Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 61
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 61 SLEÐADAGAR á fatnaði og fylgihlutum 15-30% afsláttur UM þessar mundir, eða til og með 17. mars, stend ég fyrir myndasýningu sem til- einkuð er börnum og sérstaklega þeim börn- um sem hafa verið rænd sakleysi sínu á einn eða annan hátt. Tilgangur minn með sýningunni er að snerta fólk og ef miðað er við þá athygli sem sýningin hefur fengið má segja að það hafi tekist. Ekkert annað en jákvætt um það að segja. En mikið erum við nú viðkvæm þegar kemur að um- fjöllun um misnotkun og óréttlæti gagnvart börnum. Enda kannski ekkert skrýtið, þetta er nú einu sinni það ljótasta sem hægt er að hugsa sér. Þess vegna forðumst við að hugsa um það, hvað þá að tala um það eða opinbera það á annan hátt. Ég hef nú samt kosið að fjalla um þetta efni í list minni og ætla mér að halda því áfram. Miðað við þau viðbrögð sem aðrir listamenn sem fjalla um svipað efni hafa fengið við verkum sínum er ég ekki hissa á því að sýning mín skuli valda usla. Er mér efst í huga þýski listamaðurinn Helnwein, sem bæði hefur málað og ljósmyndað börn í þeim tilgangi að snerta fólk og vekja það til umhugsunar um óréttlæti sem börn eru beitt. Helnwein hefur mátt þola ýmsar ofsóknir og ásak- anir frá fólki sem ekki þolir að horf- ast í augu við þá staðreynd að mis- rétti gagnvart börnum er mál sem varðar alla. Besta dæmið er sýning á mannhæðarháum ljósmyndum hans af börnum sem sýndar voru opinberlega utandyra í Berlín en viðbrögð sumra vegfarenda við þessari sýningu voru svo sterk að sum verkin voru skorin og eyðilögð. Sýningin var tileinkuð þeim börnum sem voru myrt í gasklefum Hitlers í síðari heimstyrjöldinni. Ég er fremur fegin en hitt að sýn- ing mín skuli fá athygli en ég verð að viðurkenna að það truflar mig ör- lítið hvernig sumir fjölmiðlar lands- ins hafa fjallað um hana og þá á ég við hversu óvarlega þeir hafa farið með staðreyndir. Ég vil taka fram að 1. mars birtist mjög vel skrifað viðtal við mig í Morgunblaðinu og er ég ekki að fjalla um það hér. Hins vegar birtust fréttir af því í Mbl. þriðjudaginn 13. mars að lögreglan hefði stöðvað sýninguna og að lögð hefði verið fram kæra á mínar hend- ur. Einnig kom fram í DV sama dag að sýningin hefði verið stöðvuð. Sannleikurinn í málinu er sá að sýn- ingin var aldrei stöðvuð og engin kæra lögð fram. Ég vona að þegar þessi grein birtist hafi þegar verið birtar leiðréttingar í báðum þessum dagblöðum. Ég vil hvorki vera með ásakanir né rógburð á fréttamenn en tel nauðsynlegt að réttar staðreyndir komi fram. Enda finnst mér ábyrgð fréttamanna gagnvart því fólki sem þeir fjalla um í fjölmiðlum vera mikil. Ég er mann- eskja með gagnrýna hugsun og veit að fréttaflutningi skal alltaf taka með ör- litlum fyrirvara. Mér þykir samt leitt til þess að vita að í frétta- mannastéttinni skuli vera einstaklingar sem hafa gleymt þeirri ábyrgð sem þeir hafa gagnvart fólki og lífi þess. Í frétt sem birt var á Stöð 2 leit út fyrir að Lögreglan í Reykjavík væri í stríði við mig um myndirnar. Að fréttakonunni ólastaðri, vil ég að hér komi fram að þeir rannsóknarlög- reglumenn sem ég hafði samskipti við varðandi þetta mál voru á allan hátt almennilegir og að ekkert er hægt að setja út á framgang þeirra eða framkomu. Það sem raunveru- lega gerðist, var að einn vegfarandi hringdi í Lögregluna vegna þess að honum fannst myndirnar mínar særa blygðunarkennd hans. Mér þykir það bara jákvætt að Lögregl- an skuli bregðast við slíkum hring- ingum, og gott til þess að vita að starfsmenn hennar taki öll mál al- varlega. Lögreglan hélt nokkrum myndum til viðmiðunar við skýrslu- gerð sína og að því loknu fékk ég þær aftur eftir þrjú mjög góð samtöl við tvo ágæta rannsóknarlögreglu- menn. Hvergi í skýrslum þeirra kemur fram orðið „barnaklám“ enda hafa þeir fullan skilning á tilgangi mínum með sýningunni. Í fréttinni var orðið „barnaklám“ hins vegar notað sem hugsanleg lýsing á sýn- ingunni og þykir mér það frekar al- varlegur rógburður af hálfu virts fjölmiðils. Ég hef aldrei haft neina virðingu fyrir æsifréttamennsku og tel þá sem hana stunda taka sér leyfi til að skrumskæla fréttir, skreyta sann- leikann og búa til æsifréttir þar sem óvarlega er farið með staðreyndir. Mér þykir sorglegt að líf og mann- orð þeirra sem fjallað er um í slíkum fréttum skuli vera vanvirt. Ekki veit ég hvort ætlunin var að búa til æsi- frétt úr þessu máli en það lítur út fyrir að það hafi tekist samt sem áð- ur. Sennilega er það nú vegna mál- efnisins sem er eitt það viðkvæm- asta sem við þekkjum. Aðgát skal höfð Helena Stefánsdóttir Sýning Sýningin var aldrei stöðvuð, segir Helena Stefánsdóttir, og engin kæra lögð fram. Höfundur er listakona og ritstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.