Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 62
UMRÆÐAN 62 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ BANDALAG sjálf- stæðra leikhúsa (SL) sendi Samkeppnis- stofnun erindi í nóv- ember 1999 þar sem bandalagið óskaði eft- ir því að stofnunin tæki afstöðu til: 1) hvort Leikfélag Reykjavíkur og Þjóð- leikhúsið hafi brotið samkeppnislög með því að nýta opinbera styrki til undirboða á leikhúsmarkaði þar sem samkeppni ríkir 2) hvort íslenska ríkið og Reykjavíkur- borg mismuni aðilum í leikhús- rekstri og hvernig leiðrétta megi það ef svo er 3) hvort Leikfélagi Reykjavíkur, Þjóðleikhúsinu eða Íslensku óper- unni sé heimilt að nota opinbera styrki til undirboða við útleigu á húsnæði sínu, en ljóst má vera að samkeppni ríkir á þeim markaði í dag. Hinn 5. mars síð- astliðinn sendi sam- keppnisráð frá sér bæði ákvörðun og álit í máli þessu. Álit ráðsins er stórfrétt í íslenskum leiklistar- og sviðslistaheimi. Í því er sú skoðun sett fram að rétt sé að endurmeta opinbera aðstoð við leiklistina í landinu og beinir ráð- ið þeim tilmælum til menntamálaráðherra að hann beiti sér fyrir því að slíkt endurmat fari fram. Í áliti samkeppnisráðs kemur fleira fram. Það álítur að ekki séu fyrir hendi lagaleg skilyrði til íhlutunar ráðsins hvað miðaverð og húsaleigu viðvíkur. Sú ákvörð- un byggist á lagalegum forsendum sem ekki verða raktar hér. Hins vegar kemur fram í álitinu rök- stuðningur sem nauðsynlegt er að fjalla og hugsa um. Mikilvægt er að allir þeir, er láta sig leiklist og sviðslistir atvinnumanna á Íslandi varða, geri það. Í 2. grein álitsins segir: Í máli þessu togast á andstæð sjónarmið. Annars vegar verður að teljast æskilegt að í viðleitni sinni til efl- ingar leiklistar gæti opinberir að- ilar að jafnræðissjónarmiðum ... en telja verður að mikið misræmi í opinberum stuðningi stríði gegn markmiðum samkeppnislaga. Hins vegar felst í gildandi leiklistarlög- um og fyrirkomulagi á stuðningi sveitarfélaga við leiklist sú aðferð að efla tilteknar stofnanir til þess að ná þeim menningarlegu og upp- eldislegu markmiðum sem að er stefnt... Í þessari grein koma fram tvö ákaflega mikilsverð sjónarmið. Annars vegar að ríkið hafi markað sér menningarlega og uppeldislega stefnu með stuðningi við leiklist. Hins vegar að það sé æskilegt að það gæti að jafnræðissjónarmiðum á sama tíma. SL hefur um langt árabil barist fyrir viðurkenningu ráðamanna á auknu mikilvægi sjálfstæðu leikhúsanna og sviðs- listahópanna. Umhverfi leiklistar og annarra sviðslista hefur gjör- breyst á undanförnum 15 árum. Fjöldi frumsýninga, ritun og sköp- un nýrra íslenskra sviðsverka og fjöldi áhorfenda hefur margfaldast hin síðari ár fyrir tilstuðlan sjálf- stæðu leikhúsanna og sviðslista- hópanna. Álit samkeppnisráðs styður kröfur SL til margra ára: að ríkið bregðist við þeirri þróun sem átt hefur sér stað og stórauki stuðning sinn við starfsemi sjálf- stæðra leikhúsa og sviðslistahópa. Í lokaorðum álitsins koma fram ákveðin tilmæli: Í ljósi þess sem að framan segir beinir samkeppnisráð þeim tilmælum til menntamálaráð- herra að hann beiti sér fyrir end- urmati á opinberri aðstoð við leik- húsrekstur. Leitað verði leiða til þess að samræma betur en nú er hin menningarlegu og listrænu markmið sem að er stefnt og markmið samkeppnislaga um að opinberir styrkir raski ekki sam- keppni á leikhúsmarkaði. Meðal möguleika sem þar gætu komið til skoðunar væri að opinber fjár- stuðningur til leiklistar yrði í meira mæli í formi styrkveitinga til einstakra verkefna sem valin yrðu af óháðum aðilum á sam- keppnisgrundvelli, þar sem bæði sjálfstæð og opinber leikhús gætu leitað eftir fjármögnun, en í minna mæli í formi styrkja til rekstrar tiltekinna stofnana og launa fast- ráðinna starfsmanna hjá þeim. Með því móti væri hugsanlegt að auka jafnræði meðal keppinauta á leikhúsmarkaði, án þess að list- rænum markmiðum yrði fórnað. Að öllu samanlögðu má lesa úr áliti ráðsins að það álítur að breyta verði því fyrirkomulagi sem við búum við hvað varðar stuðning ríkisins við leiklist og sviðslistir. Reykjavíkurborg hefur nýverið aukið stuðning sinn verulega við sjálfstæð leikhús og sviðslistahópa og var það gert vegna aukins mik- ilvægis þessara aðila í menningar- lífi borgarinnar. Í menntamála- ráðuneytinu eru nú til meðferðar tillögur frá Bandalagi íslenskra listamanna um stóraukinn stuðn- ing við sjálfstæð leikhús og sviðs- listahópa og er því gott lag til breytinga einmitt nú. Að samræma menningarleg markmið og samkeppni Þórarinn Eyfjörð Samkeppnisstofnun Jákvæð niðurstaða sam- keppnisráðs fyrir sjálf- stæðu leikhúsin, segir Þórarinn Eyfjörð, er stórfrétt í íslenskum leiklistarheimi. Höfundur er leikstjóri og formaður SL. NÚ á lokaspretti umræðunnar um flug- völlinn í Vatnsmýrinni er rétt að taka saman í stuttu máli um hvað þessi atkvæðagreiðsla snýst. Hún snýst um það hvort Reykjavík sem skipulagsyfirvald hefur forræði á því hvernig hún nýtir þetta landsvæði í hjarta borgarinnar. Þar sem borgin hefur einungis skipulags- málin á valdi sínu en ekki flugsamgöngur í landinu er einungis spurt um skipulagsþáttinn. Þar sem hvort tveggja er undir en að- eins um annað kosið er ákveðin hætta á mótsagnakenndri umræðu og því ætla ég að reyna í þessari grein að koma sem flestum sjón- armiðum að og minni skoðun á því hvernig flugvöllur geti best þróast til framtíðar í höfuðborg Íslands. Mikilvægt samgöngumannvirki Auðvitað er erfitt að fjalla um Vatnsmýrarvöllinn öðruvísi en að tala um hvort tveggja, samgöngu- mál og skipulagsmál. Sem sam- göngumannvirki er hann gríðar- lega mikilvæg tenging milli Reykjavíkur og annarra lands- hluta. Ef við ímyndum okkur inn- anlandsflugið sem strætó milli landshluta, þá eru flugvellirnir strætóstoppistöðvar. Það að höfuð- borg landsins skuli ekki bjóða upp á slíka stoppistöð er að mínu mati ekki boðlegt. Út frá öryggissjón- armiðum, stjórnsýslu og allri al- mennri tengingu innanlands er flugvöllur í Reykjavík nauðsynleg- ur. Sá hræðsluáróður sem uppi hef- ur verið að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur ef flugvöllurinn fær ekki að vera áfram í Vatnsmýrinni er auðvitað ósvífinn og óraunsær því það myndi ganga af innanlands- fluginu dauðu og ekki dettur mér í hug að ætla samgönguyfirvöldum það. Það er því gríðarlega mikil- vægt á þessum tímamótum að Reykvíkingar geri sér grein fyrir því að í þessari atkvæða- greiðslu kjósum við um skipulagsmál í Reykjavík en ekki um flugsamgöngur milli landshluta. Það er til- gangurinn með at- kvæðagreiðslunni og ekki á forræði borg- aryfirvalda að spyrja um annað. Eftir að vilji borgarbúa er kominn fram hafa borgaryfirvöld skýrt umboð í samningum sínum við ríkið með hvaða hætti á að byggja upp flug- höfn í Reykjavík svo sómi sé að og sátt ríki um. Mikilvæg tímamót Í skipulagslegu tilliti er gamal- dags herflugvöllur, sem tekur yfir 170 hektara lands í hjarta höfuð- borgarinnar, fráleitur. Hið víðáttu- mikla flugvallarsvæði þar sem sóðaskapur einkennir meira og minna allt svæðið hefur verið ögr- un við fegurðarskyn Reykvíkinga um áratugaskeið. Flugumferð er veitt yfir æðstu stjórnsýslu landsins auk þess sem æfinga-, kennslu- og einkaflugi hefur verið dembt yfir miðborgina með tilheyr- andi ónæði. Umgengni og fram- koma flugmálayfirvalda hafa því um langt skeið verið með ögrandi hætti í garð Reykvíkinga og því er komið að tímamótum. Atkvæða- greiðslan um helgina markar þau tímamót. Löngusker – langþráður draumur Það er mikilvægt í þessu sam- bandi að fólk rugli því ekki saman að í spurningunni á atkvæðaseðl- inum er spurt hvort flugvöllur eigi að vera í Vatnsmýri eða ekki. Það er grundvallaratriði. Það er ekki verið að spyrja hvort flugvöllur eigi að vera í Reykjavík eða ekki. Til þess að flugvöllur geti verið áfram í Reykjavík en ekki í Vatnsmýrinni eru ekki margir kostir í stöðunni. Í mínum huga er flugvöllur á Löngu- skerjum langáhugaverðasta hug- myndin sem upp hefur komið. Það var borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins, Guðmundur G. Þórarins- son, sem flutti þá tillögu fyrst í borgarstjórn á áttunda áratugnum samkvæmt hugmyndum Trausta Valssonar skipulagsfræðings. Til- lagan um Lönguskerjaflugvöll hef- ur nú að sumu leyti verið reiknuð út af borðinu í umræðunni um Vatnsmýrarvöllinn. Ég tók þessar kostnaðartölur allar með miklum fyrirvara og tel reyndar að tippur (losunarsvæði jarðefna) fyrir Reykjavíkurborg geti vel verið á Lönguskerjum. Á 10–15 árum get- ur myndast þar land sem þarf und- ir flugvöll. Einnig er áhugaverð sú hugmynd að hefja framkvæmdir við jarðgangagerð fyrir stofnbraut- ir í borginni og nýta efnið úr þeim til uppfyllingar á Lönguskerjum. Löngusker eru óplægður akur í skipulagslegu tilliti fyrir höfuð- borgarsvæðið. Það er mín sannfær- ing að þegar menn hafa drepið nið- ur fæti á Lönguskerjum opnist fyrir þeim nýr heimur. Þá munu flug og höfuðborg loksins geta átt fyrir höndum góða og friðsamlega sambúð um alla framtíð. Til þess að Löngusker geti leyst Vatnsmýrina af hólmi kjósum við flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni og fjölmennum á kjörstað á laug- ardaginn kemur. Flugvöllur framtíðar- innar á Lönguskerjum Óskar Bergsson Reykjavíkurflugvöllur Til þess að Löngusker geti leyst Vatnsmýrina af hólmi, segir Óskar Bergsson, kjósum við flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni. Höfundur er varaformaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. FÁ sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa þurft að búa við annan eins flótta ungs fólks úr heimahögun- um og Garðabær. Meirihluti skólafélaga minna úr Garðaskóla þurfti að flýja í fang Reykjavíkur, aðrir þurftu að fara enn lengra, allt að bökk- um Moldár. Ástæðan hefur sjaldnast verið sú að Garðabær sé leiðinlegri bær en aðrir, heldur sú að framboð á íbúðum hefur verið það lítið að það hefur verið langt undir eft- irspurn. Frábær lausn Mann rekur því í rogastans að sjá einhverja standa upp og mót- mæla þegar bæjarstjórnin styður eins snjalla lausn á vandanum og bryggjuhverfið er. Ég botna reyndar ekkert í því hvernig hægt er að finna þeirri hugmynd eitt- hvað til foráttu. Finnst fólki sem býr við Arnarnesvoginn vera sjón- mengun af öðru fólki? Það væri hægt að skilja neikvæð viðbrögð ef um væri að ræða að setja verk- smiðju nálægt húseigendum við Arnarnesvog, en svo er ekki, verið er að tala um íbúðarbyggð. Hvaðan í ósköpun- um sækja þessar óánægjuraddir styrk sinn? Síðan hvenær hefur fólk getað sett kröfur um að aðrir megi ekki byggja ná- lægt þeim? Eða telja menn sig hafa eignast Arnarnesvoginn, af því að það hefur horft á hann í mörg ár. Ég efast ekki um að það hækkar verð á íbúð- um ef þaðan er gott útsýni. En að halda að með kaupum á íbúð, þá eignist þeir útsýnið með henni og ráði því um ókomna framtíð, það er full- langt gengið. Það hefði orðið lítið úr íbúð- arbyggð yfirhöfuð ef þessháttar kröfur hefðu einhverntímann verið teknar alvarlega. Reyndar hefði orðið lítið úr íbúðarbyggð á Arn- arnesinu ef íbúar á Bessastöðum eða í Kópavogi hefðu lagst gegn því að inní útsýni þeirra byggðist þetta hverfi sem Arnarnesbúar nú byggja. Það hefur bara enginn verið svona hugmyndaríkur í frekju fram til þessa. Nýtt tækifæri Líklegast þarf ekki að óttast að fáar óánægjuraddir muni verða þessari hugmynd til einhverra tafa. Enda eru þeir fáu, sem hafa kvartað yfir þessari hugmynd, ein- mitt þeir sem eru líklegastir til að græða á henni. Því hugsanlega verður loksins hreinsað til í fjör- unni þar sem rústir Stálvíkur hafa legið um of langan tíma. Útsýnið yfir voginn verður áfram fallegt þótt einhverjum þyki kannski verri sú tilhugsun að nú fái fleiri að njóta þess. En ég er handviss um að þeir eru margfalt fleiri sem verða ánægðir við tilhugsunina um að hægt verði að kaupa eða leigja íbúð á skikkanlegu verði í Garða- bæ. Slík tækifæri hafa ekki verið algeng í Garðabæ undanfarin ár. Hugmynda- auðgi í frekju Börkur Gunnarsson Höfundur er rithöfundur. Náttúruvernd Það væri hægt að skilja neikvæð viðbrögð, segir Börkur Gunnarsson, ef um væri að ræða að setja verksmiðju nálægt húseigendum við Arnarnesvog, en svo er ekki. FRÁBÆRAR SNYRTIVÖRUR Handsnyrtivörur frá = og Depend. Augabrúnaliturinn í bláu pökkunum frá Tana. Vax- og hitatæki til háreyðingar, háreyðingarkrem, vaxstrimlar og svitalyktareyðir frá Frábært verð og frábær árangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.