Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 70
SKOÐUN 70 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Náttúrufræðistofn- un er á villigötum ef marka má með hvaða hætti stofnunin hefur komið að umræðum um skógræktarmál. Henni er ætlað að standa fyrir vísinda- legum rannsóknum á náttúru landsins, auka þannig þekkingu og vera til ráðgjafar um skynsamlega nýtingu þess. Um nokkurt skeið hefur stofnunin valið að koma órökstuddum glamuryrðum, oftast í einni setningu, inn í texta hér og þar, um skaðsemi skógræktar. Má þar meðal annars nefna formála að válistum sem stofnunin gefur út. Þessar fullyrðingar eru ekki rök- studdar í aðaltexta. Eins og frægt er orðið lék stofnunin sama leikinn ný- verið þegar umhverfisráðherra varð fyrir því óláni að bera haldlausar fullyrðingar Náttúrufræðistofnunar, um að skógrækt sé ein helsta ógnin við rjúpnastofninn, inn á Alþingi. Skot í myrkri Svo virðist sem gagnrýna hugsun vanti hjá starfsmönnum Náttúru- fræðistofnunar sem fjalla um skóg- ræktarmál og er það bagalegt því stofnanir, sem ætlað er að fást við vísindi, verða að temja sér akadem- ísk vinnubrögð og þankagang. Það að slengja frá sér órökstuddum full- yrðingum og hrópa úlfur, úlfur á ekkert skylt við vísindi. Nú er það svo að þjóðin er vel menntuð og víðlesin og virðist auk þess hafa lifandi áhuga fyrir að kynna sér hvað eina um náttúru landsins, ef það er sett fram með áhugaverðum og málefnalegum hætti. Því er málflutningur af því tagi, sem Náttúrufræðistofnun hef- ur tamið sér um skógrækt, ekki vænlegur til árangurs, þótt hann gæti e.t.v. gengið þar sem ólæsi og fáfræði er ríkjandi. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur hefur fengið það vanþakkláta hlut- skipti að klóra yfir glamur yfirboð- ara sinna en varla verður séð að hann geri það af sannfæringu. Á visi.is staðhæfir Ólafur að rjúpan sé ekki skógarfugl. Sú staðhæfing fær varla staðist og er raunar alveg eins hægt að halda hinu gagnstæða fram. Fjallarjúpa er norræn tegund skóg- arhænsna, af orraætt. Náskyld henni er lyng- rjúpa. Í norrænum fræðiritum er kjörlendi fjallarjúpunnar talið vera víðibeltið sem gjarnan myndar efri skógarmörk til fjalla í Skandinavíu. Kjörlendi lyngrjúpunnar er í birkibeltinu og þar sem birki- og barrskógar mætast. Báðar þessar tegundir fara þó nokk- uð út fyrir þessi mörk, fjallarjúpan flytur sig niður í barrskóginn og upp til fjalla. Aðrar tegundir skógarhænsna, sem halda til neðar í skógunum, verja þó óðul sín af mikilli hörku. Þessar fuglateg- undir eru ekki til staðar hér og því leitar rjúpan óhindrað í skógana okkar, sem velkominn gestur. Ólafi og raunar Ævari Petersen, í hans annars ágætu og fallegu bók „Ís- lenskir fuglar“, tekst listilega að sneiða hjá því að kjörsvæði rjúp- unnar er kjarrlendi og skógarjaðr- ar. Ólafur segir í varnartilraun sinni, í Morgunblaðinu þ. 8. mars sl.; að „allar lífverur séu aðlagaðar ákveðinni gerð búsvæða og þar og aðeins þar fá þær þrifist“. Svo þröng túlkun á búsvæðum rjúpunnar fær varla staðist gagnrýna hugsun. Í Noregi nær útbreiðslusvæði fjalla- rjúpunnar eftir landinu nær endi- löngu, eða um 2000 km frá norðri til suðurs, þó aðeins til fjalla í suður- hluta Noregs. Ef þessi makalausa kenning Náttúrufræðistofnunar er rétt, ættu þá ekki hinir víðlendu skógar í Noregi að vera búnir að ganga af rjúpunni þar dauðri? Á Íslandi hefði rjúpan varla lifað af þær gífurlegu gróðurfarsbreyt- ingar sem hafa orðið hér frá land- námi, ef aðlögunarhæfni hennar væri eins lítil og Ólafur lætur í veðri vaka. Varla finnst nokkur blettur á landinu sem hefur ekki orðið fyrir stórkostlegum breytingum við bú- setu okkar hér í liðlega 1100 ár. Og vísa ég til þess, að talið er að við höf- um glatað 80% gróðurlendis, rýrt það sem eftir stendur að sama skapi, og skógarþekja hefur hrunið úr 30–50% niður í 1%. Það er því nærtækt að álykta að rjúpnastofn- inn hefði, eins og lífríkið almennt, gott af því að skógarþekjan ykist til muna og langt umfram það sem skógræktaráætlanir gefa fyrirheit um. Ótal heimildir eru fyrir því að rjúpnastofninn hafi verið mjög stór hér á landi, áður en skógarnir tóku að eyðast. Verður það að teljast trú- legt, því það vita þeir sem stunda útivist að séu einhvers staðar miklar líkur á að rekast á rjúpur, þá er það einmitt í þessum fáu og smáu skóg- arvinjum sem tekist hefur að friða og rækta. Þó ætla ég ekki hér að fara út í þau neftóbaksfræði að reikna milljónir rjúpna í löngu fallna skóga. Veikar forsendur og einfaldanir Ólafur slær fram þeirri fullyrð- ingu, í Morgunblaðsgrein og á visi.- is, að líklegt sé að 50–60 þúsund rjúpuungar tapist árlega ef áætlanir skógræktarmanna um ræktun skóga næstu fjörutíu árin gangi eft- ir. Þær forsendur sem hann gefur sér eru því miður lítt ígrundaðar einfaldanir. Í fyrsta lagi virðist hann gefa sér að ferkantaður „lokaður barrskógur“, svo notuð séu hans orð, sem er 750–800 ferkílómetrar að flatarmáli detti af himnum ofan og lendi á bestu varplöndum rjúp- unnar einn góðan veðurdag. Hið rétta er að um er að ræða ræktun skóga á hundruðum jarða vítt og breitt um landið. Til stendur að rækta margar tegundir barr- og lauftrjáa á hverjum stað og gerist það smátt og smátt á mörgum ára- tugum. Í öðru lagi gefur hann sér að skógrækt sé eingöngu stunduð á mólendi, sem hafi verið hóflega nýtt til beitar og því kvist- eða lynglendi, því varla getur það talist kjörlendi rjúpunnar ef runnagróðurinn vant- ar. Þótt mólendi sé algengasta land- gerðin á láglendi, er það því miður svo, að aðeins lítill hluti þess er í því ástandi að geta talist kjörlendi rjúp- unnar. Þetta breytist þó frekar til batnaðar með skógræktinni. Þá tal- ar hann um skógrækt sem óaftur- kræfa breytingu. Hér skortir sem fyrr gagnrýna hugsun. Skógi má líkja við trjábol sem hægt er að for- ma að vild eða hreinlega höggva í burtu og standa uppi með grósku- mikið gróðurlendi. Það er því fjar- stæða að nota hugtakið „óafturkræf breyting“ á þennan hátt og missir orðið við það merkingu. Eins má spyrja: óafturkræf breyting á hverju? Landi í tötrum, rofabörðum, flögum, berum melum eða var ekki mólendi skóglendi áður en skógarn- ir eyddust sökum rányrkju? Senni- lega er víðast hvar illgerlegt að end- urheimta birkiskóga af sömu reisn og þeirra sem uxu hér við landnám, nema í skjóli barrskóga sem síðan má fella ef vill. Þetta blasir hvar- vetna við þar sem skógrækt hefur verið stunduð í áratugi. Ólafur virðist sammála því að stofnstærð rjúpunnar ráðist einkum af vetrarafföllum, sem eru mikil vegna vosbúðar og skorts á fæðu, auk veiða sem þá eru stundaðar. Samt velur hann að hafa fyrst og fremst áhyggjur af skerðingu varp- landa og líta framhjá því að rjúpan hefur jafnan bæði skjól og fæðu í skóginum. Einnig virðist hann ekki skilja að hvorki er vilji til né fram- kvæmanlegt að teppaleggja heilu sveitirnar með barrskógi og mér vit- anlega eru engar áætlanir til um það. Heiðmörk eitt af griðlöndum rjúpunnar Af því að Ólafur nefnir Heiðmörk sérstaklega og telur að bætt skilyrði fyrir rjúpuna þar séu aðeins tíma- bundin, þá er ágætt að nota Heið- mörk sem dæmi um hve skógrækt hefur jákvæð áhrif á rjúpnastofninn. Heildarflatarmál Heiðmerkur er u.þ.b. 2.500 ha að Elliðavatni frá- töldu. Þar hefur verið stunduð skóg- rækt í liðlega 50 ár. Barrskógar þekja nú u.þ.b. 250 ha lands á Heið- mörk. Ungskógur í uppvexti þekur ámóta stórt landsvæði þar. Birki- og víðikjarr, sem aðeins fundust nokkr- ar hríslur af við friðun Heiðmerkur, þekur u.þ.b. 400 ha af Heiðmerk- urlandi og eykst jafnt og þétt. Því sjá allir, sem á annað borð vilja sjá, að Heiðmörk er og verður grið- og varpland rjúpunnar um langa fram- tíð. Má benda starfsmönnum Nátt- úrufræðistofnunar, sem er til húsa við Hlemm, að þaðan gengur stræt- isvagn langleiðina upp í þessa úti- vistarparadís höfuðborgarbúa. Svipaða sögu má segja um flest þeirra skóglenda sem friðuð hafa verið á nýliðinni öld, þessi „lokaði barrskógur“ er hvergi til nema í hugskotum manna sem hafa hangið of lengi í skúmaskotum við Hlemm. Ekki verður séð að þeir „Hlemm- verjar“ hafi kynnt sér svo mikið sem eina skógræktaráætlun. Það stend- ur ekki steinn yfir steini í málflutn- ingi stofnunarinnar, þegar kemur að skógrækt, og tilraunir stofnunarinn- ar til þess að útskýra mál sitt hafa hingað til aðeins gert málstað þeirra fráleitari. Það er svo rannsóknarefni af hverju Náttúrufræðistofnun velur að þegja þunnu hljóði yfir því að bú- ið er að kveða niður þá lífseigu kenningu að veiðar hafi engin áhrif á rjúpnastofninn. Í grein sinni í Morgunblaðinu, sem áður er vísað til, vitnar Ólafur til „hins þekkta norska rjúpnasérfræðings Johan B. Steen“ og heldur því fram að hann telji hækkun skógarmarka vegna hlýnunar aðalorsök minnkandi rjúpnastofns í Noregi. Vera má að hann hafi einhvern tímann látið eitt- hvað í þessa veru frá sér fara, en hitt er þó víst að hann er mun þekktari fyrir að hafa nær alla sína tíð haldið því fram að veiðar hafi engin áhrif á stofninn. Hann varð þó fyrst verulega þekktur þegar hann dró þessa kenningu til baka fyrir nokkrum árum. Prófessor Johan B. Steen hefur gengið mun lengra og sagt að hægt sé að ganga mjög nærri stofninum með sportveiðum. Undir þetta taka aðrir norskir nátt- úrufræðingar og veit ég ekki hvað þeir hugsuðu ef þeir vissu hvað sum- ir starfsfélagar þeirra á Íslandi eru að bardúsa. Sportveiði er eitt, hernaður annað Það er sem sagt orðið viðurkennt meðal norskra náttúrufræðinga að sportveiðar geti gengið mjög nærri rjúpnastofnum og jafnvel útrýmt á ákveðnum svæðum. Það þrátt fyrir að norskir veiði- menn gangi til rjúpna og skjóti að- eins fugl á flugi. Atvinnuveiðar á rjúpu þykja þar hrein fúlmennska, akstur utan vega er stranglega bannaður og sömuleiðis veiðar frá eða við veg. Margskotabyssur eru ekki notaðar til rjúpnaveiða í Noregi frekar en í Svíþjóð, þar er tvíhleyp- an vopn sportveiðimannsins. Brot á þessum reglum varða við lög sem er framfylgt með háum fjársektum og löngu veiðibanni. Því miður kemst hluti íslenskra veiðimanna upp með að aka til rjúpna, ýmist á ofurjepp- um eða vélsleðum og freta á rjúpna- hópa með allt að 9 skota byssum. Þennan rambóleik þarf að stöðva, þannig að rjúpnastofninn og heið- virðir veiðimenn fái notið sín, hvort sem er í skóglendi eða ofan skóg- armarka. Væri nær fyrir formann SKOTVÍS, að hysja upp um sig bux- urnar, og taka til í sínum röðum, vinna gegn því með stjórnvöldum að óhræsi séu meðal skotveiðimanna, frekar en að fara með staðlausa stafi í fjölmiðlum. Það hrökk síðast út úr formanni SKOTVÍS í viðtali á Rás 2 á dögunum, að samtökin hefðu kost- að rannsóknir Náttúrufræðistofnun- ar á rjúpunni um nokkurra ára skeið. Það er því miður orðinn hvimleið- ur kækur nokkurra ríkisstofnana að gera út á sérfræðiálitamarkaðinn og setja saman pöntuð álit í nafni vís- inda eftir að hafa þegið væna dúsu. Þetta á vitaskuld ekkert skylt við vísindi. Ef þessar sömu stofnanir ætla síðan að leggja þá aðila í ein- elti, sem afþakka „sérfræðiálit“ þeirra þá heitir það þrýstingur (enska: blackmail) og varðar við lög. Lokaorð Það er einlæg von mín, að sér- fræðingar Náttúrufræðistofnunar sjái að sér og láti af innihaldslausum fullyrðingum um skógrækt. Þeirra vegna vona ég að þeir nái áttum áð- ur en ástandið á stofnuninni verður orðið líkt sefjunarástandi. Tillaga að meðferð er meiri útivist og að ganga með opnum huga um landið og skógana að hætti eins mesta náttúrufræðings allra tíma, Jónasar Hallgrímssonar. Ef það dugar ekki væri athugandi að flytja stofnunina þangað sem hún er í betri tengslum við náttúruna. SLEGGJUDÓMAR NÁTT- ÚRUFRÆÐISTOFNUNAR Einar Gunnarsson Svo virðist sem gagn- rýna hugsun vanti hjá starfsmönnum Náttúru- fræðistofnunar sem fjalla um skógræktar- mál, segir Einar Gunn- arsson. Það er bagalegt því stofnanir, sem ætlað er að fást við vísindi, verða að temja sér akademísk vinnubrögð og þankagang. Höfundur er skógræktarfræðingur, áhugamaður um útivist og góða umgengni við landið. Njálsgötu 86, s. 552 0978 Sængur og koddar í úrvali Eldaskálinn Brautarholti 3, 105 Reykjavík S: 562 1420, www.invita.dk Við erum á horni Brautarholts og Mjölnisholts, rétt fyrir ofan Hlemm. Nýr sýningarsalur Opið hús í dag kl. 11-16 Invita á Íslandi í 20 ár Ýmis afmælistilboð - persónulega eldhúsið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.