Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 27
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 27 Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fast.sali GSM 898 8545 Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 SUMARHÚS OG LÓÐIR Erum með á skrá sumarhúsalóðir í landi Búrfells, Svína- vatns og Miðengis í Grímsnesi, við Eyrstri-Rangá Í Hvolhr., austan Geysis í Haukadal. Einnig sumarhús við Svínavatn í Grímsnesi, í landi Spóastaða í Biskups- tungum og í Eilífsdal í Kjós. HAGNAÐUR Baugs hf. dróst saman um 9% milli ára og var 591 milljón króna í fyrra. Þessi niðurstaða er undir spá fjármálafyrirtækja sem nam 641 milljón króna að meðaltali. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði jókst um 32% og var sá hagnaður meiri en spáð hafði verið. „Uppgjörið leggst ágætlega í okk- ur,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs hf., „en við eins og aðrir erum í vandræðum með fjár- magnskostnað vegna veikingar á ís- lensku krónunni, sem hafði mjög mikil áhrif á fjármagnsliðina og þar með afkomu eftir skatt. En hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir er að vaxa þó nokkuð milli ára og eins veltufé frá rekstri. Það er ánægju- legt.“ Jón Ásgeir segist telja horfur fyrirtækisins ágætar og að ekki sé út- lit fyrir annað en fyrirtækið haldi áfram að vaxa og dafna. Hann segir að fyrirtækið stefni að því að hagn- aður fyrir fjármagnsliði og afskriftir aukist um 18-22%, en sá hagnaður jókst um 32% í fyrra. Fjármagnsliðir, sem voru jákvæðir um 80 milljónir króna árið 1999, voru í fyrra neikvæðir um 284 milljónir króna. Þetta er neikvæð sveifla að fjárhæð 364 milljónir króna. Aukin sala á fermetra Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að tekjur þess af matvörusölu hafi minnkað á fyrri hluta ársins 2000 vegna sölu tveggja verslana í Graf- arvogi og Hólagarði og við það hafi sölufermetrum fækkað verulega. Einnig hafi þrjár verslanir Nýkaups lokað í október, sem hafi haft tölu- verð áhrif á sölu meðan þeim hafi ver- ið breytt í Hagkaup og Bónus. Við þessar breytingar hafi orðið umtals- verð söluaukning á hvern fermetra sem skili sé væntanlega á þessu ári. Þá hafi félagið opnað 6 verslanir á seinni hluta ársins. Hlutdeild þess í matvöru hafi í árslok verið 3,6% hærri en í ársbyrjun. Félagið hafi einnig aukið verulega sölu í sérvöru, lyfjum og tengdum vörum. Birgðir aukast um 16,5% Félagið gjaldfærir nú verðlækkan- ir á sérvöru fyrirfram, sem þýðir í raun að 65 milljóna króna auka gjald- færsla kemur til á árinu 2000, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þar segir að birgðamat á sérvöru sé nú í samræmi við matsaðferðir hjá Debenhams og allar fatabirgðir sem náð hafi 12 mánaða aldri séu afskrif- aðar. Birgðir í matvöru, sérvöru og lyfjum jukustu um 16,5% milli ára og samkvæmt fréttatilkynningu félags- ins er megin skýringin fjölgun versl- ana og aukning birgða í lyfjum vegna samruna Lyfju og Lyfjabúða. Unnið sé markvisst að auknum veltuhraða sem skila eigi minni fjárbindingu og lægri fjármagnskostnaði. Stefnt er að mikilli aukningu um- svifa félagsins á þessu ári. Ætlunin er að opna 6 verslanir í Smáralind og er fjárfesting vegna þeirra um 600 millj- ónir króna. Auk þess verða lagðar um 40 milljónir króna í fyrirhugaða opn- un Debenhams í Svíþjóð á næsta ári. Uppbyggingu innanlands að ljúka Að sögn Jóns Ásgeirs er uppbygg- ingu Baugs í nýjum verslunum hér á landi að mestu lokið með opnun Smá- ralindar. Félagið ætli ekki í fjárfest- ingar innanlands á næsta ári en byggja þess í stað upp erlendis í rík- ari mæli. Þessar hugmyndir verða kynntar til hlítar á aðalfundi félags- ins 26. þessa mánaðar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Á aðal- fundinum verður lagt til að greiddur verði út 12% arður til hluthafa, en það er 25% af hagnaði eftir skatta. Félagið hyggst áfram leggja mikla áherslu á menntun starfsfólks að því er frá greinir í fréttatilkynningu. Baugsskólinnn hafi tekið formlega til starfa fyrr á þessu ári og stefnt sé að því að allir starfsmenn hljóti þjálfun og menntun á sínu sviði. .    # /000                                                               !                      !"  12&302 ! !   # ""$% $!% " "#$%& "'(%&  #%'  &)  *"&+ +   ''&' ,&&(   $"' "'( ')-). +""%                    !  " #  " #  " #      !  "00 "44      !   Aukinn hagnaður fyrir afskriftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.