Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 47
ir þessari samþjöppun með bættum
samgöngum og nýju skipulagi í at-
vinnugreinum. Sumir telja að það
hafi verið rangt, aðrir rétt, og ég er í
seinni hópnum. Hagræðing er nauð-
synleg til að atvinnulífið standist
samkeppni og tryggi afkomu fólks
og fyrirtækja. En það er rétt að
færri halda sínum hlut og byggðirn-
ar eru misvel settar. Á þá að snúa til
baka og leggja af kvótakerfi og ann-
að skipulag sem miðar að því að
auka hagkvæmni og skynsamlega
nýtingu auðlinda? Nei, það leysir lít-
ið, en skapar ný vandamál fólks, fyr-
irtækja og byggða. Það má hins
vegar bæta og breyta í ljósi að-
stæðna og sætta ólík sjónarmið með
sanngirni að leiðarljósi.
Við framsóknarmenn eigum að
taka þátt í slíkri sátt. Með það í huga
hvöttum við til starfs auðlinda-
nefndar og við eigum að ljúka því
verki. Í því starfi þurfum við að
leggja áherslu á tvennt, stuðning við
byggðirnar sem eru minnstar og
háðastar björg úr sjó og hinu að
þjóðin öll hafi sem mestan hag af
auðlindum landsins. Við verðum þó
ávallt að hafa í huga að gjaldtaka
krefst hagnaðar og enginn arður
skapast án sanngjarnra rekstrar-
skilyrða,“ sagði Halldór.
Árangur af stjórnar-
samstarfinu
Undir lok ræðu sinnar vék Hall-
dór að ríkisstjórnarsamstarfinu.
„Við höfum verið í hálft annað kjör-
tímabil í ríkisstjórnarsamstarfi við
Sjálfstæðisflokkinn og þessi sex ár
hafa verið eitt mesta velmegunar-
skeið síðustu áratuga. Ég hygg að
þegar sagnfræðingar framtíðarinar
líta yfir þetta skeið þá muni dómur
þeirra verða þessum flokkum mjög
hagstæður. Árangurinn blasir alls
staðar við, hagvöxtur og kaup-
máttur hafa farið vaxandi og at-
vinnuleysi er nær horfið ásamt því
að velferðarkerfið stendur nú
traustum fótum. Mörgum fram-
sóknarmanni finnst erfitt að sætta
sig við að vera í þessu samstarfi,
enda hafa þessir flokkar um áratugi
verið höfuðandstæðingar í íslensk-
um stjórnmálum, en aðalatriðið er
að mikill ávinningur af verkum rík-
isstjórnarinnar hefur skilað sér til
almennings í landinu. Við munum
uppskera eins og við höfum til sáð.
Ég hlýt sömuleiðis að taka fram að
þó eðlilega greini flokkana á um ým-
is mál, þá eru þau rædd og leidd til
lykta í drengskap og heilindum,“
sagði Halldór.
varið til lagfæringa í almannatrygg-
ingum og innan eins mánaðar væri
að vænta tillagna um bætt kjör
þeirra lífeyrisþega sem verst væru
settir.
Halldór sagði einnig að ríkis-
stjórnin hefði leitast við að treysta
byggð í landinu. Hann nefndi í því
sambandi bættar samgöngur og
jarðgangaáætlun, jöfnun húshitun-
ar- og námskostnaðar, aukin fram-
lög til skógræktar, nýjan búvöru-
samning, aukin framlög til
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og
breytingar á gjaldstofni fasteigna-
gjalda.
„Við höfum á undanförnum árum
og áratugum orðið vitni að mestu
lífskjarasókn sem sögur fara af.
Undirstaða þessarar sóknar er hér
eins og annars staðar auðlindir,
dugnaður, framleiðni, hagkvæmni
og ný tækni. Á sama tíma hefur hag-
kerfið verið opnað og við þurfum að
standast öðrum þjóðum snúning.
Þetta hefur kallað á samþjöppun í
landbúnaði, sjávarútvegi og þjón-
ustu. Við höfum skapað skilyrði fyr-
þjóðin öll gæti notið þjónustunnar á
sambærilegu verði. „Þegar kemur
að hugmyndum um einkavæðingu í
heilbrigðis- og menntakerfinu gegn-
ir allt öðru máli. Ég dreg skýr mörk
milli þess sem teljast má hreinn at-
vinnurekstur í opinni alþjóðlegri
samkeppni á borð við þann sem fyrr
var lýst, og hins sem er rekstur vel-
ferðarkerfis og samfélagsþjónustu.
Hvað atvinnureksturinn varðar
gilda sjónarmið frjálsrar samkeppni
og lögmál markaðar en velferðar-
kerfið má aldrei verða selt undir
hagnaðarsjónarmiðið.“
Stuðningur við störf
auðlindanefndar
Halldór sagði að síðan Framsókn-
arflokkurinn tók við ráðuneytum
heilbrigðis- og félagsmála hefði
náðst verulegur árangur á sviði fjöl-
skyldumála. Framlög til barnabóta
hefðu stóraukist. Foreldrum hefði
verið tryggður aukinn réttur til
fæðingarorlofs og karlar hefðu
fengið sjálfstæðan rétt. Á undan-
förnum árum hefði milljörðum verið
því óhjá-
ngið með
erður að
t úr land-
dið. Ráð-
ð fela í sér
verfi at-
töku er-
a hér á
m erlenda
s á hluta-
m þannig
hafi næg
landinu.
m skiptir
má ekki
þá veikist
gerðir eru
ta grund-
framhald-
nnar.“
tt mæla
sig út úr
ði og fjar-
hins vegar
æri gert.
okunar á
a yrði að
narflokkurinn verði að breytast í takt við tímann
Morgunblaðið/Golli
Halldór Ásgrímsson sagði á flokksþinginu að Framsóknarflokkurinn hefði
verið að ná miklum árangri í ríkisstjórnarsamstarfinu.
áherslu á að
urfi að lækka
urðardóttur reis hér í skoðanakönn-
unum? Þess eru mörg dæmi að í
stjórnarandstöðu hafi mönnum tek-
ist tímabundið að rísa í skoðana-
könnunum eins og vinstri-grænir
gera núna. Ég hef ekki trú á því að
það verði til langframa. Það er að
minnsta kosti ekki leiðin fyrir
Framsóknarflokkinn að hlaupast
undan og verða óábyrgur við þessar
aðstæður frekar en áður,“ sagði
Halldór.
Tekist á um sjávarútvegsmál
Nokkrar umræður urðu einnig á
þinginu um sjávarútvegsmál. Krist-
inn H. Gunnarsson kynnti á fund-
inum tillögur sem hann hefur lagt
fram um að farin verði svokölluð
fyrningarleið, þ.e. að 3–5% veiði-
heimilda verði innkölluð á nokkrum
árum og endurúthlutað til nokkurra
ára. Hann kvaðst einnig vilja að
sveitarfélögin fengju yfirráðarétt
yfir 25–33% af veiðiheimildunum.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson
varaði eindregið við að gerðar yrðu
stórfelldar breytingar á sjávarút-
vegsstefnunni. Hann sagði að þeir
sem héldu að vandi byggðanna yrði
leystur með því að leysa upp kvóta-
kerfið ættu eftir að verða fyrir von-
brigðum. Jóhannes Geir sagði að á
síðustu árum hefði sjávarútvegur
eflst mikið. Margir væru búnir að
gleyma þeim tíma þegar stjórnvöld
hefðu þurft að grípa til aðgerða til
að bjarga útveginum en í dag ætl-
uðu sjávarútvegsfyrirtækin sér að
takast á við það verkefni að byggja
upp fiskeldi á Íslandi.
fylgja stefnu þeirra.
Hann sagðist á sínum
stjórnmálaferli hafa
staðið í langri baráttu
við Alþýðubandalagið á
Austurlandi „sem var
alltaf að reyna að reyta
af okkur fylgið og níða
okkur niður. Við störf-
uðum hins vegar með
þeim um tíma og gerð-
um það af fullum heil-
indum.
Það má vel vera að
við komum einhvern
tímann til með að starfa
með vinstri-grænum,
en sá flokkur verður þá
að breyta um stefnu því
að það er ekki hægt að
starfa með þjóðmálaafli
sem er á móti öllum
sköpuðum hlutum. Ég
hef ekki enn þá orðið
var við það á Alþingi að
þeir fylgi einhverju
framfaramáli sem
stefnir inn í framtíðina.
Það má vel vera að aðr-
ir hafi orðið varir við
það og það hlýtur raun-
ar að vera að aðrir hafi
orðið varir við það mið-
að við það fylgi sem þeir hafa í skoð-
anakönnunum. En við eigum ekki
að hlaupa til og breyta um kúrs
vegna þessara skoðanakannana.
Muna menn eftir því hvernig
Borgaraflokkurinn reis hér í skoð-
anakönnunum? Muna menn eftir
því hvernig flokkur Jóhönnu Sig-
og kvörtuðu yfir því að forysta
flokksins væri að hrekja vinstri-
sinnaða kjósendur frá sér með
stefnu í t.d. einkavæðingarmálum
og Evrópumálum Halldór sagði að
vinstri-grænir væru gömlu „komm-
arnir“ endurbornir og spurði
flokksfélaga sína hvort þeir vildu
með Vest-
göngu Ís-
andalagið.
l og um-
m tíma en
um kúrs
tri-græna
. Í fram-
hann um
m væru á
u eins og
g Austur-
Mývatns-
umkvöðla-
reiningar.
omast upp
ta á öllum
ggðamála
ngum sem
til þess,“
rýni sína
kki á milli
tri-græna
lltrúa aft-
nn var þá
fulltrúum
arflokkur-
til hægri
þinginu fyrir að færa Framsóknarflokkinn til hægri
ds-
na
Morgunblaðið/Golli
Um 700 manns sitja flokksþing Framsókn-
arflokksins. Því lýkur á morgun en þá verð-
ur m.a. kjörin forysta flokksins.
ÁRLEGA gangast tveir tilþrír Íslendingar undiraugnaðgerð vegna arf-
gengrar blettóttrar hornhimnu-
viklunar (e. Macular Corneal
Dystrophy). Þó að þetta séu ekki
margir einstaklingar miðað við
þjóðina alla er sjúkdómurinn mun
algengari hér á landi en gengur og
gerist annars staðar í heiminum. Sú
staðreynd hefur leitt til viðamikillar
rannsóknar sem staðið hefur yfir
hér á landi síðustu 10 ár. Gordon
Klintworth, prófessor við Duke
University í Norður-Karólínuríki í
Bandaríkjunum, og Friðbert Jónas-
son, prófessor í augnsjúkdómum
við læknadeild Háskóla Íslands,
sem stóðu fyrir henni.
Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að
gráleitir blettir koma á hornhimn-
una á báðum augum og milli blett-
anna kemur móða. Smám saman
verður hornhimnan ógegnsæ þann-
ig að ljósið kemst ekki í gegnum
hana. Að lokum, oft strax um þrí-
tugt, missir sjúklingurinn sjón að
mestu leyti og verður að gangast
undir hornhimnuígræðslu.
Að sögn Friðberts og Klint-
worths er um arfgengan sjúkdóm
að ræða sem orsakast af stökk-
breytingu í geni á ákveðnum litn-
ingi. Nokkur ár eru síðan rannsókn
þeirra leiddi í ljós staðsetningu
gensins og litningsins en nýlega
komust þeir að því hvaða stökk-
breytingar valda sjúkdómnum.
Erfðir þessa stökkbreytta gens
eru víkjandi að sögn Klintworths.
„Til að fá sjúkdóminn þarf viðkom-
andi að hafa tvo afbrigðilega litn-
inga, annan frá móðurinni en hinn
frá föðurnum. Hafi maður aðeins
einn slíkan litning fær maður ekki
sjúkdóminn. Þar af leiðandi er sjúk-
dómurinn mun algengari þegar
skyldir einstaklingar taka saman.“
Ísland kjörið til rannsókna
Hann segir þetta útskýra hvers
vegna sjúkdómurinn er algengari
hér en annars staðar. „Íslendingar
rekja ættir sínar mikið til sömu for-
feðra. Þar af leiðandi eru mjög litlar
líkur á því að einstaklingur giftist
einhverjum sem er alls óskyldur
honum. Þið búið í landi þar sem lík-
urnar á því að giftast blóðskyldum
ættingja eru miklar og ef svo vill til
að forfaðirinn hafi haft þetta gen
eru líkurnar á sjúkdómnum meiri
hjá afkvæmunum. Að öllum líkind-
um komu fleiri en einn einstakling-
ur sem báru þetta gallaða gen hing-
að til lands fyrir mörgum öldum.“
Það er meðal annars þetta sem
gerir Ísland tilvalið til að rannsaka
sjúkdóminn. „Á mörgum stöðum er
erfitt að stunda erfðarannsóknir á
þessum sjúkdómi, fyrst og fremst
vegna þess hve hann er sjaldgæfur
en einnig vegna þess hversu langt
er á milli ættingja því fólk býr langt
hvað frá öðru.“ Hann segir að-
stæður á Íslandi gera það að verk-
um að mun einfaldara er að rann-
saka sjúkdóminn í fjölskyldum hér.
Að sögn Friðberts voru allir ís-
lenskir sjúklingar á þeim tíma sem
rannsóknin stóð yfir skoðaðir. „Ég
geri þessar aðgerðir hérna heima
og allir sem höfðu sjúkdóminn voru
tilbúnir til að taka þátt í rannsókn-
inni. Við rannsökuðum einnig fjöl-
skyldur þeirra og foreldra auk þess
sem við vorum með samanburðar-
hóp sem ekki var með hið afbrigði-
lega gen. Alls voru þetta hátt í
hundrað manns.“
Sjúklingar greindir
fyrir fæðingu
Að sögn Klintworths eru niður-
stöðurnar geipilega mikilvægar,
ekki bara fyrir Íslendinga heldur
fólk um allan heim, því sjúkdómur-
inn er ekki séríslenskur þrátt fyrir
að hann sé algengur hér. „Nú þegar
við skiljum sjúkdóminn betur er
hægt að leita eftir nýjum aðferðum
við að meðhöndla hann og við get-
um jafnvel reynt að koma í veg fyrir
hann. Áður var ekki hægt að greina
sjúkdóminn með 100 prósent vissu
því fleiri sjúkdómar hafa sömu ein-
kenni. Nú verður hins vegar mögu-
legt að finna fólk sem er haldið
sjúkdómnum löngu áður en hann er
farinn að ágerast hjá því og jafnvel
áður en það er fætt, því nú getum
við fundið út hverjir eru arfberar
þessa gallaða gens. Sem dæmi má
nefna að áður var engin leið að
segja hvort tveir einstaklingar sem
gengu í hjónaband bæru sjúkdóm-
inn því það var ekki vitað hvort þeir
hefðu genið. En nú getum við gert
DNA-rannsókn á þessum mann-
eskjum og séð hvort börn þeirra
eigi á hættu að fá sjúkdóminn eða
ekki.“
Eina meðhöndlunin við sjúk-
dómnum í dag er fólgin í horn-
himnuígræðslu en hún felst í því að
hornhimna úr látnu fólki er grædd í
sjúklinginn í stað þeirrar sem fyrir
er. Friðbert segir þetta vera með
stærstu augnaðgerðum sem gerðar
eru hérlendis.
Algengast í Skaftafellssýslu
og Strandasýslu
Friðbert segir tvö svæði á land-
inu hafa skorið sig úr hvað algengi
sjúkdómsins varðar en það eru
Skaftafellssýsla og Strandasýsla.
„Það kom í ljós að sjúkdómurinn
var algengari hjá einstaklingum
sem voru þaðan sjálfir eða áttu for-
eldra eða afa og ömmu þaðan. Hins
vegar finnst þessi sjúkdómur um
allt land núna þó að aðalþyrping-
arnar séu þaðan. Upphaflega héld-
um við reyndar að sjúkdómurinn
hefði byrjað á öðrum hvorum staðn-
um en ég er ekki svo viss um það
lengur.“ Hann segir niðurstöður
rannsóknarinnar meðal annars
gera það að verkum að nú sé hægt
að finna út hversu algengt þetta gen
er á ákveðnum svæðum eða landinu
öllu og jafnvel hvaðan það kom með
því einu að skoða blóðsýni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gordon Klintworth og Friðbert Jónasson augnsérfræðingar.
Augnsjúkdómur
rakinn aftur í aldir
Íslensk rannsókn á sjaldgæfum augn-
sjúkdómi hefur leitt til þess að búið er að
einangra stökkbreytt gen sem veldur hon-
um. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir
ræddi við þá sem stóðu að rannsókninni.