Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 55 ins og framkvæmdarstjóri hennar og gjaldkeri á byggingartímanum. Það var mikið starf og mjög vel af hendi leyst, enda var það honum einkar hugleikið. Jón Ólafsson hóf búskap ásamt eiginkonu sinni, Margréti Eiríks- dóttur frá Steinsholti, árið 1950 á ný- býli úr ættarjörð sinni, Eystra-Geld- ingaholti. Síðar tók hann við jörðinni allri til ábúðar. Ég vil fullyrða að bú- skaparsaga hans hafi verið sá kafli ævinnar sem hann náði sjáanlega mestum árangri og veitti honum óblandna ánægju. Hann hafði stund- að nám við bændaskólann á Hólum í Hjaltadal, sem hann taldi að sér hefði nýst vel. Hann var sérstaklega góður ræktunarmaður og átti það jafnt við um ræktun jarðar og búfén- aðar. Hann tók við góðum stofni bú- fjárins úr búi föður síns, til dæmis hrossa sem var vel þekktur og nægir að nefna Gulltopp, gæðinginn al- þekkta, og Perlu. En mesta ánægju mun hann hafa haft af sauðfjárrækt- inni, enda stóð hann í fremstu röð þeirra bænda sem þóttu bera þar af. Hann átti jafnan fallega hjörð og af- urðavæna. Áhugi Jóns var ekki einvörðungu bundinn við heimasveit hans og bú- jörð. Hann fylgdist grannt með landsmálum og hag bænda almennt. Hann gekk ungur til liðs við Sjálf- stæðisflokkinn og var öflugur mál- svari hans heima og heiman. Hann var um langt skeið í stjórn félags Sjálfstæðismanna í uppsveitum Ár- nessýslu og formaður þess árum saman. Í kjördæmisráði Sjálfstæðis- flokksins á Suðurlandi var hann til skamms tíma. Sjálfstæðismenn á Suðurlandi völdu hann fulltrúa sinn á Búnaðarþing 1978 og átti hann þar sæti á meðan það var aðalfundur Búnaðarfélags Íslands eða til 1994. Sem að líkum lætur þá hefur margur maðurinn átt erindi við bóndann í Geldingaholti síðustu fimmtíu árin. Þegar menn leggja leið sína þang- að heim og sjá til bæjarins, þar sem hann stendur suðaustan undir lágum og algrónum bæjarásnum sem horfir móti jöklaþrenningunni sunnlensku, þá er sú sjón hlýleg og fögur og ekki hefur síður verið hlýlegt að koma þar heim og heilsa húsbændunum þar. Þar leggst þetta allt á eina sveif: glatt fólk og gestrisið og hlýlegt um- hverfi. Jón var maður mannblendinn og ræðinn, með fastmótaðar skoðan- ir sem hann fór aldrei í felur með heldur varpaði þeim fram átakalaust og átti þannig eðlilegt og vinsamlegt samtal við gest og gangandi. Hér hefur verið, í stuttu máli, drepið á nokkra áfanga á æviskeiði Jóns í Geldingaholti. Hann hefur komið víða við á þeirri löngu leið sem honum var ætluð af forsjóninni. Ég átti því láni að fagna að eiga með honum mikið og gott starf að ýmsum málum í hartnær sjötíu ár og þykir mér gott að hugsa til þess sam- starfs nú að leiðarlokum. En ef til vill er allra einlægast að varðveita í huga sér minningarnar um öll þau gengnu ár sem við áttum saman, fyrst sem ungir menn, þá sem bændur og síð- ast öldungar á samliggjandi jörðum. Þar bar aldrei skugga á. Og enn er gott að vita af því að milli bæja okkar er skammur vegur sem liggur um Vonarskarð vináttu okkar, þótt við förum hann ekki saman að sinni í eiginlegum skilningi. Við nágrannarnir hér á Hæli þökkum Jóni vináttu og samskipti á liðnum árum og áratugum. Við biðj- um alföður að vernda og styrkja Margréti og fjölskyldu ykkar Jóns alla á þessum dögum sorgar og sakn- aðar svo að þið megið huggast. Guð blessi ykkur öll. Steinþór Gestsson. Sveitarhöfðingi er genginn á vit feðra sinna. Maður sem um áratuga- skeið setti svipmót sitt á mannlífið hér í uppsveitum Árnessýslu og raunar mun víðar. Jón í Geldinga- holti var þekktur maður og átti vini og kunningja um land allt. Hann var góður fulltrúi bænda- stéttarinnar og átti sæti á búnaðar- þingi um langt árabil. Hann tók þar sæti föður míns, Sigmundar í Syðra- Langholti, sem fulltrúi sjálfstæðis- manna í Árnessýslu á búnaðarþingi. Hann reyndist þar sem annars stað- ar ötull málsvari bænda og stuðlaði að framgangi góðra málefna í þágu íslenskrar bændastéttar. Hann tók einnig við af föður mínum sem for- maður Sjálfstæðisfélagsins Hugins í uppsveitum Árnessýslu og gegndi þar formennsku í 15 ár. Ég man fyrst eftir Jóni í Geldinga- holti á leiksviði hjá Ungmennafél. Gnúpverja en hann var mjög virkur í starfi ungmennafélaga og tók m.a. þátt í mörgum leiksýningum hjá sínu öfluga félagi. Hann var mjög oft fulltrúi sinnar sveitar á fundum og þingum Héraðssambandsins Skarp- héðins og fjölda annarra samtaka. Hann lét gjarnan til sín taka í ræðu- stóli og lá ógjarnan á skoðunum sín- um. Þannig hafði hann víðtæk áhrif bæði heima og að heiman. Fyrir hönd Sjálfstæðisfélagsins Hugins vil ég þakka mikil og góð störf Jóns í Geldingaholti og per- sónulega þakka ég áratuga góð kynni og vináttu. Ég og fjölskylda mín sendum Margréti og fjölskyldunni allri ein- lægar samúðarkveðjur. Jóhannes Sigmundsson. Landstólpi af Guðs náð var Jón í Geldingaholti þótt í fullu gildi séu orð skáldsins að bóndi væri bústólpi og bú landstólpi. Jón í Geldingaholti bjó yfir mikilli útgeislun, talaði tæpi- tungulaust, var íhugull og beittur, kunni að föndra hismið frá kjarnan- um og einn af kostunum hans var ótrúleg orðhnyttni. Jón fór ekkert í launkofa með stefnu sína sem sjálfstæðismaður, en hann kunni líka vel að sýna sanngirni þeim sem voru honum kannski ekki alveg sammála, nema krötum og kommum, það var of langt gengið. Jón Ólafsson í Geldingaholti er einn af samferðamönnunum sem mikill sjónarsviptir er að. Hann var héraðshöfðingi, landskunnur í hópi bænda og í röðum sjálfstæðismanna, því hann var boðberi hugsjóna sem aldrei sló fölva á, framtak og fram- sýni, athafnir eftir orðum. Jón í Geldingaholti var eins og allt hans fólk, mikill vinur vina sinna, rækt- arsamur og hlýr, en hann bjó yfir sérstæðri kímnigáfu í gagnrýni sinni á menn og málefni. Það kallaði oft fram hnyttin tilsvör og innskot í um- ræðu hversdagsins. Það var sama hvort maður hitti Jón á fundum, í réttum, á samkom- um eða á hans rómaða heimili í Geld- ingaholti hjá Möggu og börnunum þeirra á tyllidögum. Það var ekkert miðjumoð eða vettlingatök í orðræð- unni, það var skrafað og skeggrætt í stíl við bragðmikið heimareykt hangikjötið. Einu sinni á fundi með Jóni leyfði ég mér að hrósa Jóni Baldvini svona til þess að koma lífi í fundinn að minnsta kosti, en Jón í Geldingaholti tók það svo óstinnt upp að það var eins og himinn og jörð væru að far- ast, svo ég sá mitt óvænna og dró snarlega í land til þess að bjarga því sem bjargað varð af fylginu. Jón í Geldingaholti var sannur og fölskva- laus, sagði sína meiningu hvort sem það var til þæginda eða ekki. Það gat líka orðið skemmtilegt í alvörunni þegar svo bar undir. Einu sinni vor- um við í kvöldverðarboði fyrir fund á Skeiðunum. Það var þríréttað, af- bragðs kjúklingur. En Jóni hafði aldrei líkað hvítt kjöt og hafði aldrei farið dult með það. Undir miðju borðhaldi ýtir Jón frá sér diski sín- um og segir: „Þetta er vondur matur, það hefði verið betra að hafa lamba- kjöt.“ Við félagar hans brugðumst skjótt við og bættum á diska okkar með tilhlýðilegum hrósyrðum um matinn, enda full ástæða til. Jón tók því ekkert vel og bætir við að þetta sé í þriðja skipti á ævi hans sem þetta helvítis hvíta kjöt sé neytt ofan í sig. Ég spurði þá í sakleysi mínu hvenær það hefði átt sér stað í fyrri tvö skiptin. „Það var á Bessastöðum, þegar Vigdís var sett inn í embætt- ið,“ svaraði Jón, „þá var einhver kalkúnur. En ég sá nú við því og át bara það sem var í kring um hann. Hitt skiptið var svo á Hellu, á hesta- mannamóti. Það var um nótt og ég var fullur og það var í lagi.“ Þegar þessa sögu bar stundum á góma í Geldingaholti sagði Jón gjarnan. „Þú lýgur þessu náttúrlega, þetta var ekki alveg svona.“ En nú er hann genginn blessaður og þökk sé honum fyrir allt og allt í nafni persónulegrar vináttu og í nafni Sjálfstæðisflokksins. Það verður skarð fyrir skildi í næstu skrefum þar sem Jón átti sér fastan sess. Á sjötugsafmæli hans fyrir 5 árum færði ég Jóni litla gjöf, skoskan hirðingjastaf. Hann var á Landspítalanum þegar hann tók á móti gjöfinni, mundaði stafinn og sagði: „Úr því að Jesús gat notað svona get ég alveg eins gert það.“ Jón var engum líkur. Minningarn- ar eru margar og þær ylja. Megi góður Guð styrkja eftirlifandi vini og vandamenn, gefa þeim afl úr minn- ingunum um mætan vin og félaga, drengskaparmann sem í orðsins fyllstu merkingu var landstólpi. Árni Johnsen. Skálholt rís upp úr umhverfi sínu sem glæsilegt en um leið hógvært tákn höfðingsskapar og merkrar sögu. Þangað leitar hugurinn í dag þegar þaðan verður gerð síðasta vegferð Jóns Ólafssonar, bónda í Eystra-Geldingaholti. Sjálfur minnti Jón um sumt á Skálholt. Engum sem til þekkti gat dulist að hann stóð upp úr í sveit sinni. Hann var í orði, verki og öllum háttum eins konar tákn höfðingsskapar og rótgróinnar ís- lenskrar bændamenningar. Í honum bjó sannkallaður sveitarhöfðingi. Kynni og vinátta við Jón Ólafsson auðgaði mann sjálfan að skilningi og þekkingu, ekki einvörðungu á dag- legum málefnum og viðfangsefnum bænda heldur einnig og ekki síður á menningu og gildi sveitanna í ís- lensku samfélagi. Hann unni sveit- inni og landinu og var umfram allt ræktunar maður af lífi og sál. Hugs- un hans stóð svo föstum fótum í rótgróinni bændamenningu að af sjálfu leiddi að hann gat aldrei orðið annað en sannur og trúverðugur málsvari þess samfélags sem var starfsvettvangur hans. Jón Ólafsson kom mér þannig fyr- ir sjónir að hann væri maður verk- legra framfara en íhaldssemi um ým- is grundvallaratriði og fastheldni á það sem hann skynjaði sem rétt bænda. Skoðunum sínum fylgdi hann fram af festu og hispursleysi og hann dró hvergi af sér í málafylgju ef honum sýndist þess þurfa með. Hann var því fyrir þá sök og ýmsa aðra góða eiginleika einn þeirra sem betra var að eiga að meðhaldsmanni en móthaldsmanni. Það var orðið jafnsjálfsagt og að halda upp á jólin að koma í eldhúsið hjá Margréti og Jóni í Eystra-Geld- ingaholti þegar búið var að draga í dilka í Skaftholtsrétt á haustin. Gest- risni þeirra hjóna, alúð þeirra og ein- lægni gátu ekki gert þá daga að öðru en hátíð. Þeir eru ófáir sem eiga góð- ar minningar frá slíkum stundum. Það er sannarlega verðmæti í sjálfu sér að hafa fengið að taka þátt þar í. Lífsgleði Jóns var jafnan eins og skínandi stjarna í réttinni. Sauðfjár- ræktin var ekki aðeins atvinna hans heldur lífsyndi. Það var ekki einasta að hann þekkti beitarhagann og af- réttinn eins og lófann á sér heldur unni hann því umhverfi öllu. Rétt- ardagurinn gat því aldrei orðið ann- að en sönn hátíð á þeim bæ. Þegar fundum okkar bar saman á réttardaginn á liðnu hausti fór ekki á milli mála að veikindin höfðu sett mark sitt á Jón. Krafturinn og þrótt- urinn var ekki sá sami og áður. En lífsgleðin hafði í engu bilað og skoð- anirnar jafnákveðnar og markvissar sem fyrr. Það hvarflaði því ekki að manni þegar við stóðum á hlaðinu og horfðum til Heklu að það væri síð- asta handtak okkar og kveðja. En þannig eru örlögin og ég á ekki ann- an kost á þessum degi en að bera fram úr fjarlægð með fáum fátæk- legum orðum heilar þakkir fyrir vin- áttu og trúfesti í mótbyr sem meðbyr og um fram allt marga ánægjustund. Fundum okkar Jóns Ólafssonar bar fyrst saman í starfi sjálfstæðis- manna á Suðurlandi. Þar var vett- vangur hans til að lýsa skoðunum sínum og veita aðhald þeim sem hann fylgdi að málum, þegar þannig bar við. Heilindi hans komu meðal annars fram í því að álit hans fór aldrei dult. Skoðanir hans voru virt- ar fyrir þá sök að menn vissu að þar bjó að baki heill hugur og sannfær- ing. Þeir sem unnu trúnað hans gátu treyst óskiptu atfylgi hans og stuðn- ingi. Sjálfstæðismenn standa vissu- lega í þakkarskuld við þennan fallna höfðingja úr Árnesþingi. Við leiðarlok er samhugurinn með Margréti og fjölskyldu þeirra. En sú vissa að minningin um mannkosti Jóns Ólafssonar geymist léttir sorg og sáran söknuð. Jón Ólafsson var með sanni maður átthaga síns. Síð- asta vegferð hans er til þeirrar mold- ar sem hann unni. Þorsteinn Pálsson. Einlæg og djúp vinátta og óbrigð- ul tryggð eru verðmæti sem Jón Ólafsson gaf af örlæti hjartans og fyrir það og ótalmargt annað sem hann veitti á veisluborði lífsins erum við þakklát á þessari stundu. Það var ekki að ósekju að Jón dró að sér fólk eins og segull. Hann var einstaklega skemmtilegur og skoðunarlaus var hann aldrei. Vinátta hans minnti um margt á göfugt vín. Áhrifin glöddu á lifaðri andrá og nú þegar orðin eru fest á blað finnst svo vel að þótt ilm- ur minninganna dofni þá varir langt eftirbragðið. Lán okkar, þegar við settumst að í Gnúpverjahreppi fyrir hartnær þremur áratugum, var margvíslegt. Ekkert var þó dýrmætara en vinátt- an sem við eignuðumst þar. Í áratug var heimilisfólkið í Eystra-Geldinga- holti nágrannar okkar og þótt breyt- ing yrði á högum og við flyttum burt gerðu þau okkur kleift að vera áfram í mikilli nálægð og það hefur verið okkur ómetanlegt. Vinur okkar Jón var mikill rækt- unarmaður. Hann hafði glöggt auga fyrir sauðfé og mat mikils þessa blessuðu skepnu, sem hefur ekki ein- ungis fætt og klætt þjóðina um aldir heldur opnað mörgum manninum óbyggðir landsins í árvissum fjall- ferðum og í huga Jóns var afrétt- urinn heilagt vé. Hann var eitt sinn spurður að því, í nokkrum hálfkær- ingi þó, hvort hann tryði á sauð- kindina. Hann kvað já við en sagðist jafnframt trúa á fleira. Og það voru orð að sönnu. Jón ræktaði fé en hann ræktaði líka náungakærleikann. Hann var félagslyndari en flestir menn og lét til sín taka á mörgum sviðum eins og kemur fram í aðfara- orðum þessara minningargreina. Það er til marks um lifandi og síkvik- an áhuga hans á atburðum líðandi stundar, þegar hann nú fyrir stuttu fór á fund forstjóra Landsvirkjunar til að kynna sér virkjunaráform í Gnúpverjahreppi og láta í ljósi hvað honum sjálfum þótti. Jón var í essinu sínu þegar gesti bar að garði eða það tók að lifna yfir sumarhúsabyggðinni og sporléttur brá hann sér á bæi sér og öðrum til mikillar gleði. Við megum minnast margra góðra heimsókna með sökn- uði og miklu þakklæti. Þeim varð m.a. vel til vina Þorleifi föður Sig- finns og Jóni og fátt gladdi hann meir á gamalsaldri en snarpar sam- ræður við þennan skoðanabróður í pólitíkinni. Báðir gátu þeir skipt um ótalmargt og sýnt ótrúlegan sveigj- anleika og umburðarlyndi en þeir skiptu samt ógjarnan um skoðun. Þar voru línurnar málaðar sterkum litum og tekið stórt upp í sig um menn og málefni. Jón var svipfallegur maður, glæsi- legur á velli, jafnan óaðfinnanlegur í klæðaburði og mikið snyrtimenni. Á vordögum ævinnar átti hann reið- hest í ætt við Krapa, gersemi sem menn geta vænst að fæðist einu sinni á árþúsundi. Það kom glampi í auga Jóns þegar minnst var á Gulltopp og þá var sem hann endurlifði horfnar yndisstundir. Margrét hefur stund- um sagt að hún hafi fallið fyrir Gull- toppi og Jón hafi fylgt með ásamt landi nokkru, sem fyrr hafði gengið undan Steinsholtinu til Geldinga- holts. Jón þurfti ekki að fara yfir höf og álfur til að finna lífsgæfu sína. Hún kom af næsta bæ og Magga í Steinsholti varð Magga í Geldinga- holti. Það er ekki ofsagt að Jón hafi verið heppinn með konu og það leyndi sér heldur aldrei hvar hjartað sló og það var gagnkvæmt. Nonni og Magga urðu eitt og sá einhugur kom víða fram, í höfðingsskap og ómældri gestrisni, í þeim glaða og gefandi anda sem tekur á móti vinum þeirra opnum örmum. Og fyrir þetta allt og svo ótalmargt þökkum við þúsund- falt. Jón Ólafsson var mikill gæfumað- ur og því er söknuðurinn samofinn þakklæti nú þegar hann er kvaddur. Raunar kveður maður aldrei endan- lega mann eins og Jón. Hann lifir áfram í minningunni, í tilsvörum sem vekja hlýju, í græskulausri kímni, velvilja og góðvild. Guð veri með honum og blessi minningu hans um ókomna tíð. Við getum ekki fylgt Jóni síðasta spölinn en hugurinn leitar heim og úr fjarlægð sendum við hlýjar sam- úðarkveðjur. Við biðjum vinum okk- ar huggunar og blessunar, Margréti, börnum þeirra Jóns, tengdabörnum og barnabörnum og sömuleiðis Ingu, systur hans, sem nú lifir ein barna sæmdarhjónanna Pálínu og Ólafs í Eystra-Geldingaholti. Sigfinnur og Bjarnheiður. Okkur langar í fáum orðum að minnast vinar okkar Jóns í Geldinga- holti. Um hann eigum við margar dýrmætar minningar. Ófáar ökuferðir í Land-Rovernum rifjast upp fyrir okkur þar sem Jón sat við stýrið með lopahúfuna á höfð- inu og okkur eldhressar við hlið sér, á leið í gegningar. Þessar ferðir voru alltaf bráðskemmtilegar. „Karlarnir í Hamramýrinni“ áttu það til að hefta för okkar með því að stökkva í veg fyrir bílinn. Það var ekki að sök- um að spyrja að Jón negldi niður þannig að við hentumst til í bílnum. Forvitnar störðum við í allar áttir í leit að körlunum en alltaf misstum við af þeim á bak við hóla og hæðir. Sama hvað við reyndum þá sáum við aldrei þá félaga en margar sögurnar heyrðum við af þeim. Árin liðu og „karlarnir í Hamramýrinni“ hættu að verða á vegi okkar. Umræðuefnin breyttust og urðu strákamál ofar- lega á baugi. Jón var ötull við að benda okkur á verðug mannsefni. Við vorum nú ekki alltaf jafn hrifnar og hann en iðulega kom bros fram á varir okkar og ósjaldan skellihlátur. Segja má að hlátur og gleði hafi ein- kennt samskipti okkar við Jón og hann hafði einstakt lag á að koma okkur til að hlæja við misheppilegar aðstæður. Í gegnum árin höfum við stöllurn- ar ýmislegt brallað saman. Jón fylgdist af áhuga með öllu sem við tókum okkur fyrir hendur sem var misviturlegt að hans áliti. Sundferð- ir, reiðtúrar, strákamál, ballferðir, siglingar, fallhlífarstökk, fjallaferðir, háralitur og klæðaburður eru atriði sem Jóni varð tíðrætt um og lá hann þá ekki á skoðunum sínum. Jón starfaði mikið að félagsmálum og áhugi hans á mönnum og málefnum var ósvikinn. Oft upphófust harðar rökræður okkar á milli, til dæmis um pólitík eða menntamál. Ekki vorum við alltaf sammála og urðu umræð- urnar oft fjörugar en enduðu iðulega með skellihlátri. Jón var bóndi af lífi og sál og lagði mikinn metnað í störf sín í þágu landbúnaðarins og voru þau málefni honum hugleikin. Skoðanir okkar og lífsviðhorf hafa að miklu leyti mótast af ómældri virðingu Jóns fyrir landi og þjóð. Af honum höfum við margt lært og fyrir það erum við þakklátar. Þrátt fyrir aldursmun var Jón okkur kær vinur og félagi. Sú vinátta er mjög dýrmæt. Það eru forréttindi að hafa þekkt Jón, minningarnar eru ótalmargar og geymast í huga okkar sem ómetanlegur fjársjóður. Með söknuði kveðjum við Jón í Geldingaholti. Jóhanna og Dagný Björk. Það er mikil auðlegð að eignast vináttu fólks, sem leggur fram allt það besta er í hjarta þess býr og ræktar vináttuna þannig að aldrei slái fölva á. Þetta kom mér í hug þeg- ar ég settist niður til að setja á blað nokkur kveðjuorð til vinar míns Jóns í Geldingaholti. Þetta var svo ríkur og eðlilegur þáttur í lífi hans. Hann átti trausta og trygga vini um land allt sem hann heimsótti þeg- ar færi gafst eða talaði við þá í síma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.