Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 9                       ! " #"$ ! % "$$!        Eitt mesta úrval landsins af glæsilegum fatnaði fyrir fermingar, brúðkaup og aðra hátíðisdaga sumarsins Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Dúndur útsala á ekta pelsum Allt að 50% afsláttur á meðan birgðir endast Handunnin húsgögn allt að 50% afsláttur. Mikið úrval af fermingargjöfum, gjafavörum, sérkennilegum ljósum, fatnaði o.fl Opið virka daga frá kl. 11-18 og laugard. frá kl. 11-16. Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. og apótek um land allt. http://ymus.vefurinn.is Mæður með börn á brjósti Arnheiður hjúkrunarfræðingur og brjóstaráðgjafaleið- beinandi Mælir með medela brjóstagjafa- hjálpartækjum. Medela brjóstadælur, frystipokar, hjálparbrjóst, mexíkanahattar, hlífar fyrir sárar geirvörtur o.fl. Glæsilegt úrval af nýjum vor- og sumarvörum 20% afmælisafsláttur Stærðir 36—56 Enn meiri afsláttur af eldri vörum Opið alla helgina laugard. frá kl. 10.00–17.00 sunnudag frá kl. 13–17 Línurnar í lag Undirfataverslun, 1. hæð, Kringlunni, sími 553 7355  SVANHILDUR Óskarsdóttir varði doktorsritgerð í norrænum miðaldafræðum við Lundúnaháskóla (University College London) 2. júní sl. Andmælendur voru: prófessor em- eritus Desmond Slay frá háskól- anum í Wales (Aberystwyth) og dr. Diana Whaley frá háskólanum í Newcastle. Rit- gerðin, sem nefn- ist „Universal history in four- teenth-century Iceland: Studies in AM 764 4to“, er rannsókn á hand- ritinu AM 764 4to (Reynistaðarbók) sem skrifað var á síðasta þriðjungi 14. aldar. Í fyrsta hluta ritgerðarinnar er handritafræðilegum einkennum bók- arinnar lýst, fjallað um samsetningu og gerð grein fyrir þeim rithöndum sem á henni eru. Þá er fjallað um lík- legan ritunarstað og tíma. Skrift og stafsetning benda til þess að hand- ritið hafi verið skrifað í Skagafirði og fjöldi rithanda og samsetning bera með sér að bókin hafi orðið til í rit- stofu. Margt af því efni sem skrif- ararnir völdu tengist konum og í rit- gerðinni eru leidd að því rök að handritið hafi verið skrifað um 1380 fyrir nunnuklaustrið á Reynistað í Skagafirði, jafnvel af nunnum þar. Fyrri helmingur handritsins hefur að geyma kristilega veraldarsögu þar sem ýmsu alfræðiefni er fléttað sam- an við frásagnir sem sóttar eru í bibl- íuna. Meginhluti doktorsritgerð- arinnar er umfjöllun um hina ólíku texta og textabrot sem saman mynda þessa veraldarsögu. Þar er í senn lögð áhersla á að rekja uppruna text- anna og leitast við að draga fram stöðu þeirra innan samhengis heild- arinnar, t.a.m. er sýnt fram á hvernig efninu er skipað niður á röklegan hátt miðað við skiptingu sögunnar í svo- kallaða heimsaldra (aetates mundi). Við rannsókn textanna kom í ljós að enda þótt allflestir þeirra séu upp- haflega komnir úr latínu hafa skrif- arar handritsins ekki þýtt þá sjálfir heldur fengið þá úr íslenskum ritum. Því er í ritgerðinni að finna nokkra umfjöllun um vensl Reynistaðar- bókar við önnur þýdd rit frá miðöld- um. Þá er reynt að svara því hvað kunni að hafa ráðið vali skrifaranna á textum og hvað þeim gekk til með samningu ritsins, en ekki er ólíklegt að bókin hafi verið notuð sem e.k. skólabók eða uppfræðslurit fyrir nunnuefni og/eða þau börn sem tekin voru í læri í klaustrinu. Í síðasta hluta ritgerðarinnar er ís- lensk veraldarsagnaritun sett í sam- hengi við þróun þessarar greinar sagnaritunar í Evrópu en verald- arsögur áttu sér um þúsund ára sögu þegar skrifarar Reynistaðarbókar settust við sína iðju. Ritgerðinni fylgir bókarauki þar sem texti verald- arsögunnar er birtur stafréttur. Svanhildur Óskarsdóttir fæddist 13. mars 1964, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1983, BA-prófi í íslensku og heim- speki frá Háskóla Íslands 1988 og MA-prófi í miðaldafræðum frá Uni- versity of Toronto 1989. Hún stund- aði framhaldsnám í íslenskum forn- bókmenntum við Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla 1990– 1993. Svanhildur gegndi starfi lekt- ors í íslenskri tungu og bókmenntum við Lundúnaháskóla 1993 til 1999, jafnframt því að stunda doktorsnám undir leiðsögn prof. emer. Peters Foote. Hún starfar nú við útgáfu á sálmum og kvæðum Hallgríms Pét- urssonar á Stofnun Árna Magnús- sonar. Móðir Svanhildar er Sigrún Árnadóttir þýðandi; faðir hennar var Óskar Halldórsson íslenskufræð- ingur (d. 1983). FÓLK Varði dokt- orsritgerð í miðalda- fræðum Svanhildur Óskarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.