Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ STURLA Böðvarsson samgönguráðherra seg- ir það í fyllsta máta eðlilegt hvernig staðið var að útgáfu á upplýsingariti á vegum Flugmála- stjórnar, þar sem kynntar eru tillögur um endurbætur flugvallarsvæðisins í Reykjavík. „Ég tel þetta fullkomlega eðlilegt og í rauninni nauðsynlegt og skylda flugmálastjórnar að kynna fyrir íbúunum hvað um er að vera.“ Gagnrýni kom fram á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld um útgáfu upplýsingaritsins, sem dreift hefur verið á hvert heimili í Reykjavík. Hrannar B. Arnarson borgarfulltrúi kallaði það m.a. áróðursbækling fyrir afstöðu sam- gönguyfirvalda og sagði háttalag ráðherra og undirmanna hans algera vanvirðu við þá lýð- ræðislegu stjórnarhætti sem kosningin væri fyrirboði um. Samgönguráðherra segir að flugráð hafi beint því til sín að standa fyrir góðri kynningu á fyrirhuguðum framkvæmdum við flugvöll- inn, vegna kosninganna um framtíð flugvallar í Vatnsmýrinni og því skipulagi sem gert er ráð fyrir að vinna eftir innan þess ramma sem deiliskipulagið á flugvallarsvæðinu gerir ráð fyrir. Sturla segist hafa beint því til flugmála- stjóra að standa þannig að kynningu á þessum framkvæmdaáformum að íbúar væru sem best upplýstir um allar hliðar, bæði skipulagið, framkvæmdaáformin og forsendur fyrir upp- byggingu og endurbyggingu á flugvallarsvæð- inu. „Þessi kynning var undirbúin m.a. vegna þess að þegar ljóst var að staðið var þannig að kynningu á fyrirhuguðum framkvæmdum á flugvallarsvæðinu að hvergi var getið um í ráðhúskynningunni af hálfu borgarinnar hvernig flugvallarsvæðið ætti að byggjast upp, þá var talið óhjákvæmilegt að bæklingurinn sem byggði á kynningarefni Flugmálastjórnar færi inn á hvert heimili í borginni. Þarna er eingöngu verið að bregðast við því að ljóst var að það þyrfti að kynna þetta betur fyrir borg- arbúum. Þannig að ég vísa algerlega á bug, að það sé að einhverju leyti óeðlilegt að fólk sé upplýst.“ Ráðherra segir það vera skyldu Flugmála- stjórnar að koma á framfæri upplýsingum og raunar sé sérstaklega fjallað um það í reglu- gerð að Flugmálastjórn hafi skyldum að gegna í þeim efnum. „Ef upplýsingar um fyr- irhugaðar framkvæmdir flokkast undir áróð- ur, þá átta ég mig ekki alveg á því, þannig að ég vísa því algerlega til föðurhúsanna. Ég vek athygli á því að á vegum borgarstjórnar var sendur út á hvert einasta heimili bæklingur upp á 20 síður þar sem verulegur hluti af blaðinu var umfjöllun beint og óbeint um Reykjavíkurflugvöll, þar sem dregin var upp mjög ankannaleg mynd af fyrirhuguðum end- urbótum á Reykjavíkurflugvelli. Þannig að allt tal borgarfulltrúa sem standa að slíkri útgáfu í þá veru sem þeir gera gagnvart kynningu Flugmálastjórnar er vindhögg sem ég vona að hafi ekki mikil áhrif.“ Samgönguráðherra um gagnrýni á útgáfu upplýsingarits Skylda Flugmála- stjórnar að upp- lýsa borgarbúa ÞORGEIR Pálsson, flugmálastjóri, segir það ekkert nýtt að sveiflur séu í þróun farþegaflutninga, það sé mjög algengt og ekki síst þegar þeg- ar litið sé til sveiflna sem kunna að verða á milli einstakra mánaða. Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórn- ar Reykjavíkur, sagði í Morgun- blaðinu í gær að forsendur áætlana samgönguráðherra og flugmálayfir- valda væru brostnar varðandi mikla uppbyggingu við Reykjavíkurflug- völl, þar sem nýjar bráðabirgðatölur sýndu verulegan samdrátt farþega- fjölda í innanlandsflugi fyrstu tvo mánuði ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Að sögn Þorgeirs benda bráða- birgðatölur til fækkunar á fyrstu mánuðum ársins og jafnframt hafi fjöldi farþega í innanlandsflugi dregist saman um 4,2% á milli ár- anna 1999 og 2000. Það hafi ekki komið á óvart því 1999 hafi verið toppár vegna gríðarlegrar sam- keppni og lágra fargjalda, en þá fóru 465.000 farþegar um Reykjavíkur- flugvöll. Hins vegar sé ljóst að stig- vaxandi aukning hafi orðið í fjölda farþega undanfarna þrjá áratugi. „Ef menn skoða söguna í þessu sambandi og fara yfir síðastliðin 30 ár, frá 1971 til 2001, sést að þre- földun hefur orðið á farþegafjölda á þeim tíma og meðaltalsaukningin á milli ára hefur verið 3,7%. Fjöldi farþega fór úr 150.000 árið 1971 upp í 450.000 árið 2000.“ Þorgeir segir að sveiflur hafi orð- ið á þessu tímabili, m.a. hafi komið fjögurra ára tímabil á níunda ára- tugnum þar sem samdráttur hafi orðið og í kjölfarið hafi tekið fjögur ár að jafna út þá lægð. Þá bendir Þorgeir á að fargjöld hafi verið að hækka verulega mikið undanfarið, sem hafi talsverð áhrif á eftir- spurnina núna, en flugmálayfirvöld geri áætlanir sínar til lengri tíma lit- ið. Fáránlegur málflutningur Jón Karl Helgason, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir það í sjálfu sér fáránlegan málflutning að gefa í skyn að bráða- birgðatölur yfir einn eða tvo mánuði gefi einhverja vísbendingu um það hvort hlutir séu brostnir eða ekki. „Það hafa alltaf verið sveiflur í farþegatölum innanlands frá 1971, þó meðaltalsvöxturinn hafi verið 3,7%. Okkar tölur í janúar, febrúar og mars sýna að það hefur fjölgað hjá okkur farþegum. Ef við lítum t.d. á flug til og frá Reykjavík varð 16,6% aukning í fjölda farþega í febrúar milli áranna 2000 og 2001.“ Sé litið til þróunar á heildarfjölda farþega í innanlandsflugi hjá Flug- félagi Íslands í janúar og febrúar milli áranna 2000 og 2001, kemur í ljós að farþegum hefur fjölgað um 9,4% milli ára, úr 37.494 árið 2000 í 41.013 árið 2001. Flugmálastjóri segir sveiflur í fjölda farþega enga nýjung Farþegum fjölgaði hjá Flugfélagi Íslands STOFNFUNDUR Fjölsmiðjunnar, verkþjálfunar- og fræðsluseturs fyrir ungmenni, var haldinn á fimmtudag. Aðstandendur Fjölsmiðjunnar von- ast til að starfsemi geti hafist þegar í haust en setrið verður einkum ætlað atvinnulausum ungmennum á aldrin- um 16 til 24 ára sem flosnað hafa upp úr framhaldsskólum. Vinnumálastofnun og Rauði kross Íslands hafa unnið að undirbúningi verkefnisins í samvinnu við félags- málastofnun, menntamálaráðuneyti og sveitafélögin á höfuðborgarsvæð- inu. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að undir- búningstíminn hafi verið vel nýttur til að afla stofnfjár til þeirra þriggja ára sem tilraunaverkefnið er hugsað. Fjölsmiðjan verður sjálfseignastofn- un og verður stjórn hennar sett á laggirnar á næstu vikum. 20 milljón króna stofnkostnaður hefur verið tryggður auk 25 til 30 milljóna króna í rekstrarkostnað. „Í kjölfarið fer markviss starfs- semi í gang, forstöðumaður og aðrir starfsmenn ráðnir sem hefja svo starfsemina í haust,“ segir Gissur. Nemendum beint inn á áhugasvið hvers og eins Markmið Fjölsmiðjunnar er að nota starf sem leiðsögn til náms. „Þannig er fólki gefinn kostur á að kynnast margvíslegum störfum og þannig leitt inn á þá braut sem það hefur áhuga á til náms,“ segir Gissur. Verkþjálfunin skilar nemendum eng- um starfsréttindum en stefnt er á að byggja náin tengsl milli þjálfunarinn- ar og hins hefðbundna skólastarfs þegar reynsla er komin á verkefnið. Þeir sem ekki hyggja á frekara nám eru undirbúnir fyrir frekari þátttöku á hinum almenna vinnumarkaði. Fagleg verkþjálfun verður ríkur þáttur í starfseminni en einnig fer fram grunnfræðsla um samfélagið og starfsemi opinberra og einkaaðila á vinnumarkaði. Gissur sagði að stefnt væri að því með verkþjálfunarsetrinu að nálgast ungmenni á atvinnuleysisskrá, fé- lagslegu framfæri sveitarfélaga eða ungt fólk sem væri atvinnulaust án réttinda til bóta og jafnvel á framfæri foreldra eða aðstandenda. Einnig væri sú hugmynd uppi að hafa barna- gæslu í kennsluhúsnæðinu til að gera ungum mæðrum auðveldara að koma aftur til náms. Áætlanir gera ráð fyr- ir að á milli 40 og 70 nemendur sitji í Fjölsmiðjunni á hverjum tíma. Giss- ur segir fyrirmynd setursins sótta til Danmerkur þar sem góður árangur hefur náðst með starfsemi sk. pro- duction-skóla. Þörfin fyrir svona starfsemi hér- lendis er talin mikil en á árunum 1994 til 1998 féllu 2.500 nemendur á aldr- inum 16 til 19 ára út úr námi í fram- haldsskólum. Verkþjálfunarsetur fyrir ungmenni sett á laggirnar Morgunblaðið/Golli Stofnfundur Fjölsmiðjunnar var vel sóttur enda fjölmargar stofnanir sem koma að starfinu. FULLTRÚAR Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins og Iðntæknistofnunar hafa undirritað samning sem tryggir áframhaldandi stuðning við hugmyndaríkt og framsækið fólk sem býr yfir nýstárlegum hug- myndum. Samningurinn hljóðar upp á tæpar 60 milljónir króna og gildir til ársloka 2002. „Tilgangur samstarfssamnings- ins er að efla nýsköpun og styðja við bakið á frumkvöðlum,“ segir í fréttatilkynningu. „Nýsköpunar- sjóði atvinnulífsins og Iðntækni- stofnun er ljóst að frumkvöðlar og nýsköpun þeirra er einn af mik- ilvægustu vaxtarsprotunum í nú- tíma samfélagi.“ Ennfremur segir að þessi stuðn- ingur Nýsköpunarsjóðs og Iðn- tæknistofnunar hafi gert ein- staklingum fært að þróa hug- myndir sínar sem síðan hafi leitt til þess að stofnuð hafi verið fram- sækin fyrirtæki sem mörg hver hafi komið fullmótuðum vörum á markað. Samningurinn felur í sér fimm verkefni; almenna handleiðslu og leiðsögn við uppfinningamenn og frumkvöðla, frumkvöðlastuðning þar sem veittir eru styrkir til að gera viðskiptaáætlanir, hugmynda- samkeppnina Snjallræði þar sem veittir eru styrkir til hagkvæmniat- hugana á snjöllum hugmyndum, verkefnið Skrefi framar þar sem ör- og sprotafyrirtæki geta fengið aðstoð ráðgjafa við að byggja upp rekstur fyrirtækis síns og í fimmta lagi verkefnið Vefviðskipti þar sem lögð verður áhersla á að aðstoða fyrirtæki við að skilgreina tækifæri fyrirtækisins með tilliti til Netsins. Nýsköpunarsjóður og Iðntækni- stofnun undirrita samning Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Iðntæknistofnun Íslands hafa end- urnýjað samstarfssamning um stuðning við frumkvöðla. Frá vinstri: Úlfar Steindórsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, Arnar Sig- urmundsson, stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs, Magnús Friðgeirs- son, stjórnarformaður Iðntæknistofnunar, og Hallgrímur Jónasson, for- stjóri Iðntæknistofnunar. Um 60 milljónir til stuðnings frumkvöðlum MEIRIHLUTI borgarbúa vill að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni eftir árið 2016. Þetta sýnir DV-könnun um málið. 55,5% þeirra sem afstöðu tóku vildu að völlurinn verði áfram þar sem hann er nú en 44,5% kváðust vilja hann burt. 64,9% kjósenda Sjálfstæð- isflokksins vilja að völlurinn verði áfram í Vatnsmýrinni og 73,7% kjós- enda Framsóknarflokksins. 61,9% Samfylkingarkjósenda vilja hins veg- ar að völlurinn fari úr Vatnsmýrinni og 62,2% kjósenda Vinstri hreyfingar – græns framboðs vilja völlinn burt. 50% kjósenda Frjálslynda flokksins vilja hafa völlinn á sama stað. Meirihluti vill völlinn áfram í Vatnsmýri ÖKUMAÐUR jeppabifreiðar sem ekið var suður Steingríms- fjarðarheiði missti stjórn á bílnum í mikilli hálku með þeim afleiðingum að jeppinn hafnaði á hliðinni. Að sögn lögreglunnar á Hólmavík var jeppinn á mjög lítilli ferð þegar óhappið varð. Hann lagðist því nokkuð mjúk- lega á hliðina í snjóskafl við veginn. Hjón sem voru í bílnum meiddust ekki og með aðstoð lögreglunnar tókst að koma jeppanum á réttan kjöl. Jepp- inn skemmdist tiltölulega lítið og var ferðinni haldið áfram suður. Jeppi lagðist á hliðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.