Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ U m þessar mundir glotta margir yfir nýjustu hugdett- unni í landbún- aðarríkinu mikla í vestri. Þaðan hafa löngum streymt sveskjur á heimsmark- aðinn, enda var Kalifornía stærsti sveskjuframleiðandi heims og annaði 70% af eft- irspurn heimsins. Núna hefur hins vegar allri sveskjufram- leiðslu verið hætt. Frá Kaliforníu kemur ekki ein einasta sveskja þessa dagana. Hins vegar streyma það- an miklir farmar af þurrkuðum plómum. Svo mikill er útflutning- urinn, að Kalifornía er stærsti framleiðandi heims á þurrkuðum plómum og annar 70% af eft- irspurn heimsins. Hérna áður fyrr tókst bændum í Kaliforníu að koma sveskjunum sínum út um allan heim með klókri markaðssetningu, þar sem lögð var mikil áhersla á að sveskjur væru hið mesta undra- lyf fyrir meltinguna. Nú til dags mun sú markaðssetning víst vera ægilega hallærisleg og í hugum margra, allt of margra að mati bændanna, eru sveskjur bara eitthvað sem eldra fólk nartar í af illri nauðsyn. Þetta gengur ekki lengur, hugsuðu bændur með sér þar sem þeir þurrkuðu plómur í gríð og erg til að búa til sveskjur, við verðum að nota ný- móðins markaðssetningu. Og þar með urðu sveskjurnar að þurrk- uðum plómum, næringarríkum, mjúkum og hreint ágætum til alls konar matargerðar, að því er nýjustu fregnir herma. Samtök sveskjubænda, sem hafa aðsetur í Sacramento, urðu að Samtökum bænda sem þurrka plómur. Fortíðin hefur verið þurrkuð út. Á heimasíðu Sam- taka bænda sem þurrka plómur er saga samtakanna rakin, en því er algjörlega sleppt að minnast einu orði á að þurrkuðu plóm- urnar hafi einu sinni verið sveskjur. Þar er bara látið eins og samtökin hafi frá 1952 unnið að farsæld allra þeirra sem láta sig þurrkaðar plómur einhverju skipta, og ekki minnst einu orði á hag þeirra sem framleiddu sveskjur. Það er einfaldlega búið að eyða sveskjunum út úr öllum skjölum og af öllum myndum. Í staðinn eru bara þurrkaðar plóm- ur, sem á myndum eru grun- samlega svartar og hrukkóttar. Þetta er svipað og í Sovétríkj- unum áður fyrr, einn hrukkóttur „félagi“ hvarf af opinberri mynd og sást aldrei meir, en í hans stað kom annar hrukkóttur „félagi“. Nú er „Félagi“ Sveskja horfinn að eilífu af spjöldum sög- unnar. Mikilvægt hlutverk hans í þágu mannkyns er gleymt. Á heimasíðunni er aðeins einn lítill fróðleiksmoli sem minnir á það, en þar segir: „Þurrkaðar plómur innihalda óuppleysanlegar trefj- ar, sem hugsanlega minnka hætt- una á ristilkrabba.“ Það merki- lega er, að formaður Samtaka bænda sem þurrka plómur hélt því statt og stöðugt fram að ekki væri meiningin að eyða sveskju- nafninu, heldur fremur að bjóða neytendum fremur upp á hið hljómfagra plómuheiti. Háðsglósurnar dynja á Kaliforníu. Fjölmiðlar víða um Bandaríkin telja sig þess um- komna að dæma dularfulla sveskjuhvarfið og átta sig ekki á því hve miklu betur sett heims- byggðin er með þurrkaðar plóm- ur á hverjum diski. Meira að segja stórblaðið New York Times lagðist svo lágt fyrir hálfum mán- uði að birta pistil undir fyr- irsögninni „Björgum sveskj- unum“ og undirtitillinn var „Stöndum gegn baktjaldamakk- inu með þurrkuðu plómurnar“. En kalifornískir bændur láta háðið sem vind um eyru þjóta. Þeir sóttu formlega um leyfi til bandarískra yfirvalda og fóru fram á að mega kalla þessa svörtu og hrukkóttu ávexti þurrkaðar plómur. Bandaríska matvælaeftirlitið velti þessu fyrir sér vel og lengi, enda höfðu menn þar miklar áhyggjur af því að neytendur gætu ruglast í rím- inu. Hvert áttu t.d. gamalmenni að leita í neyð? Gat sú staða komið upp að einhver leitaði í angist að sveskjum í búðarhillum, en sæi ekkert nema þurrkaðar plómur og áttaði sig ekki á að þær gætu hjálpað, með sínum óuppleysanlegu trefjum? Matvælaeftirlitið skikkaði bændur til að merkja framleiðslu sína fyrst um sinn bæði sem sveskjur og þurrkaðar plómur, til að forðast uppákomur af þessu tagi. Það bjargaði hins vegar sveskjusafanum frá sömu örlög- um, því heitið „þurrkaður plómu- safi“ þótti af einhverjum ástæð- um mótsögn. Núna eru kalifornískir bændur alsælir, en sögufölsun þeirra heldur áfram. Það leyndi sér ekki af fréttum á síðasta ári, þar sem sagt var frá mikilli matvælasýn- ingu og ráðstefnu sem haldin var í Providence-borg á Rhode Is- land. Þar sagði, að á meðal nýj- unganna, sem kynntar voru mat- arspekingum, hafi verið kalifornísk þurrkuð plóma. Að vísu var tekið fram, fyrir þá sem ekki voru innvígðir, að þetta væri nú bara sveskja með nýtt heiti. Það hlakkar í Samtökum rús- ínuframleiðenda í Kaliforníu þessa dagana, en þar á bæ segj- ast menn ekki vera á þeim bux- unum að nefna rúsínurnar þurrk- uð vínber, þótt þær séu það óumdeilanlega. En rúsínufram- leiðendur hafa ekki djöful vel heppnaðrar en úreltrar mark- aðssetningar að draga. Stalín og sveskjurnar Í Kaliforníu skirrast menn ekki við að henda hinu gamla út fyrir nýtt. Og ef það er ekki hægt skipta þeir bara um nafn á því gamla, í þeirri von að það gangi í endurnýjun lífdaganna. Stund- um lánast nafnbreytingarnar ágætlega, en oft verða menn líka að sætta sig við háðsglósur þeirra sem átta sig ekki á mikilvægi markaðssetningar. VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson hkfridriksson- @ucdavis.edu ✝ Gunnar Karl Þor-geirsson fæddist á Karlsskála í Grinda- vík 25. mars 1940, heima hjá Guðrúnu föðurömmu sinni. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 8. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Þorgeir Óskar Karlsson, f. 5.3. 1917, d. 26.10. 1995, og Helga Ingi- björg Magnúsdóttir, f. 22.10. 1918, d. 23.5. 1995. Systkini Gunn- ars eru: 1) Vilberg Kjartan, f. 17.6. 1944, kvæntur Guðrúnu Björk Jó- hannesdóttur, f. 4.11. 1946, þau eiga þrjár dætur og átti Vilberg einn son áður. 2) Sigurður, f. 30.1. 1946, hann á fimm börn og eina uppeldisdóttur. Sammæðra 3) Magnea Þórsdóttir, f. 17.7. 1956, gift Jóni Kristni Guðmundssyni, þau eiga tvö börn. 5) Fríða, f. 11.11. 1958, d. 9.2. 1966. Samfeðra 6) Margeir f. 24.9. 1955, kvæntur Ástríði Lilju Guðjónsdóttur, f. 15.11. 1955, þau eiga fjögur börn. 7) Katrín Ósk, f. 20.11. 1957, gift Guðmundi Gesti Þórissyni, f. 3.8. 1960, þau eiga tvo syni. Katrín átti einn son áður. 8) Ingibergur, f. 2.3. 1963, maki Málfríður Baldvinsdóttir, f. 23.4. 1966, þau eiga tvö börn. Dóttir Gunnars Karls og Sigurrósar Aðalsteinsdóttir er Hafdís, f. 5.12. 1961, maki Gunnar Reks- lad, sonur þeirra er Tómas, f. 7.11. 1997. Gunnar Karl gift- ist Nönnu Ingvadótt- ur, þau slitu samvist- um. Dóttir þeirra er Brynja Karen, f. 20.8. 1973, maki Billy Hen- son, börn þeirra eru Maja Erla, f. 8.11. 1995, William Gunnar, f. 9.5. 1997, Mallias Kyle, f. 25.6. 1998. Eftirlifandi eiginkona Gunnars Karls er Margrét Böðvarsdóttir, f. 15.4. 1948. Þeirra börn eru Guð- laug Stefanía, f. 3.7. 1979, sam- býlismaður hennar er Óskar Helgason, f. 18.4. 1973. Þorgeir Karl, f. 22.9. 1981. Fyrir átti Margrét Böðvar Gunnarsson, f. 23.4. 1966, og Þórólf Almarsson, f. 18.10. 1967. Gunnar Karl starfaði lengst af sem sjómaður og bifreiðarstjóri. Útför Gunnars Karls fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Gunni Kalli, nú kveðjumst við að sinni. Ég kynntist þér fyrir mörgum árum er við unnum saman á Aðalstöðinni í Keflavík. Eins og gengur og gerist minnkuðu sam- skiptin eftir að ég breytti um vinnu en við hittumst oft á förnum vegi. En örlögin höguðu því nú þannig að við lentum bæði á sjúkrahúsi á sama tíma og í herbergi hlið við hlið. Og hvað þú reyndist mér vel. Þú stapp- aðir í mig stálinu og við gáfum bara skít í þetta. Ég gleymi aldrei hversu góður þú varst við mig á þessum tíma, það geymi ég í hjarta mínu. Þú barðist við sjúkdóm þinn af miklum krafti, en þú gleymdir ekki vinum þínum. Þú komst að heimsækja mig á lungnadeild þegar þú varst sjálfur að byrja í geislum. Bjartsýnn og ákveðinn byrjaðir þú aftur að keyra en varðst að hætta þegar þú veiktist aftur. Daginn áður en þú áttir að fá að fara heim af sjúkrahúsinu í Keflavík komum við Óla að heimsækja þig og þú leiddir okkur um allt sjúkrahúsið, alltaf jafn hress og kátur. En maður sá samt í augum þínum að þér leið ekki vel. Ég get huggað mig við það að síðast þegar við hittumst tókum við vel ut- an um hvort annað eins við vissum að þetta væri síðasta kveðjan. Ekki hvarflaði að mér að þú færir svona snöggt. En svona er lífið, enginn veit hver er næstur. Ég þakka þér fyrir alla góðvildina og vináttuna. Guð varðveiti yndislegu konuna þína, sem stóð alltaf eins og klettur við hliðina á þér, og veiti henni og börnum þínum styrk í þessari miklu sorg. Þín vinkona, Þórdís M. Guðjónsdóttir. Elsku Gunni Kalli, nú er komið að kveðjustund Á þessari jörð, en þú ert ekki farinn því þú munt ætíð lifa í huga okkar og hjörtun. Við starfs- stúlkurnar á Aðalstöðinni eigum eft- ir að sakna þess að heyra ekki hlý- legu kveðjurnar og brandarana sem þú varst alltaf með á reiðum hönd- um. Hvernig sem á stöð komstu okk- ur alltaf til að hlæja. Mikið eigum við eftir að sakna þín, elsku Gunni. Þú komst oft í heimsókn í veikindum þínum og það var auðséð að þú þjáð- ist mikið. Elsku vinur, við kveðjumst að sinni en við sjáumst aftur og við þökkum þér alla gleðina, hláturinn og sorgina sem þú deildir með okkur. Fjölskyldu þinni færum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Vertu sæll, vinur. Starfsstúlkur Aðalstöðvarinnar. GUNNAR KARL ÞORGEIRSSON ✝ Jón Sveinssonfæddist á Hofs- stöðum í Reykhóla- sveit hinn 5. apríl 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness hinn 7. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru þau Sveinn Sæmundsson, f. 23. maí 1879, d. 26. nóvember 1949, og Sesselja Oddmunds- dóttir, f. 20. apríl 1884, d. 10. október 1935. Jón dvaldi til 11 ára aldurs hjá fósturforeldrum sínum, hjónun- um Guðmundi Jónssyni og Guð- rúnu Ólafsdóttur í Berufirði. Systkini Jóns voru níu. Á lífi eru Guðmundur, bóndi í Gröf í Þorskafirði, Elísabet, búsett í Reykjavík, Hákon, búsettur í Borgar- nesi, og Arndís, sem búsett er í Stykkis- hólmi. Látin eru Bjarnveig Þorgerð- ur, Ragnar Trausti, Hallgrímur, Guðrún og Ingibjörg Sigríð- ur. Hinn 29. júní 1937 kvæntist Jón eigin- konu sinni Valgerði Guðrúnu Vigfús- dóttur, f. 29. júlí 1915, d. 17. desem- ber 1995. Jón og Valgerður eignuðust sex börn; Sesselju, Drífu, Vigni, Ásdísi, Kristínu Eddu og Svanhildi Öddu. Útför Jóns fer fram frá Reyk- hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það var fyrir 18 árum sem ég fyrst lagði leið mína í Reykhólasveit. Ætl- unin var að veiða silung í lítilli á sem þar rennur. Strax í upphafi veiðitúrsins komu upp vandamál í veiðihúsinu og engin verkfæri til staðar. Það var að kvöldi þessa fyrsta veiðidags sem ég í fyrsta skipti átti erindi að Klukkufelli. Ég heilsaði Jóni og Valgerði konu hans. Jón leysti úr vanda mínum og bauð mér í kaffi. Mér varð strax ljóst að þar fór yndislegur maður. Hjartahlýr með afbrigðum og fús að rétta hjálp- arhönd ef þess var nokkur kostur. Þetta voru fyrstu kynni mín af Jóni Sveinssyni bónda á Klukkufelli. Þau áttu eftir að vaxa á næstu árum. Fyrir réttum áratug hafði hin fagra Reyk- hólasveit heillað mig og mína fjöl- skyldu með þeim hætti að okkur lang- aði að reisa þar sumarhús. Er mér afar minnisstætt er ég ásamt föður mínum heimsótti Klukkufell í sumar- byrjun 1991. Erindið var að viðra þann möguleika við Jón og Valgerði að fá til leigu land undir sumarhús. Jón tók erindi okkar vel og sagðist allt vilja fyrir okkur gera „á meðan ég tóri“ eins og hann orðaði það. Og eftir að Jón hætti búskap og sonur hans Vignir tók við var enn ljósara en áður að eplið fellur sjaldan langt frá eik- inni. Höfum við í öll þessi ár notið ein- stakrar velvildar og gestrisni á Klukkufelli sem ber að þakka af al- hug. Við Jón áttum margar skemmti- legar stundir. Hann hafði gaman af að segja mér sögur úr sveitinni. Sumar hverjar hreint ótrúlegar og endur- spegluðu þá erfiðleika sem fólk mátti glíma við til sveita. Með honum og föður mínum tókst góður vinskapur sem faðir minn mat mikils. Kom fljót- lega í ljós að ættingjar föður míns höfðu búið á Klukkufelli og öðrum bæjum í Reykhólasveit til forna og urðu þessi óvæntu tengsl, sem enginn vissi um áður, þeim oft umræðuefni. Jón var sérstaklega fjárglöggur maður. Fyrir tíma rafmagnsins sakn- aði hann eitt sinn tveggja kinda úr hjörð sinni eftir leitir. Gekk hann að næsta bæ og fann þar kindur sínar. Þegar ég spurði hann hvernig hann hefði farið að því að þekkja þær í myrkrinu í fjárhúsunum sagði hann: „Ég þekkti þær með því að þreifa á hornunum.“ Þetta sagði hann af sinni alkunnu rósemi. Mér kom sagan á óvart en þó mest sú staðreynd að Jóni Sveinssyni fannst þetta ekkert sér- staklega merkilegt. Jafnan þegar við komum að Klukkufelli heilsaði ég Jóni með handabandi. Fór þá ekki á milli mála að margt þarft verkið höfðu þær hendur unnið um dagana. Og oftar en ekki sleppti Jón ekki takinu fyrr en komið var inn í bæ og tryggt að boð um kaffi væri þegið. Sagði þetta mér meira en mörg orð um þörf hans fyrir að gera vel við þá er lögðu leið sína að Klukkufelli. Jón var gríðarlega duglegur maður og hlífði sér aldrei við vinnu. Háaldraður, þegar ævidegi flestra er löngu lokið, stóð hann daglangt í Skrautanum við Klukkufell og rakaði saman heyi sem vélarnar vildu ekki nýta. Boginn í baki og við erfiða heilsu lét hann ekki sitt eftir liggja frekar en fyrri daginn. Undraðist ég oft þá fá- dæma elju og ósérhlífni sem þessi aldni höfðingi hafði enn til að bera. Þegar í hús var komið að afloknum löngum degi var hann ávallt glaður í bragði og stutt í skemmtilegan húm- orinn. Mér eru ógleymanlegar stund- irnar sem við áttum saman ásamt öðru heimilisfólki í eldhúsinu á Klukkufelli. Glettnar sögur Jóns frá fyrri tíð og kræsingarnar allar sem báru Val- gerði fagurt vitni. Þá er mér minn- isstætt hve vel þau heiðurshjón tóku dætrum okkar og vildu allt fyrir þær gera. Á þessu varð engin breyting eftir að Valgerður lést og Jón flutti á elli- heimilið á Reykhólum. Enn njótum við einstakrar velvildar og hlýju hjá Vigni og Ástu á Klukkufelli sem okk- ur þykir mjög vænt um og er okkur afar mikils virði. Hafa þau að sönnu fetað í fótspor Valgerðar og Jóns. Við, sem nutum þeirra forréttinda að þekkja Jón Sveinsson og fengum að njóta allra hans kosta um árabil, viljum að endingu minnast hans með hlýhug, virðingu og þakklæti. Með honum er genginn einn merkasti bóndinn sem Reykhólasveit hefur átt og alið. Vigni og Ástu, ásamt öðrum að- standendum, sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Jóns Sveins- sonar. Stefán, Sólveig, Sylvía Björk og Sara Dagný. JÓN SVEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.