhlut- verkum er Galína Beljaéva, en meðal annarra leikara Bandaríkjamaður- inn James Fox. Margir af fremstu dönsurum óperu- og ballettleikhús- anna í Leningrad og Moskvu koma fram í myndinni og hljómsveitir leik- húsanna leika. Skýringar með kvikmyndinni eru á ensku. Aðgangur er ókeypis. Rússnesk kvik- mynd í MÍR  LISTÁRIÐ 2001 er komið út. Í því er fjallað um það helsta, sem er á döfinni í Listasafni Íslands á þessu ári, en einnig greint frá því fræðslu- og rannsóknarstarfi sem þar fer fram. Sýningardagskrá ársins er á miðopnu blaðsins. Einnig er í blaðinu fjallað sérstaklega um helstu sýningar listársins í máli og mynd- um. Ólafur Kvaran safnstjóri ritar opnugrein um markmið og áherslur. Þá fjalla deildarstjórar og aðrir starfsmenn Listasafnsins meðal annars um uppsetningu sýninga, forvörslu og varðveislu verka, sér- fræðibókasafn um íslenska myndlist, fræðslustarf í safninu og uppsetn- ingu gagnagrunns um íslenska myndlistarsögu. Sagt er frá útgáfustarfsemi Lista- safns Íslands, safnbúðinni, nýskip- uðu safnráði LÍ og kaffistofunni, en hún er sjálfstæð rekstrareining inn- an safnsins. Fjallað er um fyrirhugaða flutn- inga skrifstofuhluta safnsins í hús- næði á Laufásvegi 12 og sagt frá framlengingu samstarfssamnings Símans og Listasafns Íslands. Ritstjórar eru Hildur Helga Sig- urðardóttir og Margrét Elísabet Ólafsdóttir, ábyrgðarmaður Ólafur Kvaran. Blaðið er ókeypis og verður því dreift víðs vegar um landið, en einn- ig er hægt að nálgast það á Lista- safni Íslands, Fríkirkjuvegi 7. Ritið er 12 síður, í stóru broti, prýtt fjölda litprentaðra mynda. Rit DAGSKRÁIN Óður til Tínu, sem féll niður hinn 5. mars í Listaklúbbi Leikhúskjallarans, verður flutt á mánudagskvöld kl. 20.30. Morgunmeyjar Kramhússins – Tíu Tínur – skemmta ásamt Ruth Reginalds og hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar. Lísa Pálsdóttir útvarpskona verð- ur kynnir kvöldsins og rifjar upp helstu atriðin úr söngferli Tínu ásamt því að bregða upp tóndæmum. Óður til Tínu í Listaklúbbnum RAGNAR Óskarsson opnar ljós- myndasýningu í sal félagsins Íslensk grafík, Hafnarhúsinu, hafnarmegin, í dag kl. 16. Á sýninguni eru 20 staf- rænar og óbreyttar ljósmyndir. Sýn- ingin stendur til 1. apríl. Stafrænar ljósmyndir MÁR Jónsson sagnfræðingur held- ur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands í stóra sal Norræna hússins nk. þriðjudag kl. 12.05 og lýkur kl. 13. Fyrirlestur- inn nefnir hann „Heimildir sem heimildir um heimildir“. Már fjallar um þá til- hneigingu í mörg- um fræðigreinum að horfa framhjá því að handritin séu hlutir. „Íslenskir miðaldasagn- fræðingar, svo dæmi sé tekið, nota ritheimildir í útgáfum sem fyrir liggja en gæta oft ekki að efnislegum grundvelli þeirra, handritum og skjölum. Íslenskufræðingar einblína á tengsl ritverka sín á milli eða munnlegan uppruna þeirra. Hand- ritafræðingar huga einkum að texta- tengslum handrita eða framvindu textahefðar. Og fornleifafræðingar skoða einungis muni sem hafa fund- ist á víðavangi eða í jörðu niðri,“ seg- ir Már. Í fyrirlestrinum er ætlunin að reifa möguleika á því að auka þekk- ingu okkar á íslenskum handritum frá tímabilinu 1100–1600 og þar með forsendum íslenskrar menningar á miðöldum. Slagorðið er: Athugum ritheimildir án ritheimilda. Már Jónssson er dósent í sagn- fræði við Háskóla Íslands. Eftir hann liggja m.a. bækurnar Blóð- skömm á Íslandi 1270–1870 (1993), Árni Magnússon: Ævisaga (1998) og Dulsmál á Íslandi 1600–1900 (2000). Aðgangur er ókeypis. Fyrirlestur um heimildir Már Jónsson VÍKINGUR Heiðar Ólafsson píanó- leikari heldur einleikaraprófstón- leika frá Tónlistarskólanum í Reykja- vík í Salnum í Kópavogi í dag kl. 14. Á efnisskránni eru Prelúdía og fúga nr. 21 í B-dúr BWV 866 (WK I) eftir Johann Sebastian Bach, Sónata í a-moll KV 310 eftir Wolfgang Ama- deus Mozart, Etýða nr. 4, úr 1. hefti (1985) eftir György Ligeti og Sónata í h-moll eftir Franz Liszt. „Ég passaði mig á því að hafa efnisskrána ekki of langa, til að vera ekki að pína fólkið úti í sal,“ segir Víkingur Heiðar og lofar því að tónleikarnir verði ekki miklu lengri en klukkutími. Hef gaman af að spila verk þar sem tilfinningasviðið er stórt „Ég byrja á Bach, Prelúdíu og fúgu í B-dúr, sem er í virtúósastíl og þykir ein sú framúrstefnulegasta. Svo er Sónata í a-moll eftir Mozart, sem er einhver sú dramatískasta frá hans hendi. Þegar Mozart semur hana er móðir hans nýdáin og hann sjálfur í mikilli sálarkreppu. Ég valdi hana vegna þess að ég er svo drama- tískur í mér og hef gaman af að spila verk þar sem tilfinningasviðið er stórt. Síðast fyrir hlé er píanóetýða eftir Ligeti, sem er samtímamaður. Mig langaði til að spila eitthvað alveg nýtt sem fæstir í salnum hefðu heyrt. Ég hef líka heyrt að þetta sé einhver besta píanómúsík sem samin hefur verið eftir Bartok og þá alla. Ég er mjög hrifinn af þessu verki og finnst ákveðin ögrun í því að spila það, “ segir hann. Sýnir allt sem píanóleikarinn þarf að hafa til að bera Eftir hlé er eitt verk, Sónata í h-moll eftir Liszt. Víkingur segir að hún hafi verið mikið uppáhaldsverk hjá sér í ein tvö ár. „Hún er hálftíma löng og er talin vera einn helsti horn- steinn rómantísku píanóbókmennt- anna. Hún er svo ótrúlega „píanist- ísk“, sýnir allt sem píanóleikarinn þarf að hafa til að bera. Auk þess finnst mér mjög gaman að spila róm- antísk verk – það hentar mér mjög vel,“ segir hann. Miðasala hefst klukkustund fyrir tónleikana í Salnum eða kl. 13 í dag. Finnst mjög gaman að spila rómantísk verk Morgunblaðið/Árni Sæberg Víkingur Heiðar Ólafsson þreytir einleikarapróf í píanóleik frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík í Salnum í Kópavogi í dag kl. 14. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.