Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HALLDÓR Ásgrímssonvék í upphafi ræðu sinn-ar á flokksþingi Fram-sóknarflokksins að sögu
Framsóknarflokksins, en hann á um
þetta leyti 85 ára afmæli og er elsti
starfandi stjórnmálaflokkur lands-
ins. Hann fjallaði um þær breyting-
ar sem hefðu orðið á íslensku
samfélagi og sagði að margir
söknuðu gamalla tíma. Hann kvaðst
geta tekið undir að margs væri að
sakna, en við ættum þess ekki kost
að hverfa aftur í tímann. „Við búum
við breyttar aðstæður, breytt um-
hverfi, breytt samfélag, ný tæki-
færi. Við búum í opnu samfélagi og
landamæri verða sífellt óskýrari,
vegalengdir skipta minna máli.
Hraði, þekking og kunnátta leika
lykilhlutverk í flestu því sem við
tökum okkur fyrir hendur,“ sagði
Halldór.
Hann sagði að því væri stundum
haldið fram að stjórnmálaflokkar
væru að fjarlægjast uppruna sinn
og markmið og að forystumenn
þeirra væru of langt til vinstri eða
hægri. Halldór sagðist andmæla
slíkum málflutningi hvað varðar
Framsóknarflokkinn. Hann hefði
gegnt hlutverki sínu með ágætum,
en lagði um leið áherslu á að það
væri skylda flokksmanna að þróa
hann að breyttum aðstæðum.
„Ég er þeirrar skoðunar að ein
helsta ástæða þess að Framsóknar-
flokkurinn hefur dafnað, þrátt fyrir
þær miklu breytingar sem orðið
hafa á íslensku samfélagi frá stofn-
un hans, sé sú að hann hefur aldrei
veigrað sér við því að takast á við
erfið og flókin mál. Forystumenn
flokksins hafa sjaldnast verið spor-
göngumenn, heldur forgöngumenn
og staðið undir nafni sem leiðtogar
og frumkvöðlar. Foringjar okkar
hafa haft framsýni, kjark og dugnað
til að leiða þjóðina fram um misjafn-
lega greiðfærar slóðir.“
Forysta um málefnalegar
umræður um Evrópumál
Halldór fjallaði nokkuð um starf
Evrópunefndar flokksins og sagðist
vera afar ánægður með starf henn-
ar.
„Evrópumálin eru ekki þannig að
hægt sé að segja einfaldlega já eða
nei. Spurningin um aðild að Evrópu-
sambandinu er eitt af stærstu álita-
efnum sem íslensk þjóð mun standa
frammi fyrir á næstu árum. Ég styð
niðurstöðu nefndarinnar um að
vinna áfram að því að treysta samn-
inginn um Evrópska efnahagssvæð-
veikja gengið. Ég tel þ
kvæmilegt að styrkja gen
öðrum ráðum. Það ve
minnka fjármagnsflæði út
inu og auka það inn í lan
stafanir í þessa átt verða að
hagstæðara skattaumhv
vinnulífisins, meiri þáttt
lendra fjármálafyrirtækja
landi, einfaldari reglur um
fjárfestingu og sölu ríkisin
bréfum í ríkisfyrirtækjum
að lífeyrissjóðir og aðrir
tækifæri til að fjárfesta í
Aðhald í ríkisfjármálum
vissulega miklu, en það
verða eina aðgerðin því þ
velferðarkerfið. Þessar aðg
nauðsynlegar til að treyst
völl efnahagslífsins og áf
andi framfarasókn þjóðarin
Halldór sagðist telja fá
gegn því að ríkið dragi s
þjónustu á fjármálamarkað
skiptaþjónustu. Það væri h
ekki sama hvernig það v
Ekki mætti koma til eino
þessum sviðum og tryggja
ið. Ég hef áður lýst áhyggjum mín-
um í þá veru að vægi hans innan
hins evrópska samfélags geti
minnkað og hætt sé við að hann
tryggi ekki til framtíðarhagsmuni
okkar nægilega vel. Því verðum við
að vera undirbúin að taka yfir-
vegaða ákvörðun um hvort og þá
með hvaða skilmálum við værum
hugsanlega tilbúin til að leita eftir
samningum við Evrópusambandið.“
Halldór sagði að með því að setja
fram stefnumið og skilmála Íslend-
inga og með því að rekja lið fyrir lið
óhjákvæmilega ákvarðanaröð og
ákvarðanaferli í þessum málum
hefði Framsóknarflokkurinn tekið
forystu um málefnalegar og öfga-
lausar umræður um Evrópumál.
Vextir verða að lækka
Halldór sagði að viðskiptahallinn
væri of mikill og vextir of háir. Fyr-
irtæki og heimili gætu ekki borið þá
háu vextir sem hér væru til lang-
frama.
„Vextir verða að lækka á næst-
unni en það má ekki verða til að
Halldór Ásgrímsson segir að Framsók
Leggur á
vextir þu
Halldór Ásgrímsson sagði í upphafi
flokksþings Framsóknarflokksins að
flokkurinn teldi einkavæðingu í heil-
brigðiskerfinu og menntakerfinu
ekki koma til greina. Hann sagði
spurninguna um aðild að ESB vera
eitt af stærstu álitaefnunum í ís-
lensku samfélagi. Forystan var
gagnrýnd fyrir að færa flokkinn til
hægri og að hrekja kjósendur frá
með áherslum í Evrópumálum.
FORYSTA Framsóknar-flokksins var talsvertgagnrýnd á flokksþingiflokksins í gær fyrir að
vera komin of langt til hægri og að
hún væri að hrekja vinstrisinnaða
kjósendur frá flokknum til vinstri-
grænna. Slök útkoma Framsóknar-
flokksins í skoðanakönnunum sýndi
þetta. Halldór Ásgrímsson, formað-
ur Framsóknarflokksins, sagði að
framsóknarmenn ættu ekki að láta
„afturhaldsstefnu“ vinstri-grænna
hrekja sig af leið.
Gagnrýni þingfulltrúa á forystu
Framsóknarflokksins í gær var að-
allega af tvennum toga. Annars
vegar var óánægja með áherslur
Halldórs í Evrópumálum og hins
vegar töldu sumir að hann hefði
fært flokkinn of mikið til hægri.
Baldur Vagnsson sagði t.d. að hann
hefði alla tíð litið svo á að Fram-
sóknarflokkurinn væri félags-
hyggjuflokkur. Í drögum að grund-
vallarstefnuskrá sem lögð hefði
verið fyrir flokksþingið væri hins
vegar hvergi minnst á félags-
hyggju, en lögð áhersla á að flokk-
urinn væri miðjuflokkur.
Steingrímur Hermannsson vakti
ákvörðun um að vinna m
urveldunum og styðja inng
lands í Atlantshafsba
Þetta hefði verið erfitt má
deilt innan flokksins á þeim
væri það ekki lengur.
Eigum ekki að breyta u
Halldór gagnrýndi vinst
harðlega á flokksþinginu.
söguræðu sinni talaði h
„fulltrúa afturhaldsins“ se
móti atvinnuuppbyggingu
stóriðju á Vesturlandi og
landi, kísilgúrvinnslu í M
sveit, laxeldi í sjó og fru
starfi Íslenskrar erfðagr
„Það má ekki láta menn ko
með það að krefjast úrbót
sviðum velferðar- og byg
og vera á móti öllum nýjun
geta skapað forsendur t
sagði Halldór.
Halldór ítrekaði gagnr
síðar á þinginu og fór þá ek
mála að hann átti við vinst
þegar hann talaði um „ful
urhaldsins í landinu“. Han
að svara nokkrum þingf
sem sögðu að Framsókna
inn væri kominn of langt
einnig máls á þessu, en Halldór Ás-
grímsson hafði í framsöguræðu
sinni lagt áherslu á að Framsókn-
arflokkurinn ætti að skilgreina sig
sem miðjuflokk. Steingrímur kom
eins og fleiri inn á Evrópumálin og
sagði að Ísland yrði að vara sig á að
lokast ekki inni í Evrópusamstarf-
inu. Ísland ætti að vinna með öllum.
Hann tók hins vegar fram að hann
teldi margt gott í Evrópuskýrslu
flokksins.
Fleiri fundarmenn gagnrýndu
Evrópuáherslur forystu flokksins
og kom það viðhorf fram hjá nokkr-
um að þær ættu sinn þátt í slæmu
gengi flokksins í skoðanakönnun-
um.
Halldór Ásgrímsson sagðist
kannast við að menn hefðu komið að
máli við sig og sagt að þeir treystu
sér ekki til að styðja flokkinn vegna
umræðu innan hans um Evrópu-
málin. Ýmsir, þar á meðal ungt fólk,
hefðu einnig komið að máli við sig
og sagt að þeir vildu styðja flokkinn
vegna Evrópuumræðunnar.
Halldór minnti í þessu sambandi
flokksmenn á að forystumenn
Framsóknarflokksins hefðu á sín-
um tíma haft þá framsýni að taka
Halldór Ásgrímsson gagnrýndur á flokksþ
Gagnrýnir „afturhald
stefnu“ vinstri-grænnFRIÐHELGI EINKALÍFS OG
SANNGJÖRN SKATTHEIMTA
MÖRKUÐUM STEFNT Í HÆTTU
Verkfall félaga í Sjómannasam-bandi Íslands og Vélstjóra-félagi Íslands hófst á fimmtu-
dagskvöld og tekur það til hátt á
sjöunda þúsund sjómanna auk þess,
sem gera má ráð fyrir því að fimm til
sex þúsund manns við fiskvinnslu í
landi verði fyrir barðinu á verkfallinu.
Þetta er fjórða verkfall sjómanna á
sjö árum og það á sér ekki stað í ein-
angruðu umhverfi fremur en hin
fyrri. Það eru markaðir í húfi og ljóst
að þegar viðskiptavinurinn fær ekki
vöru sína á einum stað leitar hann ein-
faldlega annað. Verkfallið 1995 bar
því vitni hversu viðkvæmur markað-
urinn getur verið og sýndi að það þarf
ekki að vera hlaupið að því að komast
inn á markaðinn aftur.
Samúel Hreinsson, sem nú rekur
fiskmarkað í Bremerhaven, lýsti af-
leiðingum þess verkfalls í viðtali við
Morgunblaðið fyrir nokkru:
„Ég er ekki viss um að menn á Ís-
landi geri sér grein fyrir því hvað
verkföll geta haft mikil áhrif og kost-
að mikið,“ sagði Samúel og fór að tala
um það þegar margboðað verkfall
1995 skyndilega brast á. „Þá höfðum
við fengið þrjá togara á viku og mik-
inn fjölda af gámum og síðan allt í
einu skall á verkfallið, sem fram að
því hafði hvað eftir annað verið frest-
að, með þeim afleiðingum að karfa-
markaðurinn tæmdist. Það kom eng-
inn karfi. Og öll fyrirtækin, sem lifðu
á því að flaka karfa og selja hann, og
búðirnar, sem seldu hann, höfðu eng-
an karfa. Svo vildi til að í nokkur ár á
undan höfðu menn verið að reyna að
koma svokölluðum nílarkarfa úr Vikt-
oríuvatni á markað, en ekki haft er-
indi sem erfiði vegna þess að mark-
aðurinn er íhaldssamur og erfitt að
koma nýjum tegundum að þótt sífellt
sé verið að bjóða þær. En allt í einu
tæmdist sá hluti fiskborðsins þar sem
karfinn átti að vera og menn prófuðu
að setja nílarkarfann í staðinn undir
nafninu viktoríukarfi. Þetta er hvítur
og fallegur fiskur og miklu ódýrari.
Þegar allir leggjast á eitt er hægt að
selja hvað sem er. Þarna fór viktoríu-
karfi að seljast úti um allt.“
Hann sagði að menn hefðu ekki
gert sér grein fyrir því strax hvað
hefði gerst í verkfallinu: „En síðan
leystist verkfallið, skipin fóru á veið-
ar og menn kepptust við að vera fyrst-
ir með gámana til að fá þetta rosaverð
eftir verkfall. Svo kom glænýr fiskur
á markaðinn, en ekkert gerðist, verð-
ið varla hreyfðist og við rétt losnuðum
við fiskinn. Fyrst velti maður fyrir
sér hvort um væri að ræða samantek-
in ráð, en auðvitað var slíkt ekki raun-
hæft og síðan gerði maður sér grein
fyrir því að það var einfaldlega komin
ný afurð, hún var ódýrari og fólk
keypti hana. Viktoríukarfinn er enn
þarna í fiskborðinu og við erum enn
að ýta honum til hliðar. Þannig að
þetta verkfall var geysilega afdrifa-
ríkt.“
Þetta sagði Samúel árið 1999, heil-
um fjórum árum eftir verkfallið.
Verkfallið nú skellur á þegar veiði
hefur verið góð og mokveiði af loðnu.
Það hefur komið fram í viðtölum að
skipstjórum og sjómönnum finnst
blóðugt að þurfa að hætta veiðum.
„Alveg skelfilegt,“ sagði Jón Axels-
son, skipstjóri á Júpíter ÞH, í samtali
við Morgunblaðið í gær. Hann taldi að
hægt yrði að veiða úr þessari loðnu-
göngu sjö til tíu daga í viðbót. Þá yrði
hún farin.
Það er ljóst að þegar aflabrögð eru
með þessum hætti er mikill þrýsting-
ur bæði á fulltrúa sjómanna og út-
gerðarmanna að leysa þessa deilu og
Morgunblaðið, sem eins og áður hefur
komið fram ætlar ekki að gera upp á
milli aðila í þessari deilu, getur tekið
undir það sjónarmið. Þetta verkfall
kemur ekki aftan að neinum. Það eru
þrettán mánuðir frá því að samningar
sjómanna urðu lausir og margir mán-
uðir eru síðan boðað var til verkfalls.
Það er í allra þágu að fundin verði
skjót lausn þannig að hægt verði að
halda á miðin á ný. Aflinn verður ekki
til mikils ef það verður búið að drepa
markaðinn.
Hæstiréttur felldi á fimmtudagmerkilegan dóm í máli Harðar
Einarssonar hæstaréttarlögmanns
gegn embætti tollstjórans í Reykja-
vík. Dæmt var að sá háttur tollstjóra-
embættisins, að opna hverja einustu
bókasendingu frá útlöndum til að
nálgast vörureikninga eða önnur gögn
til að ákvarða álagningu aðflutnings-
gjalda á bækurnar, bryti í bága við
ákvæði stjórnarskrárinnar um frið-
helgi einkalífsins og gengi í berhögg
við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar.
Sannað þótti að skattheimtusjónarmið
ríkisins lægju einkum til grundvallar
því að opna allar bókasendingar.
Eins og Hörður Einarsson rakti fyr-
ir Hæstarétti, felst persónuleg af-
staða í vali fólks á lesefni. Að lög-
gæzlumenn ríkisins skuli opna allar
bókasendingar frá útlöndum er raun-
ar svo fáránlegt í frjálsu samfélagi, að
furðu sætir að hæstaréttardóm hafi
þurft til að taka fyrir slíkt.
Tollgæzlan hefur gert kaupendum
erlendra bóka lífið svo leitt, að halda
má því fram að það hljóti að hafa dreg-
ið úr því að fólk keypti útlendar bækur
og þar með þeim jákvæðu áhrifum,
sem slík kaup hljóta óneitanlega að
hafa á menntun þjóðarinnar og al-
menna umræðu. Nýlega sagði Morg-
unblaðið frétt af því hvernig tollstjóri
lagði 4.700 króna virðisaukaskattur á
bækur, sem keyptar voru á sértilboði
ytra á um 2.000 krónur! Var þá miðað
við fullt verð bókanna en horft
framhjá því hvað greitt var fyrir þær í
raun og veru. Það er að sjálfsögðu
ekkert vit í svona framkomu við borg-
arana.
Í dómi Hæstaréttar kemur fram að
áður hafi erlend blöð og tímarit sætt
sömu tollmeðferð og bækurnar en því
hafi verið breytt. Það gerðist með
setningu nýrrar reglugerðar árið
1993. Póstþjónustunni er nú heimilt að
bera erlend blöð og tímarit út til fólks
án þess að rífa þau upp og án þess að
virðisaukaskattur hafi verið greiddur
fyrirfram. Hvað mælir gegn því að það
sama eigi við um annað erlent lesefni,
sem menn kaupa sjálfir beint frá út-
löndum?