Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ver› a›eins í dag „ÞETTA hefur verið afskaplega góður og skemmtilegur tími,“ sagði Stefán Gunnlaugsson, veit- ingamaður á Bautanum á Akur- eyri, en hann hefur frá áramótum verið fararstjóri hjá Úrvali-Útsýn á Kanaríeyjum. Eiginkona hans, Hugrún Engilbertsdóttir hjúkr- unarfræðingur, starfar einnig hjá félaginu á eyjunum og er þetta í annað sinn sem hún sinnir þar hjúkrunarstörfum. Stefán fylgdi henni út á síðasta ári og dvaldi þar í um mánuð, en nú ákvað hann að taka að sér fararstjórn og vera ytra fram í byrjun apríl. Stefán var í óða önn að taka á móti nýjum farþegum sem komu til Kanaríeyja í fyrradag þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans og var í essinu sínu, „það er alltaf gaman þegar mikið er að gera“, sagði hann. Mikill straumur Íslendinga í vetur Stefán sagði að fjöldi Íslend- inga hefði sótt Kanaríeyjar heim nú í vetur, en að jafnaði væru um eitt þúsund landar þar að spóka sig í sólinni og hvíla lúin bein. Liðlega helmingur þeirra væri á vegum Úrvals-Útsýnar og far- arstjórarnir væru fimm þannig að í nógu væri að snúast. „Það hefur verið mjög mikill straumur hing- að í vetur enda hefur veðrið ver- ið afskaplega gott og ég heyri ekki annað en fólk sé ánægt með dvölina,“ sagði Stefán. Fjöldi Ak- ureyringa hefur dvalið á Kan- aríeyjum í vetur að sögn Stefáns og sagði hann það einkar skemmtilegt að hitta sína heima- menn þar ytra. „Ég kann bara vel við þetta starf,“ sagði Stefán, sem rekið hefur veitingastaðinn Bautann á Akureyri í 30 ár. „Það er gaman að söðla um og prófa eitthvað nýtt þegar maður hefur verið í 30 ár í sama starfinu. Ég hef gaman af því að kynnast fólki og það geri ég svo sannarlega sem far- arstjóri hér. Þetta er líflegt og skemmtilegt starf. Eins og gerist og gengur kemur margt upp á, bæði skemmtileg atvik og miður skemmtileg, en það þarf að leysa út öllu sem upp kemur.“ Fyrsta verkið að skoða breytingar á Bautanum Hann sagði veðurfarið hafa verið einkar gott á Kanaríeyjum í vetur og vissulega væri kærkom- ið að dvelja þar yfir köldustu vetrarmánuðina á Íslandi. Stefán sagði að samt yrði fínt að koma heim aftur og sérstaklega hlakk- aði hann til að skoða þær breyt- ingar sem gerðar hafa verið á Bautanum, en staðurinn var opn- aður eftir gagngerar endurbætur um mánaðamótin janúar-febrúar. „Ætli það verði ekki mitt fyrsta verk að skoða þessar breytingar, menn hafa verið að lýsa þessu fyrir mér og ég heyri ekki annað en vel hafi tekist til,“ sagði hann. Spurður um veitingastaðina á Kanaríeyjum svaraði hann að þeir væru æði misjafnir, margir væru alveg prýðilegir en þeir væru líka margir sem þættu ekk- ert sérstakir hér heima. „Þetta hefur verið mjög gam- an, margt sem kemur á óvart og það er skemmtilegt að kynnast enn fleiri hliðum mannfólksins en maður hefur tök á sem veitinga- maður,“ sagði Stefán og bað fyrir kveðju heim. Það er alltaf gaman þegar mikið er að gera Morgunblaðið/Rúnar Þór Stefán Gunnlaugsson, veitingamaður á Bautanum á Akureyri, hefur frá áramótum starfað sem fararstjóri á Kanaríeyjum. Hér liðsinnir hann Akureyringnum Gunnari Þórssyni, en annar ferðalangur bíður viðtals. Stefán Gunnlaugsson söðlaði um eftir 30 ár í veitinga- bransanum og gerðist fararstjóri á Kanaríeyjum AKUREYRARKIRKJA: Leiksýn- ing kl. 11 á morgun í Safnaðar- heimili, Stoppleikhópurinn flytur „Ævintýrið um óskirnar tíu“ í sunnudagaskólanum. Tónleikar kl. 16 á sunnudag þar sem þrír kórar koma fram. Föstu- messa kl. 20.30 um kvöldið. Séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Kór Ak- ureyrarkirkju syngur, Rósa Krist- ín Baldursdóttir syngur einsöng, Valgeir Skagfjörð og Saga Jóns- dóttir lesa ljóð. Biblíulestur kl. 20.30 á mánu- dagskvöld, Tíu boðorð, Heilagur Guð og afhelgun, séra Guðmundur Guðmundsson sér um. Mogun- söngur kl. 9 á þriðjudagsmorgun. María Jónsdóttir í Kompaníinu kynnir starfsemina á mömm- umorgni kl. 10 á miðvikudags- morgun. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12 á hádegi á fimmtudag. Bænaefnum má koma til prest- anna. Léttur hádegisverður í Safn- aðarheimili eftir stundina. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera og messa í kirkjuni á morgun kl. 11. Foreldrar hvattir til að mæta með börnunum. Kyrrðar- og til- beiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera á miðvikudag frá 12 til 13. Helgistund, fyrirbænir og sakramenti. Léttur hádegis- verður í safnaðarsal á vægu verði. Opið hús fyrir mæður og börn á fimmtudag kl. 10 til 12. Æfing barnakórsins kl. 17.30 á fimmtu- dag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sam- koma kl. 20 í kvöld, laugardag. Einar Höyland og frú syngja og tala, en þau koma frá Noregi. Unglingar taka þátt. Eftir sam- komu er kaffi og unglingarnir selja vöfflur með rjóma en einnig verður happdrætti. Fjölskyldu- samkoma á sunnudag kl. 11, börn og unglingar verða með ýmis at- riði. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðs- brotning kl. 20 í kvöld, G. Theodór Birgisson predikar. Sunnudaga- skóli fjölskyldunnar á morgun kl. 11.30. Aldursskipt kennsla þar sem allir fá eitthvað við sitt hæfi. Vakningasamkoma kl. 16.30 sama dag. Fjölbreytt lofgjörðartónlist og G. Theódór Birgisson predikar. Fyrirbænaþjónusta, krakkakirkja og barnapössun. Bænastundir alla virka daga kl. 06.30. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag kl. 18 og á morgun, sunnudag kl. 11 í Péturskirkju við Hrafnagilsstræti 2 á Akureyri. LAUGALANDSPRESTAKALL: Messa verður sunnudaginn 18. mars í Saurbæjarkirkju kl.11:00. Sama dag kl.14:00 verður vígsla Dalvíkurkirkju þar sem biskupinn yfir Íslandi herra Karl Sigur- björnsson mun predika. MÖÐRUVALLAKLAUSTURS- KIRKJA: Messa verður fyrir allt prestakallið í Möðruvallaklaust- urskirkju sunnudaginn 18. mars kl. 14:00. Molasopi á prestssetrinu eftir messu. Mætum öll og njótum samveru í húsi Guðs. SJÓNARHÆÐ: Sunnudagsskóli í Lundarskóla kl. 13.30 á morgun, sunnudag. Almenn samkoma á Sjónarhæð fellur niður að þessu sinni. Fundur fyrir 6–12 ára krakka á Sjónarhæð kl. 17.30 á mánudag. Roy Harrison svæðis- stjóri Child Evangelism Fellow- ship í Evrópu verður með nám- skeið í barnastarfi frá kl. 20 til 22 á mánudagskvöld. Kirkjustarf GAMLA bátabryggjan gegnt Slippkantinum á Akureyri var rifin á miðvikudag í tengslum við fram- kvæmdir við vesturkant fiskihafn- arinnar. Hafnsögubátar Hafna- samlags Norðurlands hafa haft þar viðlegu en þeir hafa nú verið flutt- ir að nýrri 36 metra langri tré- bryggju við suðurkant fiskihafn- arinnar. Þá er verið að rífa burt nefið við gömlu bátabryggjuna en á nefinu voru verbúðir og hús sem öll hafa verið rifin. Framkvæmdir við dýpkun fiskihafnarinnar hefjast í vor og næsta haust er stefnt að því að halda áfram niðurrekstri á stál- þili vesturkantsins til norðurs. Við- legukanturinn er 120 metrar í dag en hann verður lengdur um 70 metra. Framkvæmdir í fiski- höfninni á Akureyri Gömul bryggja rifin fyrir nýja AGLOW, kristileg samtök kvenna, halda fund í félagsmiðstöðinni í Víði- lundi 22 á Akureyri næstkomandi mánudagskvöld kl. 20. Á dagskrá eru m.a. vitnisburðir, söngur, lof- gjörð og fyrirbænaþjónusta, þá verður kaffihlaðborð. Aglow-fundur ♦ ♦ ♦ annan hvern miðvikudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.