Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 2
Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isFram og ÍBV sigruðu á heimavelli / B3 Atli blæs til sóknar gegn Búlgörum / B1 4 SÍÐUR20 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM Morgunblaðinu í dag fylgir blað frá Mjólk- ursamsölunni, „Fjölskyldu- leikur Dreit- ils“. FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÖGMÁL markaðarins virðast ekki gilda í rækju- iðnaði, að mati Róberts Guðfinnssonar, fram- kvæmdastjóra Þormóðs ramma-Sæbergs hf. Hann segir afskriftir Byggðastofnunar á gjaldþroti Nasco í Bolungarvík skekkja samkeppnisstöðu í rækjuiðnaðinum. Þetta kom fram á aðalfundi Þor- móðs ramma-Sæbergs hf. sem haldinn var í gær. Árið 2000 var erfiðasta rekstrarár Þormóðs ramma-Sæbergs hf. síðan það var skráð á hluta- bréfamarkað. 555 milljón króna tap varð á rekstr- inum, sem Róbert sagði mikil vonbrigði. Skýring- arnar væru samdráttur í rækjuveiði og frekari verðlækkun á rækjuafurðum. Þá hafi hátt olíuverð og gengislækkun krónunnar haft mikil áhrif á reksturinn en gengistap félagsins var um 460 millj- ónir króna og olíukostnaður var um 180 milljónum króna hærri en árið á undan í sambærilegum rekstri. Enn fremur varð tap á rekstri hlutdeild- arfélaganna Genís og í Mexíkó. 200 milljóna króna fórnarkostnaður Róbert sagði að stjórn félagsins hafi tekið þá ákvörðun að draga ekki úr eða loka rækjuvinnslu félagsins og leggja skipum þrátt fyrir mikið tap. Það sé mat stjórnarinnar að fórnarkostnaður félagsins, og þar með hluthafa, sé vegna þessa um 200 milljónir króna. „Þetta var gert í þeirri vissu að spár fiskifræðinga um að rækjustofninn væri að rétta úr kútnum reyndust réttar og á ný skapaðist grundvöllur fyrir arðsaman rekstur. Það var líka álit okkar að við þau erfiðu skilyrði sem greinin hefur búið við myndi verksmiðjum fækka en mikil umframafkastageta hefur verið í greininni um langt skeið. En það er ekkert launungarmál, að í þessari grein erum við oft að keppa við fyrirtæki sem ekki hafa haft arðsemissjónarmið að leiðarljósi í sínum rekstri. Þau fyrirtæki hafa oft hleypt upp hráefn- isverði með óábyrgum hætti til skaða fyrir rækju- iðnaðinn í landinu. Við sem komum að stjórnun Þormóðs ramma-Sæbergs töldum að boðskapur ríkisstjórnarinnar um engar sértækar aðgerðir ætti einnig við um rækjuiðnaðinn. Svo virðist ekki vera. Byggðastofnun afskrifaði um 150 milljónir króna á gjaldþroti Nasco í Bolungarvík og er nú búin að endurreisa þennan keppinaut okkar með frekari fjárframlögum. Það virðist því stefna í að álit stjórnar félagsins um að rækjuverksmiðjum muni fækka vegna taprekstrar reynist rangt. Lög- mál markaðarins eiga ekki að gilda í þessari at- vinnugrein.“ Greinin stendur styrkum fótum Róbert vék einnig að umræðu um málefni sjáv- arútvegsins í tengslum við hina svokölluðu endur- skoðunarnefnd eða umræðunar um hvort breyta eigi kvótakerfinu. Hann sagði að tilkoma kvóta- kerfisins og frjáls framsals aflaheimilda hafi gert íslenskum stjórnvöldum kleift að láta greinina sjálfa fjármagna nauðsynlega hagræðingu. Eins hafi tilkoma virks hlutabréfamarkaðar flýtt mjög fyrir þróuninni. „Og árangurinn lét ekki á sér standa. Í kjölfar sameininga og uppkaupa afla- heimilda hafa rekstrareiningarnar stækkað og eflst og framleiðniaukning hefur orðið gríðarleg. Við þekkjum þetta ágætlega úr okkar félagi þar sem þrír frystitogarar félagsins veiða aflaheimildir sem áður voru á 16 skipum. Nú er líka svo komið að greinin stendur styrkum fótum, þrátt fyrir árferði eins og dunið hefur yfir. Fjármálakerfi þjóðarinnar og ríkissjóði stafa ekki lengur hætta af sjávarút- veginum, eins og á níunda áratugnum, þó svo að fyrirtækin hafi tekið á sig gríðarlegar skuldir vegna óhagkvæmra eininga sem hverfa þurftu úr rekstri svo öll þjóðin gæti notið betri lífskjara. En þá bregður svo við að fram á sjónarsviðið koma menn eins og formaður Byggðastofnunar og formaður sjávarútvegsnefndar þingsins, sem boða nýtt fagnaðarerindi. En þegar búið er að taka um- búðirnar og orðskrúðið utan af boðskapnum hljóm- ar hann einfaldlega, „skiljum þá eftir með skuld- irnar og endurúthlutum svo veiðiheimildum til þeirra sem ekki stóðust samkeppnina.“ Það er illt til þess að vita að slíkir menn veljist til áhrifa- og ábyrgðastarfa. Fái þeir einhverju um ráðið er það ávísun á efnahagslega afturför og atgervisflótta úr greininni. Það verða engin ný verðmæti til þó við sendum sextán skip á sjó í stað þriggja til þess að veiða sama afla,“ sagði Róbert. Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður Þormóðs ramma-Sæbergs Markaðslögmál gilda ekki í rækjuiðnaði STARFSMENN í Bláfjöllum gerðu í gær tilraun með að flytja til snjó. Ýtt hefur verið í stóran skafl í Eld- borgargili og snjórinn selfluttur þaðan með vörubíl upp í byrj- endabrekkuna við Bláfjallaskála. Samkvæmt upplýsingum frá Skíða- sambandi Íslands er þetta í fyrsta sinn sem þessi aðferð er notuð á skíðasvæði hérlendis, svo vitað sé. Grétar Þórisson, rekstrarstjóri skíðasvæðisins, sagði snjóflutning- inn hafa gengið vel. Búið var að flytja um 30 bílfarma í brekkuna í gærdag og átti eftir að vinna áfram langt fram eftir kvöldi. Stefnt er að því að opna byrj- endabrekkuna klukkan tíu í dag en einnig verður opið í stólalyftunni í Kóngsgili. Nýtroðnar gönguskíða- brautir bíða svo göngugarpanna. Gjald er nú tekið í byrjenda- brekkunni og segir Grétar því verða komið til móts við byrjendur með nýrri skíðahringekju sem er sérstaklega hugsuð fyrir hinn al- menna byrjanda. Í hringekjunni lærir fólk grunn- atriði skíðamennskunnar s.s. að standa á skíðum. Frítt verður í hringekjuna og sagðist Grétar vonast til að hún verði komin í gagnið strax í dag en hún er ný- komin til landsins. Snjórinn selfluttur í Bláfjöllum Morgunblaðið/Ásdís LÖGREGLAN í Reykjavík handtók á fimmtudag karl- mann sem hafði falsað peninga- seðla fyrir um hálfa milljón króna. Maðurinn náði að versla fyrir um 40.000 áður en hann var handtekinn. Lögreglan lagði hald á umframframleiðsl- una auk tölvubúnaðar sem not- aður var við fölsunina. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að maðurinn hafi notað peningaseðlana í stórmarkaði, á nektardansstað, bensínstöð og víðar. Á hverju ári koma upp 30–50 peningafölsunarmál til rann- sóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Í langflestum tilvik- um tekst lögreglu að hafa uppi á fölsurunum. Lögreglan bendir á að þung viðurlög liggja við að falsa pen- ingaseðla og koma þeim í um- ferð. Lögreglan minnir enn fremur afgreiðslufólk á að skoða peningaseðla vel þegar það tekur við þeim og leita að vatnsmerkinu, t.d. með því að bera seðlana upp að ljósi. Falsaði seðla að jafnvirði hálfrar milljónar SAMBÍÓIN hafa sótt um lóð fyrir kvikmyndahús í Spönginni í Graf- arvogi. Samkvæmt umsókn Sambíó- anna til borgarráðs Reykjavíkur gera fyrstu hugmyndir ráð fyrir 3.000 m² kvikmyndahúsi með fjór- um sölum sem gæti tekið eitt þús- und gesti. Umsóknin gerir ráð fyrir að hús- ið myndi rísa á rúmlega 9.200 m² lóð vestast í Spönginni. Bílastæði yrðu 4.000 m². Samkvæmt aðalskipulagi Reykja- víkur er landnotkun á þessu svæði merkt sem stofnanasvæði. Í deili- skipulagi frá 1996 er gert ráð fyrir að því verði helst ráðstafað undir hjúkrunarheimili en einnig er gert ráð fyrir að þar geti verið íbúðir. Í umsögn borgarskipulags Reykjavíkur segir að hægt sé að mæla með tillögunni. Kvikmynda- hús væri í samræmi við hlutverk Spangar en hvorki í samræmi við aðalskipulag né deiliskipulag. Borgarskipulag bendir á mikil- vægi þess að finna hjúkrunarheimili annan stað innan borgarhlutans, t.d. á lóð Símans. Skipulags- og bygginganefnd hef- ur samþykkt að láta vinna tillögu að breytingu á aðal- og deiliskipu- lagi. Sambíóin sækja um lóð fyrir kvik- myndahús í Grafarvogi PERSÓNUVERND hefur kynnt drög að nýjum reglum um öryggi persónuupplýsinga sem ætlað er að leiðbeina þeim aðilum, sem bera ábyrgð á öryggi upplýsinga sem þeir vinna með, um hvernig þeir eigi að uppfylla skyldur sínar sam- kvæmt lögum frá síðasta ári. Að sögn Sigrúnar Jóhannesdótt- ur, forstjóra Persónuverndar, er þetta í fyrsta skipti sem þessir að- ilar hafa eitthvað til að styðjast við, enda hafa þeir kvartað yfir því að það vantaði almenna leiðsögn. „Það er mælt fyrir í lögunum um almenna skyldu en það hefur í rauninni vantað leiðbeiningar og reglur um hvernig eigi að útfæra skylduna. Þarna er verið að reyna að gera það.“ Sigrún segir að reglurnar séu smíðaðar með hliðsjón af tilskipun Evrópusambandsins og byggi á breskum staðli sem nú er að verða að alþjóðlegum og íslenskum staðli. Tölvunefnd setti aldrei regl- ur af þessum toga og er Persónu- vernd nú að setja þær í samræmi við lagaskyldu sína. Fjallað verður um drögin á fundi hjá Persónu- vernd 20. mars og verði þau sam- þykkt þar verða drögin að gildandi reglugerð um öryggi persónuupp- lýsinga. Ný reglu- gerð um persónu- upplýsingar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.