Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 74
74 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 12. mars var önnur lota í vorbarómeter félagsins spiluð. Hæstri kvöldskor náðu þá þessi pör: Dröfn Guðmundsd. – Ásgeir Ásbjörnss. 36 Haraldur Hermannss. – Jón Ingi Jónss. 28 Gunnlaugur Óskarss. – Þórarinn Sófuss. 25 Halldór Einarss. – Trausti Harðars. 21 Friðþj. Einarss. – Guðbr. Sigurbergss. 18 Áður en síðasta lotan í keppninni hefst er staðan svo þannig: Dröfn Guðmundsd. – Ásgeir Ásbjörnss. 79 Gunnlaugur Óskarss. – Þórarinn Sófuss. 32 Halldór Einarss. – Trausti Harðars. 31 Friðþj. Einarss. – Guðbr. Sigurbergss. 27 Halldór Þórólfss. – Hulda Hjálmarsd. 23 Og fleiri eru þar örskammt á eftir, þannig að baráttan um verðlauna- sæti er hörð, þótt fyrsta sætið sýnist reyndar frátekið. Bridsfélag Borgarfjarðar Firmakeppni félagsins, þriggja kvölda einmenningi, lauk miðviku- daginn 7. mars. 24 spilarar tóku þátt í mótinu sem fram fór undir styrkri stjórn Jóns Þórissonar í Reykholti. Eftir spennandi keppni og miklar sveiflur urðu úrslit þessi. 1. Tamningastöðin Múlakoti 481 Spilari Baldur Árni Björnsson 2. Velgirtir verktakar Miðgarði 480 Spilari Örn Einarsson 3. Hamrakartöflur 472 Spilari Þorsteinn Pétursson 4. Veitingastaðurinn Brú Hrútafirði 471 Spilari Bjarni Ingvarsson Undanfarið hefur staðið yfir nám- skeið í brids á vegum félagsins. 14. mars mættu 12 útskrifaðir nemend- ur á fyrsta spilakvöld sitt. Spiluð var sveitakeppni (8 sveitir) með monrad fyrirkomulagi og raðað í sveitir þannig að nýliðar spiluðu með reyndari mönnum. Reyndist þetta vel og verður framhald á. Úrslit urðu sem hér segir. Sveit Ingólfs Helgasonar 76 Sveit Guðmundar Kristinssonar 72 Sveit Guðmundar Péturssonar 62 Sveit Sindra Sigurgeirssonar 59 UNDANKEPPNI MasterCard- mótsins verður haldin í Þönglabakk- anum 30. mars til 1. apríl en þá keppa 40 sveitir úr öllum landshlut- um um 10 sæti í úrslitunum sem verða spiluð 11.–14. apríl. Dregið hefur verið í 5 riðla samkvæmt styrkleika sveitanna: A-riðill: Valgarð Blöndal, Reykjavík HV Umboðsverslun, Vestfjörðum Þróun, Reykjanesi Þórður Ingólfsson, Vesturlandi Skúli Jónsson, N.-Vestra Frímann Stefánsson, N.-Eystra Þrír Frakkar, Reykjavík ESJA kjötvinnsla, Reykjavík B-riðill: Friðrik Jónasson, N.-Eystra Síldarvinnslan, Austurlandi Arnar G. Hinriksson, Vestfjörðum Skeljungur, Reykjavík Málning, Reykjavík Hlynur Garðarsson, Reykjavík Jacqui McGreal, Reykjavík Sigfús Þórðarson, Suðurlandi C-riðill: Hagasveitin, Vesturlandi Bragakaffi, N.-Eystra K.H.B., Austurlandi Sparisjóður Norðlendinga, N.-Eystra Ferðaskrifstofa Vesturlands, Reykjavík Flugleiðir fragt, Reykjavík Tryggingarmiðstöðin, Suðurlandi Sparisjóður Keflavíkur, Reykjanesi D-riðill: ROCHE, Reykjavík Stefanía Sigurbjörnsdóttir, N.-Vestra SUBARU-sveitin, Reykjavík Bryndís Þorsteinsdóttir, Reykjavík Vírnet, Vesturlandi Vinir, Reykjanesi Bogi Sigurbjörnsson, N.-Vestra Búnaðarbankinn, Hellu, Suðurlandi E-riðill Mjólkurbú Flóamanna, Suðurlandi Dröfn Guðmundsdóttir, Reykjanesi Símon Símonarson, Reykjavík Gísli Ólafsson, Vesturlandi SPRON, Reykjavík Herðir, Austurlandi Preben Pétursson, N.-Eystra Slökkvitækjaþj. Austurlands, Austurlandi Undanúrslitin hefjast föstudaginn 30. mars kl. 14 á fyrirliðafundi. Spila- mennska hefst kl. 15 og verða spil- aðir 2 leikir. Á laugardag hefst spila- mennska kl. 11 og verða spilaðir 3 leikir. Á sunnudag verður byrjað kl. 10.30 og spilaðir 2 leikir. Umferðir verða spilaðar í þessari röð í öllum riðlum: 3 – 7 – 1 – 5 – 2 – 6 – 4. Bridgesamband Íslands og Euro- pay Island hafa gert með sér sam- starfssamning og heitir Íslandsmót- ið í sveitakeppni 2001 Master- Card-mótið, en Europay Island hefur stutt bridshreyfinguna á Ís- landi mjög vel undanfarin ár. Dregið í undanúrslitum Ís- landsmótsins í sveitakeppni Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Dregið var í undanúrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni í gær. Það voru Stefanía Skarphéðinsdóttir, framkvæmdastjóri Bridssambands- ins, Ísak Örn Sigurðsson, stjórnarmaður og mótsnefndarmaður, og Ólafur Steinason sem drógu sveitirnar í fimm riðla. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ. Fimmtud. 8. mars 2001. 26 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Haukur Guðmundss. –Þorsteinn Sveinss. 263 Eysteinn Einarss. – Aðalbj. Benediktss. 251 Anna Jónsd. – Sigurrós Sigurðard. 250 Árangur A-V: Hilmar Ólafss. – Björn E. Péturss. 268 Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 258 Sigrún Straumland – Sigríður Ólafsd. 241 Tvíkeppni spiluð mánud. 12. mars, 20. pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Tómas Jóhannss. – Viggó Nordquist 282 Eysteinn Einarss. – Sigurður Pálss. 241 Olíver Kristóferss. – Þorleifur Þórarinss. 241 Árangur A-V Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 273 Bergur Þorvaldss. – Ragnar Björnss. 247 Elín Jónsd. – Soffía Theodórsd. 236 Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði tvímenning á tíu borðum mánudaginn 12. marz. Miðlungur 168. Efst vóru: NS Karl Gunnarsson og Erns Backmann 205 Díana Kristjánsd. og Ari Þórðarson 201 Helga Helgad. og Þórhildur Magnúsd. 186 AV Þórhallur Árnason og Björn Bjarnason 198 Viðar Jónsson og Sigurþór Halldórsson 186 Kristján Guðmundss. og Sig. Jóhannss. 186 – Eldri borgarar spila brids að Gullsmára 13 alla mánudaga og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. MÚSÍKTILRAUNIR Tónabæjar hófust á nýjum stað í Safamýrinni síðastliðið fimmtudagskvöld og léku þá sjö hljómsveitir úr ýmsum áttum sýnishorn sjö tónlistarstefna. Áfram komust fyrir vikið ólíkar hljómsveit- ir, önnur að spila þrautreynt Nirv- ana-rokk en hin öllu nýstárlegri tón- list. Noise var fyrst á svið og leið einna helst fyrir tilþrifalítinn söng; söngv- ari sveitarinnar, sem er reyndar lip- ur gítarleikari einnig, var sem hann nennti eiginlega ekki að syngja nema þegar hann bætti eilítið í. Víst er gott að menn séu enn að hlusta á Nirv- ana, en það besta sem heyrðist frá sveitinni þetta kvöld var annað lagið þar sem þeim tókst nánast að hrista af sér áhrifin. Filius Jupiter! var öllu nútíma- legri, en dugði illa til þar sem lögin voru stefnu- og átakalaus. Það var helst að sprettir í þriðja laginu yrðu til þess að áheyrendur risu upp við dogg, en annars er fátt um sveitina að segja. Rítalín fór dauflega af stað, en setti í fluggír í öðru lagi sínu; fyr- irtaksskemmtun. Í lokalaginu datt stemmningin aftur niður og greini- legt að þeir félagar þurfa að liggja betur yfir lagasmíðum og marka sér skýrari stefnu, enda hefðu þeir rúll- að þessu upp ef öll lögin hefðu verið eins fjörug og annað lagið. Mictian byrjaði með miklum hamagangi, skerandi gítarkeyrslu og hávaða sem lofaði góðu. Eftir smá tíma fóru eyrun að þreytast og undir lokin að biðjast vægðar. Þeir félagar mættu gjarnan gefa sér tíma til að vera þungir og leyfa gítarfrösunum að anda eilítið. Coral spilaði þunglamalega ný- bylgju með arfaslöppum textum. Sveitin er þó vel þétt og lofar góðu, en skortir á í frumleika. Fyrsta lag Desibel var dauflegt, en þegar þeir félagar voru búnir að hrista úr sér hrollinn komust þeir í mikið stuð. Annað lagið var þeirra besta þrátt fyrir mistök í innkomu og það þriðja var reyndar gott líka með skemmtilegri keyrslu. Lokaorð kvöldsins átti raftónlist- ardúettinn Anonymous. Þar fóru saman hljóð valin af kostgæfni og góð úrvinnsla, utan að rödd söng- konu sveitarinnar var illa nýtt, nán- ast eins og bakþanki. Sérstaklega var þriðja lag sveitarinnar vel heppnað. Morgunblaðið/BjörgFilius Jupiter! í tölvuleik. Rítalínbræður í stuði. Harðkjarnasveitin Desibel. Coral Svartmálmsstemmning hjá Mitchian. Sýnishorna- kvöld í Tónabæ TÓNLIST T ó n a b æ r Fyrsta tilraunakvöld Músíktilrauna Tónabæjar, haldið í félagsmiðstöð- inni Tónabæ fimmtudaginn 15. mars. Fram komu Noise, Filius Jupiter!, Rítalín, Mictian, Coral, Desibel og Anonymous. MÚSÍKTILRAUNIR Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.