Morgunblaðið - 17.03.2001, Side 27

Morgunblaðið - 17.03.2001, Side 27
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 27 Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fast.sali GSM 898 8545 Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 SUMARHÚS OG LÓÐIR Erum með á skrá sumarhúsalóðir í landi Búrfells, Svína- vatns og Miðengis í Grímsnesi, við Eyrstri-Rangá Í Hvolhr., austan Geysis í Haukadal. Einnig sumarhús við Svínavatn í Grímsnesi, í landi Spóastaða í Biskups- tungum og í Eilífsdal í Kjós. HAGNAÐUR Baugs hf. dróst saman um 9% milli ára og var 591 milljón króna í fyrra. Þessi niðurstaða er undir spá fjármálafyrirtækja sem nam 641 milljón króna að meðaltali. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði jókst um 32% og var sá hagnaður meiri en spáð hafði verið. „Uppgjörið leggst ágætlega í okk- ur,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs hf., „en við eins og aðrir erum í vandræðum með fjár- magnskostnað vegna veikingar á ís- lensku krónunni, sem hafði mjög mikil áhrif á fjármagnsliðina og þar með afkomu eftir skatt. En hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir er að vaxa þó nokkuð milli ára og eins veltufé frá rekstri. Það er ánægju- legt.“ Jón Ásgeir segist telja horfur fyrirtækisins ágætar og að ekki sé út- lit fyrir annað en fyrirtækið haldi áfram að vaxa og dafna. Hann segir að fyrirtækið stefni að því að hagn- aður fyrir fjármagnsliði og afskriftir aukist um 18-22%, en sá hagnaður jókst um 32% í fyrra. Fjármagnsliðir, sem voru jákvæðir um 80 milljónir króna árið 1999, voru í fyrra neikvæðir um 284 milljónir króna. Þetta er neikvæð sveifla að fjárhæð 364 milljónir króna. Aukin sala á fermetra Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að tekjur þess af matvörusölu hafi minnkað á fyrri hluta ársins 2000 vegna sölu tveggja verslana í Graf- arvogi og Hólagarði og við það hafi sölufermetrum fækkað verulega. Einnig hafi þrjár verslanir Nýkaups lokað í október, sem hafi haft tölu- verð áhrif á sölu meðan þeim hafi ver- ið breytt í Hagkaup og Bónus. Við þessar breytingar hafi orðið umtals- verð söluaukning á hvern fermetra sem skili sé væntanlega á þessu ári. Þá hafi félagið opnað 6 verslanir á seinni hluta ársins. Hlutdeild þess í matvöru hafi í árslok verið 3,6% hærri en í ársbyrjun. Félagið hafi einnig aukið verulega sölu í sérvöru, lyfjum og tengdum vörum. Birgðir aukast um 16,5% Félagið gjaldfærir nú verðlækkan- ir á sérvöru fyrirfram, sem þýðir í raun að 65 milljóna króna auka gjald- færsla kemur til á árinu 2000, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þar segir að birgðamat á sérvöru sé nú í samræmi við matsaðferðir hjá Debenhams og allar fatabirgðir sem náð hafi 12 mánaða aldri séu afskrif- aðar. Birgðir í matvöru, sérvöru og lyfjum jukustu um 16,5% milli ára og samkvæmt fréttatilkynningu félags- ins er megin skýringin fjölgun versl- ana og aukning birgða í lyfjum vegna samruna Lyfju og Lyfjabúða. Unnið sé markvisst að auknum veltuhraða sem skila eigi minni fjárbindingu og lægri fjármagnskostnaði. Stefnt er að mikilli aukningu um- svifa félagsins á þessu ári. Ætlunin er að opna 6 verslanir í Smáralind og er fjárfesting vegna þeirra um 600 millj- ónir króna. Auk þess verða lagðar um 40 milljónir króna í fyrirhugaða opn- un Debenhams í Svíþjóð á næsta ári. Uppbyggingu innanlands að ljúka Að sögn Jóns Ásgeirs er uppbygg- ingu Baugs í nýjum verslunum hér á landi að mestu lokið með opnun Smá- ralindar. Félagið ætli ekki í fjárfest- ingar innanlands á næsta ári en byggja þess í stað upp erlendis í rík- ari mæli. Þessar hugmyndir verða kynntar til hlítar á aðalfundi félags- ins 26. þessa mánaðar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Á aðal- fundinum verður lagt til að greiddur verði út 12% arður til hluthafa, en það er 25% af hagnaði eftir skatta. Félagið hyggst áfram leggja mikla áherslu á menntun starfsfólks að því er frá greinir í fréttatilkynningu. Baugsskólinnn hafi tekið formlega til starfa fyrr á þessu ári og stefnt sé að því að allir starfsmenn hljóti þjálfun og menntun á sínu sviði. .    # /000                                                               !                      !"  12&302 ! !   # ""$% $!% " "#$%& "'(%&  #%'  &)  *"&+ +   ''&' ,&&(   $"' "'( ')-). +""%                    !  " #  " #  " #      !  "00 "44      !   Aukinn hagnaður fyrir afskriftir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.